Þjóðviljinn - 19.03.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 19.03.1975, Qupperneq 12
DJÖÐVIUINN Miðvikudagur 19. marz 1975. Flokkar bannaðir í Portúgal Réttarhöldum yfir gagn byltingarm. mönnum hraðað ■ Lissabon 18/3 — Samkvæmt reutersfrétt er búist við því að innan 48 klukkustunda gef i portúgalska byltingarráðið út tilkynningu um bann við starfsemi íhaldsflokkanna og nokkurra stjórnmála- samtaka til vinstri, sem að dómi herforingjanna eru óþægilega róttæk. íhaldsflokkarnir, sem hér um ræðir, eru kristilegir demókratar og miðdemó- kratar, en gengið er að því sem gefnu að forustumenn beggja þessara flokka hafi verið viðriðnir gagnbylt- ingarsamsærið á dögun- um. Francisco da Costa Comes, forseti, komst svo að orði í gærkvöldi að portú galska þjóðin væri ennþá ekki ,,nægilega upplýst um stjórnmál" til að vara sig á áróðri öfgaflokka. Talið er vist að Endurskipu- lagningarhreyfing öreigaflokks- ins (MRPP), sem sögð er maóisk, verði á bannlistanum, og stofnaði sú hreyfing til mótmælaaðgerða á Rossio-torgi i Lissabon i gær- kvöldi. — Eftir Spinola-sinna nokkrum, sem er flúinn til Spán- ar, höfðu fréttamenn i dag að hann hefði gefið upp alla von um að vinstriþróuninni i Portúgal yrði hnekkt, og væri hann þvi á leið til Brasiliu. Blöð i Lissabon skýrðu i dag svo frá að sex háttsettir portúgalskir kaupsýslumenn, sem handteknir voru i siðustu viku, hefðu verið látnir lausir, en talsmenn hersins kváðu þær fréttir uppspuna og fóru hörðum orðum um þá, sem hefðu borið þetta út. Einnig var af hálfu hersins tilkynnt að frum- kvöðlar valdaránstilraunarinnar yrðu dæmdir af byltingarher- dómstóli, og yrði reynt að sjá til þess að málareksturinn gengi fljótt fyrir sig. 52 herforingjar og 49 utanhersmenn hafa verið handteknir vegna þátttöku i gagnbyltingartilrauninni. I til- kynningunni um þetta var meðal annars komist svo að orði: ,,Á þessari stundu gleði og vonar skyldi portúgalska þjóðin ha'fa fullt traust á byltingarsinnuðu réttlæti.” Sovétrikin lýstu i gær yfir sam- stöðu með Portúgal og óskuðu leiðtogum þess til hamingju með sigurinn yfir gagnbyltingar- mönnum fyrir rúmri viku. • Síöari fréttir: Portúgalska byltingarráðið hefur lagt blátt bann við áróðurs- starfi Kristilega demókrata- flokksins fram að kosningum, svo og þátttöku flokksins i kosningun- um sjálfum. Bannið er einnig lát- ið ná yfir tvo smáflokka til vinstri, Bandalag verkamanna og vinnumanna i sveit (AOC) og Enduskipulagingarhreyfingu öreigaflokksins (MRPP). Tekið var fram aö bannið yrði aðeins látið gilda framyfir kosningarnar i næsta mánuði, og flokkunum þremur væri velkomið að hafa skrifstofur sinar opnar áfram og halda áfram starfi, svo fremi þeir trufluðu ekki „almenna relgu.” Saigon-liðar lamaðir eftir missi Ban Me Thuot Búist við víðtæku undanhaldi þeirra úr hálöndunum SAIGON 18/3 — Talið er víst að Saigon-stjórnin sé nú tilneydd að taka til at- hugunar meiriháttar undanhald úr miðhálendi Suður-Víetnams. Vestrænir hernaðarsér- f ræðingar eru þegar farnir að spá því að svo að segja allt hálandasvæðið verði í höndum Þjóðfrelsis- fylkingarinnar fyrir viku- lokin. Baráttukjarkur Sai- gon-liða er sagður lamaður eftir missi Ban Me Thout, mikilvægustu borgar há- landanna, og hefur Saigon- stjórnin enn ekki þorað að tilkynna fall borgarinnar opinberlega. Taka Ban Me Thuot er ef til vill mesti hernaðarsigur, sem þjóð- frelsisöfl víetnama hafa unnið síðan orrustan var háð um Dien Bien Phu 1954, en sá sigur leiddi sem kunnugt er til þess að frakkar kölluðu nýlendu- her sinn á brott úr Indó- kína. Auk Ben Me Thuot hafa þjóðfrelsisliðar tekið flestar stöðvar Saigon-liða i hálöndunum suðaustur af borginni, allt til hafnarborgarinnar Nha Trang. Þjóðfrelsisliðar hafa einnig rofið helstu samgönguleiðir Saigon- manna inn i hálöndin. Hefur þetta gert að verkum að aðstaða Saigon-manna i héraðs- höfuðborgunum Pleiku og Kont- um er nú mjög veik. Mjög hefur dregið úr yfirburðum Saigon- manna i lofti vegna stöðugt betri loftvarnarvopna þjóðfrelsisliða og stórskota- og eldflaugaárása þeirra á flugvelli. Bardagar geisa enn i hálöndun- um og viða annarsstaðar i land- inu, en fréttir af þeim eru óljósar. Vitað er þó að þjóöfrelsisliðar rufu i gær samgönguleið nálægt Dinh Quan, niutiu kilómetra fyrir norðaustan Saigon. Vegur þessi er Saigon-liðum mikilvægur vegna samgangna við lið þeirra i syðri hálöndunum. Taka Ban Me Thuot: Stríðsmenn fjallaþjóð- flokka í fylkingarbrjósti SAIGON 18/3 — Faðir Tran Huu Thanh, leiðtogi andspyrnu- hreyfingar kaþólskra á yfir- ráðasvæði Saigonstjórnarinnar, sagði i dag að vopnaðir flokkar þjóðernisminnihluta i fjall- lendinu hefðu átt hvað drýgsta þáttinn i töku Ban Me Thout, en hernaðarsérfræðingar eru þeg- ar farnir að telja átökin um borgina eina af þýðingarmestu orrustum Vietnamstriðsins. Faðir Thanh sagðist hafa þessar fréttir frá flóttamönnum og prestum úr borginni. Fyrsta áhlaupið á borgina hefði verið gert af þúsund manna liði fjall- manna og úrvalsliða úr Þjóðfrelsisfylkingunni. Saigon- stjórnin hefði haft 12-15.000 manns til varnar borginni, en varnirnar hefðu verið svo illa skipulagðar að þær hefðu þegar rofnað fyrir áhlaupsliðinu, sem ruðst hefði inn i miðborgina, og þá fyrst hefðu þjóðfrelsismenn sent fram skriðdreka. Faðir Thanh gaf i skyn að þjóðernisminnihlutarnir I fjöllunum, sem margir eru alls óskyldir vietnömum hvað tungumál og fleira snertir, væru orðnir langþreyttir á illri meðferð Saigon-stjórnarinnar á þeim. Liðsforingjar og stjórnar- embættismenn rændu fjalla- þjóðflokkana landi þeirra, þeg- ar þeim byði svo við að horfa, og stælu jafnvel af þeim búpeningi eins og nautgripum og fiðurfé. — Hinsvegar hefur Þjóðfrelsis- fylkingin gert mikið til þess að bæta hag minnihlutanna og hjálpað til dæmis mörgum þeirra til þess að eignast ritmál i fyrsta sinn. Nýkjörið útvarpsráð á fyrsta fundi. Frá vinstri: Leó Löwe, varamaður örlygs Hálfdánarsonar (F), Stefán Júliusson (Alþfi.), Ellert Schram (S), Þórarinn Þórarinsson (F), ólafur R. Einarsson (AB), Friðrik Sófusson (S), Auður Auðuns (S), Pétur Guðfinnsson, framkvst. sjónvarps, Guðmundur Jónsson, frkvst. hljóðvarps, og Andrés Björnsson, útvarpsstjórl. Formaður KSÍ sigraði Fyrsti fundur útvarpsráðs eftir kosningar á alþingi var haldinn i gær. Menntamálaráðherra skip- aði Þórarin Þórarinsson formann útvarpsráðs og Ellert B. Schram varaformann ráðsins. Nokkuð dróst að boðað væri til fyrsta fundarins þar sem deilur um varaformann af hálfu Sjálfstæð- isflokksins hófust jafnskjótt og deilunum um NATO-Manga Iinnti. Baráttan stóðá milli Auðar Auðuns, fyrrv. alþingismanns, og Ellerts B. Schram, alþm. Nokkrir þingmenn munu og hafa stutt Friðrik Sófusson, formann SUS. Aðalástæðan fyrir þessum met- ingi um varaformannssætiö er að sjálfsögðu sú, aö stjórnarflokk- arnir gera ráð fyrir að Þórarinn Þórarinsson muni mjög litið starfa sem formaður útvarpsráðs og þvi muni varaformaðurinn oft verða til kvaddur. Þórarinn er sem kunnugt er ritstjóri Timans, alþingismaður, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, for- maður utanrikismálanefndar al- þingis og fulltrúi á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóöanna ein- mitt þessa dagana, auk þess sem hann sækir fast að mæta fyrir flokk sinn á nær öllum öðrum al- þjóðaráðstefnum. Deilunum I Sjálfstæðisflokkn- um lyktaði með að kosið var um Ellert og Auði. Bar formaður Knattspyrnusambands íslands þar sigurorð af Auði, sem var áf jáð I að ná varaformannssæti I útvarpsráði. í sárabætur var LUSAKA 18/3 - Einn af blökku- mannaleiðtogum Ródesiu, Herbert Chitepo, og einn lifvarða hansbiðu i dag bana er sprenging tætti bil þeirra I sundur. Tveggja ára drengur, sem stóð nærri, beið einnig bana af völdum sprengingarinnar. Chitepo var 52 ára og formaður Afriska þjóð- þingssambandsins fyrir Zimbabwe (ZANU). ZANU hefur þegar gefið út til- kynningu um atburðinn og sakar Ródesiu um að standa á bakvið tilræðið. Fyrir rúmum tveimur vikum lét ródesiska stjórnin handtaka séra Ndabaningi Sithole, forseta ZANU, og sakaði Auður Auðuns kosin ritari út- varpsráös á fyrsta fundi þess, og fer hún þar I föt ólafs Ragnars Grimssonar. hann um morðsamsæri gegn póli- tiskum keppinautum. Chitepo var kominn til Lusaka, höfuðborgar Sambiu, til viðræðna við Abel Muzorena biskup, forseta Afriska þjóðarráðsins (ANC), en ZANU hefur nú sameinast þvi að nafninu til. Kenneth Kaunda, forseti Sambiu, hefur lýst þvi yfir að hér hafi verið að verki aðilar, sem fjandsamlegir séu þvi að i Ródesiu komist til valda stjórn, sem hafi meirihluta landsmanna á bakvið sig. — Sprengingin mun hafa orðið af völdum jarð- sprengju, sem grafin hafði verið fyrir utan skúrinn, þar sem Chitepo geymdi bil sinn. reuter Skothríð á flotastöð Lon Nols PHNOMPENH 18/3 — Mikið mannfall varð i dag i liði Lon Nol- stjórnarinnar I Neak Luong, siðustu borginni sem stjórnin heldur við Mekong fyrir neðan Phnompenh. Þá geröu þjóðar- einingarliðar harða skothrið með eldflaugum og sprengjuvörpum á Chui Changvar, helstu flotastöð Lon Nol-stjórnarinnar, sem er milli höfuðborgarinnar og stöðuvatnsins Tonle Sap. Munu sprengjurnar og eldflaugarnar hafa valdið verulegu tjóni. Hernaðarsérfræðingar segja að ef þjóðareiningarmenn tækju Chui Changvar, væri öll von úti fyrir Lon Nol-stjórninni um að geta aftur byrjað flutninga upp Mekong, þvi að fallbyssubátar stjórnarinnar, sem fylgja birgða- skipunum, fá eldsneyti, skotfæri og aðra þjónustu I flotastöðinni. Sexteknir af ADDIS ABABA 18/3 — Sex menn voru i dag teknir af lifi i Addis Ababa fyrir andstöðu við umbætur her- foringjastjórnarinnar i Eþiópiu. Þeirra á meðal var Tadasse Berú, fyrr- um lögregluforingi, en hann var tekinn siðast- liðinn fimmtudag fyrir að reyna að spana til uppreisnar galla, stærstu þjóð Eþiópiu. Gallar eru kúsjitar að tungumáli (skyldir fornegyptum.). Þeir sexmenningar voru dæmdir til dauða af æðsta her- rétti landsins, sem stofnsettur var i september s.l. 1 honum eiga sæti fimm menn. RODESÍA: Blökkumannaleið- togi myrtur í gær

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.