Þjóðviljinn - 20.03.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 20.03.1975, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. marz 1975. „ Verkfall er ekki leikfang” „Svo má brýna deigt járn að biti” hefur löngum verið haft fyrirsatt, en nú er einsog þetta sé lika búið að tapa gildi sinu ekki siður en krónan. Manni verður á að spyrja: Hvað þarf að brýna verkalýðsforystu okkar lengi og mikið til að hún biti frá sér? Nú er nýlega liðið eins árs af- mæli siðustu kjarasamninga A.S.I., sem voru um margt sér- stæðir en skulu ekki ræddir hér, enda löngu búnir að tapa gildi sinu og tilheyra fortiðinni, engum til gagns nema sagnfræðingum og e.t.v. sálfræðingum framtiðar- innar. Aftur á móti fer nú að styttast i önnur timamót öllu merkari: eins árs afmæli ógild- ingar samninganna, með bind- ingu visitölunnar. Mitt á milli þessara timamóta er ekki úr vegi að skoða það ser.i gerst hefur á þessu makalausa ári og þá einkum það, sem ekki hefur gerst. Það sem gerst hefur á árinu, siendurteknar árásir rik- isvaldsins á launafólk er ekki neitt undrunarefni, það er aðeins það sem við var að búast af ihaldi og framsókn. En það sem ekki hefur gerst, gagnaðgeröir sam- taka launafólks, er öllu furöu- legra umhugsunarefni. Visitölubindingin, fyrsta árásin á samningana, reyndist eins og marga grunaði, aðeins upphaf lifskjaraskerðingarinnar. En við- brögð þeirra, sem lifa á þvi að gæta hagsmuna launafólks urðu engin, sem rikisvaldið þurfti að gera sér rellu út af. Þegar svo rikisstjórn aftur- haidsins tók við, var það Ijóst að ekki var að vænta neinna við- bragöa frá verkalýðshreyfing- unni. Afturhaldið gat i friði og ró hleypt hverri verðhækkunar- skriðunni af annari yfir launafólk án þess að neitt yrði aðhafst á móti. Loksins þegar gengið var fellt á siðasta hausti rumskuöu foringjar launafólks, létu segja upp samningum og sögðu: hingað og ekki lengra! En rikisvaldið gekk hingað og miklu lengra i heiftarlegum árásum sinum á launafólk og svæfði forystuna aft- ur með dúsu sem kölluð var „lág- launabætur”. Siðan fréttist ekkert af samn- ingamönnum A.S.l. en verðhækk- anirnar héldu áfram að steypast yfir, ofboðslegri en nokkru sinni fyrr, þar til gengið var fellt á ný og nú enn meira en fyrr. Við þessa seinni og meiri gengisfell- ingu er eins og foringjunum verði ljóst að friðurinn er úti og mál að vakna. Nú er sagt: útlitið er svart! Siðan er óskað eftir verk- fallsheimildum mörgum mánuð- um eftir að átt hefði að beita slik- um heimildum. Þá er sest að samningaborði við rikisvald og atvinnurekendur til að ná ránsfengnum aftur „i á- föngum” án þess þó að launafólki, umbjóðendum samningamann- anna sé gert ljóst á hvern hátt það eigi að gerast. 011 þessi saga er með slikum endemum að furðu sætir, hvilikt langlundargeð verkalýðsforingj- arnir hafa til að bera. Ekki verð- ur betur séð en rikisvaldið geti leyft sér að ráðast á launafólk með sifellt heiftarlegri árásum, án þess að til nokkurra aðgerða sé gripið af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar. Leiðtogar launafólks virðast geta horft á það með jafnaðargeði að þjarmað sé að launafólki jafnt og þétt og þeirra eigin verk, kjarasamningarnir frá i fyrra, að engu gerðir, aðeins fáeinum vik- um eftir að þeir voru undirritaðir. Þessir menn, sem hafa flestir atvinnu af að gæta hagsmuna launafólks virðast þurfa eitthvað meira en tvær gengisfellingar, ársvisitölubindingu og stöðugt hækkandi verð á öllum nauðsynj- um til að þeim detti i hug að hysja upp um sig og fara að vinna fyrir kaupinu sinu. Engu er likara en að þessir launþegar verkalýðsins viti ekk- ert um samningamál. Viti ekki að út úr samningaviðræðum undan- genginna ára hefur ekkert komið meðan orðin ein hafa veriö látin nægja. Þá fyrst þegar verkfalli hefur verið hótað eða beitt, hefur komist skriður á málin. Forseti A.S.t. lætur hafa eftir sér i Visi að verkfall sé ekki leik- fang! Og hvað með það? Heldur maðurinn að hann sé kosinn for- seti A.S.t. til þess eins að leika sér? Forseti A.S.Í. þarf ekki að segja launafólki neitt um það hvað verkfall er. Verkfall er það ástand þegar menn selja ekki vinnu sina vegna þess að þeir fá ekki fyrir hana það verð sem þeir þurfa til að viðhalda sér og vinnu- afli sinu. Verkfall er bitrasta vopn verkalýðshreyfingarinnar, vopn sem ekki er beitt nema i neyðartilfellum og i fulla hnef- ana. En nú er og hefur lengi verið neyðarástand og launafólk hefur fyrir löngu fengið fulla hnefa af kaupráni og öðrum glæpaverk- um. Hvenær mun sá timi koma að þörf sé á bitrasta vopninu ef ekki einmitt núna? Verkalýður landsins stynur undan kjaraskerðingunni og þolir ekki lengur að ekkert sé gert til að bæta kaupránið. Ræningjaforingjar afturhalds- ins munu ekki láta af iðju sinni, fyrr en verkalýðshreyfingin lætur hart mæta hörðu og beitir öllu afli sinu til að rétta hlut sinn. LOP AÚTFLUTNIN GUR SKAPAR HÆTTU t frásögn af blaðamannafundi er Félag textilhönnuða og Kven- félagasamband Islands hélt gætti ónákvæmni, varðandi hugtök, sem notuð eru við prjónaskap. Greinamunur var ekki gerður á framleiðslu prjónavöru i vélum og handprjóni. Þvi var talað um framleiðslu fatnaðar erlendis þegar eingöngu var um að ræða hönnunarþáttinn. Lopi er fram- leiddur til að handprjóna úr. Þótt hér innanlands megi tala um handprjón i þvi magni að um framleiðslu sé að ræða verður það vart gert annars staðar. Útlend- ingar hafa hins vegar spreytt sig á að hanna flikur úr islenska lop- anum fyrir timarit og heimilis- iðnaðarfyrirtæki, sem siðan pakka ákveðnu magni af lopa og selja ásamt uppskriftum hönnuð- anna til prjónakvenna. Fram- leiðsla á sér þvi ekki stað erlendis nema frá verkstæðum hönnuða og nú bólar á „lopa” bands fram- leiðslu i tveimur löndum. í grein- inni hefur orðið meinleg villa, þar sem stendur að útlendingar séu farnir að vinna samkvæmt is- lenskum hugmyndum, en þetta er einmitt öfugt, þeir vinna sam- kvæmt hugmyndum sinna eigin hönnuða og afleiðing sú að lopinn verður smám saman verðminni, sem útflutningsvara. Hins vegar hefur hin bága aðstaöa islenskra hönnuða leitt til þess að útlend timarit nýta sér átölulaust vinnu þeirra án heimilda. Auglýsingasíminn er i75oo mam Starfshópur textilhöm. uða hélt á dögunum blaða- mannafund um stöðu ís- lenskrar prjónaiðju, en Kvenfélagasamband íslands gekkst einnig fyrir þeim fundi. Þar var lögð fram greinargerð, sem hefur að geyma þarfar upplýsingar fyrir hvern þann, sem læt- ur sig innlenda framleiðslu einhverju skipta. Hér fer á eftir meginhluti greinargerðarinnar: „Við álitum að stefnubreyt- ingar sé þörf hjá islenskum ullar- framleiðendum, sérstaklega hvað varðar hönnun á ullarvörum og viðhorf gagnvart þeim er hand- prjóna ullarvörúr. tslensk ull, r Oska islenskar ullarvörur, hannaðar og unnar erlendis, auglýstar i sænsku Fcminu. Hönnuður Gerd Paulscn. eftir hugmyndum en greiða ekkert fyrir sérilagi lopi, handunnar og vél- prjónaðar flikur eru i sivaxandi mæli að afla sér vinsælda á erlendum mörkuðum. Sú skoðun, að gerviefni muni leysa náttúru- efnin af hólmi er nú á undanhaldi og eftirspurn eftir hinum siðar- nefndu að aukast. Það sem gerir ullarvörur okkar eftirsóknarverðar er fyrst og fremst hvað hráefnið er sérstætt og ólikt þvi, sem annars staðar þekkist. Sauðfjárstofninn er litið blandaður þvi að tilraunir kyn- bóta á 18. öld leiddu af sér fjár- kláðann og var þvi horfið að mestu frá tilraunum i þá átt. Á sama tima voru kindur annars staðar á Norðurlöndum blandað- ar ensku og spænsku kyni en það gerði ullina hæfari til vélavinnslu. Hér er það raka loftslagið, sem mótar ullina þannig að togið verður langt og stinnt en þeliö finna og styttra. Of dýrt hefur reynst að aðskilja þel og tog en ull, sem er laus við tog þykir hentugust til vinnslu. Ull okkar hefur þvi verið almennt skrifuð, sem gróf og vond ull á heims- markaðinum, uns við lærðum að vinna úr lopanum, sem verður til sem millistig i vélavinnslu áður en spuninn hefst. Lopinn er þvi snúðlaus en samhangandi vegna þelþráðanna og hægt er að vinna úr honum handprjónaðar vörur og sérkennileg fataefni. Það á jafnt við um ullarvörur og aðrar vörur að hagkvæmast er að varan sé fullunnin innanlands. Lopaflikinni ætti tvimælalaust ávallt að fylgja islenskt yfir- bragð. Slikt er mögulegt séu flik- urnar prjónaðar innanlands, ell- egar að islensk hönnun hafi áunn- ið sér þann sess vegna vandvirkni og smekks að þeim munstrum sé ávallt fylgt hvort sem lopinn er seldur i neytendapakkningum, þar sem magnið er mælt og munstur fylgir, eða i lausasölu. Vinsældir lopans eru orðnar það miklar, að norðmenn og banda- rikjamenn eru farnir að fram- leiða sinn eiginn „lopa” og i viku- ritum frá Norðurlöndum og viðar birtast æ oftar uppskrftir fyrir lopa ásamt kynningum af hönn- uðunum, og ný dönsk lopapeysa er nú sem óðast að ryðja sér til rúms. Á siðasta ári fluttum við út 30 tonn af lopa til Danmerkur, sem Hándarbejdets fremme pakkaði i neytendapakkningar með sinum eigin munstrum og seldi. Á þvi ári fluttum við út 343 tonn af lopa. Við erum hér að missa afar dýrmætt frumkvæöi út úr höndunum á okkur. Útflutningstölur segja ekki alla söguna, þvi að verðmæti, sem fullvinnsla vörunnar skapar inn- anlands kemur lika þjóðarbúinu til góða. A undanförnum árum hefur verið unnið að þvi að vanda framleiðsluna og námskeið hald- in fyrir prjónakonur I þvi skyni Einnig hefur verið reynt að bæta hönnunina, en framkvæmd þeirrar vinnu hefur ekki gefið von um árangur. Tillögum til úrbóta hefur ver- ið safnað af framleiðendum i formi hugmyndabanka og sam- keppna, þar sem verðlaun eru veitt fyrir nokkur mynstur, en fyrirtækin hafa siðan slegið eign sinni á allar innsendar tillögur án tillits til hvort þær einu sinni fengu verðlaun. Siðan hefur til- lögunum veriö breytt að vild og gefnir út forskriftarbæklingar. Hér eru höfundarlögin gersam- lega sniðgengin, en þar er skýrt kveðið á um að munstur falli und- ir höfundarrétt og að ekki megi breyta hugmynd án leyfis höfund- ar, hvorki stærð, lit né endanlegu útliti. Einnig er óleyfilegt að endurselja hugmynd af hálfu kaupanda til annarra aðila inn- lendra eða erlendra án samþykk- is höfundar. Verðlaun eða viður- kenning af hálfu fyrirtækis er að- eins hvatning til að fá innsendar sem flestar hugmyndir. Vilji fyrirtækið kaupa mynstrið kemur til sérstök greiðsla jafnt þó að til- lagan hafi hlotið verðlaun. 1 öðrum greinum listiðnaðar hefur skapast ákveðin hefð varðandi greiðslur fyrir hugmyndir og það er eðlilegt að hönnun fatnaðar fylgi sömu reglum. Munsturgerð á sér gamla sögu, sem er bæði þjóðleg og alþjóðleg og það getur verið vafamál hvort um sjálfstæða sköpun er að ræða, en það er hlutverk dómnefndar að skera úr um hvort svo er. Til eru viðurkenndar reglur varðandi dómnefndir i slikum samkeppn- um. Skal sá er heldur samkeppn- ina skipa 1—2 i nefndina, sérfrótt fólk i viðkomandi listgrein skal skipa 1—2, en báðir aðilar skulu koma sér saman um oddamann. Fagfólk tekur ekki þátt i sam- keppnum fylgi þær ekki settum reglum og finnst eðlilegast að al- menningur geri það einnig að skilyrði fyrir þatttöku sinni. Höf- undarlögin ná vitaskuld yfir alla jafnt. Lopaprjón fer fram i heimahús- um og engar tölur eru til yfir það hversu fjölmennur sá hópur er sem prjónar, innkaupastaðir eru margir og prjónakonur hafa ekki myndað með sér nein samtök. Margar prjónakonur eru að drýgja ellilaun, örorkubætur eða tekjur af öðrum störfum eins og ræstingum. Einnig prjóna þær konur, sem komast ekki út af heimilum vegna barna eða ann- arra heimilisstarfa, ellegar eiga i erfiðleikum með að komast að á vinnumarkaðinum eftir að þær hafa komið upp börnum sinum.” Greinargerðinni fylgir siðan tafla um verðlag á lopa og lopa- fatnaði, en siðan segir: „1 meðalstærð af lopapeysu fer 800 gr. af lopa, 900 gr. i stærri peysu. 1 meðalstærð af peysu kostar lopi 728.- sé lopinn keyptur á 910 kr. kiló. 1 meðalstærð af peysu kostar lopi 664,- sé lopinn keyptur á 830 kr. kiló. Prjónakona fær i sinn hlut fyrir heila peysu (1550-^728) = 822 kr. sé lopi keyptur án afsláttar en (1550 h-664) =886 kr. sé lopinn keyptur með afslætti. Rösk prjónakona sem gerir ekkert ann- að en prjóna allan daginn getur lokið við eina meðalstóra peysu á 10—12 timum, með öllum frá- gangi. Er þvi hægt að áætla tima- kaup prjónakonu frá ca. (822:11) = 74.65 til 85.45 kr. Prjónakona verður sjálf að kaupa og sækja hráefni sitt og koma vöru sinni til verslunarinn- ar eða kaupanda. Prjónakona leggur til húsnæði, ræstingu, áhöld, sápu, þvott og pressun á peysunni auk prjónsins. Prjónakona sem prjónar eigin munstur fær ekkert aukalega greitt fyrir munstur sin. Samt óska verslanir eftir að prjónakon- ur prjóni eigin munstur vegna aukinnar fjölbreytni sem skapast i vöru úrvali verslunarinnar. Til gamans má geta, að innflutt hneppt peysa kostar um 5.000.- kr og er þá miðað við peysu úr gervi- efnum og vélprjónaða i fjölda- framleiðslu.” Prentsmiöja Þjóðviljans annast allskonar setningu og prentun Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Skólavörðustíg 19. Sími 17505

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.