Þjóðviljinn - 05.03.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
A þessum timum kreppu og
samdráttar er þó að minnsta
kosti ein iðngrein, sem blómstr-
ar sem aidrei fyrr — vopna-
framleiðsia. Og i „vopnavið-
skiptum” rikja á rríilli er meiri
þensla en i nokkurri annarri
viðskiptagrein.
i ieikriti sinu Major Barbara
lætur Georgc Bernard Shaw
vopnasala nokkurn segja að
hann seldi hverjum þeim vopn
„sem borgi fyrir þau sómasam-
legt verð, hvort heidur hann sé -
kapitalisti eða sósiaiisti, mót-
mæiandi eða kaþólikki, inn-
brotsþjófur eða lögreglumaður,
svartur, hvitur eða gulur,....
hvaöa dliur og málstaði sem
hann aðhyliist og hvaða glæpi
sem hann fremji.” Þetta er
meginregla vopnasala enn þann
dag i dag.
vettvangi
„Hér er ein handa þér, og önnur handa þér...” Bandarikin selja nú
ýmsum Arabarikjum vopn, þótt vel kunni svo að fara að þeim verði
beitt gegn helsta bandamanni þeirra fyrir Miðjarðarhafsbotnum,
Israel.
Stórveldin eru langstœrstu
KAUPMENN
DAUÐANS
Nokkur dæmi um fjörið i við-
skiptunum hjá þessum „kaup-
mönnum dauðans”.
Egyptar hafa pantað 50
MIG-23-herþotur frá Sovétrikj-
unum, eru að semja um kaup á
44 Mirage-þotum frá Frakk-
landi og bollaleggja nú um kaup
á herflugvélaverksmiðju af
bretum. Mirage-þoturnar
myndu kosta um 264 miljónir
dollara, verksmiðjan yfir 250
miljónir dollara.
Spánverjar eru að kaupa
langfleygar Phantom-þotur af
Bandarikjunum fyrir yfir 200
miljónir dollara.
Bandarikin hafa nýlega aflétt
vopnasölubanni á Pakistan og
bakað sér með því reiði ind-
verja. Pakistanar hafa þegar
lagt inn hjá Bandarikjunum
pöntun upp á herflugvélar fyrir
50 miljónir dollara.
Kúvæt er að festa kaup á
árásarflugvélum af gerðinni A-4
Skyhawk frá Bandarikjunum
fyrir 350 fniljónir dollara, auk
þess sem þetta riki, sem nú fyrir
fáum árum var ekki fjölmenn-
ara en ísland er nú, hyggst nú
kaupa nógu mikið af bandarisk-
um Hawk-eldflaugum (sem ætl-
aðar eru fyrir landher til notk-
unar gegn flugvélum) til að
vopna heila bataljón og auk þess
drjúgan slatta af skriðdrekum
frá Bretlandi.
Iranskeisari, sem endilega
vill verða voldugur á borð við
Kýros þann er stofnaði fyrsta
stórveldi persa, er þó langstór-
tækasti vopnakaupandi i heimi.
Um þessar mundir er hann að
kaupa sex tundurspilla af
Spruance-gerð frá Bandarikj-
unum, og kostar hver þeirra litl-
ar 110 miljónir dollara.
Bandarisk, frönsk og sænsk
fyrirtæki, er herþotur fram-
leiða, hafa um langt skeið átt i
illvigri keppni um það hvert
þessara þriggja rikja skuli fá að
selja Danmörku, Noregi, Hol-
landi og Belgiu nýjar orrustu-
þotur, sem þessi fjögur
Nató-riki hafa ákveðið að verða
sér úti um i stað úreltra
Starfighter-véla. Sá sölusamn-
ingur og aðrir, sem liklegir
væru til að fylgja i kjölfar hans,
myndu liklega færa þvi riki,
sem hlutskarpast yrði i keppn-
inni, fimmtán miljaröa dollara i
aðra hönd.
Stórveldin
helstu útflytjendurnir
Langmestu vopnafram-
leiðendur og vopnaútflytjendur
heimsins eru fjögur stórveldi,
Bandarikin, Sovétrikin, Frakk-
land og Bretland. Bandarikin
eru sögð hafa flutt út vopn fyrir
86 miljarða dollara siðan 1950,
Sovétrikin fyrir „aðeins” 39
miljarða dollara. Að visu hafa
risaveldin yfirleitt haft fyrir
reglu að selja einkum þeim rikj-
um vopn, sem eru i bandalagi
við þau eða að minnsta kosti tal-
in liklegir bandamenn. En hjá
Bandarikjunum, þar sem
vopnaframleiðslan er I höndum
einkafyrirtækja og þá fyrst og
fremst risavaxinna auðhringa,
ræður beint hagnaðarsjónarmiö
hér einnig miklu. Þetta á þó enn
frekar við um frakka, en fram-
leiðsla og sala á vopnum er stór
liður i þeirra þjóðarbúskap og
þeir hafa þrásinnis sýnt að þeir
eru reiðubúnir til að selja vopn
hverjum, sem kaupa vill, hver
?em afstaða kaupandans er i
heimsstjórnmálunum.
Ein striðsþota
á þúsund bilverð
Tvennt er það, sem upp á sið-
kastið hefur hleypt gifurlegu
fjöri I umrædda iðngrein og við-
skipti með afurðir hennar. Hinn
nýfengni auður oliuframleiðslu-
rikjanna hefur gert að verkum
að þau telja sig nú hafa efni á að
kaupa ótakmarkað magn af
vopnum fyrir sig og bandamenn
sina. Auk þess sem
Saudi-Arabia og Kúvæt hafa
keypt firnamagn af vopnum
handa sjálfum sér (aðallega frá
Bandarikjunum), hafa þau
borgað vopnakaupareikningana
fyrir Sýrland, Egyptaland og
Jórdaniu. I öðru lagi hafa iðn-
aðarriki Vesturlanda komið
auga á, að með auknum útflutn-
ingi á vopnum og hergögnum
hafa þau nokkurn möguleika á
að draga úr þeim viðskiptalegu
skakkaföllum, sem þau hafa
orðið fyrir vegna hækkaðs verðs
á innfluttri oliu. Þannig má
reikna með að ein seld orrustu-
þota færi álika mikið af erlend-
um gjaldeyri i búið og þúsund
bilar. Það segir sig þvi sjálft að
yfirstandandi kreppa er lyfti-
stöng fyrir þau öfl á Vesturlönd-
um, sem róa öllum árum að
aukinni vopnaframleiðslu og
vopnaútflutningi.
Stórveldisbrölt
persakeisara
Persaflóarikin eru um þessar
mundir langhæst á blaði af
vopnainnflytendum en á þvi
svæði hefur oliuauðurinn komið
af stað einhverju svæsnasta vig-
búnaðarkapphlaupi sögunnar.
Sem fyrr segir er Iran langstór-
tækasti vopnakaupandinn, og
eru flestir athugendur sammála
um að vigbúnaður þess rikis fari
langt fram úr þvi, sem eðlilegt
sé að þurfi til að tryggja varnir
landsins. Iranskeisari afsakar
sig með þvi að benda á að hann
eigi tortryggilega nábúa, þar
sem séu Sovétrikin og Irak, auk
þess sem að á honum hvili sú
ábyrgð að hindra að marxiskar
þjóðfrelsishreyfingar, sem hafa
drjúgan hluta soldánsdæmisins
Óman á valdi sinu, nái fram að
Hormússundi, sem kallað hefur
verið lifæð kapitalismans vegna
þess að út um það sund fara
tankskipin með obbann af oliu-
unni, sem dælt er upp i Persa-
flóalöndunum og heldur iðnaði
Vestur-Evrópu og Japans gang-
andi. Engu að siður er svo að
heyra að Feisal konungur i
Saudi-Arabíu, sem þó er alveg
ákveðið ekki linari and-
kommúnisti en persakeisari,
hafi áhyggjur af þvi hvað hann
gerir sig digran, og sama er að
segja um indverja, sem óttast
að íran kunni að seilast til á-
hrifa i Pakistan með efnahags-
legri og hernaðarlegri hjálp og
styrkja það riki gegn Indlandi.
Vopnasalar
og stjórnvöld
Það er sem sé hægt að ganga
út frá þvi nokkurnveginn sem
gefnu að þeir, sem eiga vopn,
freistist til að nota þau, beint
eða óbeint. Vopnakaup og vig-
búnaður eins rikis hefur þvi að
jafnaði i för með sér tortryggni
af hálfu nábúa þess, sem rjúka
þá til og kaupa sér einnig vopn.
Þesskonar tortryggni er auð;
vitað vatn á myllu auð-
hringanna, sem framleiða
og selja vopn, og það segir sig
þvi sjálft að útsendarar þeirra
gera sitt besta til að ala á henni.
Ekki er siður skuggalegt að
auðhringarnir, sem vopnin
framleiða, standa venjulega i
nánum tengsum við stjórnar-
völd og geta beitt þeim fyrir sig
á margan hátt. Það má til dæm-
is heita algild regla að hermála-
fulltrúar sendiráða stórveld-
anna séu jafnframt sölumenn
vopnaframleiðendanna. Þegar
viö þetta bætist að stórveldin
eru helstu vopnaframleiðend-
urnir og vopnaútflytjendurnir,
má nærri geta hversu mikið vit
er i þvi að ganga út frá þvi að
þeim sé einum treystandi til að
tryggja varðveislú heimsfrið-
arins. dþ.
SigölduKröflu- og
Hrauneyjarfossavirkjanir í viðbót
Nœgja fyr-
ir almenna
markaðinn
Segir Jóhannes Nordal í erindi
á ráðstefnu SÍR. — Hann
vill þó virkja miklu
meira vegna orkufreks iðnaðar
Jóhannes Nordal, banka-
stjóri Seölabankans, flutti
á miðsvetrarfundi Sam-
bands ísl. rafveitna i gær
fróðlegt erindi um ,,fram-
tíðarþróun raforkukerfis-
ins". Var erindið einkum
fróðlegt fyrir þá megin-
áherslu sem formaður
Landsvirkjunar lagði á
nauðsyn þess að efna til
stóriðju hér á landi.
Jóhannes sagði, að útboðsgögn
fyrir virkjun við Hrauneyjarfoss
yrðu -tilbúin innan nokkurra
vikna. Yrði þvi unnt að afla til-
boða i vélar og framkvæmdir á
þessu ári ef æskilegt þætti. Þá
skýrði hann frá að stefnt væri að
þvi að endanlegar virkjunar-
áætlanir um virkjun við Sultar-
tanga og gufuvirkjun á Hengils-
svæðinu yrðu tilbúnar á þessu ári.
1 erindi sinu lagði bankastjór-
inn áherslu á að með samteng-
ingu orkuveitusvæða sköpuðust
ný viðhorf og tækifæri til orku-
flutninga og samkeyrslu orku-
vera. Bankastjórinn taldi, að eðli-
legast væri að setja sér fjögur
meginmarkmið i raforkumálum
á næstu árum: Að sjá almenna
markaðnum fyrir nægri raforku,
að sjá fyrir innlendri orku til að
leysa af hólmi innflutta orkugjafa
hvar sem það er hagkvæmt, að
auka yrði öryggi landsmanna við
raforkunotkun með samtengdu
raforkuflutningskerfi og loks
þyrfti að tryggja næga orkufram-
leiðslu til að „hægt verði að halda
áfram þróun orkufreks iðnaðar
með hæfilegum hraða svo að hægt
verði að nýta orkulindir landsins
til gjaldeyrisöflunar.”
Er hann ræddi um framtiðar-
þróunina skipti hann næstu tiu ár-
um i tvo megintimabil; á fyrra
timabilinu, 1975-1979, yrði um að
ræða þrjár virkjanir, Sigöldu-
virkjun, Kröfluvirkjun og Hraun-
eyjarfossvirkjun. Þá yrði á þessu
sama timabili að stefna að sam-
tengingu allra orkuiandshluta,
með byggðalinunni, með linu frá
Kröflu og austur og með tengingu
Vestfjarða við byggðalinuna.
Á siðara fimm ára timabilinu
taldi ræðumaður liklega
hentugast að ráðast i virkjun
Blöndu og siöan annarra staða.
Gert er ráð fyrir skv. spám
Landsvirkjunar að allt landið
verði fullrafvætt frá samtengdu
kerfi 1985 og að orkunotkun mæld
hjá notanda verði komin upp
undir 5000 kilóvattstundir á hvern
ibúa að meðaltali. Þá er gert ráð
fyrir að húsahitun með raforku
hafi náð 95% af hámarks-
markaðnum árið 1985. Þessum
þáttum markaðsins er unnt að
fullnægja einungis með
Hrauneyjarfossvirkjun og Kröflu
i viðbót við það sem fyrir er, segir
Jóhannes Nordal i erindi sinu.
Aðrar virkjanir sem hann notar
ætlar hann til orkufrekrar stór-
iðju.
1 erindinu segir Jóhannes:
„Niðurstaðan af þessum hug-
leiðingum er þvi sú að unnt sé á
næstu 10 árum að stórauka orku-
frekan iðnað hér á landi. Hluti
þeirrar aukningar yrðu vafalaust
viðbætur við þau iðjuver sem
þegar eru fyrir hendi á Suðvest-
urlandi, þar á meðal hugsanieg
stækkun Aburðarverksmiöjunn-
ar, en auk þess ættu að skapast
skilyrði til þess, að nýr orkufrek-
ur iðnaður risi upp við Eyjafjörð,
td. 50—60 þús. tonna álbræðsla,
en orkuþörf hennar yrði 800-900
gígavattstundir á ári.” Einnig
nefnir Jóhannes orkufreka stór-
iðju á Reyðarfirði og á Vestfjörð-
um.
Hann segir og i erindinu, að að
undanförnu hafi aukist eftirspurn
frá útlendingum eftir orku hér á
landi og segir að lokum að það sé
„eindregið” sin skoðun að „ör
uppbygging orku'framleiðslunnar
sé hagkvæm og æskileg frá sjón-
armiði þjóðarbúsins i heild.”
Hversu ör hafði Jóhannes lýst
fyrr i erindinu.
Utborgnn bóta
í Mosfellshreppi miðvikudaginn 5. mars
kl. 2-4
Á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 6. mars
kl. 10-12 og 1.30-4.30
I Kjósarhreppi föstudaginn 7. mars kl. 2-3
i Kjalarneshreppi föstudaginn 7. mars kl.
4-5.
SÝSLUMAÐUR KJÓSARSÝSLU,
BÆJARFÓGETINN SELTJARNAR-
NESI.
Auglýsingasiminn
er 17500
JJjQÐVMINN