Þjóðviljinn - 05.03.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. mars 1975
Munið að leysa
út ávísanir
Þaö er vissulega ástæöa til
þess fyrir fólk, aö muna eftir þvi
aö leysa út ávisanir, sem stiiaö-
ar eru á það, eða þvi er greitt
með og þá fyrr en seinna, þvi sé
það gert mánuöi eftir aö ávisun-
in cr gefin út, er það um seinan,
og bankarnir geta neitaö aö
greiöa út ávísanir.
Maður nokkur sagði okkur frá
þvi að hann hefði farið i banka á
dögunum með ávisun, sem hann
hefði átt nokkuð lengi i fórum
sinum, en gleymt. Var hún dag-
sett 18. nóvember i fyrra.
Bankinn vildi ekki leysa út á-
visunina, enda ekki til inni fyrir
henni. Bentu bankamenn mann-
inum á að hann þyrfti að fá sér
lögfræðing, ef hann vildi ná út
þessum peningum. Sneri hann
sér þá til útgefanda ávisunar-
innar og neitaði hann að greiða
hana út, og sagði að það væri á
hans ábyrgð að hafa ekki leyst
hana út fyrr. önnur dæmi nefndi
hann okkur til svipaðs eðlis.
Það er þvi ástæða til að minna
fólk á að leysa út ávisanir i tima
sem það tekur við og einnig að
taka undir það með manninum,
að bankar skrái leibeiningar um
það hversu lengi megi geyma
ávisun án þess hún ónýtist.
—úþ
SHÍ mótmælir
9. fundur SHÍ haldinn þ. 23
febrúar 1975 lýsir yfir andstöðu
sinni við þær breytingar sem orð-
iö hafa á frumvarpi til laga um
„kynferöisfræðslu og fóstureyð-
ingar”. Þaö er skýlaus réttur
hverrar konu að eiga kost á fóst-
ureyðingu meðan ekki er völ á ó-
keypis fullkomnum getnaðar-
vörnum, sem eru án aukaverk-
ana. Auk þess rikir viö óbreytt á-
stand mismunur milli þeirra
kvenna sem hafa fjárhagslegt
bolmagn til þess að fara til út-
landa og fá framkvæmda aðgerö
þar og þeirra efnaminni.
Stúdentaráð skorar á alþingis-
menn að breyta þvi ákvæði frum-
varpsins sem tekur til fóstureyð-
inga i upprunalegt horf. Allt tal
um jafnrétti kynjanna og ár
kvenna er marklaust af hálfu
þeirra sem ekki vilja að konur
ráði sjálfar lifi sinu. (FráSHl).
Mjólkin drýgð með vatni
Tveir bœndur líklega kœrðir
Tveir bændur á mjólkursam-
lagssvæði Kaupfélags borgfirð
inga, eru taidir hafa drýgt
mjólkina sem þeir hafa selt
kaupféiaginu meö vatni.
Þjóöviljinn skýröi frá þessu
fyrir nokkrum vikum, og vildi
mjólkurbússtjóri borgfiröinga
þá ekki kannast viö aö bændur á
hans svæöi vatnsblönduðu
mjóikina frá sér.
Nú liggur hinsvegar fyrir að
tveir bændur á svæði Kaup-
félags borgfirðinga eru undir
eftirliti, og er búist við að þeir
verði kærðir fyrir vatnsbland.
Stefán Björnsson hjá
Mjólkursamsölunni i Reykjavik
sagði Þjóðviljanum að mjög erf,
'itt væri að sanna þetta tiltæki á
innleggjendur, en reiknaði með
að aðferðum við prófanir á
mjólk á sveitabæjum yrði
breytt. Hingað til hafa verið
teknar prufur af mjólk hvers
innleggjanda á ákveðnum viku-
dögum, einu sinni i viku. Stefán
kvaðst búast við að eftirleiðis
yrðu prufur teknar óreglulega,
ekki á ákveðnúm dögum og
stundum marga daga í röð.
„Annars er afar erfitt að
fyrirbyggja svonalagað”, sagði
Stefán, „ ef einhverjir menn
vilja gera svonalagað, þá er erf-
itt að komaa i veg fyrir það.
Hinsvegar er ljóst, að sé mjólk-
in blönduð vatni, þá kemur það
mjög fljótt fram. Það er ósenni-
legt að þetta mál þeirra i
Borgarfirði hafi gengið lengi”.
Sem fyrr segir, þá liggja tveir
innleggjendur undir grun, en
samlagssvæði Kaupfélags borg-
firðinga nær yfir allan Borgar-
fjörðinn og Snæfellsnes einnig.
Stefán Björnsson kvað afar
óliklegt að fleiri bændur en þeir
tveir sem hér getur, hafi iðkað
að drýgja mjólkina frá sér með
vatni.
Mjólkursamlag Kaupfélags
borgfirðinga hefur nú óskað
eftir lögskipun til handa sér-
stökum mjólkureftirlitsmanni.
—GG
Undankeppni skákþings
Kópavogs lokið
A sunnudaginn lauk undan-
keppni skákþings Kópavogs. Teflt
var I tveimur 10 manna riðlum og
munu tveir efstu menn i hvorum
tefla i úrslitakeppninni. 1 A-riðli
varð Helgi ölafsson langefstur
með 8,5 v. Baráttan um 2. sætið
varð mjög hörð og að lokum urðu
þeir Jóhannes Jónsson og Magnús
Ölafsson jafnir i 2.-3. sæti með 6,5
v. Jóhannes mun vera aðeins
hærri á stigum og fer þvi i úrslita-
keppnina ásamt Helga. Jónas P.
Erlingsson varð i 4. sæti með 6.
v.
I B-flokki varð keppnin jafnari.
Einni skák er ólokiö þegar þetta
er ritað. Staða efstu manna er
þessi: 1. Bragi Halldórsson 7,5 v.
2. Ásgeir Þ. Árnason 7 v. og 1
biðskák. 3. EirikurKarlsson 6,5 v.
4. Áskell ö. Kárason 5,5 v. 5.
Kristján Guðmundsson 5 v.
Þeir Bragi og Ásgeir fara i
úrslitakeppnina úr B-riðli. Sigur-
vegarinn i henni fær rétt til að
tefla i landsliösflokki i skákþingi
Islands. Þess skal getiö að Helgi
Ólafsson hefur þegar unniö sér
keppnisrétt i landsliðinu.
Eini Kópavogsbúinn i úrslita-
keppninni er Jóhannes Jónsson og
sýnist mér þvi að hann sé þegar
orðinn skákmeistari Kópavogs
1975.
A meðan þessi harða keppni fór
fram i Kópavogi tefldu 14 menn I
helgarmóti Taflfélags Reykja-
vikur. Þar voru tefldar 7 umferðir
eftir Mönrad kerfi og hafði hver
keppandi 1 klst. til umhugsunar i
hverri skák. Sigurvegari varð
L&
UMSJÓN JÓN G. BRIEM
Haraldur Haraldsson með 6 v.
Næstur varð Torfi Stefánss. með
5.5 v. Þriöji Asgeir överby með
4.5 v, fjóröi Siguröur Ólafsson 4 v.
og með 5-7 urðu Margeir
Pétursson, Eirfkur Björnsson og
Jón L. Arnason með 4 v.
Torfi Stefánsson náði 2. sæti
með þvi að sigra Margeir
Pétursson í siðustu umferð. Þó að
umhugsunartlmi hafi aðeins
verið 1 klst. þykir mér rétt að
birta skákina þvl að af henni má
margt læra og auk þess er hún
skemmtileg. Teflendur fylgja
teóriunni 16 fyrstu leikina en þá
bregður Torfi útaf.Margeiri verða
á mistök i 18. leik, hann átti að
leika Da5 og hefur þá góða stöðu.
I 22. leik verða honum á alvar-
legri mistök þegar hann leikur
Bd2. Rétt var að leika g6. Torfi
fórnar þá manni og vinnur
skemmtilega.
Hvltt: Torfi Stefánsson
Svart: Margeir Pétursson
Sikileyjarvörn.
1. e4
2. Rf3
3. d4
4. Rxd
5. Be3
6. Rc3
7. Be2
8.0-0
9. Ra4
C5
E6
cxd
Rc6
a6
Dc7
Rf6
Bb4
0-0
10. Rxc6
11. Rb6
12. Rxc8
13. Bxa6
14. Bd3
15. Khl
16. c3
17. f4
18. Hcl
19. Bd4
20. e5
21. f5
22. Bxf5
23. Bxh7
24. Dh5
25. Hxf7
26. Hcfl
27. e6
28. Bxg7
29. Bxf6
30. Dxf7
31. Kxg2
bxc
Hb8
Hfxc8
Hd8
Bd6
Be5
Hxb2
Bxc3
Bb4
Hxa2
Rd5
exf
Bd2
Kxh7
Bh6
c5
Dc6
Hxg2
Dxg6
Dxf7
Bg7
Re3
og svartur gefst upp um leið.
Jón G. Briem.
FRÉTTABREF UM
HEILBRIGÐISMÁL
Úter komið Fréttabréf um heil-
brigöismál 1. tölublað 1975 en með
þvi hefst 23. árgangur. Frétta-
bréfið er gefið út af Krabba-
meinsfélagi Islands og ritstjóri er
Bjami Bjarnason læknir.
Meðal efnis i 1. tbl. má nefna:
Meltingin hefst i munninum eftir
Edward Hughes, Liðagigt, Maga-
sár eftir ritstjórann, Þungbær-
asta ákvörðunin, úr Time, Lið-
þófaröskun læknuð með nýrri að-
ferð, Einkenni farsótta, Greining
magakrabba á byrjunarstigi eftir
ritstjórann, Skútabólgur, Ný
sigaretta o.fl.
Blaðið kemur út ársfjórðungs-
lega og kostar árgangurinn 300
krónur.
MÍR 25 ára
Um miðjan mars eru liöin 25
ár frá stofnun félagsins MIR,
Menningartengsia tslands og
Ráöstjórnarrikjanna, og verö-
ura afmælisins minnst meö
ýmsum hætti i mánuðinum.
Félagiö stendur sjálft fyrir af-
mælistónleikum og fleiri sam-
komum af þessu tilefni, en
einnig munu aörir aöilar
gangast fyrir sýningum, fyrir-
lestrahaldi, tónleikum o.fl.
Helstu dagskráratriöi þessa
kynningar- og vináttumánaðar
MÍR verða sem hér segir:
Mánudaginn 10. mars verður
kvikmynd Andrei Tarkovskis,
„Solaris”, sýnd i Háskólabiói;.
mjög umtöluð og viðfræg mynd
eftir einn kunnasta núlifandi
kvikmyndaleikstjóra I Sovét-
rikjunum. Hefur af því tilefni
verið boöiö hingað til lands
tveimur af aðalleikendum i
myndinni, þeim Natölju
Bondartsjúk og Donatas
Banionis.
Þennan sama dag, 10. mars,
verður opnuð sovésk bóka-
sýning á baðstofuloftinu i Bóka-
verslun ísafoldar. Þar verða
sýndar 200-300 bækur útgefnar i
Sovétrikjunum á siðustu árum.
Bækur þessar eru af ýmsu tagi:
skáldverk, fræðirit, ritgerða-
söfn, mynda- og listaverkabæk-
ur, barnabækur o.s.frv. Sýning-
in verður opin i viku.
Hinn 13. mars er svo væntan-
leg hingað til lands 8 manna
sendinefnd frá Sambandi
sovéskra vináttufélaga og
félaginu Sovétrikin-ísland til
þátttöku I afmælishátiðahöldum
MIR.
Laugardaginn 15. mars verð-
ur formlega undirritaður sam-
starfssamningur milli félagsins
MIR annarsvegar og Sambands
sovéskra vináttufélaga og
félagsins Sovétrikin-lsland
hinsvegar.
Sama dag, 15. mars, verður
opnuö sovésk grafiksýning i
sýningarsal Listasafns ASl að
Laugavegi 31. Á sýningunni
verða um eða yfir 40 myndir eft-
ir listamenn viða að úr Sovét-
rikjunum.
Sunnudaginn 16. mars verður
svo efnt til afmælisfundar MÍR,
tónleika og danssýningar I sam-
komusal menntaskólans við
Hamrahlið. Þarna koma
sovésku listamennirnir fram,
ásamt islenskutu. listamönnum,
en ávörp flytja Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra, Stúdentskl aðstoðar-
sjávarútvegsráðherra Sovét-
rikjanna og Margrét Guðna-
dóttir prófessor.
Mánudaginn 17. mars heldur
hinn góðkunni norrænufræðing-
ur og Islandsvinur prófessor
Boris Feoktistov
Stéblin-Kamenski fyrirlestur i
Arnagarði i boði heimspeki-
deildar Háskóla Islands og
ræðir um samskipti Islendinga
og rússa fyrr og siðar.
Vltali Gromadskl
Kvöldfagnað mun svo MIR
væntanlega halda með þátttöku
hinna spvésku gesta fimmtu-
daginn 20. mars.
(Fréttatilkynning frá MIR)