Þjóðviljinn - 02.03.1975, Page 9
^,*, r \ ,f,1. ,‘V » f,v,V*Y . _ / 't\f>
Sunnudagur 2. marz 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
I
— Samskipti karls
og konu eru það
mikilvægasta.
— Lagði mig
allan fram við
að kópera
Jack Bruce.
Það er ef laust að bera í
bakkafullan lækinn að
ætla sér að kynna Jóhann
G. Jóhannsson fyrir
lesendum Þjóðviljans.
Hann hefur þegar tryggt
sér öruggan sess bæði
meðal myndlistar- og
tónlistarmanna, og með
útkomu síðustu plötu
hans „LANGSPIL”,
hefur hann sýnt fram á,
að hann er einn af okkar
bestu popplistarmönnum,
Klásúlur brugðu sér í
heimsókn til Jóhanns,
einn f agran góðviðrisdag,
nú f yrir skömmu og lögðu
nokkrar spurningar fyrir
pilt.
— Hvað og hvenær var
upphafið á tónlistarferli þinum?
— Það er ekki gott að segja,
en sennilega hefur þetta verið
einhver þörf á tjáningu sem
hefur ekki fengið Utrás i venju-
legu umhverfi. Fyrsta vetur
minn i Samvinnuskólanum var
ég fenginn til þess að spila með
skólahljómsveitinni þar, þvi að
ég var sá eini sem kunni þrjú
grip. Reyndar hafði það verið
takmark hjá mér lengi að
komast i hljómsveit, þvi ég
hafði mikinn áhuga á tónlist.
Þessi hljómsveit fór siðan að
spila á almennum dansleikjum
og kölluðum við okkur Strauma.
Ég og Eirikur bróðir minn
vorum ákveðnir i að stofna
hljómsveit þegar skólagöng
unni lyki ásamt Kalla
Hermanns og Val Emils. Þetta
breyttist svo þannig að Engil-
bert Jensen kom inn og Kalli
hætti. Þetta voru hinir fyrstu
Óðmenn, og störfuðu i tvö ár,
frá 1966 til 1969.
— Hvað tók rvo við?
— Ég fór i Þjóðleikhúskjall-
arann og spilaði þar i hljómsveit
sem hét Musica Prima með
Pétri östlund o.fl. Pétur hafði
reyndar verið kominn i Óðmenn
og við fórum saman i þessa
hljómsveit. Slðan endurreistum
við Óðmenn, Finnur Torfi, óli
Garðars og ég. Þetta var áriö
1969.
— Var þetta ekki erfitt aö
vera aðeins þrir i hljómsveit?
— Jú, þessi samsetning gerir
mjög miklar kröfur til hljóð-
færaleikaranna og við reyndum
virkilega að þjálfa okkur sem
slikir. Persónulega finnst mér
það mesta afrekið að okkur
tókst að skapa eigin tónlist.
Reyndar gerðum við i þvi að
stæla Cream og ég lagði mig
allan fram við að kópiera Jack
Bruce þangað til ég fékk leiða á
Jóhann G. Jóhannsson.
„Myndlistin var númer
eitt hjá mér áöur fyrr”
þvi. Þá varð ég að fara i sjálfan
mig og finna út hver ég væri,
hvers lags rödd ég heföi og hvað
ég hefði yfirleitt að segja. Ég
hafði kópierað allt fram að
þessu og tel ég það alveg nauð-
synlegan þátt I minum
tónlistarferli. Þetta er eins og
að fara i skóla og læra að til-
einka sér vissa teknik sem aðrir
hafa. Þegar svo skólinn er
búinn, nýtir maður þessa
þekkingu til þess að skapa eigin
karakter. Óðmenn hættu siðan
haustið ’70 eftir viðburðarrikt
timabil.
— Byrjaðirðu þá að mála að
ráði eftir að seinni Óðmenn
hættu?
— Jú, það er satt. Reyndar
varmyndlistnúmereitthjá mér
áður fyrr og hafði ég hugsað
mér að verða málari þegar ég
var yngri. Tónlistaráhuginn
vaknaði ekki fyrr en mamma
fékk orgel i afmælisgjöf og ég
byrjaði að reyna að spila
sjálfur.
— Hvort finnst þér betra að
tjá þig á léreftið eða á gitarinn?
— Það fer eftir þvi i hvaða
ástandi ég er hverju sinni,
stundum á betur við mig að
gripa til penslanna, stundum á
betur við mig að semja lag. Ég
var orðinn töluvert þreyttur á
spilamennskunni þvi að þegar
maður er i hljómsveit þarf að
deila hugmyndum sinum við
marga aðila og kannski nær
maður ekki fram nema 1/3 af
upphaflegu hugmyndinni eða
jafnvel engu. En sem málari
hefur þú allt i hendi þér sjálfur.
Ef þú ert i leit að einveru og
hvild er ágætt að vera málari.
— Hættirðu spilamennskunni
eftir að Óðmenn lögðu upp
laupana?
— Nei, ég lék um skeið i popp-
leiknum óla og málaði jafn-
framt. Ég ætlaði að fara i
hljómsveit með Gunna Jökli,
Kalla, Þórði og Jóhanni Helga-
syni, en það varð ekkert úr þvi
þegar Gunni og Kalli fóru i
Trúbrot.
Þá sneri ég mér töluvert
mikið að málaralistinni og hélt
m.a. sýningu i Hamragörðum.
— Ef Klásúlur muna rétt, þá
fékkstu neitun á sýningarað-
Jóhann G.
Jóhannsson
segir frá
viöburöaríkum
tónlistar- og
málaraferli
stöðu i Norræna húsinu um
svipað leyti?
— Ég sótti um eins og lög
gera ráð fyrir og var neitað, án
þess að ég væri beðinn að leggja
fram verk. Þetta fannst mér
ákaflega ólýðræðislegt, þvi að
ég vissi að þeir höfðu ekki séð
mikið eftir mig, jafnvel ekki
neitt. Ég bað um skýringu á
neituninni og þá fór ýmislegt
skrýtið að koma i ljós, en best er
að við sleppum þvi. Svo þegar
forstöðumannsskipti urðu hjá
Norræna húsinu reyndi ég aftur
og fékk þá Sverri Haraldsson og
Hring Jóhannesson til þess að
mæla með mér, eins og beðið
hafði verið um. Þetta mál varð
enn leiðinlegra en hið fyrra og
neitunina fékk ég aftur i andlitið
eftir nokkur átök.
„Voriö cr komið, og grund-
irnar gróa”, jú, þctta lag
kannast allir viö, og er ekki
langt aö bíða, þar til viö getum
fariö aö syngja þaö fullum
hálsi, án þess aö vera að segja
einhveja vitleysu. En þegar
vorið steypir Vetri konungi af
stóli, þá hefjast yfirleitt próf i
skólum landsins.
Umsjðnarmenn Klásúlna eru
meðal þeirra mörgu náms-
— Hvað hefurðu haldið
margar sýningar?
— Ég hef haldið eina I Casa
Nova, tvær i Hamragörðum,
eina i Keflavik og eina i Grinda-
vik. Svo hef ég gefið út þrjár
myndir i litlu upplagi sem
plaköt, Ast, Lifsbaráttu og Jimi
Hendrix.
— Hvað var að gerast i
tónlistarmálunum hjá þér, á
þessum tima?
— Ég fór i Náttúru, mest
vegna peningaleysis, þvi að ég
hafði komist að ákveðinni niður-
stöðu um þennan bransa.
— Hver var niðurstaðan?
— Niðurstaðan var sú að með
þvi að spila i hljómsveit á dans-
leikjum þar sem fólk gerir
ákveðnar kröfur og er ekki
móttækilegt nema fyrir vissri
tegund tónlistar, þá fer það
mikill timi i það að fullnægja
þessari eftirspurn að enginn
timi verður afgangs til að sinna
eigin hugðarefnum þ,e, að
skapa eitthvað nýtt, orginal. Að
vera i hljómsveit er eins og að
vera i hjónabandi og þar sem
við vorum mjög ólik, hlaut að
koma að skilnaðinum fyrr eða
seinna. Við Askell hættum, en
hljómsveitin hélt áfram að
starfa.
Siðan gaf ég út litlar plötur
m.a. Don’t Try To Fool Me o.fl.
— Þá erum við komnir að
Langspilinu. Ertu ánægður með
útkomuna?
— Já, annars hefði ég ekki
látið hana fara frá mér. Mig
manna, sem setjast að prófum i
vor, og liggur fyrir þeim, að
þreyta stúdentspróf. Það veitir
ekki af, að byrja undirbúninginn
snemma, sérstaklega ef
samviskan er ekki i fullkomnu
lagi eftir veturinn, og þvi hafa
Klásúlumenn ákveðið að hætta
öllu stússi og snúa sér eingöngu
að skólabókunum.
Þetta verða þvi siðustu Klá-
súlur i okkar umsjón, en
hafði lengi dreymt um að vinna
við fullkomnustu aðstæður, sem
ég hafði aðeins fengið nasasjón
af áður. Ég stefndi að þvi að
gera góða plötu sem yrði gjald-
geng á erlendum markaði þvi að
erfitt er að lifa á tónlistinni
hérna án þess að spila i hljóm-
sveit.
— Mjög sterkt kemur fram I
textum þinum áhugi þinn á
samskiptum karls og konu og
jafnvel konum yfirleitt. Hvers
vegna velurðu þér þetta tema?
— Ég tel að það þýðingar-
mesta i heiminum sé samband
manns og konu. Þó að sama
temað sé i flestum textunum,
koma fram ýmsar hliðar og
sama lifsskoðunin kemur fram i
öllum textunum. Þannig tel ég
mig vera sjálfum mér sam-
kvæman. Þetta efni er mér hug-
stætt og yrki ég þvi um það.
— Hvað liggur fyrir hjá þér á
næstunni?
— Ég fer til Bretlands nú um
mánaðamótin til viðræðna og
hugsanlega samningagerða við
mina umboðsaðila þarna úti.
Þetta er aðal verkefnið, að
fylgja þessu eftir, koma
plötunni á markað og reyna að
fá einhverja festu eða grundvöll
sem maður getur starfað á.
Klásúlur hefðu helst viljað að
sá starfsgrundvöllur sem
Jóhann talar um, væri til staðar
hér á tslandi. Þar sem svo
virðist ekki vera óskum við
Jóhanni G. Jóhannssyni góðrar
ferðar og velfarnaðar i popp-
heiminum.
einhversstaðar stendur að
maður komi i manns stað, svo
að Klásúlum ætti að verða fleiri
lifdaga auðið. Vonandi hafa
þessi skrif okkar orðið
einhverjum til gagns og
gamans, og vissulega hefði
verið gaman að fylgja eftir
öllum þeim, hugmyndum sem
ætlunin var, en timinn segir
hingað og ekki lengra, svo við
segjum bara bless, og takk fyrir
samstarfið.
KVEÐJA