Þjóðviljinn - 05.03.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.03.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. mars 1975 Að nefna snoru— Hann stóð á fætur, leit hlýlega til Desi, kinkaði kæruleysislega kolli til hinna og fór. Dyrnar skelltust á eftir honum. — Hann hefur enga velsæmis- tilfinningu, sagði járnvörusalinn. — Vist hefur hann það, sagði Desi, en hún er talsvert frábrugð- in þinni. — Það er best að ég fari lika, sagði Lena Atvid. Ég hef ekki séð jámvörusalann við réttarhöldin. Hvorki i gær né i dag. — Ég sat aftast i salnum. — Þér hefðuð átt að sitja á fremsta bekk. Mér skilst að kon- an yðar verði sýknuð á morgun. — Já, verjandinn hefur gefið mér það i skyn, sagði járnvöru- salinn áhugalaus. — Það er dóttur yðar að þakka. — Jæja. En hún liggur samt undir grun, þangað til málið er upplýst að fullu. Ég sagði verj- andanum að fara til fjandans. — Þá situr hann á borgarhótel- inu, sagði Lena. Og ég ætla að leita að honum þar. Járnvörusalinn heyrði ekki hvað hún sagði. — Það er ekki hægt að lifa und- ir grun hér i Ábroka og gera sér vonir um að það lagist með tim- anum. 1 Abroka man fólk alla skapaða hluti. Það er ekkert við þessu að gera — það er búið sem búiö er. Ég ætla að selja fyrirtæk- iðog flytjast burt. Þér getið skrif- að um það ef yður sýnist. — Ég ætla að gera mitt til þess að málið verði upplyst. — Pabbi, sagði Desi biðjandi. — Farðu héðan. Ég vil vera einn. Hann sneri sér frá þeim og kveikti á útvarpinu. Það gaf frá sér glymjandi dægurtónlist sem hann hlustaði ekki á. Þær fóru aftur inn i herbergi Desiar. Lena fór að hugsa um Paul Kennet og hvort hann gæti eitthvað gert i málinu. Stúlkan saug upp i nefið eftir geðshrær- inguna. — Ég er svo óhamingjusöm — — Af hverju? Út af þessu með trúlofunartilkynninguna? Það er ekki annað en innantómt forms- atriði, Látið ykkur nægja ykkar eigin alvöru, hún er það eina sem máli skiptir. — Já — en samt — Viðbótarkjökur. Lena tók um axlirnar á stúlkunni. — Þetta kemst allt i lag hjá ykkur, vertu viss. Ég öfunda ykk- ur. Trúðu mér, mér er fullkomin alvara. Vogun við vatnsbakkann 1. Eftir heimsóknina á allra sálna messu hafði Paul Kennet tæpast fengist við morðmálið i Abroka. Hann hafði fylgst með þvi sem gerst hafði, en ekkert fram yfir það. Hann hafði haft nóg að gera i skólanum og tómstundunum! hafði hann reynt að verja til rann- sókna sinna i sagnfræði. Loks hafðihann orðiðþess var að kynni hans og Lenu Átvid voru orðin timafrekari en áður. Samvera þeirra örvaði hann og hressti. En hann fullvissaði sjálfan sig um að hann væri alls ekki ástfanginn, siður en svo. Það hafði komið honum tals- vert á óvart þegar Inez Viktors- son var ákærð fyrir morð. 1 fljót- heitarannsókn hans hafði að visu ymislegt bent á Viktorssons-fjöl- skylduna, en hann hafði talið lik- legra að kaupmaðurinn væri hinn seki. En sjálfur hafði hann aðeins beint athyglinni að afbrotinu og látið afbrotamanninn liggja milli hluta, og þvi taldi hann sig ekki þess umkominn að gagnrýna að- gerðir saksóknarans þótt furðulegar væru. Hin nýju viðhorf i málinu vöktu athygli Pauls á nýjan leik. Hann stakk skrifum sinum um gömlu borgrikin við Adriahaf niður i skúffu: Abroka stuggaði Feneyj- um til hliðar. 1 ofvæni beið hann skýrslunnar sem Lena hafði lofað að gefa honum. Hann fékk hana lika sama dag-. inn og hún kom til baka. Siðdegi og kvöld fór i spjall og vangavelt- ur auk þess sem þau hjálpuðust aö þvi að búa til miðdegisverð. Lena hafði skipt um skoðun á málinu. Paul fylgdist undrandi með þvi hvernig tilfinningar hennar lituðu frásögnina og gáfu atburðum og orðum sérstakan blæ. 1 augum hennar skipti fólkið og hamingja þeirra höfuðmáli. Sú ósk hennar að Paul gerði sitt til að leysa gátuna i skyndi, kom saman og heim við vilja Pauls sjálfs. Að visu var hann vantrú- aður á að hann gæti gert krafta- verk eins og hún virtist halda. Loks sótti hann Volvóinn sinn og ók Lenu heim. Kvöldsýningarnar i kvikmyndahúsunum áttu að fara að hefjast.og það var mikil umferð á aðalgötunum. Þau ræddu þvi ekkert saman á leiðinni og kveðjan fyrir utan hliðið hjá Lenu var fljótfærnisleg. Paul ók til baka i þungum þönkum, en hann var ekki fyrst og fremst að hugsa um morðið i Abroka. Undir slikum kringumstæðum eru reyndir ráðgjafar mikils virði. Paul tók fram Sadrak, Mesak og Abednego, pipurnar sinar þrjár. Þær áttu að hjálpa honum að leysa morðgátuna og Paul leit hvasst á þær svo að þær skildu að þær ættu að halda sér við efnið. Sagt er að til þess að skilgreina morð þurfi fyrst og fremst skipu- lagningu. Fimm spurningum þarf að svara, hverri fyrir sig, án þess að blanda þeim saman eða breyta þeim: Hvað gerðist I raun og veru? Hvenær gerðist það? Hvar gerðist það? Hvers vegna gerðist það? og loks: Hver framdi morðið. Hvað gerðist? Bottmer gerði ráðstafanir til að sviðsetja sjálfs- morð og skrifaði kveðjubréf og tók inn taisvert magn af svefnlyfi. | útvarp MIÐVIKUDAGUR 5. marz 7.00 M o r g u n ú t v a r p . Veðurfregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson les „Söguna af Tóta” eftir Berit Brænne (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Föstuhugvekja kl. 10.25: „Bikarinn þinn”, pré- dikun eftir séra Harald Nielsson prófessor. Gunnar Stefánsson les. Passiu- sálmalög kl. 10.50. Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmóniusveitin i New York leikur Sinfonia India eftir Carlos Chaves / Aldo Parisot og hljómsveit Rikis- óperunnar I Vinarborg leika Sellókonsert nr. 2 eftir Villa Lobos / Colonne hljómsveit- in I Paris leikur „Svip- myndir frá Brasilíu” eftir Respighi. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónieikar. 14.30 Miðdegissagan: „Him- inn og jörö” eftir Carlo Coccioli.Séra Jón Bjarman les þýðingu sina (17). 15.00 Miðdegistönleikar. Konunglega sænska hljóm- sveitin leikur „Miðsumars- vöku” eftir Hugo Alfvén: höfundur stjórnar. Elisabeth Söderström og Erik Saedén syngja lög eftir Wilhelm Peterson-Berger, Stig Westerberg leikur á pianó. Janos Solyom og FIl- harmóniusveitin i Munchen leika Pianókonsert i d-moll op. 23 nr. 2 eftir Wilhelm Stenhammar, Stig Wester- berg stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Otvarpssaga barnanna: ,,í föður stað” eftir Kerstin Thorvall Falk.Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu sina (17). 17.30 Framburðarkennsla I dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fjölskyldan I ljósi kristi- legrar siðfræði. Dr. Björn Björnsson prófessor flytur siöara erindi sitt. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Arni Jónsson syngur islenzk lög, Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. Á Hornströndum um hávetur.Valborg Bentsdótt- ir flytur fertuga feröasögu. c. Inn i liðna tíð. Þórður Tómasson safnvörður i Skógum ræðir við Þorstein Guðmundsson og Areli Þor- steinsdóttur frá Reynivöll- um i Suðursveit. d. Minnis- stæður kennari. Agúst Vig- fússon segir frá kynnum sinum af séra Sigurði Ein- arssyni. c. Um Islenzka þjóðhætti. Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur. Karlakór Reykjavikur syngur, Sigurður Þórðarson stjórn- ar. 21.30 (J t v a r p s s a g a n : „Klakahöllin” eftir Tarjei Vesaas. Hannes Pétursson þýddi. Kristin Anna Þórar- insdóttir leikkona les sögulok (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (33). 22.25 Bókmenntaþáttur i umsjá Þorleifs Haukssonar. 22.55 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. # sjónvarp Miðvikudagur 5. mars 1975 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Fllahirðirinn. Bresk framhaldsmynd. Gortarinn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.45 Gluggar. Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður Sigurður Richter. 21.00 Hanno Blaschke. Pólsk- ur óperusöngvari syngur lög frá heimalandi sinu. Guðrún Kristinsdóttir leikur með á pianó, Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Belvedere fcr i skóia. (Mr. Belvedere Goes to College). Bandarisk gam- anmynd frá árinu 1949. Leikstjóri Elliott Nugent. Aðalhlutverk Clifton Webb, Shirley Temple og Tom Drake. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Herra Lynn Belvedere er frægur rithöf- undur, og nýjasta metsölu- bók hans hefur unnið til verðlauna, sem höfundurinn getur þó ekki fengið afhent, nema hann ljúki ákveðnu háskólaprófi. Hann ákveður að setjast á skólabekk og uppfylla þannig sett skil- yrði, en á námsbraut hans leynast þó ýmsar hindranir, sem ekki er auðvelt að sjá fyrir. 22.35 Dagskrárlok. 'SImi 18936' Ættarhöfðinginn Creatures the World forgot Hrottaspennandi, ný, amerisk litkvikmynd um harða lifs- baráttu fyrir örófi alda. Leik- stjóri: Don Chaffey. Aðalhlut- verk: Julie Ege, Tony Bonner, Brian O’Shaughnessy, Robert John. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Simi 22140 Hinn blóðugi dómari Judge Roy Bean Mjög fræg og þekkt mynd, er gerist i Texas i lok siðustu ald- ar og fjallar m.a. um herjans mikinn dómara. ISLENSKUR TEXTI. Aðalhlutverk: Poul Newman, Jacqeline Bisset. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Walto ’Motthau-Bruui nca auainBt Uma and • MOar In agaaa Slmi 11544 Morðin í strætisvagninum ISLENSKUR TEXTI Hörkuspennandi, ný, amerísk sakamálamynd, gerð eftir einni af skáldsögum hinna vinsælu sænsku rithöfunda Per Wahloo og Maj Sjðvall. Leikstjóri: Stuart Rosenberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. Bönnuð innan 16 ára. LEIKFfiIAG REYKIAVlKlIR <B1<B m r DAUÐADANS i kvöld kl. 20.30. Laugardag kl. 20.30. SELURINN HEFUR MANNSAUGU fimmtudag kl. 20.30. Sunnudag kl. 20.30. — Fáar sýningar eftir. FLÓ A SKINNI föstudag. — Uppselt. Þriðjudag kl. 20.30. — 245. sýn- ing. Fáar sýningar eftir. Austurbæjarbíó: ÍSLENDINGASPJÖLL i kvöld kl. 21. Aðgöngumiðasalan i Austur- bæjarbioi er opin frá kl. 16. Simi 1-13-84. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. #ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HVERNIG ER HEILSAN? i kvöld kl. 20. laugardag kl. 20. COPPELIA 3. sýning fimmtudag kl. 20. KARDEMOMMUBÆRINN föstudag kl. 15. laugardag kl. 15. KAUPMAÐUR 1 FENEYJUM föstudag kl. 20. Fár sýningar eftir. Leikhúskjallarinn: LUKAS eftir Guðmund Steinsson. Leikmynd: Magnús Tómas- son. Fumsýning i kvöld kl. 20.30. 2. sýning sunnudag kl. 20.30. HERBERGI 213 fimmtudag kl. 20.30. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. Simi 41985 Þú lifir aðeins tvisvar 007 Aðalhlutverk: Sean Connery, Karin Dor. ÍSLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 8. List og losti Hinmagnaða mynd Ken Russ- el um ævi Tchaikoskys. Aðalhlutverk: Glenda Jack- son, Richard Chamberlain. ISLENSKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.