Þjóðviljinn - 20.03.1975, Page 5

Þjóðviljinn - 20.03.1975, Page 5
Kimmtudagur 2«. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla verður haldið i Ölfusborgum dagana 4. til 13. april næstkomandi. Námskeiðið er haldið i samrærrd við ákvæði i samningum milli almennu verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda. Væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa að minnsta kosti eins árs starfsreynslu á jarðýtu, gröfu, krana eða aðrar stærri vinnuvélar. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. þessa mánaðar á skrifstofu Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, Lindargötu 9, Reykjavik, simi 25633 — eða á skrifstofu Vinnuveitendasambands íslands, Garða- stræti 41, simi 18592. Meðan á námskeiðinu stendur er gert ráð fyrir að þátttakendur búi i orlofshúsum verkalýðsf élaganna. Mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar um námskeiðið veita ofangreind samtök. Stjórn vinnuvélanámskeiða. Félags- fundur Verslunarmannafélag Reykjavikur held- ur félagsfund fimmtudaginn 20. mars n.k. kl. 20.30 að Hótel Ésju. Fundarefni: Verkfallsheimild. Verslunarmannafélag Reykjavikur Vörubílstjórafélagið Þróttur Stjórnarkjör 1975 fer fram að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu laugardaginn 22. mars og sunnu- daginn 23. mars 1975 i skrifstofu félagsins Borgartúni 33. Kjörfundur hefst laugardaginn 22. mars kl. 12 og stendur til kl. 20 og verður fram haldið 23. mars kl. 10 og lýkur kl. 18. Kjörskrá liggur frammi i skrifstofu fé- lagsins. KJÖRSTJÓRN. Aðalfundur Iðja, félag verksmiðjufólks heldur aðal- fund laugardaginn 22. mars 1975 i Lindar- bæ, kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Tekin afstaða til verkfallsboðunar. 4. önnur mál. Félagar, mætið vel og stundvislega. FÉLAGSSTJÓRNIN k,. " .,! : Ein þeirra frétta, sem mesta athygli vakti siðustu daga, var þess efnis, að Iran og irak hefðu gert með sér sáttmáía um batn- andi samkomulag þessara rlkja, en á milli þeirra hefur til margra ára verið nánast fullur fjand- skapur og styrjöld stundum virst á næsta leiti. Samningur þessi getur komið til með að brcyta talsvert gangi mála i Vestur-Asiu, það er að segja ef við hann verður staðið. Hér hefur haft mikið að segja að oliuframleiðslurikin telja sér nauðsyn að standa sem þéttast saman i langvarandi þrætum og makki við iðnaðarriki kapitaliska heimsins, sem áreiðanlega er framundan og enginn sér fyrir endann á. Samningurinn þýðir að fran, sem i utanrikisstefnu sinni hefur lengst af hallast að Banda- rikjunum, þokar sér nú nær Arabarikjunum. Þetta er ugg- vænleg tiðindi fyrir Israel, sem fengið hefur sina oliu fyrst og fremst frá Iran og hefur litið þangað vonaraugum um meiri aðstoð. Frelsisbarátta siðan 1961 Miklu verri tiðindi eru þetta þó fyrir frelsishreyfingu kúrda I Irak. Kúrdneska þjóðarbrotið þar, sem telur hálfa þriðju miljón, hefur siðan árið 1961 átt i vopnaðri baráttu fyrir sjálfs- stjórn og menningarlegu sjálf- stæði gegn hinum ýmsu rikis- stjórnum.sem siðan þá hafa setið i Bagdað. :£|Íi|||B^&ÍÍÍíí*BMíS:* : iig mmmmm - *. storn 59 Kúrdneskt flóttafólk, sem hrakist hefur á vergang af völdum striðs- ins. Mikill fjöldi þess hefur ekki einu sinni frumstæðasta þak vfir höfuðiðog manndauði er mikill af völdum kulda og næringarskorts. Lokaósigur íraks- kúrda yfirvofandi? Sú hryðja kúrdastriðs, sem nú stendur yfir, hófst i mars 1974 eft- irnákvæmlega fjögurra ára hlé. 1 upphafi þeirrar lotu unnu kúrdar umtalsverða sigra, enda betur vopnaðir en nokkru sinni fyrr, en siðan hefur mjög hallað undan fæti fyrir þeim. Svo er að heyra að kúrdar hafi flaskað á þvi að reyna að halda stærra landssvæði en áður fyrir atlögum Irakshers, þar á meðal svæðum tiltölulega greiðum yfirferðar, en reynst það ókleift þegar til lengdar lét þar eð þá skortir algerlega flugher og skriðdreka. Virðist nú svo sem meirihluti iranska Kúrdistans sé á valdi Irakshers, en Pesjmerga, frelsisher kúrda, halda þó ennþá allstórri landræmu norðaustast i Irak, meðfram landamærum Irans og Tyrklands og eru óbug- aðir hernaðarlega séð. Hinsvegar er svo að heyra að hernaðurinn i vetur og s.l. 'ár hafi komið harðar niður á óbreyttum borgurum i iranska Kúrdistan en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt fréttum frá kúrdum flýðu um hundrað þúsund manns yfirráðasvæði Iraksstjórnar á náðir Pesjmerga þegar i upphafi vopnaviðskiptanna, fjöldi fólks hefur siðan flúið svæðin, sem Iraksher hefur hernumið.og sið- ast en ekki sist hefur flugher Iraks sprengt mikinn hluta sveitafólks á yfirráðasvæði kúrda út á gaddinn. Yfir 130.000 af þessu fólki hefur flúið yfir landamærin til Irans og fengið þar einhverja bráðabirgðaaðhlynningu hjá Rauða ljóninu og sólinni, en svo heitir rauði kross Irans. Margfalt fieira fólk er hinsvegar á ver- gangi eða i flóttamannabúðum i iranska Kúrdistan sjálfu, til dæmis um 550.000 i Badinan-hér- aði einu, en það svæði er vestan til i iranska Kúrdistan, norður undir landamærum Tyrklands. Hefur Þjóðviljinn eftir áreiðanlegum heimildum að um 150.000 að minnsta kosti af þessu fólki sé i bráðri hættu af völdum hungurs- neyðar. Auk hungursins má benda á að vetrarkuldar eru miklir þarna i fjöllunum og vitað er að sultur og kuldi hafa sameig- inlega valdið miklu mannfalli meðal flóttafólksins. íran stöðvar hjálp til kúrda Upp á siðkastið hefur frelsisher kúrda byggt styrk sinn að veru- legu leyti á vopnahjálp frá Iran, sem sá sér hag i að efla kúrda meðan fjandskapur rikti með þvi riki og Irak. Mikilvægustu vopn- in, sem kúrdar hafa fengið frá frændum sinum persum munu vera áhöld til brúks gegn skrið- drekum og flugvélum, enda hafa þeir siðan striðið hófst fyrir ári eyðilagt skriðdreka svo hundruð- um skiptir fyrir iranska hernum og skotið niður marga tugi ef ekki hundruð flugvéla. I fyrri þáttum ófriðarins höfðu kúrdar fátt nýti- legra vopna gegn herflugvélum. Eitt meginatriðið i samningi þeirra persakeisara og Saddans Hússeins i Alsirborg mun hafa verið að tran hætti tafarlaust stuðningi við kúrdneska frelsis- herinn, en i stað þess fengi íran til jafns við trak yfirráð yfir fljótinu Sjatt al-Arab sem stórfljótin Tigris og Evfrat sameinast i siðasta spölinn til sjávar og er mikilvæg siglingaleið. Irak hef- ur til þessa gert kröfu til að eiga rétt á Sjatt al-Arab, og hefur það verið eitt helsta deiluatriði við Iran. I framhaldi af þessu er talið liklegt að rikin reyni að samræma stefnur sinar i mál- um Persaflóasvæðisir.s. Fulltrúar irakskúrda i Beirút hafa þegar skýrt svo frá að iranir hafi stöðvað alla aðstoð við kúrda. Iraksher hóf mikla sókn gegn kúrdum á Ravandús-vig- stöðvunum þegar eftir undirritun Alsírsamkomulagsins, en Pesj- merga stöðvaði þá sókn von bráð- ar. eyðilögðu allnokkra skrið- dreka fyrir lraksher og felldu af honum um hundrað hermenn. Lýsti lraksstjórn þá yfir vopna- hléi fram að mánaðamótum, en hyggst þá hefja úrslitasókn gegn kúrdum. Almennt er talið að kúrdar hafi takmarkaða mögu- leika á að standast þá sókn, þar eð birgðir þær af vopnum og skot færum, sem þeir hafa fengið frá Iran, muni skjótt ganga til þurrð ar. Takist Iraksstjórn að gersigra frelsisher kúrda, óttast margir bæði kúrdar sjálfir og aðrir, að þeim sigri verði fylgt eftir með beinum aðgerðum til útrýmingar kúrdnesku þjóðerni i trak. Iraks stjórn hefur þegar haft i framm tilburði i þá átt, meðal annars flutt tugþúsundir kúrda nauðung arflutningi frá oliusvæðunum umhverfis Kirkúk. Alþjóðlega mannréttindastofnunin, sem er stofnun óháð rikisstjórnum en ráðgjafaraðili að Sameinuðu þjóðunum, hefur nú tekið þetta mál upp á sina arma og skorað á Sameinuðu þjóðirnar og stjórn Alþjóðlega Rauða krossins að taka tilsinna ráða til bjargar mil jónum kúrda i trak. Heldur aðal ritari Alþjóðiegu mannréttinda stofnunarinnar, Jean Claude Luthi, þvi fram i orðsendingum til Kurts Waldheim, aðalritara Sam einuðu þjóðanna, Alþjóðlega Rauða krossins og Sadruddins Aga Khans fursta, flóttamanna málastjóra Sameinuðu þjóðanna að kúrdar i trak eigi nú þjóðar morð yfir höfði sér. Þá hefur Emir Kamúran Bedir Kan, fulltrúi Barsanis. hins aldr aða leiðtoga irakskúrda, i Evrópu nýlega skorað á nokkra leiðtoga að bregðast við til að hindra ,,beina útrýmingu á kúrdnesku þjóðinni með fjöldamorðum, en sú útrýming er þegar hafin.” Askorunina sendi Bedir Kan til Fords Bandarikjaforseta, Wil- sons forsætisráðherra Bretlands. Kreiskys Austurrikiskanslara. Olofs Palme i Sviþjóð, Bratteli forsætisráðherra Noregs og Waldheim aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Eru leiðtogarnir beðnir um það meðal annars að sjá til þess að Alþjóðlegi Rauði krossinn og Mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna sendi rannsóknar- nefndir til styrjaldarsvæðanna i Kúrdistan. svo að þær geti með eigin augum fullvissað sig um það, sem þar er að gerast. dþ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.