Þjóðviljinn - 02.03.1975, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. marz 1975
af eiiendum vettvangi
Brottrekstur farandverkafólks:
Vanþakklæti velferöarríkja
Það hefur margoft verið
tekið fram í yfirlitsskrif-
um siðustu mánaða, hve
mjög velf erðarþróun í
Vestur-Evrópu eftir stríð
hefur veriðtengd við ódýra
olíu. Færri hafa veitt því
athygli, hve mjög velmeg-
unin hef ur verið tengd arð-
ráni á ódýru og á margan
hátt ,,þægilegu" vinnuafli
f arandverkamanna frá
Suður-Evrópu, Tyrklandi
og Norður-Afríku., I mörg-
um iðnríkjum Vestur-
Evrópu hefur það ástand
skapast að um tíundi hver
launþegi er farandverka-
maður. í Vestur-Þýska-
landi voru í fyrra 2,3 mil-
jónir farandverkamanna,
og hafði þeim þó fækkað
um 10% á árinu. AAeð þeim
voru tæpar tvær miljónir
f jölskyldumeðlima.
Það er þetta fólk sem verður
mest fyrir barðinu á hverskyns
þjóðfélagslegri mismunun, húsa-
leiguokri og öðru svindli, og þeg-
ar eitthvað bjátar á er þvi þakkað
framlagið til velferðarinnar með
þvi að senda það heim til að
tryggja „okkar mönnum” vinnu.
Við skulum skoða aðeins nánar
hvernig þetta dæmi litur út, og
halda okkur þá við það dæmi-
gerða farandverkamannaland
Vestur-Þýskaland.
Hæpin gisti-
vinátta
Hlutur júgóslava, itala og þá
ekki sist tyrkja, sem mest hefur
fjölgað á siðustu árum, i þýskum
iðnaði og þjónustugreinum er af-
ar mikill. Þetta fólk er kalláð
gistiverkafólk á þýsku, en hlut-
skipti þess á i reynd næsta litið
sameiginlegt við gistivináttu.
Þetta verkafólk hefur unnið þau
störf sem eru erfiðust, óþrifleg-
ust, einhæfust — og þá oftast um
leið verst borguð. Störf sem þjóð-
verjar vilja ekki vinna nema i
neyð. Hátt i miljón útlendinga
hafa svitnað við málmbræðslu-
ofna og staðið við sálardrepandi
færibönd bilaverksmiðjanna og
unnið annað það sem óvinsælt er i
málmvinnslu og vélsmiðum. Þeir
eru mjög fjölmennir i byggingar-
iðnaði og svo fjölmennir i sorp-
hreinsun og götuhreinsun að án
þeirra hefðu borgirnar drukknað i
óþverra. Konur þeirra eru fjöl-
mennar á saumastofum, við
diskaþvott og fatahreinsun.
Hlutskipti farandverkamann-
anna er um margt hliðstætt við
hlutskipti kvenna á vinnumark-
aði. 1 helstu stórfyrirtækjum á
svo að heita að þeir fái sama kaup
greitt og þýskir starfsbræður. En
þeir eru yfirleitt hafðir i lægstu
launaflokkum. Þeir eiga erfiðara
með að auka við starfsþekkingu
sina en innbornir vegna tungu-
málaerfiðleika og svo vegna þess,
að þeim er haldið i fáfræði um þá
möguleika sem i boði eru. Helm-
ingur þeirra vinnur á fremur
smáum vinnustöðvum, þar sem
kaup er lægra en i stóriðju, kjör
öli ótryggari og auðveldara að
halda þeim á lágmarkskaupi.
Þetta á ekki hvað sist við um þá
sem hafa komið til landsins á
vafasömum pappirum — eins og
margir hafa gert i neyð sinni.eða
þá sem fáfróð fórnarlömb óprútt-
inna braskara af eigin þjóð, sem
eins vel mætti kalla þrælasala.
Arðránið flutt
norður
Arðrán á fátækum þjóðum er
hægt að stunda með ýmsu móti.
T.d. með þvi að setja niður vinnu-
aflsfrek útibú auðhringa iðnrikj-
anna á láglaunasvæðum þar sem
„vinnufriður” rikir vegna þess að
verklýðshreyfing er bönnuð. En
það er lika hægt að flytja aröránið
norður með þvi að flytja þangað
verkafólk. Af þessu er margvis-
legt hagræði fyrir iðnaðinn. Hann
fær menn á besta aldri heim að
verksmiðjudyrum og þarf varla
að gera annað fyrir þá en að reisa
nokkra bragga. Og hin riku iðn-
aðarsamfélög hafa engan kostnað
haft af því, að koma þessu fólki á
legg, greiða útgjöld af hinum ,,ó-
arðbæra” tima bernskunnar.
Þessir menn taka að sér verstu
verkin og leggja einatt harðar að
sér en t.d. vestur-þýskir starfs-
bræður af ótta við brottrekstur.
Þeir vita að heiman fátt um verk-
lýðsfélög, enda er liklegast að þau
séu bönnuð þar, og þar með vita
þeir fátt um eigin rétt. Þegar
hagvöxtur gengur greitt fylla þeir
upp i allar eyður i framleiðslu-
kerfinu, en þegar afturkippur
kemur er þeim sagt upp fyrstum.
Þetta gerðist árið 1967 og þetta er
að gerast nú i stórum sttl, eins og
siðar verður rakið.
Reikningar
í fyrra vann farandverkafólkið
fyrir þrjátiu miljðrðum þýskra
marka. Það greiddi sex miljarði i
skatt — tók þar með þátt i að
endurbæta vegakerfi og skóla-
kerfi þýska rikisins. Það greiddi
fimm miljarði marka til al-
mannatrygginga og lifeyrissjóða,
sem það mun siðarmeir njóta
harla litils af sjálft, þetta fólk er
að búa i haginn fyrir þýzka
starfsbræður. Þá er ótalinn þátt-
ur húsnæðisbraskara, sem hafa
mjög lagt stund á það að siá upp
kojum i allskonar hreysum og
leigja út á hundrað mörk kojuna á
mánuði eða meir. Talið er að
tyrkir borgi t.d. að meðaltali
helmingi meiri húsaleigu en hægt
væri að hafa af þjóðverjum, og
italir, sem eru allmiklu betur
settir þar i landi vegna þess að
þeir eru i Efnahagsbandalaginu,
greiða að meðaltali 30% hærri
leigu en þjóðverjar.
Með þessu móti saxast fljótt á
verkalaunin: 13 miljarðir marka
leita aftur á hinn þýska markað,
halda uppi vöruhúsum og þjón-
ustu ýmiss konar, en sex miljarði
tókst fólkinu að spara og senda
heim. Það má heita búbót fyrir
stóra hópa atvinnulitilla ættingja
heima fyrir, en er liklega þegar á
heildina er litið, hæpinn ávinning-
ur fyrir Tyrkland, Sikiley eða
Andalúsiu sem missa mikið af
sinu dugmesta fólki einmitt með-
an það er á besta aldri.
Vítahringir
Félagsleg vandamál farand-
verkafólks eru fleiri en talin
verða. Þeir koma með sérstæða
siði og venjur inn i framandlegt
umhverfi sem oftar en ekki er
þeim fjandsamlegt. Einkum eru
tyrkir illa settir. Þeir mæta mjög
eindregnum fordómum heima-
manna sem halda þá óþrifalega
og þjófótta (skýrslur segja reynd-
ar litinn sem engan mun á af-
brotatiðni meðal þessa fólks og
þjóðverja sjálfra). Þessi fjand-
skapur og svo hjálparleysi tyrkja
sjálfra verður til þess, að þeir
þyrpast saman i vissar götur og
hverfi til að hafa traust og hald
hver af öðrum — en þessi myndun
„gettóa” verður siðan til að
magna fjandskap nágranna, sem
kvarta um að fasteignir þeirra
lækki i verði við þessa þróun.
Börn útlendinganna eiga erfitt
með að fylgjast með þýskum
börnum i skólum vegna minni
undirbúnings og málaörðugleika,
og þeim finnst þau vera hornrek-
ur og þvi forðast þau skólann sem
mest þau mega. Niðurstaðan
verður svo einatt sú, að þau verða
ólæs og óskrifandi á tveim málum
— rótlaus i ótryggu umhverfi.
Vandamál júgóslava og þó eink-
um itala eru mildari, en að flestu
hliðstæð.
Hreyfanlegur
varaforði
Vestur-Þýskaland hefur til
þessa haft mjög litil útgjöld af fé-
lagslegum þörfum hins erlenda
verkafólks. Það er hagkvæmast
að geta gjörnýtt vinnuafl þess eft-
ir þörfum án þess að þurfa að
kosta miklu til að tryggja þvi
menntun, varanlegt húsnæði eða
ellilifeyri. Stefnan hefur i raun
verið sú, að koma þvi svo fyrir að
hver verkamaður standi ekki
mjög lengi við; að sem fæstir setj-
ist að. Um þessa stefnu er venju-
lega ekki farið mörgum orðum,
en með kreppunni eykst hrein-
skilni manna. Forstjóri Ford i
Köln segir blátt áfram að útlend-
ingarnir eigi að vera „hreyfan-
legt varavinnuafl” og þvi eigi að
gera samninga við þá til mjög
stutts tima í senn. Ýmsir atvinnu-
málaráðherrar sambandsrikja
Vestur-Þýskalands taka i sama
streng. Og frá þvi i nóvember 1973
hefur verið hert mjög á ákvæðum
um ráðningar, og endurnýjanir á
atvinnuleyfum hafa verið stór-
lega skornar niður. Þeir verða nú
fyrst fyrir barðinu á uppsögnum
sem siðast komu og eru þvi fá-
tækastir — 10% fækkun á farand-
verkafólki i fyrra kom fyrst og
fremst niður á þeim. Þeir eru best
settir sem hafa verið lengur en
fimm ár i Vestur-Þýskalandi, þá
eiga þeir að hafra-étt til þriggja
ára framlengingar á atvinnuleyfi.
Eða þeir sem eiga þýskan maka.
Eða þeir sem hafa komið sér upp
eigin smárekstri. Alls eru þetta
um 700 þúsund manns. En þeir
eru ekki öruggir heldur; það stoð-
ar litið að hafa rétt til að fram-
lengja atvinnuleyfi ef að þessi
rétthafi verður sem útlendingur
allavega fyrst fyrir barðinu á
uppsögnum.
Arni Bergmann tók saman.
Tyrkinn Ahmet Ippekan borgar sem svarar 19 þúsund krónum á mán-
uði fyrir 14 fermetra herbergi; eigendur gamaila húskofa hafa heidur
betur matað krókinn.