Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 11
LAUGARASBIO Slmi 32075 -tít® STj»q Bandarisk úrválsrriynd er hlaut 7 Oskar’s-verölaun i april s.l. og er nú sýnd um allan heim viö geysi vinsældir og hefur slegiö öll aösóknar- met. Leikstjóri er George Roy Hill. Sýnd kl. 8.30. 9. og siöasta sýningarvika. Bönnuö innan 12 ára. Hertu þig Jack Keep it up Jack Bráöskemmtileg bresk gamanmynd i litum meö ISLENSKUM TEXTA. Sýnd ki 5, 7 og 11. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sími 11544 Morðin í strætisvagninum Waltar Matthau-Bruoa Dara raca agalnat Uma and • kMar In ÍSLENSKUR TEXTI Hörkuspennandi, ný, amerísk sakamálamynd, gerö eftir einni af skáldsögum hinna vinsælu sænsku rithöfunda Per VVahloo og Maj Sjbvall. Leikstjóri: Stuart Rosenberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. Bönnuð innan 16 ára. Verði skömm... Framhald af bls. 7. um! 1 stefnu er rækilega á það minnt, að undirskriftasöfnunin hafi borið glæsilegan árangur, tala undirskrifenda nákvæmlega tiunduð, enda hófu tólfmenning- amir ekki málshöfðanir sinar fyrr en niöurstöðurnar lágu fyrir. Þeir fara hvergi i felur með það, aö þeir telja sig styðjast við hinn svonefnda „þögla meirihluta”. Vegna þessarar klifunar, sem er aö vlsu einatt óbein og undir rós, hljóta hugsandi menn að rifja upp fyrir sér aðra aðilja, sem einnig fóru sinu fram í krafti hins þögla meirihluta, og kemur þá vitan- lega Adolf Hitler fyrst i hugann. Slík upprifjun getur varla verið refsiverð, enda hef ég hvergi likt vinnubrögðum tólfmenninganna viö vinnubrögð Hitlers og fylgis- manna hans, heldur einungis bent á blinda trú þeirra og hvað af henni leiddi. „Vinnubrögö” og „blind trú” eru ekki samheiti i is- lensku máli. Ber vott um valdbeitingartrú Um 5: (heigulshætti og vald- Fimmtudagur 27. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 beitingartrú þeirra tólf nýstéttar- manna, sem standa að þessu til- ræöi viö tjáningarfrelsi íslend- inga, og mun skömm þeirra uppi meðan ærleg hugsun bærist með þjóninni.) Ég leyfi mér að vekja athygli réttarins á þvi, hvernig stefn- endur skera framangf þessum ummælum, en upphaf máls- greinarinnar skiptir hér megin- máli: „Mig brestur satt að segja orðtil að lýsa fyrirlitningu minni á heigulshætti og valdbeitingar- trú þeirra tólf nýstéttarmanna, sem standa að þessu tilræði við tjáningarfrelsi lslendinga. og mun skömm þeirra uppi meðan nokkur ærleg hugsun bærist með þjóöinni.” Ég itreka að ég vildi gjarna ráða yfir orðaforða sem lýsti til fullnustu fyrirlitningu minni á heigulshætti og valdbeit- ingartrú nýstéttarmannanna tólf. Ég tel það vera i senn gikkshátt og heigulshátt að neita að ræða undirskriftasöfnunina á mann- fundum eða i f jölmiðlum, og ég lit á þaö sem órækan vott um vald- beitingartrú að ætla að koma þeim gagnrýnendum undir manna hendur sem tólfmenning- amir þorðu ekki að deila við opin- berlega. Lagaheimildir má lika nota til valdbeitingar einsog ótal dæmi i vestri og austri sanna, og sú er tvimælalaust ætlun stefn- enda. Um „nýstéttarmenn” hefur Milovan Djilas meðal annars þessi orö: „Þegar riin nýja stétt yfirgefur svið sögunnar, — og svo hlýtur að fara — munu færri verða til að syrgja hana en nokkra aðra stétt, er sagan grein- ir frá. Um leið og hún hefur drep- iðallt niður, sem ekki hentaði eig- ingjömustu hagsmunum hennar sjálfrar, hefur hún dæmt sjálfa sig til þeirra örlaga, að ætlunar- verk hennar hlýtur að mistakast og hrun hennar að verða smánar- legt” (Hin nýja stétt, bls. 82). Djilas er að fjalla um annan hóp manna i allt öðru landi og við allt aörar þjóðfélagsaðstæður, en mér finnst hann lýsa hugarfari ný- stéttarmanna almennt og tjá trú sina á ósigur þess með þeim hætti, að vert sé að minna á orð hans i þessu samhengi. Ummælin um.skömm þeirra tólf menninganna eru skilyrt með oröunum: „meðan nokkur ærleg hugsun bærist með þjóðinni”. Það er semsé trúa min, að einungis ærleg hugsun fái tryggt ævarandi skömm þeirra, en enganveginn öruggt að sú ærlega hugsun varð- veitist i landi, ef þeir fara sinu fram, veifandi refsivendi laganna yfir hverjum þeim sem dirfist að gagnrýna þá, atyrða eða for- dæma. Verði skömm þeirra ekki uppi, hlýt ég að álykta að ærleg hugsun hafi horfið af Islandi. Efnislega rétt og réttmæt Stefnukröfum i máli þessu er mótmælt i heild. Þó einhver um- mæla minna kynnu að verða dæmd dauð og ómerk — og mér þarmeð meinað að tjá og túlka skoðanir minar og bjargfastar sannfæringar á skiljanlegri is- lensku — er fráleitt að dæma refs- ingu eða miskabætur fyrir að ala á tilteknum skoðunum og láta þær i ljós, enda hefur hvergi verið sýnt framá miska stefnenda af völdum ummæla minna. Ég vil i þessu sambandi benda á, að hér kemur einnig til álita hin gamla og góða regla Grágásar um „orðhefnd”. Þessa retorsio- reglu er nú að finna i 239. grein al- mennra refsilaga, og nær hún ekki einungis til orða, heldur einnig athafna. Kærur stefnenda voru að minu mati pólitisk athöfn, sem jaðraði við ofsókn og vakti mér bæði viðbjóð og réttláta reiði, og ber þvi með stoð i 239. grein, sbr. 74. grein almennra refsilaga, að telja ummæli min refsilaus. Það er að lokum áréttað, að ummæli min og orðalag þeirra þjónuðu þeim tilgangi einum að tjá einlæga stjórnmálaskoðun mina, en ekki i neinni grein að meiðyrða hóp eða einstakling i vondri trú Ummælin voru látin falla að gefnu tilefni.og ég tel þau i öllum greinum efnislega rétt og réttmæt. Ég áskil mér allan rétt til gagnaöflunar, vitnaleiðslu og annars málflutnings eftir þörfum og legg málið i dóm með þeim fyrirvara. Virðingarfyllst Sigurður A. Magnússon, Felli, Mosfellshreppi.” apótek Kvöld-nætur-og helgidagsvarsla apóteka vikuna 21. til 27. febrúar er Háaleitisapóteki og Vesturbæjarapóteki. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna á sunnu- dögum, helgidögum, og al- mennum fridögum. Einnig næturvörslu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni, virka daga. Kópavogur Kópavogsapótek er- opiö virka daga frá 9 til 19 og kl. 9 til 12 á hádegi á laugardögum. Hafnarfjörður Aöótek Hafnarfjarðar er opið virka daga frá 9 til 18.30 laugar- dag 9 til 12.30 og sunnudaga og aðra helgidaga frá 11 til 12 f.h. slökkvilið Slökkvilið og sjúkrabflar t Reykjavik — simi 1 11 00 í Kópavogi — simi 1 11 00 t Hafnarfirði — Slökkviliðið simi 5 11 00 — Sjúkrabíll simi 51 00>. lögregla Lögreglan I Rvik — simi 11166 Lögreglan i Kópavogi — simi 4 12 00 Lögreglan i Hafnarfirði — simi 5 0161. læknar Slysavarðstofa Borgarspitai- ans: Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. Simi 8 12 00. — Eftir skiptiborðslokun 8 12 12 Kvöld- nætur- og helgidaga- varsla: 1 Heilsuverndarstöðinni viö Barónsstig. Ef ekki næst i heim- ilislækni: Dagvaktfrá kl. 8.00 til 17.00 mánud. til föstudags, simi 1 15 10. Kvöld- nætur- og helgi- dagavarsla, simi 2 12 30. Tannlæknavakt: Tannlæknavakt er I Heilsu- verndarstöðinni frá 17—18 alla laugardaga og sunnudaga. — A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á Göngu- deild Landspitalans, simi 2 12 30. — Upplýsingar um lækna og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Mænusóttarbólusetning Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30—17.30. Hafið með ónæmisskirteini. Ónæmisaðgerðin er ókeypis. Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur. félagslíf Kvennadeiid Styrktarfélags lamaöra og fatlaðra. Fundur verður haldinn að Háa- leitisbraut 13 fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20,30 — Stjórnin Félag einstæöra foreldra heldur félagsfund á Hótel Esju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 21. Fjallað verður um efnið „Staða einstæðra foreldra i þjóðfélag- inu”. Framsögu um málið hafa Guðrún Helgadóttir, deildar- stjóri hjá Tryggingastofnun rikisins, Sævar B. Guðbergsson, yfirmaður fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar og Erla Jónsdóttir, fulltrúi hjá Sakadómara. Þá hefur Gunnari Thoroddsen fé- lagsmálaráðherra verið boðið að koma á fundinn. Að loknum framsöguræðum verða umræð- ur. og munu framsögumenn svara fyrirspurnum gesta. Tek- iðskal fram, að nýir félagar eru velkomnir á fundinn, svo og styrktarfélagar. 1 undirbúningi hjá FEF eru siðan tvær barnaskemmtanir, sem verða haldnar i Austur- bæjarbiói sunnud. 9. mars kl. 1.30 og laugardaginn 15. mars kl. 2 e.h. FEF hélt einnig tvær slikar barnaskemmtanir um svipað leyti i fyrra og tókust þær prýðilega. Kvenfélag Óháða safnaðarins Fjölmenniðá aðalfund félagsins nk. laugardag kl. 3 e.h. i Kirkju- bæ. — Kaffiveitingar. Kvenfélag Laugarnessóknar. Fundur verður haldinn mánu- daginn 3. mars i fundarsal kirkjunnar kl. 8.30. Erindi með skuggamyndum frá Niger. — Stjórnin. bridge Spilið i dag er tóm vitleysa. En þessi tóma vitleysa kom fyr- ir I keppni fyrir mörgum árum. Vestur-Austur á hættu, og sagn- ir eru búnar að ganga: N pass 2 spaða pass V pass 2 hjörtu pass S 1 spaða 4 spaða A 1 hjarta 4 hjörtu dobl Þú ert Suður, sagnhafi I fjór- um spöðum dobluðum, og ekki er blindur beinlinis upplifgandi: AK 10 3 V 8 6 5 ♦ K 8 4 2 * A G 5 *D 8 6 4 2 ¥2 ♦ D 7 5 + K 4 3 2 Ot kemur hjartatia. Og nú skaltu raða upp spilum Vesturs- Austurs þannig að spiliö vinnist. Og það vannst reyndar i þetta sinn, sem sannar það eitt að ekki er öll vitleysan eins: Vestur. AG 9 y K 10 4 3 y G 9 6 3 *D 10 7 Austur *A 7 5 ¥ A D G 9 7 ♦ A 10 + 986 Öhnekkjandi, með þvi að svina svörtu litunum, spila lág- tigli úr borði á drottninguna og fleygja siðan Austri inn á tigul- ás með þvi að spila litlum tigli. Og auðvitaö var Suður bál- reiöur, þvi að fjögur hjörtu dobluð eru tvo niður á hættunni! skák Hvitur mátar I þriðja leik. Lausn þrautar Nr. 44. 1. Ba3. Svarta drottningin getur sprikl- að eitthvað t.d. drepur f5 + en við þvi er 2. Bf5 mát. Svo hótar hvitur máti með Bb2. SALON GAHLIN Þeir segja að maður eigi að lesa milli linanna. En þar stend- ur jú ekki nokkur skapaður hlut- ur. — Maður getur ekki hjálpað öll- um, segir fólk. Og svo hjálpar það alls ekki neinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.