Þjóðviljinn - 02.04.1975, Page 8
.8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. april 1975.
Miövikudagur 2. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Rætt við tvo reyðfirðinga, þá
Þóri Gíslason og Helga Seljan
Frá Reyöarfiröi.
Atvinnuástandið
ekki einsogbest
verður á kosið
en ýmsar hugmyndir til aö efla það
Fyrir nokkrum dögum
áttu leið hér um ritstjórn
þeir Þórir Gislason, sem
starfar sem bólstrari aust-
ur á Reyðarfirði og Helgi
Seljan, alþingismaður, en
eins og lesendum blaðsins
er vafalaust kunnugt þá á
Helgi lögheimili á Reyðar-
firði.
Blaðamaður tók því tví-
menninga tali og spurði
Helga fyrst eftir því
hvernig háttað væri skipt-
ingu manna í hreppsnefnd
Reyðarf jarðar á milli
stjórnmálaf lokkanna.
— Skiptingin er þannig, sagöi
Helgi, að Framsóknarflokkurinn
hefur tvo menn i hreppsnefnd, en
hann bauð fram tvo lista við sið-
ustu kosningar og fékk báöa sina
menn kjörna af öðrum listanum.
Sjálfstæðisflokkurinn bauð einnig
fram tvo lista, og var einn maður
kjörinn af hvorum lista fyrir sig.
Alþýðubandalagið fékk tvo menn
og óháðir einn mann.
Samkomulag varð um það, að
ekki yröi myndaður meirihluti i
sveitarstjórninni, en allir ynnu
saman að hagsmunamálum
sveitarfélagsins. Fullt samkomu-
lag varð um að sveitarstjórinn
yrði áfram sá hinn sami og áður,
Hörður bóhallsson, viðskipta-
fræðingur. Oddviti er Vigfús
Ólafsson, fulltrúi óháðra.
Alþýðubandalagið kom þvi á,
að sett var á stofn sérstakt
byggðaráð þriggja manna, sem
undirbýr hreppsnefndarfundina.
1 byggðaráði situr oddvitinn, einn
frá Alþýðubandalaginu og hinn
frá Sjálfstæðisflokknum. Einnig
höfum við fengið samþykkta þá
skipan mála, að hreppsnefndar-
fundir skuli haldnir fyrir opnum
tjöldum.
Blm. —Hvernig er háttað at-
vinnulifi á Reyðarfirði þessa
stundina, Þórir?
Þórir: — Atvinnuástandið á
Reyðafirði hefur verið þokkalegt
það sem af er þessu ári. Loðnu-
veiðin hefur verið góð og skapað
mikla atvinnu nú um alllangan
tima. Annars er atvinna á Reyðar-
firöi jafnan mjög sveiflukennd.
Til dæmis er oft ærið stopul vinna
yfir sumarmánuðina, nema hvað
siðasta sumar var nokkur vinna i
sambandi við gatnagerð, þ.e.a.s.
undirbúning gatna undir lagningu
oliumalar.
Það er vinna i Fiskverkunar-
stöð G.S.R. alit árið, en hún gerir
út tvo báta, Gunnar og Snæfugl.
Þeir sem þar vinna hafa haft
nokkuð jafna vinnu allt árið um
kring, en bátarnir hafa aflað
mjög sæmilega.
Mér finnst verulega vanta iðn-
að til staðarins, sem fólk gæti
byggt atvinnu sina á.
Blm — Þú nefndir útgerð
tveggja báta, en nú hljóta að vera
gerðir út fleiri en tveir bátar frá
Reyðarfirði?
Þórir: — Nei. Það er þvi miður
ekki. Fyrir þremur árum var
þarna mjög blómleg smábátaút-
gerð, sem að lokum lognaðist út
af. Eg held aö það sé vegna þess
að það er mjög langt að sækja úr
Reyðarfirði og erfitt af þeim sök-
um. f þessu sambandi má einnig
nefna, að frystihús KHB tók ekki
viö fiski af bátunum ef þeir komu
ekki að fyrir einhvern ákveðinn
tima. Þvi má bæta viö, að rekstur
frystihússins er mjög ójafn og ó-
stöðugur.
Blm.: — Er kaupfélagið með
annars konar rekstur á Reyðar-
firði en frystihússreksturinn?
— Þórir: — Auk verslunar
rekur það kornblöndunarstöð,
sem fjórir eða fimm menn hafa
atvinnu við. Á haustin er svo
nokkur atvinna i kring um slátr-
unina. Þá reka þeir bilaútgerð og
sjá um umskipun á vörum.
— Blm: — Þú nefndir loðnu-
bræðslu. Hver rekur hana?
Þórir: — Bræðslan er rikisfyr-
irtæki.
Blm: — Vegagerðin er með að-
setur á Reyðarfirði, ekki satt?
Þórir: — Jú og veitir staðarbú-
um, sem þar vinna stöðuga at-
vinnu allt árið um kring.
Blm: — Hvað með aðrar at-
vinnugreinar? Er eitthvað i upp-
siglingu, t.d. hjá hreppsnefnd-
inni?
Þórir: — Ekki er mér kunnugt
um það. Hins vegar tel ég nauð-
synlegt að koma upp iðnaði á
Reyðarfirði i sambandi við land-
búnaðinn. Að firðinum liggja
mörg stór landbúnaðarhéruð, og
þar væri upplagt að reisa verk-
smiðjur til að vinna úr landbún-
aðarafurðum og má i þvi sam-
bandi bæði nefna sútunarverk-
smiðju og niðursuðuverksmiðju.
Blm: — 1 hvaða framkvæmd-
um stendur sveitarfélagið helst?
Þórir: — Ég minntist áðan á
lagningu oliumalar. Siðan er ver-
iðað byggja sundlaug og leikfimi-
hús. Þessar framkvæmdir þótti
okkur Reyðfirðingum vera of
seint á ferðinni en vonum að unn-
ið verði að fullum krafti þar til
lokið er.
Blm: — Hvað er af byggingar-
málum Reyðfirðinga að segja?
Þórir: — Byggingarmálin eru
eiginlega i lægð. Ég hef ekki ná-
kvæma tölu yfir þau hús sem nú
eru i byggingu, en þau eru þó ekki
mikið yfir fimm.
Blm: — Mun hreppurinn
byggja eitthvað af leiguibúöum?
Þórir: — Það voru reistir tveir
verkamannabústaöir á siðasta
ári, og verið er að fullgera þá
þessa dagana. 1 þeim eru fjórar
ibúðir.
Helgi: — A næstu fimm árum
verða byggðar 10 leiguibúðir.
Þórir-. — 1 sambandi við at-
vinnumálin skal þess getið, að
kaupfélagið keypti til helminga á
móti útgerðarfyrirtæki á Eski-
firði skuttogarann Hólmanes, en
frá Eskifirði eru gerðir út tveir
skuttogarar. Fær frystihúsið 1/4
hluta afla þessara tveggja tog-
ara.
Helgi: — Ég kynnti mér það
fyrir stuttu, að starfsemi frysti-
hússins er ekki meiri en það, að
sú kauptrygging, sem samið var
um i fyrra varðandi starfsfólk i
frystihúsum, nær ekki til þess
fólks, sem vinnur hjá frystihúsinu
á Reyðarfirði. Það hefur aldrei
náðst það samfelldur timi I starf-
semi frystihússins, að fólkið ætti
rétt á kauptryggingu. Að visu hef-
ur rekstur hússins orðið mun
betri eftir tilkomu þess afla, sem
fæst með hlutdeildinni i Hólma-
nesinu, en þó ekki nóg. Það hefur
sýnt sig, að við þyrftum að fá sér-
stakan skuttogara, og þá hefði
skapast nokkurn veginn samfelld
atvinna.
Blm: — Það hefur litið heyrst
frá reyðfirðingum um þá hug-
mynd að Reyðarfjörður verði ein-
hvers konar miðstöð stóriðju fyrir
útlendinga á Austurlandi. Hvað
finnst þér um þessa hugmynd,
Þórir?
Þórir: — Min skoðun er sú að
við höfum ekkert með stóriðju að
gera austur á landi. Mér fyndist
mikið hyggilegra af okkur að
reyna að koma upp verksmiðjum
til fullvinnslu á landbúnaðarvör-
um, eins og ég nefndi áðan. Ég tel
mikið meiri framtið i slikri fram-
kvæmd.
Blm: — Hvað hafið þið reyð-
firðingar fengið mikið að vita um
þessi mál, eða hvað er að gerast i
þeim?
Þórir: — Þetta hefur farið
mjög dult, og ég held að það séu
ákaflega fáir reyðfirðingar, sem
vita hvaða umræður hafa raun-
verulega farið fram.
Helgi: — Það fóru fram ýmiss
konar mælingar á staðnum á veg-
um þessara aðilja, sem hafa i
huga að reisa stóriðju á Reyðar-
firði. Það virðist vera meirihluta-
vilji fyrir þvi i sveitarstjórn að
kanna þetta mál mjög rækilega.
Hins vegar hefur komið fram
andstaða við þetta mál i sveitar-
stjórninni frá að minnsta kosti
þremur sveitarstjórnarmönnum,
einum framsóknarmanni og báð-
um fulltrúum Alþýðubandalags-
ins.
Hér syðra hefur verið svarið
fyrir það, að þetta væri á nokkru
öðru stigi en umleitunarstigi bæði
af iðnaðarráðherra og fulltrúa i
stóriðjunefnd, sem situr á alþingi.
Nú eru þó tveir menn úr stór-
iðjunefndinni farnir til Sviss, og
kannski ætla þeir að fara að
semja um stóriðju þrátt fyrir all-
ar yfirlýsingar.
Helgi Seljan
Blm: — Hvaða skoðun hefur þú
á þeim efnahagsráðstöfunum,
sem rikisstjórnin hefur nú nýver-
ið lagt fram, Þórir?
Þórir: — Mér finnst þessar
ráðstafanir siður en svo vera til
bóta. Nú er verið að setja járn-
krumlu utan um verkalýðinn, og
við erum ekki lengur orðnir
frjálsir okkar gerða. Það getur
enginn maður lifað i dag af 38-40
þúsund króna mánaðartekjum.
Ef litið er aðeins á einn rekstrar-
lið hjá hinum almenna manni,
það er kynding húss og rafmagn,
þá fer þessi liður allt upp i 18 þús-
und krónur á mánuði, og alls ekki
farið i hámarkiö.
Nú hefur verið farið fram á það
að aðildarfélög ASt fari i verkföll,
en ég get ekki séð hvernig hægt er
að fara i verkfall, og held að slikt
yrði dauðadómur yfir verkalýðs-
stéttinni núna. En þó ber að geta
þess, að verkfallsrétturinn er
okkar eina vopn, og við verðum
að berjast til hlýtar með
honum, til þess að fá okkar mál-
um framgengt.
Blm: — Getur þú farið I verk-
fall?
Þórir: — Nei. Ég treysti mér
ekki til þess. Ég verö að vinna
hvern dag til þess að hafa nóg fyr-
ir mig, og þó er ég ekki með heim-
ili, ekki fjölskyldumaður.
Blm: — En mundir þú skorast
undan þvi að fara i verkfall?
Þórir: — Ekki ef út á hólminn
væri komið.
Ég vil taka það fram f sam-
bandi við kjaramálin, að undar-
legt þykir mér að ekki skuli vera
hægt að lyfta þeim lægstlaunuðu
upp i þjóðfélaginu hvað launa-
tekjur snertir, en láta hina standa
i stað. Þvi hver er það i þjóðfélag-
inu i dag, sem aflar mests gjald-
eyris og vinnur þjóðinni best ann-
ar en hinn almenni verkamaður?
Blm: — Svo er það goösögnin
um brauðið og lifið. Þið þurfið
vætnanlega annað en brauð til
þess að lifa fyrir austan, eins og
fólk annars staðar, Hvað tekur
við þegar brauðstritinu sleppir?
Þórir: — Félagslifið er bæði
upp og ofan hér, blómlegt annað
kastið en dettur niður hitt kastib.
Það hefur verið nokkuð gott lif
með kvenfélaginu og Lyons-
klúbbnum. Þessi félög hafa starf-
að nokkuð jafnt, annað félagslíf
er mjög dauft.
Blm: — Hvað með verkalýðs-
félagið?
Þórir: — Það er að sjálfsögðu
starfandi, en fólk mætir bara ekki
á fundi, sem boðaðir eru. Það
virðist vera mjög mikið áhuga-
leysi um kjarabaráttuna.
Blm: — Starfa stjórnmála-
flokkarnir eitthvað?
Þórir: — Nei, enginn þeirra að
neinu gagni.
Blm: — Syngur fólk þarna i
kórum?
Þórir: — Það er þá ekki nema
kirkjukórinn.
Helgi: — Tónlistarnám hjá
okkur er i algjöru lágmarki. Það
er engin tónlistarkennsla á staðn-
um.
Blm: — Nú ert þú fyrrverandi
skólastjóri á Reyðarfirði, Helgi.
Hvers vegna var ekki komið upp
tónlistakennslu við skólann?
Helgi: — Ég gerði þær tilraun-
ir, sem hægt var að gera á staðn-
um til þess að láta krakkana
syngja, með misjöfnum árangri,
þó eins og gerist og gengur. Við
gátum aldrei fengið mann með
tónlistarkennaramenntun, það er
svo fámennt hér. Þær tilraunir,
er við gerðum um tima að hafa
samstarf við eskfirðinga um tón-
listarkennslu, fóru út um þúfur.
En það eru möguleikar á þvi
núna, að eksfiröingar og reyðfirð-
ingar taki höndum saman um
þetta, enda er það eina raunhæfa
leiðin. Það eru ekki nema 15 kiló-
metrar þarna á milli, og ef miðað
er við eitthvað annað en snjó-
þyngslin i vetur þá á þetta að vera
i lagi.
Þórir: — Ef við höldum áfram
með félagsmálastarf á Reyðar-
firði, má geta þess, að leikfélagið
hefur starfað með miklum blóma
undanfarin ár og gert marga
mjög góða hluti. Það setti til
dæmis upp Járnhausinn svo að
eitthv. sé nefnt, og gerði það með
miklum ágætum, en það er eins
og vilji jafnan koma deyfð yfir
slik félög fyrst eftir að þau hafa
gert góða hluti. Slikar sveiflur
koma liklega alltaf i svona starf-
semi þvi fólk þarf að leggja mikla
vinnu i þetta starf eftir að vinnu-
degi þess lýkur.
Blm: — Starfar iþróttafélag á
staðnum?
Þórir: — Ungmennafélagið er
allt of dauft og hefur verið um
árabil. Þó má minnast á eitt at-
riði i þessu sambandi. Það er
gliman, sem Aðalsteinn Eiriksson
hefur haldiö uppi með miklum
dugnaði, og er mjög virðingar-
vert. Aðalsteinn hefur komið
mörgu góðu til leiðar i þessum
efnum, og komið mönnum i frem-
stu röð á glimumótum hér syðra.
Blm: — Af þessu spjalli sýnist
mér ljóst, að atvinnulif sé frekar
stopult á Reyðarfirði, og félags-
lifið gloppótt. Er þá bara ekki
assskoti vont að eiga heima á
Reyðarfirði?
Þórir: — Nei. Égerbúinn að eiga
heima á Reyðarfirði frá fyrstu tið
og mér finnst mjög gott að eiga
heima þar. Þetta er vinalegur
staður, og ég vil ekki flytja þaöan.
Blm: — Nú hefur þú reynslu af
höfuðstaðnum, Helgi, og getur
borið saman. Hvorn staðinn
kýstu?
Helgi: — Það er alveg ótvirætt,
að ég kýs Reyðarfjörð langt fram
yfir höfuðborgarsvæðið, annars
hefði ég ekki verið eins tregur og
ég hef verið til þess að fara i
framboð og hætta mér út i þessa
þingmennsku, sem er manni
miklu frekar kvöl heldur en hitt
vegna langdvalar hér og meira og
minna tengslaleysis við fjöl-
skylduna.
Varðandi atvinnumálin vil ég
taka fram, vegna þess að þú mátt
ekki misskilja þaö sem áður hefur
komið fram i þessu spjalli, að viö
erum með sterk fyrirtæki eins og
Vegagerð rikisins, sem skapar
mikla og stöðuga atvinnu. Við er-
um með fyrirtæki eins og Kaupfé-
lag Heráösbúa, sem er þvi miður
að færa starfsemi sina allt of mik-
ið upp á Hérað. Að visu er frysti-
hússrekstur kaupfélagsins ekki
nógu stöðugur. Það er með tölu-
verða bilaútgerð, kornblöndunar-
stöð, eins og Þórir benti á, og svo
erum við með töluvert mikla
vinnu varðandi umskipun, sem
við höfum alveg gleymt að minn-
ast á. Þessi vinna mætti að sjálf-
sögðu vera meiri, og við þyrftum
að fá umskipunarhöfn á Reyðar-
firði fyrir Austfirði, svo vörunar
yrðu fluttar beint inn. Þetta er
ekki bara atriði fyrir okkur reyð-
firðinga, heldur okkur austfirð-
inga alla, þvi slikt mundi gjör-
breytt vöruverðinu.
Mér finnst að kaupfélögin á
fjörðunum ættu að hafa forystu i
þessu máli, og koma upp töllvöru-
geymslu
Blm: — Ættu þingmenn kjör-
dæmisins ekki að eiga einhvern
hlut þarna að máli?
Helgi: — Ég vil segja að ég hafi
átt rikan þátt að þessu máli. Þó
að lygilegt sé, var fyrsta þing-
málið sem ég flytti fyrir sautján
árum, um umskipunarhöfn á
Reyðarf. Þá hef ég einnig haft
mikið samband við Eimskipafé-
lagið vegna þessa máls.
Rétt er að taka það fram, að
þingmenn geta litil áhrif haft um
byggingu tollvörugeymslu. Það
verða verslunaraðiljarnir að sjá
um.
Þá hef eg mjög beitt mér fyrir
þvi i stofnananefndinni, sem ég á
sæti i, að Skipaútgerð rikisins
verði tviskipt, þannig, að annar
hluti hennar verði rekinn frá
Reyðarfirði, og hinn frá Vest-
fjörðum, þeim tveimur landshlut-
um, sem mest þurfa á henni að
halda.
Ég vil varðandi atvinnumálin
árétta það, að við hefðum þurft að
fá skuttogara á Reyðarfjörð á
góðu árunum, en það eru einmitt
þeir sem hafa gert atvinnuna
stöðuga á fjörðunum hér eystra.
Núna þegar kreppir að, er eina
von launamannsins sú, að eigin-
konan geti stundað fulla vinnu ut-
an heimilis. Það getur hún ekki á
Reyðarfirði vegna þess að hrað-
frystihússvinnan er svo stopul.
Nú þegar verið er að vinna að at-
vinnumálaáætlun fyrir Austfirði
legg ég áherslu á það, að sérstök
atvinnumálaáætlun verði gerð
fyrir Reyöarfj., og er tilbúinn til
þess, að leggja hart að mér i þvi
máli og Alþb. hefur reyndar lagt
fram um það sérstaka tillögu i
sveitarstjórn.
Blm: — Helgi segir það Þórir,
að honum sé hálfgerð kvöl i þvi að
vera þingamaður. Heldurðu að
reyðfirðingum sé kvöl i þvi að
hafa hann sem þingmann?
Þórir: — Ég tel það ómetanlegt
fyrir Reyðarf jörð og reyðfirðinga
að hafa þingmann frá staðnum.
Hins vegar er það min persónu-
lega skoðun að menn mættu
leggja eyrun betur við þeim til-
lögum og hugmyndum, sem Helgi
hefur kynnt mönnum, vitandi
það, að staðurinn væri betur sett-
ur ef hans ráðum hefði verið frek-
ar fylgt en gert hefur verið.
—úþ
Reyðfiröingar eiga helming I togaranum Hólmanesi SU 1 á móti esk-
firöingum og fá fjóörung aflans úr honum og fjóröung afla hins togara
eskfiröinga, Hólmatinds.
Kynfræösludeildin í Heilsuverndarstööinni:
Fræösla
og aðstoð
varöandi kynferöismál,
en fáir virðast
vita um deildina
Kynfræösludeild var nýlega
komiö á fót viö Heilsuverndar-
stööina viö Barónsstig.
Til Kynfræösludeildarinnar
geta menn leitaö eftir fræöslu,
einnig ráöleggingum I kyn-
ferðismálum, fengiö þungunar-
próf, getnaöarvarnir og fleira
sem aö þessum málum lýtur.
öll þjónusta og fræösla
deildarinnar er látin i té án
endurgjalds, utan hvaö fólk
verður aö greiöa getnaðarvarn-
ir.
Þjóðviljamaður ræddi nýlega
við starfsfólk deildarinnar, en
það samanstendur af tveimur
læknum sem skiptast á um að
.vera til viðtals, hjúkrunarkonu
og félagsráðgjafa Heilsu-
verndarstöðvarinnar.
Guðjón Guðnason, læknir
sagði, að engu likara væri en til-
vist Kynfræðsludeildarinnar
hefði farið framhjá fólki, svo fá-
ir leituðu þangað.
„Þó er nokkuð um að fólk leiti
hingað eftir fræðslu. Unglingar
koma hingað nokkuð, einkum
stúlkur, sem taka sigþá til tvær
eða þrjár og ræða við okkur.
Sumar virðast reyndar hræddar
um að viö höfum þegar i stað
samband við foreldra þeirra,
t.d. ef þær biöja okkur um getn-
aðarvarnarpillur. Það gerum
við hins vegar ekki.
Stundum koma foreldrar
hingað með dætur sinar og það
er raunar heppilegast að geta
þannig rætt þessi mál einnig viö
forráðamenn unglinga”.
Látið þið unglingsstúlkur,
kannski 14—15 ára fá piliuna?
„Það getur vel verið. Ef viö-
komandi hefur haft tiðir i tvö ár
eða svo, er ,,á föstu” eða á kær-
asta, þá gerum við það, en þó
Þessi föngulegu hjú prýða bæk -
ing þann sem Kynfræðsiudeild
Heilsuverndarstöðvarinnar hef-
ur gefið út og fjallar um getnað-
arvarnir, hettu, lykkju, smokka
og lyf af ýmsu tagi.
helst að höfðu samráði við for-
eldrana. Við metum málin ein-
vörðungu út frá læknisfræði-
legu tilliti, en ekki mórölsku”.
Starfsfólk deildarinnar sagði,
að nokkuð væri um að hjón leit-
uðu til deildarinnar varðandi
vandamál tengd kynlifi sinu.
„I þannig tilvikum er algeng-
ast að konan komi og leiti
ráða”, sagði Guðjón Guðnason,
„og það er ágætt. Best fyndist
mér að hvort hjónanna kæmi
einu sinni sitt i hvoru lagi, en
siðan saman. t samtali getur
maður oft komist á snoðir um
vandann og bent á ráð til bóta.
Það er rétt að taka fram, að
fólk þarf ekki að panta hér tima
og það þarf enga tilvisun frá
heimilislækni”.
Má ekki byrja
of smátt
„Við höfum hugsað okkur ým-
islegt varðandi þessa deild i
framtiðinni”, sagði Guðjón, „en
fjárskortur hrjáir okkur, og
svo var kannski rétt að byrja
smátt en auka starfsemina eftir
þvi sem timar liða. Þó má ekki
byrja of smátt. Við hefðum t.d.
viljað láta útbúa auglýsingar,
plaköt til að dreifa t.d. i skóla,
en til þess skortir okkur fé. Ef
byrjunin er of smá i sniðum er
hætta á að þessi starfsemi logn-
ist út af”.
Kynfræðsludeildin hefur látið
prenta bækling þar sem greint
er frá þeim getnaðarvörnum
sem nú er til að dreifa og fáan-
legar eru.
„Það er næsta merkilegt”,
sagði læknirinn, hve vanþekk-
ing varðandi getnaðarvarnir er
tið. Það er fjöldinn allur af kon-
um sem aldrei talar um þess
háttar hluti, veit ekki af þeim,
ræðir þá ekki einu sinni við eig-
inmann sinn, fer undan i flæm-
ingi ef félagsráðgjafi, hjúkr-
unarkona eða læknir spyr um
þessa hluti. Furðu margir eru
aldir upp i þvi að kymferðismál
séu eitthvað ljótt, sem ekki eigi
að tala um.
Hlutverk þessarar deildar
getur verið margþætt, auk
þeirrar fræðslu sem fólk getur
sótt hingað og aðstoðar, þá væri
nauðsynlegt að geta staðið fyrir
fræðslunámskeiðum i kynlifs-
fræðslu, t.d. fyrir kennara.
Þessi deild þarf lika aö safna
reynslu, þannig aö hún búi i
framtiðinni yfir vissri þekkingu
i kynferðismálum, sem siðan
má byggja á”.
Kynfræðsludeildin er opin á
mánudögum frá klukkan 17—19
og föstudögum frá klukkan
10—12 f.h. og hún er til húsa i
Heilsuverndarstöðinni, gengið
inn um aðalinnganginn við
Barónsstig.
—GG
Hægt gengur með
Heilsugæslustöðvar í
Árbæ og Breiðholti
A borgarstjórnarfundi I siö-
ustu viku upplýsti Páll Gisiason,
borgarfulltrúi Sjálfstæöis-
flokksins, aö teikningar væru nú
loks tilbúnar aö heilsugæslustöö
i Arbæjarhverfi, en hins vegar
ekki aö heilsugæslustöö I Breiö-
holti, cn þær munu þó vera
komnar nokkuö á veg. Taldi
Páll þó, að hægt yrði á næsta ári
aö hefja framkvæmdir aö
heilsugæslustöð i Breiðholti.
Ástæðan til þessarar umræðu
var samþykkt heilbrigðismála-
ráðs borgarinnar frá 14. mars
sl., en þá samþykkti ráðið áætl-
un um kostnað við hópstarf
lækna i Dómus Medica árið
1975. Stofnkostnaður og breyt-
ingar á húsnæði og kaup á nýj-
um tækjum er áætlaður 2,5
miljónir króna, og er ákveðið að
hefja rekstur eftir þessar breyt-
ingar með nýju fyrirkomulagi
þann 1. september.
Páll taldi, að þrátt fyrir það,
að allmargir læknar myndu út-
skrifast i ár, væri ekki tryggt að
fleiri læknar fengjust til þess að
stunda heimilislækningar en
hingað til ef ekki yrði bætt úr
þeirri starfsaðstöðu sem heimil-
islæknum er búin. Taldi hann að
Dómus Medica gæti þróast upp i
það að verða heilsugæslustöð
þegar fram liðu stundir.
Vegna þess tima, sem það
mun taka að koma upp heilsu-
gæslustöð i Breiðholti, hafa yfir-
völd verið að leita fyrir sér um
leiguhúsnæði fyrir þessa þjón-
ustu að sögn Páls. — úþ