Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.02.1975, Blaðsíða 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. febrúar 1975 Fimmtudagur 27. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Siguröur A. Magnússon, rithöfundur: Verði skömm þeirra ekki uppi er ærleg hugsun horfin af íslandi Ég flyt mál þetta fyrir sjálfan mig og geri einkum þær dómkröf- ur, aö ég verði alfariðsýknaður af stefnukröfum og mér dæmdur hæfilegur málskostnaður úr hendi stefnenda að mati réttarins. Sér- staklega er gerð krafa um sýknu af refsikröfum, þar sem sök hafi verið fyrnd við málshöfðun sam- kvæmt 29. grein laga nr. 19 frá 1940, sem eru almenn hegningar- lög. Ummælin, sem stefnukröfur eru byggðar á, birtust i dagblað- inu Þjóðviljanum 25. júni 1974, einsog skýrt er tekið fram i stefnu. Stefnan var hinsvegar af- hent mér að heimili minu, Felli I Mosfellshreppi, að kvöldi föstu- dagsins 27. desember 1974. Nú hlýtur fyrningarfrestur að miðast við lok þess dags, þegar ummælin birtust i einu af dagblööum höfuð- borgarinnar, enda væri fráieitt að taka mið af öðru. Flestir þeirra manna, sem stefna mér, eru bú- settir i Reykjavik og aðrir i næsta nágrenni hennar, og gera verður ráð fyrir að einhverjir tólfmenn- inganna viti hvað stendur i dag- blöðum frá degi til dags, sérstak- lega þegar það snertir málefni sem varða þá. Hversu sem háttað kann að vera lestri þeirra eða vanlestri á dagblöðum, hlýtur sönnunarbyrðin að hvila á þeim, vilji þeir halda þvi fram að þeir hafi ekki séð umrædd ummæli fyrr en færri eða fleiri dögum eft- ir að þau birtust. Rétturinn hlýtur aö taka mið af útkomudegi blaðs- ins, meðan slikar sannanir liggja ekki fyrir. Dómkröfur minar eru þessar: a) að ég verði algerlega sýknað- ur af öllum kröfum stefnenda; b) að stefnendur verði dæmdir til aðgreiða mér hæfilegan máls- kostnað að mati réttarins; c) að stefnendur verði in solidum dæmdir til að greiða I einn sjóð kr. 100.000,00 til að standa straum af kostnaði við nám- skeið, sem þeim verði gefinn kostur á að sækja, um sögu lýðræðis á Vesturlöndum og þann stóra þátt sem óheft tján- ingarfrelsi hefur átt i upp- byggingu og viðgangi þeirra lýðræðisstofnana og iýðrétt- inda, sem nú eru grundvöllur þess andiega frelsis sem við reynum að verja sífelldum að- förum afla er ekki þola opin- skáar umræður og hispurslaus skoöanaskipti; d) að stefnendur veröi dæmdir til að greiöa mér hæfilegar bætur, kr. 50.000,00 fyrir röskun á vinnufriði og frátafir frá verð- ugri verkefnum með tilefnis- lausu málaþrasi og annarri á- þján þvf samfara. Ég legg fram eftirtalin réttar- skjöl: Nr. 1 Greinargerð þessa. 2 Áiitsgerð 12 rithöfunda sem til- nefndir voru af stjórn Rithöf- undasambands tslands tii að „leggja mat á, hvort kærumál og fjárheimtur af þessu tagi séu árás á tjáningarfrelsi manna eða ekki”. 3 Yfirlýsingu 152 manna. 4 Yfirlýsingu 11 manna 5 Greinar Thors Vilhjálmssonar, „Skjaldsveinar Goliats” og „Þagnarmúrinn rofinn” i dag- blaðinu Þjóðviljanum 3. febrú- ar 1974 og 27. júnf 1974. 6 Greinar Sigurðar Lindals prófessors, forseta Lagadeild- ar Háskóia tslands, „Varnar- mál og þjóðarvilji” i dagblað- inu Visi 16. og 18. mars 1974. 7 Fordæmingu Stúdentaráðs Há- skóia tslands i VL-kærum. Tilraun til að gerilsneyða þjóð- málaskrif 1 stefnu er málavöxtum lýst á mjög villandi og ófullnægjandi hátt,og hlýtégaömótmæla þeirri málavaxtalýsingu sem rangri. Stefnendur láta sem upphaflegt athæfi þeirra.hin alræmda undir- skriftasöfnun „Varins lands” og forkastanleg tölvuúrvinnsla undirskriftagagnanna, sem var skýlaust trúnaðarbrot við undir- skrifendur, hafi verið eðlilegt og óumdeilanlegt atferli. Sannleik- urinn er hinsvegar sá, að hér var um að ræða hlutdeild i stórpóli- tisku máli, sem valdið hefur djúp- tækari og heiftúðugri deilum og flokkadráttum meðal þjóðarinnar undanfarinn aldarfjórðung en nokkurt mál annað og raunveru- lega klofið hana niðri rót. Undrun stefnenda yfir viðbrögðum þjóð- hollra islendingá er þvi i hæsta máta barnaleg, ef hún er ekki hrein látalæti, sem ég tel miklu liklegra, þar sem hér er þó um að ræða menntamenn og háskóla- borgara, sem margir hverjir hafa verið viðriðnir stjórnmálavafstur og pólitiskt þras áður. Þegar þessum eðlilegu við- brögðum þjóðhollra islendinga var svarað af hálfu aðstandenda „Varins lands” með málsóknum og kröfum um fangelsanir og stórfelldar fjársektir, þótti mörg- um sem nú væri mælirinn fullur, og þeirra á meðal var ég. Tilefni ummæla minna voru umfangs- mikil pólitisk afskipti aðstand- enda „Varins lands” og máls- höföun þeirra fyrir meiðyrði og siðan fyrirspurn fjölmiðils til min sem formanns Rithöfundasam- bands Islands um þetta mikla deilumál. Það verður að teljast eðlilegt og sjálfsagt að rithöfund- ar gangi framfyrir skjöldu til að verja ritfrelsið, þegar á það er ráðist, þvi með slikum kærum er raunverulega verið að setja rit- uðu og reyndar lika töluöu máli svo þröngar skorður, að hvers- kyns tilþrif i máli og stfl verða varhugaverð, ef ekki beinlinis Þjóðviljinn birtir greinargerð Sigurðar A. Magnússonar í meiðyrðamáli VL-12 gegn honum. Millifyrirsagnir og aðalfyrirsögn eru Þjóðviljans hættuleg. Þegar menn eiga yfir höföi sér langa fangelsisvist og stórar fjársektir fyrir að nota orð einsog „mannvitsbrekkur”, „landvarnamenn”, „hugprúðir dátar”, „kumpánar” o.s.frv., þá er verið að gera þesskonar tilraun til að fletja út tunguna og geril- sneyöa öll þjóðmálaskrif, að þvi verður ekki unað, hvorki af rit- höfundum, blaðamönnum né öðr- um þeim sem beita vilja lifandi og mergjuðu máli. Harðorð um- mæli min voru þvi ekki einasta fordæming á „alvarlegustu at- lögu við tjáningarfrelsi sem mér er kunnugt um hérlendis”, heldur einnig andóf gegn augljósri og hættulegri tilraun til að gelda móðurmálið. Reynt að hefta tjáningarfrelsið Tjáningarfrelsi er hornsteinn þess lýðræðis sem þjóðir um noröanverða Evrópu og Ameriku hafa búið við um lengri eða skemmri tima i hartnær tvær ald- ir. An tjáningarfrelsis verður lýð- ræöi ekki annað en skuggi af sjálfu sér og býður heim einræði flokka eða einstaklinga, einsog á- takanlegast hefur komið fram um austanverða Evrópu og raunar viöa annarsstaðar. Þvi er ekki að leyna að á öllum timum hafa ver- ið á kreiki öfl i Evrópu og Ameriku sem leitast við að hefta tjáningarfrelsi og þarmeð naga rætur lýðræðisins. Hefur þetta einatt verið gert undir yfirskini þjóöarhagsmuna og almanna- heilla, og er skammt að minnast manna á borð við Benito Musso- lini á Italiuj Adolf Hitler i Þýska- landi, Joseph McCarthy i Banda- rikjunum, að ekki sé minnst á á- stand það sem enn rikir á Spáni og til skamms tima rikti i Portúgal og Grikklandi. Jafnvel þar sem lýðræðishefðum er fylgt aö forminu til, gætir viða tilhneig- inga til að hefta frelsi þegnanna til að tjá sig opinskátt og skiptast á skoðunum. Þessi tilhneiging var sterk i stjórnartið de Gaulles i Frakklandi, einkum að þvi er varðaði rikisfjölmiðla; hún kom fram i ofsóknum vestur-þýska stjórnmálamannsins Franz Jos- efs Strauss á hendur timaritinu „Der Spiegel” og linnulausum of- sóknum Richards Nixons og skó- sveina hans gegn andstæðingum Vletnam-striðsins i Bandarikj- unum; og hún er ekki heldur ó- þekkt hérlendis, samanber lát- lausar tilraunir Morgunblaðsins til að niða mannorðið af einstakl- ingum sem reynt hafa að losa um flokksbönd þjóðmálaumræðu i fjölmiðlum og nú siðast viðleitni tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins við að skerða sjálfstæði Rikisútvarpsins og koma þvi aft- ur undir aga og eftirlit flokkspóli- tiskra varðhunda. Með hliðsjón af þessari þróun og þeim sifelldu hættum sem steðja að lýðræði og tjáningar- frelsi, bæði hérlendis og erlendis, veröur að skoða hin snöggu og heiftugu viðbrögð við kærum for- kólfa „Varins lands” á hendur þeim mönnum sem dirfðust að gagnrýna og fordæma framferði þeirra og tjá skoðanir sinar á sliku atferli umbúðalaust með þeim orðaforða sem almennt er gripið til i þjóðmálaumræðu hér- lendis. Þessi viðbrögð birtust ekki einvörðungu i þeim ummælum, sem hér er stefnt útaf, heldur einnig og ekki siður I álitsgerð tólf-manna nefndar Rithöfunda- sambands lslands (réttarskjal nr. 2), yfirlýsingu 152 manna (réttarskjal nr. 3), yfirlýsingu 11 manna (réttarskjal nr. 4), for- dæmingu Stúdentaráðs Háskóla Islands á VL-kærum (réttarskjal nr. 7), grein Thors Vilhjálmsson- ar, „Þagnarmúrinn rofinn”, i Þjóðviljanum 27. júni 1974 (rétt- arskjal nr. 5) og i fjölmörgum ályktunum og yfirlýsingum margskonar samtaka og ein- staklinga. Það sem um yar að ræða var framar öðru sú rökstudda sann- færing, að hér væri verið að fara inná braut sem reynast mundi hættuleg bæði iýöræði og tján- ingarfrelsi i landinu. Réttarþróun hefur á undanförnum árum mjög gengið i þá átt að auka málfrelsi i pólitiskum umræðum, ekki sist á Norðurlöndum. Málshöfðun tólf- menninganna var þvi vitaverð tilraun til að stöðva heillavænlega þróun eða jafnvel snúa henni við. Þess vegna ritfrelsi Nú er það alkunna að viða i lög- gjöf er hagsmunaárekstur eða hagsmunaágreiningur sem meta verður eftir málsatvikum hverju sinni. Við höfum skýlaus stjórnarskrárákvæði um óheft ritfrelsi (72. grein), en við höfum einnig meiðyrðalöggjöf sem setur þessu frelsi ákaflega þröngar skorður, sé henni beitt til hins ýtr- asta. Við höfum sömuleiðis ský- laus ákvæði um persónufrelsi og friðhelgi heimilis og einkalifs, en jafnframt lögbundnar heimildir lögreglu til að svipta menn frelsi, oft af litlu tilefni, eða rjúfa frið- helgi heimilis og einkalifs. Rit- frelsið, sem stjórnarskráin 'legg- ur svo rika áherslu á, á rætur sin- ar i þeim skilningi löggjafans, að i lýðfrjálsu samfélagi verði opin- berar og óhindraðar umræður að geta farið fram um opinber mál. Væru hinar almennu reglur um meiðyrðaábyrgð látnar gilda um sllka opinbera gagnrýni, væri henni alltof þröngur stakkur skorinn, og er það löngu viður- kennt, sem og það að „vegna op- inberra og almannahagsmuna er óhjákvæmilegt, að umræður um opinber málefni njóti nokkurs frjálsræðis” (Gunnar Thorodd- sen: Fjölmæli, bls. 233). „Um ærumeiðingar er það löngu viður- kennt, að árásir á æruna, sem væru ólögmætar eftir almennum reglum, geta verið lögmætar, ef rikir hagsmunir liggja til grund- vallar þeim árásum” (Fjölmæli, bls. 232). I þvi tilviki sem hér um ræðir hlýtur það að liggja hverj- um heilskyggnum manni i augum uppi, að sá æruréttur sem tólf- menningarnir gera tilkall til i stefnu sinni og nánar verður vikið aö siöar er svo miklu veigaminni en þeir almennu og opinberu hagsmunir, sem umræðan og á- deilan snerist um, að þetta tvennt verður ekki nefnt i sömu andrá nema i hálfkæringi eða gamni. Hér er ekki einungis um að ræða hagsmuni tjáningarfrelsis i land- inu, sem er hornsteinn lýðræðis og skoðanafrelsis, heldur einnig heimild manna til að beita tung- unni á tilþrifamikinn hátt. Um inntak ummæla minna ræði ég siðar. Atferli 12 óhappa- manna Það sem skiptir máli við úr- lausn á þvi, hvort tiltekin ummæli séu heimii eða ekki, er i fyrsta lagi tilefnið. Spyrja má hvort stefnendur hafi gefið tilefni til þeirra skrifa, sem þeir kæra útaf, og hvort skrifin séu i tengslum við tilefnið. I þvi sambandi hlýtur að vakna sú spurning, hvor aðilinn eigi raunverulega upptökin. I annan stað verður að útkljá, hvort ummælin séu i góðri trú, hvort þau styðjist við bjargfasta sannfæringu eða persónulega skoðun á þjóðmálum. 1 þriðja lagi verður sú spurning fyrir, hvort ummælin fari útfyrir þau mörk sem stjórnmálaumræðu i landinu hafa verið og eru sett. Þessum þremur spurningum er auðsvarað. Ummæli min voru látin falla að gefnu beinu tilefni stefnenda. Þau eiga sér rætur i bjargfastri sannfæringu minni og persónulegu mati á atferli þeirra tólf óhappamanna sem hér hafa stefnt mér fyrir rétt. Þau fara hvergi útfyrir þau mörk sem þjóðmálaumræðu á Islandi hafa veríð sett á undanförnum áratug- um. Lög þarf að endurskoða Mér var og er fullkunnugt um, að hver þjóðfélagsþegn hefur ó- skoraðan rétt til að leita fulltingis dómstóla, telji hann ástæðu til að fá einhver ummæli eða umsögn dæmd ómerk, en á þvi er að minu mati reginmunur að fá orð um einstaka menn dæmd ómerk og að krefjast þyngstu refsinga, fangelsana og fjársekta, fyrir orð sem birst hafa á prenti um póli- tiskt athæfi tiltekins hóps manna. Það er einmitt i þessu sem árás tólfmenninganna á tjáningar- frelsið er fólgin. Ég benti á það meðal annars i þeim ummælum, sem hér er stefnt útaf, að hefði meiðyrðalöggjöfinni verið beitt einsog forkólfar „Varins lands” ætla sér að gera, þá hefðu höfund- ar á borb við Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson setið i tukt- húsum hálfa ævina. Það var vafa- laust þessi annmarki á meiðyrða- löggjöfinni,sem lá til grundvallar þeirri yfirlýsingu stjórnar Blaða- mannafélags íslands, að tima- bært væri orðið að láta fram fara endurskoðun á islenskri meiðyrða löggjöf og færa hana til nútima- legra horfs. Þegar höfundar á borð við Soltsénitsin eru ofsóttir, fangelsaðir og lokaðir inná geð- veikrahælum i Sovétrikjunum, er óspart vitnað i sovésk lög af valdamönnum og formælendum þeirra þar eystra. Þessir höfund- ar sæta meðferð, sem allir rétt- sýnir menn fordæma i krafti laga sem réttsýnir menn hljóta einnig að fordæma. Islenskir höfundar sem og aðrir hafa fulla heimild, ef ekki beinlinis skyldu, til að benda á annmarka og vara við hættum, sem felast kunna i ó- fullkominni löggjöf og óprúttinni beitingu hennar. Enginn lætur sér væntanlega til hugar koma, að lög séu smiðuð af alvitringum eða hafi eilifðargildi. Þau þarf að endurskoða og lagfæra, enda er sifellt unnið að slikri endurskoð- un. Þessa er ekki sist þörf hér- lendis, þarsem meiðyrðalöggjöfin byggist i svo rikum mæli á forn- um og að ýmsu leyti úreltum hug- myndum um æruvernd. — Hópur — ekki einstaklingar Ég legg áherslu á, að i ummæl- um minum vék ég hvergi að ein- staklingum i tólf-manna hópnum, heldur fjallaði einungis um hóp- inn I heild. Lögspakir menn hafa lengi deilt um það, hvort tilteknir hópar manna geti notið sameignl. æruverndar. Sýnist þar sitt hverjum og er langtffrá að nokk- ur allsherjarskoðun riki um þetta mál. Þó munu ýmsir merkir fræðimenn vera þeirrar skoðunar að ópersónulegir aðilar geti verið andlag ærumeiðinga, þó þeir hafi ekki huglæga æru og ólögmætar árásir á hana geti þvi ekki átt sér stað. Þessir fræðimenn telja að ó- persónulegir aðilar geti haft sjálfstæða hlutlæga æru. En jafn- vel þeir, sem eigna vilja óper- sónulegum aðilum hlutlæga æru, leggja áherslu á, að æruvernd ó- persónulegra aðila geti alls ekki náð til hverskonar samtaka og mannhópa sem eiga eitthvað sameiginlegt. Það mun almennt viðurkennt meðal þessara fræði- manna, að mannhópar eða sam- tök þurfi að fullnægja þremur skilyrðum að minnsta kosti til að njóta æruverndar: 1) Aðilinn verður að hafa lög, samþykktir eða aðrar reglur um starfsemi sina, en þær reglur þurfa alls ekki að vera staðfestar af opinberu valdi. 2) Aðili verður að hafa stjórn eða fyrirsvarsmenn. 3) Samtökin verða að vera varan- leg. (Sjá Fjölmæli, bls. 166—167). Engu þessara skilyrða fúllnægir hópurinn, sem gaf sjálfum sér og timabundnum athöfnum sinum heitið „Varið land”. Það er þvi gagnstætt öllum réttarhefðum og öllum niðurstöðum fræðimanna, að tólfmenningarnir hafi sem hópur hlutlæga æru og njóti æru- verndar. Þegar þarvið bætist gæsla hinna veigamestu hags- muna, sem eru skoðana- og tján- ingarfrelsi i landinu, þarf vart að fjölyrða um, hve fjarstæð þessi Við þingfestingu fyrstu meiðyrðamálanna sl. vor: Arni Björnsson, þjóðháttafræðingur og biaðamenn- irnir Hjalti Kristgeirsson, Uifar Þormóðsson og Dagur Þorleifsson. stefna er, bæði frá lögfræðilegu og þjóðfélagslegu sjónarmiði. Að lokum jerir Sigurður grein fyrir einstökum ummælum sin- um. Verður sá kafli greinargerð- ar að biða birtingar. Mun ég nú ræða hin einstöku ummæli sem stefnt er útaf i þessu máli. Ég mótmæli þeirri aðdróttun i greinargerð lögmanns stefnenda, Gunnars M. Guðmundssonar, að ummæli min séu „óviðurkvæmi- leg, ósönn og i einu orði sagt rakalaus gifuryrði, sem enginn fótur er fyrir. Ummælin eru höfð i frammi og breidd út gegn betri vitund”. — Nú er mér spurn, hvaöan kemur lögmanninum vit- neskja um hvað ég geri eða geri ekki gegn betri vitund? Stendur hann i einhverju einkasambandi við æðri máttarvöld, sem opin- bera honum hvatir og kenndir annarra manna, eða nýtur hann kannski einsog ýmsir fleiri aðilar i islensku þjóðfélagi fulltingis og milligöngu miðla, innlendra eða erlendra? Ég spyr vegna þess að mér þykja yfirlýsingar af þessu tagi bera iskyggilega sterkan keim af miðaldalegum hugar- fóstrum, og vitaskuld hafa verið til formyrkvaðir miðaldamenn á öllum öldum. Þv! verður ekki neitað Um l:LHér er um að ræða al- varlegustu atlögu við tjáningar- frelsi sem mér er kunnugt um hérlendis....”j Hér hvilir sú óumflýjanlega skylda á stefnendum að hrekja þessi ummæli eða afsanna þau. Er þeim kunnugt um aðra alvar- legri atlögu að tjáningarfrelsi hérlendis en kærurnar á hendur gagnrýnendum og fordæmendum „Varins lands”? Þvi verður með engum útúrsnúningum neitað, að kærurnar eru tilræði við tjáning- arfrelsið, hvort sem islenskt dómsvald metur slika atlögu lög- mæta eða ólögmæta. Hvort við- brögð stefnenda við óvæginni gagnrýni hafi verið „eðlileg” er matsatriði, en ég hygg að flestir fulltiða islendingar, sem ekki.eru þegar blindaðir af vesturheimsku ofstæki, eigi erfitt með að vera samdóma stefnendum i þvi máli með hliðsjón af þeim hefðum sem skapast hafa i þjóðmálaumræð- um á lslandi. Vissulega hörð orð Um 2:(,.Þeir þýlyndu og þjóð- villtu tólfmenningar, sem þykjast vera að verja æru, sem þeir hafa aö dómi þjóðhollra islendinga týnt, eru hér að fara inn á braut, sem gæti ekki einungis reynst hættuleg tjáningarfrelsi lands- manna heldur sjálfu lýðræðinu i landinu....”) Hér er vissulega farið hörðum oröum um hóp manna og atferli hans, en hvergi talað um „þjóð- niðinga” né ýjað i þá átt, þó stefn- endur telji sér sæma að útleggja orð min á þann veg. Ég hlýt að hafa fulla heimild til að álita þessa tólfmenninga „þjóðvillta” og tjá það álit opinberlega, einsog ég þykist hafa fullt leyfi til að telja hóp manna „vegvilltan” hafi hann villst af réttri leið eða „áttavilltan” ef hann hefur týnt öllum áttum. Um „þýlyndi” tólf- menninganna mætti hafa langt mál, en ég læt mér nægja að vitna i orðabókarþýðingu Arna Böðvarssonar: „Þrællundaður, fullur undirlægjuháttar, sem skriður fyrir yfirboðurum sin- um”, og benda á að afstaða þeirra til hins erlenda „varnar- liðs”, sem þeir vita jafnt og allir aörir Islendingar að er fyrst og fremst haft hér að féþúfu, skiptir varnir landsins engu máli, en býöur heim stórkostlegri hættu ef til stórveldaátaka kæmi á norð- anveröu Atlantshafi, ber vitni undirlægjuhætti og þrælsótta við húsbændurna i vestri. Það er að minu mati þýlyndi af verstu teg- und að vilja stofna þjóð sinni i bráða tortimingarhættu til að þóknast vesturheimskum ráða- mönnum, jafnvel þótt f járhagsleg umbun komi fyrir — eða öllu heldur: þýlyndið verður að þvi skapi fyrirlitlegra sem það á dýpri rætur i ábatavoninni. Bendi ég i þessu sambandi sérstaklega á greinar Sigurðar Lindals i dag- blaðinu Visi 16. og 18. mars 1974 (réttarskjal nr. 6). Ég og aðrir þjóðhollir islend- ingar erum þeirrar skoðunar að tólfmenningarnir hafi týnt æru sinni með málshöfðunum sinum og öllu umstangi i sambandi við hina illræmdu undirskriftasöfnun og tölvuúrvinnslu. Að til séu þjóð- hoilir islendingar, sem séu ann- arrar skoðunar, skal ég ekki for- taka, en skrýtin þykir mér þjóð- hollusta sem ber i bætifláka fvrir atlögu aö sjálfum grundvelli lýð- ræðis i landinu. Ég hef fyrr i þess- ari greinargerð lýst i hverju sé fólgin hættan sem tjáningarfrelsi og lýðræði stafar af kærumálum tólfmenninganna. Að gömlum og góðum þjóðlegum sið Um 3: („... hrokafullu þjóðnið- ingar/.') Ég hef áður bent á að ég tel mig hafa fulla heimild til að telja tólf- menningana þjóðvillta. Um hroka þeirra visa ég til samhengis um- mælanna, en þau eru i heild sinni þannig: „A sama tima og þjóð- kjörnir fulltrúar landsmantia bera hver annan vömmum og skömmum og opinber málgögn þeirra feta dyggilega i fótspor þeirra, eru þessir hrokafullu þjóðvillingaraðheimta, að um þá sé f jallað i pempiulegum hómiliu- stil, þegar ekkert ætti betur við en mergjaðasta málfar Jóns Vida- lins”. Ég tel það bera vitni hroka að heimta annarskonar viðbrögð sér til handa en tiðkanleg eru i þjóðmálaumræðu hérlendis, og enn meiri hrokavott tel ég það vera að neita að ræða málin á mannfundum eða i fjölmiðlum, en gripa til meiðyrðalöggjafarinnar, þegar menn bregðast við sliku at- ferli að gömlum og góðum þjóð- legum sið með mergjuðum skammagreinum. Er „kumpáni” móðgandi orð? Um 4: (... Þessir kumpánar þykjast hafa að baki sér hinn svo- kallaða þögla meirihluta, en mættu gjarnan minnast þess að Adolf Hitler og hans nótar fóru sinu fram i sömu blindu trú, og allir vita hvað af þeirri trú leiddi.) „Orðið kumpánar telja stefn- endur móðgun við sig,” segir i stefnu, og krefjast þeir sekta og allt að eins árs varðhaldi fyrir þetta eina orð. Samkvæmt orða- bók Arna Böðvarssonar merkir kumpáni „félagi, náungi, kunn- ingi”. Þoli hinir ofurviðkvæmu tólfmenningar ekki einusinni svo saklausa nafngift, er kannski ekki að furða þó þeir hafi hlaupið til og kært útaf öðrum grófari umsögn- Framhald á 11. siðu. Listamennirnir eiga að ráða Kjarvalsstöðum Undanfarna daga hefur mátt lita i dagblöðum borgarinnar, að undanskildum Þjóðviljanum eilift nagg og skitkast af lágkúruleg- asta tagi i listmálara okkar vegna deilunnar um Kjarvalsstaði, hverjir eigi þar húsum að ráða. Þetta blessaða fólk sem haft hef- ur forustuna i þessum menn- ingarfjandsamlegu skrifum fékk heldur betur málið þegar aðsókn að sýningu Jakobs Hafsteins var svo góð sem raun ber vitni. Nú vita það allir að deilan stóð ekki nema að litlu leyti um þá merkilegu persónu, hún átti sér dýpri rætur. En málið var látið snúast um Jakob og þá var nú hægurinn hjá fyrir stærsta flokk- inn I landinu að bjarga borgarráði og fylgifiskum þess frá klaufaleg- um og asnalegum vinnubrögðum og sýna myndlistamönnum hvað það var sem alþýðan vildi sjá. Þessi blekkingarstarfsemi átti að verða sönnun sem auðvitað engin sönnun varð. Sýning Jakobs varð aö meðaumkunarverðri pólitiskri sýningu. Hitt er svo annað mál, að grun- laust finnst manni ekki að þessi umtalaði maður hafi beitt dálitilli frekju með þvi að nota borgar- ráðið, sem auðvitað er hans ráð til að koma sýningunni að i Kjarvalsstaðahúsinu. Annars finnst mér það óhugs- anlegt þegar pólitiskir flokkar eru farnir að segja hverjir séu skáld og hverjir séu myndlistar- menn. Það er ekki langt siðan ihaldið i framsókn og ihaldiö i Sjálfstæðis- flokknum lögðu hendur sinar á höfuð tveggja skáldsagnahöf- unda, blessuðu þá og sögðu: „Þið eruð mikil skáld, heyrið þið það, þið eruð stórskáld. Við setjum ykkur á heiðurslaun i hæsta flokki! ” Þar með var það búið og gert og mennirnir orðnir stórskáld. En fólkið i landinu sagði: „Aumingja mennirnir að lenda I þessu, þetta var nú meira slysið”. Það á kannski ekki við að slá á létta tóna þegar svona alvarlegir hlutir eru að gerast. En grátlegt er að mótmælin skuli ekki dynja yfirúr öllum áttum. Reyndar eru komin mótmæli frá rithöfundum og tónlistarmönnum, en aftur á móti heyrist hvorki hósti né stuna frá háskólanum okkar, hann er eins og dauðs manns gröf. Úr þeirri átt hefði maður þó getaö vonast eftir hljóði þegar vegið er að einni listgrein þjóðarinnar. Ekki var það nú svo gott. Maður gæti haldið að þeir mættu ekkert láta i sér heyra austan Miklubrautar né vestan Reykjavikurvegar. Það sem við og aðrir óbreyttir alþýöumenn viljum er að Kjarvalsstaöir séu gerðir að fyrsta flokks menn- ingarstöð, þar sem ekkert sé sýnt nema það besta sem þjóðin hefur upp á að bjóða, ekki eingöngu i málaralist heldur einnig öðrum listgreinum. Við óskum eftir fræðslu og meiri fræðslu. Enginn verður óbarinn biskup. Það verð- ur að kenna okkur að meta listina á hvaða sviði sem er með fundar- höldum og fyrirlestrum. Ef þeir sem lærdóminn hafa og þekking- una eru ekki til þess færir, til hvers er þá menntunin? Kjarvalsstaðir eiga eingöngu að vera i höndum listamanna. Þeir eiga að ráða framkvæmda- stjóra og sjá um húsið að öllu leyti. Riki og borg eiga að styrkja þá eftir þörfum. Þeir eiga bók- staflega aðausa i þá peningum og i öngvu að spara. Það væri islensk menning. Hún hefur verið og verður og heldur áfram að vera okkar sverð og skjöldur. Þetta veit þjóðin, en það er aldrei nóg að vita hlutina, það verður aö framkvæma þá. Það er ekki hægt að þola það lengur að pólitiskir flokkar segi menningarstarfseminni fyrir verkum. Einar Andrésson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.