Þjóðviljinn - 04.03.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 04.03.1975, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mars 1975 Þriöjudagur 4. mars 1975 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Tvær ásjónur Kissingers gagnvart aröbum. er ekki undirrót kreppunnar Eflaust vildu ýmsir kenna aröbum og samtök- um olíu-útf lutningsríkja — OPEC — um þá erfiðleika sem um þessar mundir hrjá efnahagslíf vestur- landa/ en að þvi er ég best fæ séð af erlendum ritum fæst enginn alvarlega hugsandi efnahagssér- fræðingur til að rekja or- sakir erfiðleikanna ein- hliða til þeirrar verðhækk- unar á oliu sem átti sér stað haustið 1973 í tveim stökkum aðallega og hélt aðnokkru leyti áfram á ár- inu 1974. Verðbólga auövaldsheimsins á sér orsakir i kerfinu sjálfu en ekki i utanaðkomandi oliu. Oliuhækk- unin er talin hafa valdiö 3% al- mennri verðlagshækkun i evrópu- löndum 1974 (Le Monde 24/12) eða i mesta lagi l/5ta verðbólg- unnar (Information.aukablað um kreppuna i febrúar). Information bendir á að 60 miljarða dollara fjársöfnun OPEC-rikja 1974 sé þó aldrei meira en 1 1/2% af allri þjóðarframleiöslu heimsins. Eftirfarandi verðbreytingar á jarðoliu eru taldar stafa af að- geröum OPEC-rikja: Arið 1972^. var meðalverðið 2,20 dollara tunnan, 1973 2,80 og á siðasta ári 9.70. Núverandi verð mun vera nálægt 11 dollurum tunnan. (Eco- nomist 1/2). Framleiðslurikin hafa tvennan hátt á aö öölast meiri tekjur, ann- ars vegar krefja þau erlendu vinnslufélögin um meiri afgjöld, hins vegar hækka þau verðiö á eigin framleiðslu. Samtimis þess- ari verölagspólitik krefjast þau æ meiri hlutdeildar i vinnslufélög- unum, og hafa persaflóarikin aukiö eignaraöild i þeim félögum sem vinna oliu i löndum þeirra úr 20% i 60% ((Le Monde24/12). En áfram skal haldið og Jamani oliu- málaráðherra Sádi-Arabiu stend- ur fyrir þvi að krefjast 100% eign- araðildar (Economist 8/2). Röksemd OPEC-rikjanna fyrir stefnu sinni er einföld (og i ætt við landhelgispólitik islendinga): oliulindirnar verða þurrausnar eftir aldarfjórðung, þess vegna þurfum við oliupeninga nú til að leggja grundvöll að atvinnuþróun framtiöarinnar. (Economist 15/2). Það vantar ekki að séð hafi ver- ið ofsjónum yfir tekjum OPEC- rikjanna: Þeir græða 164 miljón- um dollara meira á dag en þeir geta komið i lóg. Eftir 3 ár geta þeir keypt upp gullforða allra seðlabanka. A 15 árum eignast þeir öll hlutabréf sem eru til sölu i kauphöllum kapítalismans. (Spiegel 13/1). Fyrir nokkrum mánuðum var talað um það að arabar og aðrir oliufurstar mundu eignast 600- 1000 miljarða dollara gjaldeyris- sjóði. Nú hefur bandariskur aðili, Morgan Guaranty Trust, komið þessu niður á jörðina og segir að gjaldeyriseign OPEC-landa muni ná hámarki fyrir 1980, 250 mrð. $, en fari svo dvinandi, — árlegur viöskiptajöfnuður þeirra verði orðinn óhagstæður um 1980. (N. Obs. 10/2). Vesturlandamönnum hættir til að gleyma þvi að OPEC-löndin eru fátæk: meðaltekjur i þeim eru 525 dollarar á mann. 43% oliu- tekna þeirra fara til 6 landa þar sem meðaltekjur eru aðeins 300 dollarar á mann: tran, Irak, Alsir, Nigeria, Indónesia, Ekva- dor. En að er misskipt: 25% tekn- anna fara til 4ra strjálbýlla landa þar sem eru hærri meðaltekjur en i þeim forysturikjum auðvalds- heimsins sem tilheyra efnahags- samvinnustofnuninni OECD: I Libýu, Kúvæt, Qatar og Samein- uðu arabisku furstadæmunum (ibúar samtals 3.5 milj.) nema 24.0 18.0 meðaltekjur á mann 5-6 þús. doll- urum. (Economist 15/2). Eftir þvi sem Le Monde segir námu brúttótekjur OPEC-land- anna af oliu 110-115 miljörðum dollara 1974, en tveim árum fyrr höfðu tekjurnar verið 15 miljarð- ar. Arabalöndin 8 fengu um 65-67 mrð. i sinn hlut 1974. Innflutn- ingur OPEC-landa jókst um 50% 1973 og 60% 1974 og varð þá 45-50 mrö. $. Að frádreginni efnahags- aðstoð hafi þvf jávkæður greiðslujöfnuður hjá þeim af oliu- viðskiptum numið 60-65 miljörð- um dollara. (önnur heimild, Nouvel Observateur.segir að iðn- vædd riki hafi árið 1974 greitt 55 miljörðum meira fyrir oliu, en vanþróuð riki 10 mrð. meira, en áður). Viðskiptajöfnuður OECD-landa hafi á árinu 1974 versnað um 60-65 miljarða doll- ara vegna oliu, en i heild um 30-40 miljarða og stafi mismunurinn af 25 miljarða ágóða vegna aukins útflutnings. Þessi óhagstæði viðskipta- og greiðslujöfnuður hjá OECD kom mjög misjafnt niður á rikin, sum græddu (Vestur-Þýskaland), önnur fóru nærri þvi á hausinn (Italia) — sjá súlurit. Þvi hefur verið haldið fram af vestrænni hálfu að hækkun oliu- verðs hafi verið rýtingur i bak fá- tæka heimsins. OPEC kvaðst mundu jafna upp mismuninn með fjárhagsaðstoð og viröist hafa staðið við það, ef það er rétt að lán OPEC-rikja til vanþróaðra landa hafi numið 10 miljörðum dollara 1974 (N.Obs. 20/1). En tölum ber ekki saman. Claude Cheysson i framkvæmda- nefnd EBE segir að óafturkræf framlög rikisstjórna iðnvæddra , landa til fátæka heimsins hafi numið 1,5 miljörðum dollara 1974 og verið minni en vant er þar sem Bandarikin héldu að sér höndum. En sams konar fjárstreymi frá oliuframleiðslulöndunum hafi verið 2 miljarðar. Fyrirsjáanlegt sé að það verði 10-12 miljarðar frá oliulöndunum 1976, eða jafnmikið og frá Bandarikjunum og evrópu- löndunum til samans. (N. Obs. 24/2). Samkvæmt framkvæmdastjóra arabiska þróunarsjóðsins i Kúvæt nam efnahagsaðstoð veitt af arabarikjum einum 14 miljörðum dollara 1974, en þetta draga vest- rænir i efa. Economist segir að OPEC-lönd hafi 1974 skuldbundið sig til 9,6 mrð. $ efnahagsaðstoð- ar, þar af greitt 2,6 mrð. Þar af hafi Alþjóðabankinn fengið 1,8 mrð. og alþjóða gjaldeyrissjóður- inn 3,4 mrð. lánsfé með hagstæð- um kjörum. Ekki sé hér innifalin eins miljarðs dollara hernaðarað- stoð veitt egyptum 1973 og 1974 né loforð um frekari 2,4 mrð. i sama skyni. Til samanburðar: OECD- lönd veittu 11-12 miljarða i aðstoð og hagstæð lán 1974. <Ec. 15/2.) 1 sambandi við oliuviðskiptin hafa komið upp tvö tiskuorð að undanförnu: petrodollareða oliu- dollari og recyclage (recycling) eða „endurheimt oliudollarana”. Vestræn riki leitast nefnilega við að „endurheimta” oliudollara OPEC-rfkjanna einhvern veginn inn i sitt fjármálakerfi. Le Monde hefur þrenns konar flokkun á „endurheimtinni”: 1) Riki eins og Italia, Bretland, Frakkland stofna einfaldlega til gjaldeyrisskulda á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði (slikt þekkja islendingar!). Frakkar hafa þannig tekið yfir 5 mrð. $ almenn bankalán til langs og meðallangs tima og 1,5 mrð. i skammtima- lánum. Bretland og Italia hafa tekið 10 mrð. lán hvort riki. „Enginn veit með vissu uppruna fjármagnsins á þessum mörkuð- um, en hluti þess er oliudollarar”. 2) Opinber endurheimt: Stofnað er til sérstakra sjóða, 6 mrð. oliu- dollara - fjárhrislu við alþjóða gjaldeyrissjóðinn að frumkvæði Bandarikjanna og Efnahags- bandalagsins (og einnig er sam- komulag komið i orði um 25 mrð. $ „samstöðusjóð” sem Kissinger hefur mjög barist fyrir að verði myndaður af oliugróða og af greiðsluafgangi ýmissa vest- rænna rikja). 3) Tvihliða samn- ingar: Iran setti 1 mrð. $ til geymslu i Frakklandi — Sádi- Arabia lánaði japönum beint. (Monde 24/2). Það auðveldar „endurheimt- ina” að OPEC-rikin hafa verið fús til að geyma gjaldeyrissjóð sinn i 28.9 20.9 INNFLUTNINGSLOND FRAMLEIÐSLULÓND 11.3 [Miljarðar dollara 3 9 12.9 útgjöld vegna oliu 9.5 2.5 8.5 7.5 1972 1972 | 1974 áæ. 1974 áæ. gj 3.0 2.4 I 2.5 2.0 2.0 1.6 1.3 1.3 1.0 Tekjur fyrir oliu 10.0 8.5 8.9 9.2 4.0 1.9 2.0 16 2.0 2.4 28 .06 •4 .2 ■ & / auðvaldsheiminum: Af gjaldeyr- istekjum þeirra 1974 voru 17,5 miljarðar dollara settir i skamm- tima bankareikninga og verðbréf i Bandarikjunum og Bretlandi, og 21 miljarður i banka sem veita lán á verðbréfamarkaði Evrópu. ( Newsweek 10/2). I daglegum fréttum greinir frá vantrú OPEC á dollarnum og ekki að ástæðulausu. Oliuframleiðslu- rikin höfðu 1974 um 70 mrð. hag- stæðan greiðslujöfnuð á kostnað neyslulanda, og liklega verður hann 100 miljarðar 1975 (N.Obs. 20/1). En vegna gengissigs doll- arans og verðhækkana innflutn- ings verða oliutekjurnar senni- lega 20% rýrari að verðgildi ( N.Obs. 24/2). Á 13 mánuöum til 19. febrúar 1975 féll bandarikjadollari um 10% gagnvart 10 helstu gjald- miðlum auðvaldslandanna og á sama tíma steig v-þýskt mark um 23% gagnvart dollara ’ (Economist 22/2). Grunsemdir gripa um sig að Bandarikin haldi dollaranum viljandi of lágt skráð- um ( Econ.15/2), en það var áður gert við gullið á meðan það var myntfótur. Samkvæmt ákvörðun fjármála- yfirvalda vesturlanda hækkaði skráð verðgildi gulls fjórfalt 9. janúar sl. meður þvi að únsan var ekki lengur skráð á 42 dollara heldur á rikjandi markaðsverði: 170—180 dollara. Við þetta hækk- aði gullforði vestrænna seðla- banka úr 50 miljörðum dollara i 200 mrð. að verðgildi. Hagnaður- inn er 150 mrð. alls, en fyrir Bandarikin 37 mrð., fyrir Vestur- þýskaland 15, Frakkland 12. ( N. Obs. 20/1). Oliurikin töldu að þessari að- gerð væri stefnt gegn sér enda er gjaldeyriseign þeirra ekki i gulli heldur fyrst og fremst dollurum. Þetta væri loddarabragð til að rýra peningagildi útflutnings hjá 3ja heiminum. Gullhækkuninni var stefnt gegn oliúhækkun araba, en þeir hafa einnig krók á móti bragði: Þeir eru teknir að leggja fé sitt i arð- vænleg vestræn fyrirtæki. 18 auðugustu fjölskyldur i Kúvæt og Sádi-Arabiu kváðu ætla að leggja saman 5 mrð. $ i helstu fyrirtæki evrópsks matvælaiðn- aðar ( Spiegel 16/2). Newsweek gerði mikið stáss með slikt efni nýlega: Kúvæt hef- ur keypt 14% i vestur-þýska bila- firmanu Daimler-Benzfyrir 400 miljónir dollara. Iran keypti 25% i Kruppstálhringnum fyrir meira en 100 miljónir. Ghaith Pharaon, sonur eins helsta ráðgjafa Fáisals i Sádi-Arabiu hefur keypt l/3ja i Bank of the Commonwealth, 4ða stærsta banka Detroit-héraðsins i Bandarikjunum, en hann hefur 57 útibú i Michigan og á eignir uppá einn miljarö dollara. Orörómur er um að arabar hfi keypt 17% hlut i vesturþýska hringnum Mannesmann, öðrum stærsta stálpipuframleiðanda heims. Ýmsir bandariskir þingmenn voru teknir að óttast þettta i fyrra, og nú flytur öldungadeild- arþingmaöurinn Harrison Willi- ams frumvarp þess efnis að for- setinn geti meinað útlendingum aö eignast meira en 5% i banda- riskum fyrirtækjum. Sjálfur Kissinger kvað nú biöja um laga- setningu sem geri 10% eignar- hlutdeild útlendinga að hámarki i bandariskum fyrirtækjum. Ýmsir eru teknir að spyrja: hvar er nú bandariska viðskiptafrels- ið! ( Ncwsweek 10/2). Viðar en á Islandi er stefnt að því að auka nýtingu annarra orkugjafaen innfluttrar oliu, en i útlöndum er auk þess talaö um að spara.Gerðar hafa verið ráðstaf- anir i flestum evrópulöndum til að minnka oliuinnflutning um 10%, t.d. i Frakklandi ( Le Monde 24/12). Af þessum ástæðum sem og af almennum samdráttareinkenn- um i efnahagslifinu dróst inn- flutningur oliu saman um 2% að KUWAIT QATAR UAE GERMANY UNITstates FRANCE JAPAN BRITAIN Svörtu súlurnar eiga við útflutningslönd oliu en þær gráu við innflutn ingslöndin. öll þau fyrrnefndu búa við atvinnulega vanþróun þótt þjóðar- tekjur á mann (VÞF = verg þjóðarframleiðsla) séu orönar riflegar I svo sem fjórum fólksfáum löndum araba. OPEC-löndin eiga það einnig sam- eiginlegt að vera miklu rausnarlegri á fjárhagsaöstoð við fátæk riki I beinum greiðslum, ekki aðeins skuldbindingum — heldur en hin voldugu iðnaðarriki vesturlanda: Þýskaiand, Bandarikin, Frakkland o.s.frv. Súluritið er úr Economist og á við árið 1974. meðaltali i 8 helstu oliuneyslu- löndum heims frá siðsumri 1973 til jafnlengdar 1974. Eftirspurn eftir oliu i Bandarikjunum rýrn- aði um 3,3% á árinu 1974 en slikt hefur ekki þekkst i 30 ár. Af þessu leiðir að .oliuframleiðsla OPEC- rikja sem var 33 miljónir tunna á dag i mai sl. er nú i janúar 1975 komin niður i 28 miljón tunnur. ( Economist 28/12 og 8/2). Vegna sölutregðu á vesturlönd- um eru oliuskipin látin hægja á sér og vera 36 daga á leiðinni til Evrópu úr Persaflóa i stað 30 daga. Enda eru 200 miljónir tonna af heildarársframleiðslu 2,9 mil- jarðar tonna 1974 óselt og fyllir tanka við hafnir og oliuhreinsun- arstöðvar. ( Spiegel 27/1). Fram- leiðslugeta vestur-þýskra hreins- unrarstöðva er aðeins nýtt að 60 hundraðshlutum (N.Obs. 10/2). Þetta kemur þannig niður að oliuframleiðslan er i janúar 1975 miðað við desember 1974 i Iran og Kúvæt 10% minni, i Alsir og írak 15% minni, i Libýu 20% minni. Og Abú Dhabi er framleiðslan helmingi minni, en þar eru oliu- hringar að reyna að þrýsta verð- inu niður um 5%. (N. Obs. 24/1) Það er þvi svo undarlegt að ein- mitt kreppan i hagkerfi vesturs- ins auðveldar að reka fleyg i OPEC og hamla gegn stefnu þess. Vitað er að ýmsir vestrænir hagsmunir kröfðust hækkunar oliu og hefur það verið reifað hér i Þjóöviljanum (10. febrúar 1974: Sannleikurinn um oliukreppuna: Oliuhringarnir bjuggu hana til úr arabiskum efnivið. Þar var einn- ig millifyrirsögnin „Oliukrepp- an” mesti búhnykkur Bandarikj- anna siðan heimsstyrjöldin leið). En vitanlega voru aðrir auð- valdshagsmunir á móti oliuhækk- un. Kissinger hefur um skeið verið að þreifa fyrir sér um samstöðu neyslulanda gegn framleiðslu- löndum, þ.e. heimsauðvaldið gegn OPEC. Snemma i sl. mánuði var viðruð áætlun hans um lág- marksverð á jarðoliu, og er talað um að hann vilji hafa það i 6—7 dollurum tunnuna, en ef það væri sett neðar mundi ekki lengur borga sig að nýta norðursjávar- oliuna. EBE er vitanlega klofið i málinu. En bandarikjastjórn er i mun að gera hina miklu fjárfest- ingu oliuhringa og annarra aðila i orkumálum heimafyrir arðbæra, en hún er talin verða 500—1000 miljarðar dollarar til ársins 1985. Oliuverð á Svipuðu stigi ogþað var 1972 mundi kollsteypa áform- um um nýtingu annarra orku- gjafa. (Ýmsar heimildir: N. Obs. 10/2 og 24/2, Econ 8/2). Eftilvill væri hagsmunum Bandarikjanna best borgið með Greiðslujöfnuður 1974 Vísitölur olíutekna, gulls og vöruverðs 1960 meðaltal=100 Olía, tekjur framleiðslulands á tunnu Visitala dollaravöruverðs — EC. Vlsitala iðnaðarvöru- útflutnings — SÞ. ■ Súluritið sýnir I miljörðum dollara greiðslujöfnuð 6 forysturikja auðvaldshcimsins gagnvart útlöndum, en hann var mjög óhagstæður hjá Bretlandi, Itallu og Frakklandi, hjá Japan og Bandarikjunum var hann I heild óhagstæður þar eð hallinn á olluviðskiptunum gerðimeira en jafna upp hagnaðinn af öðrum viöskipt- um, en þetta var öfugt I Vestur-Þýskalandi. Iieimild: Economist. — Samkvæmt Le Monde var greiðslujöfn- uður allra þessara landa nema Bandarikjanna hag- stæður 1972, allt upp I 6,6 mrð. hjá japönum, en Banda- rikin stóöu I minus 8.4. Þau voru koinin meö hálfan miljarð yfir 1973, en vestur-þjóðverjar voru komnir með 3,5 mrð. $ hagstæðari jöfnuð eða upp i 4,6. Frakk- land var 1972 rétt fyrir neðan núll og ltalla og Bretland með 2-3 mrð. I minus. Þróunin frá 1973 til 1974 verður að miklu leyti rakin til olluverðhækkana, en umskiptin komu frá 1972 til 1973 og I þeim á ollan engan hlut þar eð verðið hélst svipað. 1969 1970 1971 1972 1973 1974 —i—i—I—i—I—I—I—i—I I I i i I I i i i I i i ' Linuritiö er úr Economist rétt áður en tilkynnt var um hækkun gulls I seölabönkum Vesturlanda. OIiu- tekjur framleiðsiulanda á hverja einingu jarðoliu héldust litt breyttar allan áratuginn 1960-70 og voru komnar nokkuð undir aðrar visitölur. Oliutckjurnar hækkuðu nokkuð á 3ja ára bili fram til 1973 en þá kom stökkið. Hins vegar voru aörar verðvisitölur farnar aö hækka Iskyggilega mikið 1972 og 1973 áður en hægt var að kenna oliunni um. Efri verövisitalan („dollaravöruverð”) er reiknuð út hjá vikuritinu Economist, en sú neðri (iönaöarvöruútflutningur) er reiknuð á vegum Sameinuðu þjóðanna. beinni hernaðarihlutun á oliu- svæöunum i Austurlöndum nær. Einna fyrstur til að spá slikri inn- rás i alvöru var hinn frægi banda- riski dálkahöfundur Joseph Alsop i nóvember sl. Komnir eru fram áróðursmenn vestra fyrir þennan málstað, t.d. Robert W'. Tucker prófessor i alþjóðatengslum (svipað og Kissinger var) við John-Hopkins-háskóla. Bent er á að óliklegt væri að sovétmenn gerðu gagninnrás — þeir gerðu það ekki i Vietnam þótt þar ætti i hlut riki undir stjórn „bræðra- flokks” — og svo sýnir innrásin i Tékkóslóvakiu 1968 að risaveldin viðurkenna hernaðarlegar neyðarráðstafanir hvers annars. ( Spiegel 13/1). Þótt mikið sé býsnast yfir oliu- gróða araba og annarra „illa inn- rættra” fátæklinga, fer fáum sög- um af afkomu oliuhringanna. Þó er vitað að gróði Exxons, hins stærsta af öllum stórum, var á sl. ári þriðjungi meiri en metárið 1973eða 3,1 miljarður af 45,8 mrð. veltu. Einnig var aukinn gróði hjá Shell og Texaco. (Spiegel 27/1). Schwartz-skýrslan hefur vakið hneyksli og reiði i Frakklandi. Þingnefnd undir forystu gaullista fór ofani efnahag oliufélaganna þar i landi og fletti ofanaf villandi upplýsingagjöf þeirra um kostn- aðarverð oliu, — oliufélögin græddu á ólögíegum viðskipta- háttum og kæmu sér þannig und- an þvi að greiða nokkra skatta. Auk franskra félaga er þarna um að ræða dótturfyrirtæki hinna heimsþekktu hringa Shell, BP, Exxon (þ.e. ESSO) og Mobil. I þessu sambandi andvarpar Economist: „Oliufélögin skaða málstað sinn með óhóflegu laumuspili”. (Ec.8/2). Enginn vinstri maður á vestur- löndum mundi villast á hagsmun- um sinum og hagsmunum oliu- hringanna: þar er við auðvaldið að kljást eins og það er svartast. En hvað um OPEC-löndin og al- þýöu vesturlanda? Egypski hag- fræöingurinn Samir Amin, ný- kominn af „ráöstefnu 3ja heims- ins i Karachi, veitir svarið: „Sigur OPEC er jafnframt sig- ur 3ja heimsins, Iandanna sem stynja undir byrðum núverandi kerfis. Við skulum vona að það takist að hækka hráefni almennt. Við viljum að oliulönd araba leggi 50% af oliutekjum sinum til at- vinnuþróunar i arabiska heimin- um, ekki til bilaframleiðslu held- ur t.d. til búnaðarþróunar sem viða er mjög brýn. Við teljum að verkalýður Evrópu hafi sameig- inlega hagsniuni með okkur i 3ja heiminum og skilji það, enda eru báðir aðilar arðrændir af sama auðvaldinu”. ( N.Obs. 17/2). Samantekt hj— Olíuframleiöslulöndin berjast við sama auövaldið og verkalýöur vesturlanda Bandaríkjastjórn beitir sér fyrir Olíuverðið má ekki lækka ofaní efnahagsaðgerðum gegn OPEC gamla farið því þá verður — og kreppan hjálpar til! tap á nýtingu nýrra orkulinda OPEC-löndin — fátæk sem þau eru Innrás olíudollara á — eru að verða mesti vesturlöndum! — innrás styrktaraðili vanþróaðra landa bandaríkjahers í arabalöndin?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.