Þjóðviljinn - 20.03.1975, Síða 12
fi
WÐVium
3
Fimmtudagur 20. marz 1975.
Moka upp
loðnunni
Bátafíotinn heldur áfram að
moka upp loðnunui. Sólarhrings-
aflinn á mánudag var rúmlega 12
þúsund tonn, og um klukkan hálf
sjö i gærkvöldi höfðu 20 skip til-
kynnt afla til loðnunefndar, sam-
tals á áttunda þúsund tonn.
Veiðisvæðið i gær var 18—20
milur norður af Akranesi. Farið
er að þrengjast um þróarrými á
Faxaflóasvæðinu, og mun það
væntanlega fyllast á morgun.
Vegna veðurs hafa skipin ekki
komist austur fyrir Reykjanes
með loðnuna, en nóg þróarrými
er á höfnum þar, td. i Vestmanna-
eyjum, Grindavik og Þorláks-
höfn.
Mestan afla tilkynnti Sigurður
RE i gær, 900 tonn, en á mánu-
daginn tilkynnti Börkur 800 tonna
afla. — úþ
Ráðherrafundi
frestað
Osló 19/3 ntb — Varnarmálaráð-
herrar fjögurra Natórikja, Dan-
merkur, Noregs, Belgiu og Hol-
lands, hafa frestað til 13. april
fundi sinum um „flugvélakaup
aldarinnar” sem átti að hefjast
næstkomandi mánudag.
H-8. A þessum bll er rússnesku Shell-benslni ekið frá birgðastöð I ...en á þessum bll er rússnesku BP benslni ekið frá birgðastöð á
Húnavatnssýslum til íauðárkróks... Sauðárkróki vestur yfir Vatnsskarð til Húnavatnssýslna. (Ljósm.
H.B.)
Hagrœðing olíufélaga
á Norðurlandi vestra
BP ekur í austur og Shell í vestur
Norður á Blönduósi og
Skagaströnd hefur BP,
Olíuverslun íslands,
birgðastöð fyrir bensín.
Þaðan flytur BP bensin
til Sauðárkróks, enda al-
deilis ósæmilegt ef sauð-
kræklingar fengju ekki
BPbensín frá Rússlandi.
Á Sauðárkróki hefur svo
Skeljungur birgðastöð. Þaðan
er Shell-bensini ekið vestur i
Húnavatnssýslur, nánar til tek-
ið til Blönduóss og Skagastrand-
ar, enda væri það ekki siður ó-
sæmilegt ef húnvetningar gætu
ekki keypt Shell-bensin frá
Rússlandi alveg eins og sauð-
kræklingum er gert kleift að
kaupa BP-bensin frá Rússlandi.
Þetta er hagræðing i lagi.
I það minnsta er greinilegt af
þessu að til þess að standa undir
þessum tilfærslum á bensin-
dropunum að vestan og austur
og að austan og vestur hlýtur að
þurfa meiri hagnað út úr hverj-
um litra en 6 krónur.
Af 57 krónum, sem bileigandi
borgar fyrir bensinlitrann, fær
oliufélagið aðeins sex krónur. t
blaðaviðtali við Onund Asgeirs-
son, forstjóra BP á tslandi,
sagði hann fyrir nokkru að á-
lagning á bensin þyrfti að
hækka um 20 af hundraði til þess
að bensinsala bæri sig. Sagan að
norðan virðist benda til þess að
forstjóri BP hafi nokkuð til sins
máls, amk. meðan söluhættir
oliufélaganna eru af þessu tagi.
Aukaþing FIDE:
SAMÞYKKIR
MÁLAMIÐLUN
Oliklegt að Fischer keppi,
en Karpof er reiðubúinn
Stúdentar í Phnom Penh:
HÆTTIÐ
AÐSTOÐ
Bergen aan Zee 19/3 reuter —
Aukaþing Aiþjóðaskáksam-
bandsins, FIDE, samþykkti i dag
að hafna einni af meginkröfu
Fischers varðandi fyrirkomulag
heimsmeistaraeinvigisins sem
hefjast á I Manila á Fiiippseyjum
1. júni nk.
Þvi miður féll út úr fréttaskeyti
Reuters hvaða kröfu um var að
ræða en hún hefur verið svo mik-
ilvæg að forseti bandariska skák-
sambandsins, Ed Edmundson,
kvað likurnar á þvi að Fischer
mætti til leiks vera einn á móti
þúsund eftir ákvörðun þingsins.
Þingið virðist hafa samþykkt
einhverja málamiðlun milli
Karpofs og Fischers þvi fulltrúar
sovéska skáksambandsins þurftu
að ræða málið einslega áður en
þeir kváðu upp úr með að þeir
Fischer Karpov
féllust á samþykktina og að
Karpof myndi mæta til leiks.
Helstu kröfur Fischers hafa
snúist um fjölda skáka i einviginu
— hann vill ekki takmarka hann
— og að áskorandinn þurfi að
vinna hann með minnst tveggja
vinninga mun til að hreppa meist-
aratitilinn. Þessu hafa sovétmenn
verið afskaplega mótfallnir og
vísað til þess að verði gengið að
kröfum Fischers sé verið að fót-
umtroða allar fyrri samþykktir
FIDE.
Phnom Penh 19/3 reuter —
Stúdentar við háskólann I Phnom
Penh héldu útifund á háskólalóð-
inni þar sem skorað var á banda-
rikjastjórn að hætta allri aðstoð
viö stjórn Lon Nols.
t ræðum sem haldnar voru á
fundinum var sagt að aðstoðin
kæmi alþýðu Kombodju að engu
gagni þar sem örsmár for-
réttindahópur meðal æðstu em-
bættismanna misnotaði hana og
auðgaði sjálfan sig á henni.
Þjóðfrelsisöflin héldu áfram
eldflaugaárásum á höfuðborgina
og flugvöllinn Pochentong. Féllu
sex eldflaugar á borgina og fjórar
á flugvöllinn en ekkert mannfall
varð. Stórskotaliðsbardagar
magnast nú i nágrenni borgarinn-
ar og mátti i dag vel greina óminn
af fallbyssudrunum og vélbyssu-
gelti utan við borgina. Stjórnar-
herinn reynir enn að hrekja
þjóðfrelsisherinn lengra frá flug-
vellinum með eldflaugaskotpalla
sina en engar sögur fara af
árangri hans.
Bandarikjamenn halda áfram
loftflutningum sinum til Phnom
Penh og annarra einangraðra
staða sem stjórnarherinn heldur
enn og voru i dag farnar 56 ferðir
með hrisgrjón, eldsneyti og vopn.
Fregnir hermdu að harðir bar-
dagar geysuðu á austurbakka
Mekongárinnar, en ekkert
spurbist af vigstöðunni við ferju-
bæinn Neak Luong þar sem 40
þúsund manns hafa verið i um-
sátri þjóðfrelsishersins i heila
viku.
Niðurskurður í
Breska stjórnm
hermálum
London 19/3 ntb reuter —
Breska stjórnin hefur lagt
fram „hvítbók" um stefnu
sína í varnarmálum. Þar
kemur fram að hún hyggst
skera niður útgjöld til
varnarmála um 4.7 mil-
jarða punda næsta áratug-
inn og minnka hlutfall út-
gjalda til hermála í rikisút-
gjöldunum úr 5.5%, í 4.5.
Niðurskurðurinn felst einkum i
þvi að stjórnin hyggst fjarlægja
allar flug- og flotaherdeildir frá
Miðjarðarhafinu og Indlandshafi
fyrir 1980. Þess i stað vill hún
leggja áherslu á að viðhalda her-
styrk sinum i Austur-Atlantshafi
og á Ermarsundi.
Bókinni var mætt með gagnrýni
bæði frá hægri og vinstri. Vinstri-
armur Verkamannaflokksins
taldi ekki nógu langt gengið i
niðurskurðinum en ihaldsmenn
kváðu stefnu stjórnarinnar ekki
taka mið af skuldbindingum
breta gagnvart Nató.
Eins og vænta mátti brá Nató
hart við bókinni. í yfirlýsingu frá
höfuðstöðvum bandalagsins i
Briíssel er lýst yfir áhyggjum
Nató af þvi hversu niðurskurður-
inn sé mikill og sagt að hann muni
veikja varnir Nató ískyggilega.
Er lagt að bresku stjórninni að
hún ihugi sinn gang gaumgæfi-
lega með það i huga hve mjög
stefna hennar veiki heildar-
varnarmátt bandalagsins.
Hœttir FRI
Fjársöfnun er nú hafin til
styrktar Frjálsiþróttasambandi
tslands og er stefnt að þvl að
safna amk. jafnvirði þeirrar 1,5
miljónar króna, sem FRt taldi sig
geta haft upp úr sigarettupakka-
söfnun i samráði við tóbaksinn-
fiytjanda.
við sígarettusöfnun
Söfnunin fer þannig fram, að
fólk er beðið um að skrifa á lista
með áskorun til hins opinbera um
að auka fjárframlög til Iþrótta-
starfsemi um leið og það greiðir
þúsundkall, til styrktar FRl. For-
ráðamenn söfnunarinnar vonast
til að geta náð 1500 nöfnun á list-
ana fyrir helgina. Með þvi væri
komin ein og hálf miljón, sem
FRI fengi afhenda þegar i stað, ef
hætt verður við auglýsingaher-
ferðina. Stjórn FRÍ ræðir málið
væntanlega á fundi á föstudaginn.