Þjóðviljinn - 02.03.1975, Side 5
Sunnudagur 2. marz 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Afrikumönnum fjölgar hraöast.
Mannkyniö að fylla
fjóröa miljarðinn
( skýrslu frá Sameinuðu
þjóðunum kemur fram að
fólksfjölgun er meiri í
Afríku en nokkurri
heimsálfu annarri. í
þrjátiu og níu af f jörutíu
og fimm Afríkuríkjum,
sem upplýsingar hafa
borist frá, nam f jölgunin
yfir tveimur af hundraði
siðastliðið ár. ( níu ríkj-
um var f jölgunin þrír af
hundraði og þar yfir.
Aftur á möti er fjölgunin i
tuttugu og tveimur af þrjátlu og
fjórum rlkjum og svæðum I
Evrópu undir einu prósenti á
ári. I árbók Sameinuöu þjóö-
anna um fólksfjölda i heiminum
er þvl spáð aö áriö 2007 muni
mannkyninu hafa fjölgaö um
helming frá þvi sem nú er, miö-
aö viö núverandi árlega fjölgun
yfir heiminn allan, sem er 2.1%.
— Hér á landi mun fjölgunin
meö mesta móti eftir því sem
gerist I Evrópu.
En sá böggull fylgir skamm-
rifi fyrir Afrfku að þótt fleiri
fæöist þar tiltölulega en annars-
staöar, þá eiga menn þar minni
möguleika á langlifi en I öörum
heimsáflum. I flestum Afriku-
rikjum er meöallifslengdin und-
ir fimmtíu árutn. I tuttugu og
einu landi aö minnsta kosti nær
hún ekki fjörutiu árum.
Samkvæmt árbókinni geta
sænskir karlmenn vænst þess aö
veröa sjötiu og tveggja ára, eh
aöeins i sex löndum öörum er
meðalllfslengdin yfir sjö
tiu árum — I Danmörku, Noregi,
Hollandi, tslandi, Japan og
ísrael.
Allt mannkyniö er nú um þaö
bil 3860 miljónir aö tölu og eiga
þar af 2204 miljónir eöa 57.1%,
heima I Asíu.
Hlutfallslegur fjöldi barna
undir fimmtán ára aldri gefur
verulega vísbendingu um fólks-
fjölgun komandi ára. Sé þessi
aldursflokkur tiltölulega fá-
mennur I einhverju rlki, má
gera ráö fyrir að fólksfjölgunin
næstu árin veröi þar aö sama
skapi litil. Lægsta rikiö hvaö
þetta snertir mun vera Mónakó,
þar sem aðeins 13% Ibúanna eru
undir fimmtán ára aldri. Hins-
vegar er rúmur helmingur ibú-
anna á Cookseyjum og Vestur-
Samóa I Kyrrahafi af þessum
aldursflokki. 1 Afrlkurikjum eru
að meöaltali fjörutiu af hundr-
aöi ibúanna eöa meira undir
fimmtán ára aldri, en I Evrópu
er hlutdeild þess aldursflokks i
heildaribúafjöldanum undir
þrjátiu af hundraði — reuter.
Bókamárkaðurinn
i *
I HUSI IÐNAÐARINS VIÐ
INGÓLFSSTR/ETI
Kvikmynda-
bálkur um
andspyrnu-
hreyfingar
í nokkrum löndum Austur-
Evrópu er verið aö gera stór-
mynd i mörgum hlutum undir
stjórn sovéska kvikmyndastjór-
ans Júrl Oserofs. Myndin heitir
Kommúnistar og sýnir atburöi úr
sögu andspyrnuhreyfingarinnar
gegn nasistum og þýsku hernámi.
Þar er sýndur skæruhernaður
Titos I Júgóslaviu, eyðing gettós-
ins I Varjá, andóf vinstrimanna i
Búdapest og Sofiu, þar eru leiknir
þekktir kommúnistaforingjar
eins og Fogliatti og Maurice
Thorez, Wilhelm Pieck hinn
þýski, Kadar og Laslo Fajk og
margir maðrir.
Kvikmynd þessa mun eiga að
Leikstjórinn, Júri Oserof, lagfærir búnaö þýsks riddarakrossmanns
frumsýna þegar sett verður 25ta
þing Kommúnistaflokks Sovét-
rikjanna vorið 1976.
Oserof hefur meöal annars
stjórnað stórmynd i fjórum hlut-
um um heimsstyrjöldina siðari og
framgöngu sovéska hersins i
henni, heitir sú mynd Frelsun.
Hefur hún fariö um nær hundraö
þjóölönd.
Námsvist í félagsráðgjöf
Fyrirhugað er að fimm íslendingum veröi gefinn kostur á
námi i félagsráðgjöf I Noregi skólaárið 1975—76, þ.e. að
hver eftirtalinna skóla veiti inngöngu einum nemanda:
Norges kommunal- og sosialskole, ósló
Norske Kvinners Nasjonalráds Sosialskole, ósló
Sosiaiskolen, Stafangri
Sosialskolen, Þrándheimi og
Det Norske Diakonhjem, Sosialskolen, ósló.
Til inngöngu I framangreinda skóla er krafist stúdents-
Prófs eða sambærilegrar menntunar. islenskir umsækj-
endur, sem ekki hefðu lokið stúdentsprófi mundu ef þeir
að öðru leyti kæmu til greina þurfa aö þreyta sérstakt inn-
tökupróf, hliðstætt stúdentsprófi stærðfræ'ðideildar I skrif-
legri Islensku, ensku og mannkynssögu. Lágmarksaldur
til inngöngu er 19 ár og ætlast er til þess að umsækjendur
hafi hlotið nokkra starfsreynslu.
Þeir sem hafa hug á að sækja um námsvist samkvæmt
framansögðu skulu senda unisókn til menntamálaráöu-
neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1. april n.k. á
sérstöku eyðublaöi.sem fæst i ráðuneytinu. Reynist
nauðsynlegt að einhverjir umsækjendur þreyti sérstök
próf i þeim greinum. sem að framan greinir, inunu þau
próf fara fram hérlendis i vor.
Menntamálaráðuneytio,
26. febrúar 1975.
Handknattleikslandsleikur í Laugardalshöll þriðjudagskvöld kl. 20.30
ÍSLAND—TÉKKÓSLÓVAKÍA