Þjóðviljinn - 04.03.1975, Page 5

Þjóðviljinn - 04.03.1975, Page 5
Þriöjudagur 4. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Vélarnar þrjár sem um er deilt. Flugvélakaup aldarinnar Erfitt reynist að sœtta sjónarmið auðstétta landanna fjögurra Senn líður að því að Nató-löndin fjögur, Dan- mörk, Noregur, Belgía og Holland, taki lokaákvörð- un um „flugvélakaup aldarinnar". Þau ætla að hafa samflot við endur- nýjun árásarf lugf lota síns en hún felst í kaupum 350 nýrra flugvéla i stað Starfighterþotanna sem notaðar hafa verið und- anfarin ár með vafasöm- um árangri. En þaö hefur ekki gengið á- takalaust að komast að niður- stöðu um hvers konar flugvélar best sé að kaupa. I rúmlega ár hafa hermálaráðherrar rikj- anna brotið heilann og jafnlengi eða lengur hafa fulltrúar þriggja flugvélaverksmiðja og rikisstjórna framleiösluland- anna smjaðrað fyrir þeim, boðið þeim i heimsókn og skoöunar- ferðir og hanastél á eftir. ólíkir hagsmunir Fyrirtækin þrjú sem bjóða fram vöru sina eru þessi: Dass- ault Aviation hið franska sem býður upp á Mirage F-l, Gener- al Dynamics hiö bandariska með YF-16 og SAAB-verksmiöj- urnar i Sviþjóð með J-37E Euro- fighter sem i daglegu tali nefn- ist Viggen. Auk þessara verk- smiðja buðu Northrop-verk- smiðjurnar i Bandarikjunum upp á vélar sinar YF-17 en þær drógust aftur úr löndum sinum og hættu. Og nú er makkað um þessar þrjár vélar. Að þvi er best verð- ur séð hallast flestir að YF-16. Hollendingar eru blendnir en eru taldir vilja þær einna helst og sama máli gegnir um norð- menn. Danir eru hins vegar klofnir milli YF-16 og Viggen en belgar vilja eindregiö kaupa Mirage. Góö kjör Seljendur vélanna bjóða kaupendunum vildarkjör við kaupin en þó misgóð. Allir bjóða svonefnda endurkaupasamn- inga sem gera ráð fyrir að kaupendurnir geti tekið þátt i framleiðslu einstakra hluta vél- anna og auk þess skuldbinda seljendur sig til að kaupa til baka framleðsluvöru kaupland- anna. Þannig bjóða frakkar upp á aö kaupa vörur fyrir upphæð sem samsvarar 70% af kaupverði vélanna, þar af 20% hluti i vél- arnar, bandarikjamenn bjóða 88% endurkaup, þar af 40% i flugvélahlutum og sviar bjóöa 155% endurkaup. Nú slást framleiðendur vopna- og rafeindabúnaðar i löndunum fjórum um að keypt- ar verði þær vélar sem þeir græða mest á. Það eru þessir hagsmunir m.a. sem deilt er um á ráðherrafundunum og eiga ráðherrarnir ekki sjö dagana sæla við að sætta deiluaöila. Litli og stóri Sem dæmi um þetta hags- munastrið skulum við taka Danmörku en hlutur dana i kaupunum er 2.5—3 miljarðar danskra króna. Danir eiga nokkuð fullkominn rafeindaiðnað og selja slikar af- urðir úr landi fyrir 1.7 miljarða d.kr. á ári. En eins og alltaf verður eru fyrirtækin misstór og afstöðumunurinn liggur ein- mitt i stærð fyrirtækjanna. Stóru fyrirtækin eru sameinuð i svonefndu Iðnaðarráði, þau hafa náð tangarhaldi á skrif- stofustjóra einum i danska varnarmálaráðuneytinu sem rær að þvi öllum árum að keypt- ar veröi bandarisku vélarnar. Astæöan er fyrst og fremst sú að stóru fyrirtækin vilja komast inn á Bandarikjamarkað. Með aðstoö utanrikisráðuneytisins hafa þau reynt mikið að komast inn i rafeinda- og geimferðaiön- aðinn i vesturrlkjum Bandarikj- anna en þar er stór hluti alls rafeindaiðnaðar Bandarikjanna staðsettur. Eins og er nemur út- flutningurinn til Bandaríkjanna 100 miljónum d.kr. en fyrirtækin vonast til að auka hann að mun með þvi að komast inn á mark- aðinn sem undirverktakar stór- fyrirtækjanna. Minni fyrirtækin eru hins veg- ar mun áfjáöari i að keyptar verði sænskar vélar. Astæöan er sú að þau eru hagvön i Sviþjóð og hafa góða reynslu af sam- skiptum við SAAB frá fyrri flug- vélakaupum dana. SAAB býður mun meiri endurkaup og fyrir- tækin hafa spáð þvi að veröi Viggen fyrir valinu muni skap- ast atvinna fyrir 2.500 dani i tiu ár. — Kaupið evrópskt Danir eru litt hrifnir af Mir- age þótt Dassault-verksmiðj- urnar bjóði vissa verðbólgu- tryggingu og aðgang að öllum skjölum og teikningum varð- andi vélarnar. Frakkar og reyndar fleiri aöilar innan EBE höfða mikið til samstööu EBE- rikjanna og segja: — Kaupið evrópskt. Benda þeir á að kaup á Mirage muni styrkja flugvéla- iðnaðinn i bandalaginu og gera hann óháöan þeim bandariska sem ber höfuð og herðar yfir flugvélaframleiðendur heims. Einnig muni það auka sjálfstæði Evrópu gagnvart Bandarikjun- um á hinum pólitiska leikvangi. Bandarikin eru hins vegar ekki á þvi aö láta kasta sér út úr Evrópu á þessu sviði og beita þvi löndin f jögur miklum þrýst- ingi gegnum Nató. Er þá visað til Nató-bræðralagsins og eftir fylgja hótanir um efnahags- þvinganir. Danskir auðmenn eru ekkert áfjáðir I að troða bandarikjamönnum um tær og þvi er mjög óliklegt að þeir velji Mirage. Belgar eru mjög haröir á að kaupa Mirage og eins og er bendir allt til þess að samstaða náist ekki um kaupin og keyptar veröi bæði bandariskar og franskar vélar. Lausn á kreppunni? En það má lita á þessi mál i viðara samhengi. Bandariska blaðið Newsweek bendir á að ekki sé einasta um að ræða þessar 350 vélar. Mjög lik- legt sé að sú verksmiðja sem verður fyrir valinu nái varan- legri einokun á markaðnum fyrir orrustuvélar og þá opn- ast viðari sýn. Bandariski flugherinn hyggur lika á end- urnýjun og hefur tilkynnt að hann ætli aö kaupa 650 nýjar vélar i þvi skyni. Þá eru vestur- þjóðverjar, Iranskeisari og fleiri aðilar aö þreifa fyrir sér á sömu miðum. Getur blaöið sér þess til að markaðurinn geti alls orðið 2—4.000 vélar. Þessar vél- ar munu kosta 15—20 miljarða dollara og veita u.þ.b. 75 þúsund manns vinnu. Þessar bollaleggingar blaðs- ins ásamt þvi að ýmis lönd, ekki sist ollulöndin, hyggja á stór- kostleg vopnakaup á næstunni gefur auðstéttum Vesturlanda nýtt tækifæri á að finna sér leið út úr kreppunni sem hrjáir þær um þessar mundir. Þarna opn- ast ný framtiðarsýn og nýir út- þenslumöguleikar. Þaö var jú þessi leið sem Hitler fór á sinum tima með góðum árangri, ekki satt? —ÞH tók saman . Danmörk 140 þúsund atvinnulausir Kaupmannahöfn 28/2 ntb —Sam- kvæmt tölum sem gilda fyrir 12. febrúar voru þann dag 107.866 skráöir atvinnulausir i Dan- mörku. Þar við bætast uþb. 30 þúsund sem ekki eiga rétt á at- vinnuleysisbótuin þannig aö nú cru hartnær 140 þúsund danir at- vinnulausir. Opinbera talan, 107.866, sam- svarar þvi að 12.3% þeirra sem rétt eiga á atvinnuleysisbótum séu atvinnulausir. Mun fleiri karlmenn eru atvinnulausir eða 83.292 en konur eru 24.594. Telja má þó liklegt að hlutfall kvenna sé mun hærra I hópi þeirra sem engra bóta njóta. Eins og áður er atvinnuleysi mest i byggingariðnaði og jókst það litið eitt i þeirri iðngrein frá þvi siðast var talið. 6-700 tonnmn af loðnu landað á Akranesi Síldar- og fiskimjölsverksmiöj- an á Akranesi hefur nú tekið viö 6-700 tonnum af loðnu, en i fyrra var sú verksmiöja 5. hæsta verk- smiöja landsins og bræddi 30 þús- und tonn. Heyrst hafði að verksmiðjan hefði ekki gert upp við loðnubáta frá þvi á loðnuvertiðinni 1973 og þvi höfðum við samband við framkvæmdastjóra hennar Valdimar Indriðason, og sagði hann, að ekki væri fótur fyrir þeirri fregn. Þá sagði Valdimar að búið væri að gera upp við báta fyrir vertið- ina 1974 og hefði það verið gert fyrir áramót, en þó kynnu að vera eftir einn eða tveir bátar, en það væri þá vegna annarra viðskipta. Enn eru ófarin frá verksmiðj- unni 6-700 tonn af mjöli frá þvi i fyrra, en það magn er þó selt. —úþ Bókamarkaðurinn I HUSI IÐNAÐARINS VID INGÓLFSSTRÆTI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.