Þjóðviljinn - 04.03.1975, Side 12

Þjóðviljinn - 04.03.1975, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. mars 1975 Samkeppni í samleik Á þessu ári verður efnt til norrænnar sam- keppni i samleik 2-5 hljóðfæraleikara. Efnisskrá skal vera 60-70 minútur með verkum norrænna tónskálda frá a.m.k. þremur Norðurlandanna. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. júni n.k. Lokakeppnin fer fram i Helsinki i nóv/des. 1975 Þrenn verðlaun verða veitt að upphæð samtals 80.000 d. kr. Nánari upplýsingar veitir Tónlistarnefnd c/o Rikisútvarpið. Einstaklingar, félög eða stofnanir, sem óska eftir nýju tónverki frá hendi norræns tónskáids utan tslands geta sótt um styrk til NOMUS. Tónakáldafélag íslands, Laufs- ásvegi 40, sem er fulltrúi Nordisk Komponistrad mun fá nöfn þeirra tónskálda, sem áhuga hafa á að semja verk eftirpöntun. Nánari upplýsingar veitir Tónlistarnefnd c/o Rikisútvarpið. Þangaö þurfa umsóknir að berast fyrir 31. mars, 1975. Tónlistarnefnd alþjóðasamvinnu. Atvinna ■ Atvinna LAUSSTAÐA Staða skjalavarðar i Þjóðskjaiasafni tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi i sagnfræði eða skyldum greinum. Umsóknir um starf þetta með upplýsingum um nám og starfsferil skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 25. mars næstkomandi. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 28. FEBRUAR 1975. LAUSSTAÐA Starf í Þjóöskjalasafni tslands er laust til umsóknar. Starfið er einkum fólgið í þvf að sinna afgreiðsiu og vörslu á lestrarsal. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálaráöuneytinu fyrir 25., mars næstkomandi. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 28. FEBRUAR 1975. VERKAMENN vanir byggingarvinnu óskast til að rífa og hreinsa mót. Upplýsingar gefur Magnús K. Jónsson í síma 7-49-80. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar að ráða s j úkr aþ j álf ar a Upplýsingar gefur sjúkrahúslæknir i sima 95-5270. Sjúkrahússtjórnin. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar að ráða hjúkrunarkonur Upplýsingar gefur forstöðukona i sima 95-5270. Sjúkrahússtjórnin. SVR: Breyting á ferðum í Fella- og Hólahverfi Akveðið hefur verið, að mið- vikudaginn 5. mars verði gerð nokkur breyting á ferðumstrætis- vagna Reykjavikur i Breiðholts- hverfi, fjölmennasta hverfi borgarinnar. Breytingin verður á leið tólf i efra Breiðholti. Hún er fólgin í þvf, að fjórir vagnar, sem þar hafa ekið sömu leið munu nú aka hvorir á móti öðrum. A timabilinu á milli klukkan 07:00 á morgnana og 19.: 00 á kvöldin verður ekið eftir tima- töflu leiðar 12. En breytingin verður þessi: Vagnar, sem fara frá Helmmi 8 minútur yfir heila og hálfa tim- ann aka um Vesturberg og til baka um Austurberg. Þessir vagnar fara frá endastöð, Suður- hólum, 11 minútur yfir heila og hálfa timann, aka eftir Norður- felli og Austurbergi að endastöð i Suðurhólum. Þaðan fara þeir samkvæmt skráðum tima i leiða- bók SVR 4 minutur fyrir heila og hálfa timann og aka þá Vestur- berg til baka. A morgnana klukkan 07:26 og 08:26fer aukavagn frá gatnamót- um Norðurfells og Austurbergs og ekur Norðurfell að Hlemmi. Við gatnamót Vesturbergs og Norðurfells verður farþegum hleypt út og inn, ef þeir óska þess, Teheran 3/3 reuter — íranskeis- ari, Resa Shah Pehlevi, lýsti þvi yfir i gær að héreftir yrði aðeins einn stjórnmálaflokkur leyfður i riki hans sem státar af þvi að vera elsta keisaradæmi heims. Flokkurinn á að heita Hinn þjóðlegi viðreisnarflokkur Irans og leiðtogi hans verður Abbas Hoveyda forsætisrá ðherra. Keisarinn mælti svo fyrir að aðrir flokkar skyldu leysa sjálfa sig upp og ganga i nýja flokkinn. Nú eru til i landinu tveir flokkar, stjórnarflokkurinn Nýi Iranski flokkurinn og andstöðuflokkur sem kennir sig við alþýðu. Hörður Framhald af bls. 10. tveimur siðustu leikjum. Eftir að vera þess i 1. deild virtist orðin trygg, slappaði liðið af og hefur tapað hverjum leik með miklum mun. Auk Harðar átti Elias Jónasson mjög góðan leik með Haukum, en hann hefur farið vaxandi sem leikmaður I allan vetur og er kominn i hóp betri leikmanna okkar, einkum er hann snjall I að halda uppi góðu spili og miklum hraða. Hjá Gróttu var það helst Björn Pétursson sem eitthvað kvað að, en hann er jafnan erfiður hverri vörn og markverði. Mörk Hauka: Hörður 14 (5), Elias 6, Frosti 2, Ingimar 2, Þor- geir 2, Hilmar 2 og Arnór 1. Mörk Gróttu: Björn 10 (3), Arni 3, Atli 2, Halldór 1 og Magnús 1 mark. —S.dór Ræða Magnúsar Framhald af bls. 6. láta reyna á kerfið: við skulum láta hrikta i þvi: við skulum láta koma greinilega I ljós hvort það megnar að uppfylla þær þarfir sem við vitum öll að islenskt þjóð- félag getur uppfyllt. Af þessum ástæðum verður barátta verklýðshreyfingarinnar ævinlega að vera i senn fagleg og pólitisk ef hún á að ná varanleg- um árangri. Hin faglegu verk- lýðssamtök eru langsterkasta þjóðfélagsaflið á íslandi: ef þau beita sér fær ekkert staðist. En okkur hefur ekki enn tekist að gera stjórnmálasamtök launa- fólks jafnöflug. Aö visu hefur reynslan á undanförnum árum sannað það að samtök launafólks eiga sér aðeins einn raunveruleg- an stjórnmálaflokk, Alþýðu- þótt ekki sé um fastan viðkomu- stað að ræða. Eftir klukkan 19:00 á kvöldin fækkar vögnunum um einn á þessari leið. Vagnar, sem fara frá Hiemmi eftir klukkan 19:00 og leggja af stað 13 og 53 minútur yf- ir heila timann, aka um Vestur- berg og til baka frá Suðurhólum um Austurberg. Þeir leggja af stað frá Suðurhólum 26 og 46 minútur yfir heila timann. Einn vagn, sem fer frá Hlemmi 33 minútur yfir heila timann, ekur eftir Austurbergi að Suðurhólum, og fer þaðan 6 minútur yfir heila timann og ekur Vesturberg til baka. Þessi áætlun gildir frá klukkan I9:00á virkum dögum, — eftir klukkan 13:00 á laugardög- um, — á sunnudögum og aðra helgidaga. Þessi breyting getur orðið til mikils hagræðis, og er einkum gerð vegna ibúa i austurhluta efra Breiðholts. Við miðhluta bandalagið: kjósendur hafa sjálf- ir tekið af skarið um það efni: það var aðeins tilviljun sem olli þvi að Alþýðuflokkurinn og Samtökin fengu nokkurn fulltrúa á þing i kosningunum i fyrra. En Alþýðu- bandalagið hefur samt ekki nema rúmlega fimmta hvern kjósanda hér I Reykjavik: tæpan fimmtung ef litiö er á landið allt. Stjórn- málamöguleikar okkar eru miklu meiri, jarðvegur okkar mun vlð- tækari. Kjósendur hinna svoköll- uðu vinstriflokka allra binda nú fyrst og fremst vonir sinar við baráttu okkar: sama máli gegnir um launamenn sem kusu Sjálf- stæðisflokkinn af skammsýni i fyrra en eru nú reynslunni rikari. Menn binda traust sitt við Alþýðu bandalagið og þvi trausti megum við ekki bregðast. Við verðum að gera flokk okkar að raunveruleg- um fjöldaflokki, ekki aðeins i kosningum heldur dag hvern, með lifandi, virku starfi hvar- vetna i þjóðfélaginu, i hagsmuna- samtökum launamanna, á hverj- um vinnustað. Við verðum að stefna að þvi marki að gera stjórnmálasamtök okkar jafn öflug og hin faglegu stéttarsam- tök. Þá fyrst er hægt að tryggja það að sigrar þeir sem verklýðs- félögin vinna verði ekki teknir aftur með pólitfsku valdi forrétt- indastéttanna. Þá fyrst er hægt að tryggja það að ef kerfið getur ekki fullnægt mannlegum og sið- feröilegum kröfum verklýðs- hrefyingarinnar, verði kerfinu breytt en ekki kröfunum. FH Framhald af bls. 10. Leikur FH og Armanns var mjög jafn og skemmtilegur á að horfa. I fyrri hálfleik hafði FH oftastfrumkvæðið,5:3, 7:4, 9:6 og I leikhléi 9:7. Strax I byrjun siðari hálfleiks snerist dæmið við. Armann jafn- aði 9:9 og komst svo yfir 11:9 sið- Vesturbergs verður þó sú breyt- ing, að þar verður strætisvagn á 30 minútna fresti i stað 15 áður. Ibúar þar eiga þó auðvelt með að ná vagni á 15 minútna fresti með þvi að ganga nokkrummetrum lengra en áður. Hins vegar stytt- ist sú vegalengd, sem ibúar aust- asta hluta Breiðholts, eða austan endastöðvar við KRON, verða að ganga, en hún hefur verið mun lengri en sú vegalengd, sem ibúðar miðhluta Vesturbergs þurfa nú að fara. A þennan hátt næst verulegur jöfnuður á vega- lengdum. Rétt er að taka fram, að vagn- inn Miðbær/Breiðholt gengur áfram eins og verið hefur. Reynt verður að kynna þessa breytingu eftir megni, enda snertir hún mikinn fjölda fólks. Skýringar á þessum breytingum eiga að liggja frammi hjá vagns- stjórum, og þar geta farþegar fengið þær. an var jafnt 13:13 þegar 15 min. voru eftir af leiknum, enn varð jafnt 14:14 og 15:15, 16:16, 17:17 og 18:18. Þá gerðist það að Ólafur Einarsson misnotaði vitakast þegar rétt rúm ein minúta var eftir af leiktimanum. Armenning- arnir léku mjög skynsamlega það sem eftir var og rétt áður en leik- urinn var flautaður af, braust hinn kornungi og efnilegi leik- miaður Pétur Ingólfsson i gegn og skoraði sigurmarkið fyrir Ár- mann, en það er einmitt þessi skemmtilegi leikmaður sem Val- ur kærði leikinn við Armann útaf. FH náði vart að hefja leikinn á ný, flautan gall til merkis um leikslok og möguieikar FH til sig- urs I þessari 1. deildarkeppni voru þar með úr sögunni. Ármanns-liðið var mjög jafnt I þessum leik. Þó má segja að Jens Jensson og Hörður Harðarson hafi skorið sig nokkuð úr i sókn- inni en þeir Pétur Hafstein og Hörður Kristinsson I vörninni. Okkur vantar tilfinnanlega hornamann i landsliðið, hvers vegna þá að ganga framhjá Jens Jenssyni, þar virðist kominn sá hornamaðurinn sem landsliðið vantar, það kostar að minnsta kosti ekkert að gefa honum tæki- færi. Hjá FH var Viðar Simonarson sá eini sem ekki lék undir getu. Hann barðist allan timann en fékk lítinn stuðning frá félögum sinum nema þá helst Þórarni Ragnarssyni. Aðrir léku undir getu og hefur sennilega álagið að verða að vinna þennan leik til þess að vera áfram með i topp- baráttunni átt þar mestan þátt. Mörk Armanns: Hörður H. 7 (4), Jens 4, Pétur 3, Björn 2, Hörður K, Jón, og Kristinn 1 mark hver. Mörk FH: Þórarinn 5 (2), Ólaf- ur 3, Guðmundur 2, Gunnar 2(1), Geir 2, Arni 2, Viðar og Jón G. 1 mark hvor. Hœkkun söluskattsins Hækkar vöru og þjónustu 0,8% Þann 1. mars bættist enn eitt stig við söluskattinn, eða sölu- gjaldið, eins og það er nefnt i fjármálaráðuneytinu, og er þetta gjald þar með orðið 20% af seldri vöru og þjónustu. Sölugjaldið skiptist i nokkra liði. Af þessum 20% renna 2% i viðlagasjóð og 1% I oliusjóð. 17% af sölugjaldinu er svo sölu- skattur. Reiknað hefur verið með, að þetta eina söluskattsstig gefi af sér 80 miljónir á mánuði, eð 800 miljónir það sem eftir er þessa árs. Þetta er þvi 960 miljón króna tekjustofn á ársgrund- velli. Þvi gefur 20% sölugald 19 miljarða og 200 miljónir af sér á ári hverju. Þessi siðasta söluskattshækk- un hefur i för með sér 0,8% hækkun á vöru og þjónustu. —úþ S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.