Þjóðviljinn - 05.03.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.03.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN MiOvikudagur 5. mars 1975 íhaldsstefnan hiröir matarpeningana úr vösum verkamanna Enn á ný stöndum viö frammi fyrir stórfelldri kjaraskerðingu. Atvinnuleysisvofan er ekki lengur i dyragættinni. Hún hefur svo sannarlega stigið yfir og sest að á fjölda heimila. Vist er atvinnuá- standið ekki ennþá jafnslæmt og það var 1968—1970. En efast nokk- ur um að sllkt ástand sé framund- an ef núverandi ihaldsstefna Ólafs og Geirs fær að halda áfram að tina matarpeningana úr vös- um launamanna og færa atvinnu- rekendum og allskyns braskara- lýð þá á silfurdiski. En þött við þekkjum frá tið sið- ustu Ihaldsstjórnar verra at- vinnuástand en nú er og þótt vitna megi til þess, að viða i hinum kapitaliska heimi, jafnt á Norður- löndum sem annars staðar sé at- vinnuleysisprósentan hærri en hér á landi, þá er rétt að athuga og gera sér grein fyrir nokkrum staðreyndum sem við blasa um afkomu launafólks til saman- burðar við ástandið annars stað- ar. Það er staðreynd að meðan vinstri stjórnin var við völd hér var meiri en nóg atvinna fyrir all- ar vinnufúsar hendur. Má frekar segja að hún hafi i sumum tilfell- um verið of mikil. Menn kunnu sér ekkert hóf og þræluðu nær all- an sinn vökutima. Sést það m.a. á þvi að sl. ár voru 40% af tekjum verkamanna fyrir yfirvinnu. Á þessum árum vinstristjórn- arinnar hækkaði kaupmáttur hins almenna kaups verulega og yfir- borganir voru ekkert einstakt fyrirbrigði, þær hækkuðu mikið frá þvi sem var og voru teknar upp I greinum og á stöðum þar sem .ær voru nær óþekkt fyrir- brigði áður. Þessa möguleika til betri llfsafkomu notaði allur fjöldinn til að bæta sér erfið- leikana frá tið stjórnar ihalds og krata. Fólk spilaði djarft, keypti nýja bila, nýtt innbú, skoðaði heiminn og hóf aftur að byggja húsnæði I stórum stfl. Þðir eru vissulega ófáir sem auk þess að eyða öllu sem aflaðist bættu á sig miklum skuldum til viðbótar þeim sem fyrir voru. Við áfram- hald þessa hefur almenningur miðað sinar lifsvenjur og er þeim á allan hátt mjög háður. Þegar við þvi tölum um ástandið nú og berum að einhverju leyti saman við aðrar þjóðir, er nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrir m.a. eftirfarandi staðreyndum. Aður en til verulegs atvinnu- leysis kemur hafa yfirborganir minnkað stórlega, viða hafa þær jafnvel verið afnumdar alger- lega. Yfirvinna dregst saman og er einnig i mörgum tilfellum felld niður, en eins og ég nefndi áðan voru 40% af heildartekjum verka- manna á sl. ári fyrir yfirvinnu. Sumaratvinna skólafólks sem sannarlega hefur átt þátt i að unglingar frá alþýðuheimilum fengju notið menntunar verður illfáanleg og auk þess verr borguð og sama gildir um vinnu og kjör elsta fólksins. Þegar þessar stað- reyndir eru hafðar i huga ætti að vera ljóst að raunverulegt hörm- ungarástand hefur skapast löngu áður en verulegt atvinnuleysi hefur leitt það af sér beinlinis. En þegar til atvinnuleysis kem- ur verður fjölskylda atvinnulauss manns með 3 börn að lifa af 8.800 kr. á viku: þá eru atvinnuleysis- bæturnar einar til framfærslu. Við allt þetta bætist svo stórfelld kjaraskerðing fyrir þann sem verður atvinnulaus á kaupmætti launa sem hann hefur að undan- fömu þolað vegna fjandsamlegs rlkisvalds Ihalds og framsóknar. Ef við berum þetta saman við ástandið iDanmörku, en þar rikir mikiö atvinnuleysi og fer vax- andi. Þar voru hvorki yfirborgan- ir né yfirvinna i neinni likingu við það sem hér tiðkaðist. Danskur verkamaður hafði þvl, meðan hann hafði atvinnu lifað og miðað slna afkomu við umsamið dag- vinnukaup. Þegar hann verður atvinnulaus fær hann i atvinnu- leysisbætur sem næst 70% af dag- vinnutekjum, eða rúmlega tvo þriðju af raunverulegum tekjum sem hann hafði. Bótatalan sem ég nefndi áðan, sem Islenski verkamaðurinn fær, þ.e. 8800 kr. á viku er að visu 95% af 2. taxta Dagsbrúnar, en það eru ekki 95% af þeim rauntekjum, sem verkamaðurinn hafði meðan hann vann heldur langt þar fyrir neðan. Hver sú prósenttala er, er að sjálfsögðu mjög mismunandi eftir þvi hve hann vann mikla yfirvinnu eða hafði mikla yfir- borgun, en hún er örugglega langt fyrir neðan 70% sem danir hafa að jafnaði af raunverulegum tekjum. Þetta er rétt að hafa I huga við Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjó- manna verðlagsráði segir i við- tali við Þjóðviljann fyrra laugar- dag, að góðfiskurinn, þ.á.m. ver- tlðarfiskurinn við suðurland, sé látinn greiða upp verðið á stein- bitnum og „ormatittunum” á Húsavik. Nú langar mig að spyrja Ingólf þennan Ingólfsson hvort hann i- myndi sér að það hafi verið slæm- ur fiskur, sem Fiskiðjusamlag samanburð á ástandinu hér og hjá nágrannaþjóðunum. Margoft hefur sá sannleikur verið sagður að i hvert sinn sem I- haldið og maddama framsókn leggjast saman i stjórnarsængina þá bylta sér saman i þeirri sæng afturhaldssömustu öflin til stjórnsýslu sem fyrirfinnast I landinu og hin skilgetnu afkvæmi þessara flokka eru þvi sjálfkrafa fjandsamleg launafólki öllu. Eftir þær aðgerðir, sem núverandi rikisstjóm hefur gripið til, getur enginn launamaður efast um að i stjórninni ráða þau öfl ferðinni sem fjandsamlegust eru launa- fólki. Öllum launamönnum ætti að vera þetta ljóst — en svo virðist þvi miður ekki vera. Bendir til Húsavikur hefur keypt af okkur, sjómönnum hérna, fyrir 12 til 16% hærra verð en umsamið fiskverð undanfarin ár? — Og ennfremur, hvort hann viti dæmi þess að fisk- iðjuverin sunnanlands hafi greitt sjómönnum þar þess háttar verð- uppbætur á fiskinn? Og loks: Getur það átt sér stað að „úrgangsfiskurinn” sem Ingólfur talar um, þyki verðmæt- ari og betri vara á mörkuðum er- Jón Snorri Þorleifsson dæmis tilkynningin sem lesin var upp I hádegisútvarpinu I gær til þess að svo sé? En hér á ég við til- kynningu frá Ihaldinu I Reykja- neskjördæmi til launamanna þess kjördæmis þar sem þeir voru hvattir til að fjölmenna i dag, sunnudag, til Hafnarfjarðar, til stofnunar launþegasamtaka flokksins þar I kjördæminu. Það er sem talandi tákn um trú I- haldsins á það andleysi og þann pólitiska doða sem stærsta mál- gagn landsins, Morgunblaðið, reynir að innprenta fólki einmitt nú þá dagana sem þessi sömu aðilar skerða kjörin ekki um nokkur prósent heldur um tugi prósenta á fáum mánuðum — að einmitt nú skuli Ihaldið telja rétta tlmann til að stofna sérstök laun- þegasamtök kjördæmanna. Og þetta sýnir einnig ákaflega vel hvert er mat Ihaldsins sjálfs á á- rangri Moggalyginnar til mótun- ar á skoðunum almennings. Og vist er hann mikill, allt of mikill. Engu skal ég spá um hve marg- ir koma til Ihaldsfundarins I Hafmarfirði i dag, en hver einasti einn verkamaður sem þar mætir er einum verkamanni of mikið. lendis, heldur en horaður got- fiskur og netamorkur af Suður- landsmiðum, sem fulltrúi sjó- manna I verðlagsráði kallar góð- fisk? Ég get mér þess til að smekkur útlendinga á soðningu kunni, þeg- ar til kastanna kemur, að vera á- lika og okkar Islendinga, sem flestir hverjir tökum „óþverr- ann,” sem Inglfur nefnir svo, og þar á meðal steinbitinn, fram yfir gotfiskinn. Ingólfi er óhætt að trúa þvi, að ein af meginástæðunum fyrir þvi að Fiskiðjusamlagið á Húsavik hefur borgað okkur hærra verð, árum saman, fyrir fiskinn okkar, heldur en önnur frystihús hafa treyst sér til að greiða, er sú, að hráefnið, sem við leggjum á land, er mjög gott. Hann þyrfti heldur ekki að leita lengi upplýsinga hjá fiskimatsmönnum og úttektar- mönnum, til þess að komast að þeim grundvallarsannleika, að það er bátafiskurinn fyrir austan, norðan og vestan, sem hefur haldið uppi verðinu á netafiskin- um sunnanlands. Fiskurinn, sem við öflum er nefnilega heilum gæðaflokki fyrir ofan fyrsta flokk. Nú ætla ég ekki að hallmæla Ingólfi Ingólfssyni persónulega. Ég þekki hann ekki, né heldur ætt hans eða uppruna. Það má vel vera, að hann hafi látið þetta allt saman út úr sér I fljótfærni. Hafi hann aftur á móti gert það að yf- irveguðu ráði, þá hlýt ég að á- lykta sem svo, að ekki sé óhugs- andi að við getum fundið fróðari mann en hann til þess að gegna fulltrúastörfum fyrir sjómenn I verðlagsráði. Sannleikurinn i málinu er nefniléga sá, að úrvals- fiskurinn okkar, bátakarlanna úti á landi, hefur nú verið verðfelldur til þess að styrkja illa rekna út- gerð og lélegan fisk á suðurlandi. 2. mars 1975. Meðkveðju frá ormatittunum á Húsavik. Húsaleiga bæjarins hækkar um 38% Spurðu þennan, spurðu hinn, sögðu borgarstarfsmenn þegar spurt var um hækkunina — (Drög að revíu fyrir ákveðinn borgarfulltrúa) Einn leigjandi borgarinnar i húsnæði við Austurbrún hafði samband við blaðið og skýrði frá þvi að hækkunin, sem Þjóð- viljinn sagði frá á leiguhúsnæði borgarinnar, og gerð er án heimildar verðlagsyfirvalda, ætti að koma til framkvæmda I. mars, og væri hún á þeirri íbúð, sem hann leigði 38%. — Ég held ég verði að visa þvi annað, er orðtæki, sem margur hefur heyrt, sem leitar upplýs- inga hjá embættismönnum. Og þannig var það. Blaðamaður hafði fyrr i vik- unni tal .af skrifstofustjóra borg- arinnar til þess að spyrjast fyrir um lögmæti þessarar hækkunar og ástæðuna fyrir henni. Hann visaði á félagsmálafulltrúa borgarinnar, sem gert hafði til- raun til þess að skýra hækkun- ina fyrir borgarráðsmönnum með þeim árangri, að þeir lögðu margvislegan skilning i skýr- inguna. Félagsmálafulltrúinn visaði á borgarritara, þegar hann var spurður um málið. Borgarritari vísaði á húsnæðismálafulltrúa borgarinnar. En húsnæðismála- fulltrúi borgarinnar er undir- maður félagsmálafulltrúans, svo blaðamaður sá ekki að hann gæti haft mikið meira um málið að segja en yfirmaðurinn, svo þar var hringurinn slitinn. Það er ekkert ónýti embættis- mannakerfið, sem borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins hefur veriö að koma sér upp undanfarin ár. Samtals munu embættis- mennirnir hafa haft svohljóð- andi meiningar um málið: — Mest af þessari hækkun er hækkun vegna hækkunará hita og rafmagni! — Það er engin spurning um það, að þetta er löglegt. — Þrátt fyrir verðstöðvun telur embættismaðurinn að þetta sé löglegt? spurði blaða- maður i einfeldni sinni. — Löglegt, sagði embættis- maðurinn, enh, enh, löglegt? Ég ætla ekki að dæma um það sko. Ef borgarstjóri vill fá að vita hvaða stórmenni i embættis- mannakerfi borgarinnar er svo skýrmæltur og greinargóður getur hann spurst fyrir um það hér á ritstjórninni, og telji titil- hafar þeirra embætta, sem hér að ofan eru greind, að sér vegið með þvi að skýra ekki frá þvi eítir hverjum er haft hér að framan, geta þeir einnig haft samband við ritstjórn en þjóðin verður að biða. —úþ Ræða Jóns Snorra Þorleifssonar, formanns Trésmiðafélags Reykjavíkur á fundi Alþýðu- þandalagsins á Hótel Borg á sunnudaginn Kristján Ásgeirsson, formaöur Sjómannafélags Húsavíkur: „Ormatittirnir” betri en netamorkur Kristján Asgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.