Þjóðviljinn - 02.03.1975, Page 11
Sunnudagur 2. marz 1975 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11
f •} ‘f
f ‘f
k t
\
Egill á Hnjóti í safni sinu.
Sunium mununum hefur verið komiö fyrir i upplýstum súðar-
kompum. Hcr er litið inn i eina þeirra.
77
Hluti af okkar menningu
720. Hluta safnsins hefur hann
komið fyrir til sýnis á efri hæð
ibúðarhúss sins á Hnjóti, en
Tilgangurinn er að
varðveita þessa gömlu
muni og forða þeim frá
glötun. Þeir eru hluti af
okkar menningu, en slitni
tengslin við liðna tima, þá MynCIIT Og texti! Vh
fylgir þvi ákveðin hætta. ______________________
Þetta sagði Egill bóndi
Ölafsson að Hnjóti i örlygshöfn
m.a. þegar blaðamaður Þjóð-
viljans heimsótti hann og fékk
að skoða byggðasafn það sem
hann hefur komið upp heima hjá
sér, hið eina sinnar tegundar i
Barðastrandarsýslu.
Þaö var fyrir rúmum aldar-
fjórðungi sem Egill fékk áhuga
á söfnun og varðveislu gamalla
muna, einkum tækja og húsbún-
aðar ýmiskonar sem var þá að
hverfa úr notkun. Hann byrjaði
á að taka til handargagns sitt-
hvað, sem lagt hafði verið til
hliðar á hans eigin heimili, en
siðan einnig að falast eftir af-
lögöum hlutum hjá sveitungum
sinum, en þannig segir hann að
sér hafi áskotnast hitt og annað
fágætt. Eftir að hann hóf sjálfur
búskap að Hnjóti hélt hann
áfram að safna og nú er svo
komið, að margir senda honum
ótilkvaddir hluti, sem þeir hafa
áhuga á að varöveitist i safni.
— Ég hef frá byrjun haft það
fyrir reglu að spyrjast fyrir um
heiti á hlutunum, notkun þeirra,
eigendur frá upphafi og hver
hafi smiðað, sagði Egill. Inn i
þetta hafa svo spunnist upplýs-
ingar um sumt af þvi fólki, sem
hlutunum hefur verið tengt svo-
og um atburði. Hef ég haft fyrir
venju að skrifa allt niður hjá
mér, sem mér hefur þótt mark-
vert.
Og nú hefur Egill með góöra
manna aðstoð, frænda sins
Trausta Árnasonar á Patreks-
firði og Magnúsar Gestssonar
rithöfundar, gert ýtarlega skrá
yfir gripi safnsins og sögu
þeirra. Eru númerin hálft
fjórtánda hundrað, en tegunda-
heiti segir Egill vera rúmlega
meira en helmingurinn er nú
geymdur i kistum og útihúsum,
og plássleysi háir safninu mjög.
Margir leggja leið sina að
Hnjóti til að skoða minjasafnið,
bæði sveitungar, fólk úr ná-
Jólatré einsog þau tiðkuðust
lengi tilsvcita. Um grindina var
vafið lyngi, oftast eini, og log
andi kertum komiö fyrir á
„greinunum ".
grannabyggðunum og ferða-
menn, enda margt merkilegt að
skoða, sem minnir á þá atvinnu-
hætti, sem hér voru stundaðir
allt framá miðja þessa öld, ekki
sist munir tengdir sjósókn, en
sjórinn var og er að miklu leyti
ein undirstaðan i lifsbaráttu
fólks i Vestur-Barðastrandar-
sýslu. Hefur tala sýningargesta
verið hátt á annað þúsund á ári
siðastliðin ár, en aðgangur
hefur verið ókeypis.
— Þetta er ekki gert til að
þénast á þvi, segir safnarinn,
heldur til að varðveita þessa
muni og forða frá glötun.
Þótt munir tengdir sjósókn
séu drjúgur hluti safnsins segist
hann ekki hafa lagt áherslu á að
safna neinu sérstöku framar
öðru. — En ég hef þó reynt að
ná i þá hluti, sem tengjast okkar
atvinnusögu og þeim atvinnu-
háttum sem eru að hverfa og
eru hvorfnir. Hér er margt af
munum, sem nú eru orðnir mjög
fágætir. Ef safnið væri sett upp
væri auðvitað æskilegast að
flokka það eftir ýmsum þáttum
og hef ég leitast við að skrá
munina þannig, að slikt væri að-
gengilegt.
En þá er spurningin hvort
safnið veröur sett upp og hver
gerir það. Hver er framtið þessa
byggðarsafns sem Egill hefur
dregið saman af svo frábærum
dugnaði?
Sjálfur segist hann ekki hafa
bolmagn til að byggja yfir það
og ekki er ljóst, hvort ráðamenn
i byggðarlaginu hafa nægilegan
áhuga til að koma yfir það húsi
ef til kæmi.
'— En ég hef hugsað mér að
láta þetta safn ekki tvistrast,
segir Egill að lokum. Ég hef
lagt mikla vinnu i þetta og vil að
það verði þjóðinni að notum.
Hafi menn hér ekki áhuga
reikna ég helst með að það fari
til Reykjavikur, kannski inná
Þjóðminjasafnið ef það er þess
vert að verða geymt þar, en
hvað sem verður vil ég, að
tryggt sé, að það fari á öruggan
stað þegar ég fell frá. — vh
Elstu lilutir safnsins. Efst steinkola fundin i jörðu, talin frá upphafi
islands byggðar. Fyrir neöan hana haglanuít úr steini til að steypa
liögl i byssur, og til bcggja hliða hnappamót úr tálgusteini.
n
Gerviliinir. Til hægri gervifótur af Jóni Thorberg, sein i fjölda ára
var húskarl á I.itlanesi i Múlasveit. og inun fóturinn smiðaður af
Guðinundi Guðmundssyni bónda á Svinanesi. Til vinstri er gervi-
liönd og :t fílklær (grip) ólafs Björnssonar i Keflavik. sem gekk
undir nafninu Ólafur einhenti. llann var annálaður listasiniður og
smiðaði þessi hjálpartæki sjálfur og notaði við smfðarnar, bæði
járnsmiöi og trésmiði.