Þjóðviljinn - 02.03.1975, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. marz 1975
MQÐVIUINN
JVIÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS .
trtgefandi: Útgáfufélag Þjdöviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Harðardóttir
Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Svavar Gestsson Skóiavöröust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaöaprent h.f.
LÁGKÚRA Á ALÞINGI ÍSLENDINGA
Oft sekkur hin svokallaða stjórnmála-
barátta á þingi niður i lágkúru sem er ó-
sæmandi kjörnum fulltrúum þjóðarinnar
og löggjafarsamkomu islendinga. Eitt
ömurlegasta dæmið af þvi tagi var at-
burðarásin eftir eldgosið i Vestmannaeyj-
um. Þá einbeitti vinstristjórnin sér tafar-
laust að þvi að semja frumvarp sem
skipulegði samhjálp þjóðarinnar allrar
gegn þeirri vá sem yfir hafði dunið. Leitað
var til stjórnarandstöðunnar um sam-
stöðu þingsins alls, og Gylfi Þ. Gislason
lýsti yfir fullum stuðningi Alþýðuflokksins
við frumvarp rikisstjórnarinnar. En á sið-
ustu stundu gerðust þau tiðindi að einn
þingmaður stjórnarliðsins, Björn Jónsson,
sem alltaf vildi vinstristjórnina feiga,
lýsti fyllstu andstöðu sinni við frumvarp-
ið. Og á samri stundu breyttist andrúms-
loftið, stuðningur við þúsundir Vest-
mannaeyinga sem misst höfðu heimili sin
vék fyrir tilhugsuninni um það að hægt
væri að nota jarðeldana á Heimaey til
þess að fella vinstristjórnina. Gylfi Þ.
Gislason sveik auðvitað loforð sitt um
samvinnu á svipstundu, og dögum saman
brugguðu ihald, Alþýðuflokkur og Björn
Jónsson launráð um að koma á laggirnar
nýrri viðreisnarstjórn i kjölfar hinna vá-
legu atburða. Málalok urðu þau að frum-
varpinu var illu heilli gerbreytt, þannig að
efnahagsráðstafanirnar stuðluðu að vax-
andi verðbólgu og Viðlagasjóður varð þess
ómegnugur að leysa hlutverk sitt svo sem
nauðsyn bar til, eins og Vestmannaeying-
ar vita manna best.
Hliðstæðir atburðir hafa nú gerst i kjöl-
far snjóflóðanna sem féllu á Neskaupstað i
desember, leiddu til óbætanlegra mann-
fórna og mikils eignatjóns i einhverjum
dugmesta framleiðslustað þjóðarinnar. í
desember lýsti alþingi einróma yfir þvi að
þjóðarheildin mundi bæta það tjón sem
bætanlegt væri, en það hefur staðið á efnd-
um hinna fögru orða. Þegar rikisstjórnin
bar loks fram tillögur sinar eftir óhæfilega
töf hafði hún ekkert samráð við stjórnar-
andstöðuna og valdi þá leið sem ranglát-
ust er og þungbærust lágtekjufólki, hækk-
un á söluskatti um eitt stig til ársloka. Hér
var ekki um að ræða drengileg viðbrögð til
þess að leysa þungbæran vanda heldur
lágkúrulega pólitiska klæki. Ætlunin var
sú ein að geta annarsvegar sagt um
stjórnarandstöðuna: Alþýðubandalagið
stóð að söluskattshækkun, nýjum byrðum
á almenning — eða: Alþýðubandalagið
neitaði að tryggja Viðlagasjóði fjármuni
svo að hann gæti staðið við skuldbindingar
sinar gagnvart Neskaupstað og Vest-
mannaeyjum. Og ekki stóð á þingtrúðnum
Gylfa Þ. Gislasyni að reyna að hjálpa
ihaldsstjórninni. Hann hefur fram að
þessu varið allar ráðstafanir rikis-
stjórnarinnar með þvi einfalda viðkvæði
að allt sé vinstristjórninni að kenna.
Þannig hefur hann réttlætt tvennar
gengislækkanir, óðaverðbólgu sem á sér
engar hliðstæður i Islandssögunni og hefur
leitt til þess að matvæli hafa hækkað um
40—50% i tið núverandi rikisstjórnar.
Hann hefur lýst þvi yfir skælbrosandi i
sjónvarpi að hann væri sammála Sjálf-
stæðisflokknum um öll atriði efnahags-
mála og var þá svo ákafur að hann sagði
tvivegis ,,við sjálfstæðismenn”. Nú hefur
hann hins vegar fundið verðugt árásar-
efni, hann hefur lýst yfir þvi að Viðlaga-
sjóður sé aðalandstæðingur launafólks á
Islandi, ranglát skattheimta til hans eina
árásin sem gerð hafi verið á kjör almenn-
ings.
Vinnubrögð af þessu tagi eru ósæmileg
alþingi islendinga, og brögð hinna ,,æfðu
stjórnmálamanna” svo klunnaleg að hver
maður áttar sig á þeim. Þvi miður er svo
ástatt á alþingi nú að fulltrúar launa-
manna hafa ekki afl til þess að hnekkja
blygðunarlausum árásum á lágtekjufólk,
gengislækkunum, hækkuðum söluskatti,
endalausri óðaverðbólgu sem leggst
þyngst á brýnustu nauðþurftir, mat, raf-
magn og hitunarkostnað. Það afl eiga
samtök launamanna hins vegar, og að þvi
hlýtur að liða að þvi verði beitt. Aðaland-
stæðingurinn i þeirri baráttu verður ekki
Viðlagasjóður og fólkið i Neskaupstað og
Vestmannaeyjum heldur auðstéttin og
fulltrúar hennar á þingi, afturhaldsöfl
stjórnarflokkanna og Gylfi Þ. Gislason.
m
Hefðin og herinn
Rætt viö forsvarsmenn löggæslumála um sjórekin furðutól
Hin einkennilega stjórn-
kúnst aö láta hermenn
Bandaríkjanna hafa allt
það/ sem á f jörur rekur og
torkennilegt er fyrir ein-
hverra hluta sakir er hefð/
að sögn Péturs Sigurðsson-
ar, forstjóra Landhelgis-
gæslunnar, en blaðið
spurði hann, dómsmála-
ráðherra og utanrikisráð-
herra álits á þessu í gær.
Dómsmálaráðherra Ólafur Jó-
hannesson, sagði i viðtali við
blaðið að þaö væri utanrfkisráöu-
neytisins að svara fyrir það, af
hverju herinn væri látinn hafa I
hendur þau torkennilegu tæki
sem finnast við strendur landsins.
ólafur sagðiekki ég
— Hefur utanrikisráðuneytið
lögsögu viö strendur landsins?
— Nei, en það hefur lögsögu á
þessum svæðum og hefur alveg
með þau að gera.
— En nú fundust þessi tól ekki
innan stöðva hersins, eða hvað?
— Jú, fannst ekki annað á
Stokksnesi?
— En fannst ekki hitt undan
Eyjafjöllum?
— Ég get ekkert upplýst um
þetta.
Forsætisráðherra: spurðu Pétur.
— En nú er þaö Landhelgis-
gæslan, sem fljótt kemur höndum
yfir tólin og afhendir hernum þau.
Er hún ekki undir dómsmála-
ráðuneytið seld?
— Þá skaltu spyrja Land-
helgisgæsluna að þessu.
Einar sagði ekki ég
Næst höfðum við samband við
utanrikisráðherra, Einar Ágústs-
son, og spuröum hann eftir þvi,
hvernig á þvi stæði, að herinn
fengi jafnan allt slikt i hendur.
Utanrlkisráðherra: við erum i
NATÓ
— Það stendur þannig á þvi,
sagði utanrikisráðherra, aö við
erum i „varnarbandalagi” með
NATÓ, og Bandarikin hér fyrir
NATós hönd. Samkvæmt varnar-
samningnum er slikt samstarf
talið eðlilegt. Við höfum ekki að-
stæður til að rannsaka þetta
drasl, eða hvað á að kalla það,
sjálfir og þess vegna talið eðlilegt
að „varnarliðið” fengi að rann-
saka þessi dufl ef þeir gætu leitt
eitthvað frekar I ljós um eðli
þeirra.
— Er þá Landhelgisgæslunni
kannski uppálagt að afhenda
hernum slikt drasl?
— Nei. Ég hef ekki uppálagt
einum eða neinum neitt. Og þessi
saga um duflið 1972 hefur aldrei
komið á mitt skrifborð, og ég
frétti fyrst af þvi hjá fréttamanni
sjónvarpsins. Hins vegar var ég
látinn vita um þennan fund, og ég
taldi ekki óeðlilegt að varnarliöiö
fengi að skoða gripina.
— Eigum við enga sprengisér-
fræðinga?
Sjóliðsforinginn: mönnum bann-
að að fikta við sllka hluti.
— Jú, við gætum náttúrlega
gert þetta óvirkt, en þeir hafa
miklu fullkomnari sérfræðinga
heldur en við til þess að kanna
eðli slikra hluta.
— Hvernig sitjum við I súpunni
ef sá draumur úr stefnuskrá
Framsóknarflokksins um að her-
inn færi rættist og hafið fullt af
þessu drasli?
— Þá verðum við trúlega að
leita samstarfs við einhverja
aðra, sem ég er ekki tilbúinn að
nefna.
Pétur sagði: Hefð
Og síðasti biti i háls var svo for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, Pét-
ur Sigurðsson, sjóliðsforingi. Við
spurðum hann fyrst að þvi af
hverju Landhelgisgæsian afhenti
hernum slik torkennileg tæki,
sem finnast við strendurnar
— Það er tiltölulega au-■ 11 að
svara þvi, sagði sjóliösfom uinn.
Allar götur frá þvi I fyrru triði
höfum við aldrei viljað vera að
fikta við hluti, sem við vissum
íbúö óskast á leigu
Óskum eftir ibúð i Reykjavik á leigu frá
mai/júni n.k. Erum 3 i heimili.
Baidur Kristjánsson, slmi 53472.
ekki hvað væri. Við höfum menn,
sem eru þjálfaðir i vissum teg-
undum sprengja, þ.e.a.s. þýskum
og enskum tundurduflum. Auk
þess höfum við upplýsingar 1 íka
um algeng dufl frá öðrum þjóð-
um, sem við getum búist við Kn
þessum mönnum hefur frá pp-
hafi verið stranglega banna að
fara að fikta við slika hluti, e ;>eir
héldu að eitthvað væri athug vert
við þá. Þetta byggist þvi meira á
hefð en á nokkru öðru.
— Dómsmálaráðherra hefur
þá ekki fyrirskipað slika máls-
meðferð?
— Nei. /
— Hvernig stendur á l>vi að
Landhelgisgæsla eyþjóðo með
haf allt umhverfis fullt ai Kjum
og tólum, sem vitað er, he! ur ekki
sérfræðinga til þess að kanna slik
tól?
— Það er nú eitt i þvi, að nú á
síðasta áratug sérstaklega, hefur
fjölgað hlutum, sem ekki eru
raunverulegar sprengjur, geta
verið hættulegir. Það er það, sem
er i veginum. Til dæmis skeði
það furðulega i fyrra þegar verið
var að æfa einn af okkar mönnum
i Danmörku, þá var eitt af þvi,
sem hann var beðinn að vara sig
á, og kennt að vara sig .þaðvoru
bréfasprengjur. Svo þ.> er komið
inn, okkur öllum að o> >m.
Málin liggja þannig, >>ó sumir
af þessum hlutum, þó aö það séu
ekki sprengjur i þeim, þá getur
veriðyfirþrýstingur i þeim, þann-
ig að eins og einhvers staðar seg-
ir, að ef maður fer með þetta upp i
flugvél, þá getur þetta bara
sprungið i höndunum á manni. En
það er siður en svo að við höfum á
móti þvi aö senda menn á s\ una
námskeiö, — ég held bara að þeir
kæmust ekki yfir það, að vera
sérfræðingar i öllu. Það stund-
um i Keflavik, sem þeí >fa ekki
vit á þvi! og verða að : olk ann-
ars staðar að.
— Fáið þið þessi tól aftur frá
herum?
— Viö höfum nú ekki gert neina
kröfu til þess.Ekki neina.en það
er bara, eins og maður segir, ein-
faldlega að biðja um þaö og þá
fær maöur það!
Hér setjum við punkt.
-úþ