Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1975. Höfundur þessarar grein- ar eru Neil McMahon, kenn- ari við gagnfræðaskólann á Akranesi. Hann hefur verið hér á landi um nokkurt skeið, fyrst sem íslensku- nemi við Háskóla íslands, nú í vetur á Akranesi. Hann er annars frá Limerick, bæ á írlandi, ámóta stórum og Reykjavík er. Hann var við háskólanám í heimalandi sínu— las sögu og fornleifa- fræði — áður en hann kom hingað til lands. Neil McMahon skrifaði með- fylgjandi grein á ensku að mestu, en þýðinguna gerði Dagný Þorgilsdóttir. Nýlenda tvískipt land Fjölskylda I Donegal sem landeigandi hefur flæmt af jörö sinni (1880) l aldaraðir hafa eng- lendingar ráðir yfir ír- landi. Allan tímann hafa írar ekki látið af and- spyrnu sinni gegn kúgur- unum, þó baráttan hafi verið hörð og bitur. Yfir- ráð englendinga hafa tekið mörgum þjóðfélags- og efnahagslegum breyting- um frá tímum lénsskipu- lagsins til nútima síð-ný- lendustefnu. Sama gildir um baráttu íra, frá bænda- uppreisnum undir forystu héraðshöf ðingjanna, til skæruliðastarfsemi Í.R.A. á okkar tímum. Margt dynur á okkur um hin blóðugu átök á írlandi. En til að skilja aðstæðurn- ar f yllilega, er nauðsynlegt að skoða sögu írlands, og sjá hvernig hún tengist því sem gerist nú. Það er ekki aðeins nauðsyn að sjá hlut- ina í sögulegu samhengi, það verður að rannsaka hinn efnahagslega grund- völl sem vandamálið hvílir á. Fylgjandi grein hefur þrjú aðal-viðfangsefni: 1. sögulegur bakgrunnur sem sýnir hvernig yfirráð enskra koma til. 2. Irsk andspyrnuhreyf ing, hvernig hún aðhylltist lýð- veldisstefnu. 3. Ýtarleg greinargerð um írland nú- tímans. Gras og auður í meira en nlu aldir hafa eng- lendingar beitt ofbeldi á trlandi. Upphaf þessara afskipta má marka meö innrás herflokka nor- manna árið 1167. 1 krafti yfir- burðar hernaðar tækni lögðu þeir fljótlega mikið af landinu undir sig. Friðrik Engels sagði: „írland má telja fyrstu nýlendu breta”. En I aldanna rás hafa Irar ekki látiðaf mötspyrnu sinni, sem þeir hófu undir forystu höfðingja sinna gegn innrásarliðinu. Á sextándu öld urðu breytingar á yfirráðastefnu englendinga á írlandi. Tudor einvöldunum, einkum Elisabetu, var vegna þrýstings vaxandi borgarastéttar mikið i mun að bæla alla mót- spyrnu á trlandi og gera landið arðbært enskum fjárhag. Þegar hernaðaraðgerðir höfðu ráðið niðurlögum mótspyrnumanna og stökkt innlendum höfðingjum á flótta, innleiddi Elisabet hina ill- ræmdu efnahagsáætlun sina „Plantation Policy”. Sú fólst i þvi að flytja ira með valdi af jörðum sinum og setja i þeirra stað kon- ungsholla breska mótmælendur. Elisabet vissi að með þvi að nema eignarhald á landinu frá irum, yrðu þeir fátækir, valdalausir og ófærir um frekara viðnám. En hin frjósömu graslendi trlands urðu nú ómetanleg uppspretta auðs enskum til handa. Þessari áætlun varð mest á- gengt I Ulster (núverandi Norður- trlandi). Arið 1610 voru þúsundir irskra bænda annað hvort drepnir eða hraktir af jörðum sinum og þær endurbyggðar innflytjendum frá Englandi og sér i lagi Skot- landi. trar höfðu aldrei tekið mót- mælendatrú, heldur héldu tryggð við Róm og aðgreindu sig þannig enn frekar frá Englandi. Hinir nýju innflytjendur mótmælenda komu ár sinni fljótt fyrir borð og komu upp blómstrandi, sjálf- ( stæðu samfélagi. trum, sem þeir höfðu ýtt úr vegi, sýndu þeir fyllsta fjandskap og tortryggni. Ensk yfirvöld gerðu stöðugt sitt ýtrasta til að skerða stöðu inn- fæddra íra, gera þá að fávfsum og litilsmegnugum þrælum. 1695 innleiddu þau lög á trlandi, „Penal Code” sérstaklega ætluð- um til að svipta kaþólska irana öllum grundvallarmannréttind- um. Aberandi eru lög þar sem öllum irskum kaþólikkum var bannað að eiga land sem nokkru næmi, bannað að gegna opinberri stöðu, hvað þá ganga I herinn. önnur lög voru sett til höfuðs irska tungumálinu, siðvenjum og menningu. Það er athyglisvert að þessi lög voru ekki af trúarlegum toga spunnin. En trúarbrögð urðu handhægt verkfæri i höndum hinnar rikjandi stéttar mótmæl- enda, til viðhalds efnahagslegum forréttindum sinum. Undir þess- um kringumstæðum var upp- reisnarandi alls fjölda ira auð- vakinn, sem t.d. staðfestist i upp- reisnartilrauninni 1798. Þessi uppreisn kom til með að hafa sérstakt gildi fram yfir þær fjöldamörgu sem gerðar voru, þvi þá kynntust irar byltingarkennd- um hugsjónum lýðveldisstefn- unnar. 1 fararbroddi voru sam- tökin „United Irishmen” sem höfðu jafnvel upplýsta mótmæl- endur i röðum sínum. Þó að upp- reisnin mistækist varð lýðveldis- hugsjónin áfram grundvöllur allra seinni tima byltingarhreyf- inga á trlandi, þar á meðal I.R.A. Til að vinna gegn þessari lýð- veldishyggju stuðlaði enska stjórnin að stofnun Orange Order, hinnar illræmdu reglu konung- hollra mótmælenda, sem starfar enn. Reglan hóf þegar viðtækar ofsóknir á hendur hinum kaþólsku lýðveldissinnum og varð ábyrg fyrir miklu af þeim trúarflokkailldeilum sem enn hrjá ira. Svo minnst sé orða Sir Robert Peel, hins „mikla” enska stjórnmálamanns á 19. öld þegar mótmælendur og kaþólska bar á góma: „Ég vona að þeir verði alltaf sundraðir. Listin er að halda þeim þannig, en þó i friði, eða réttara sagt ekki i striði við hvorn annan”. Þannig hefur valdastéttin viljað halda verka- lýðsstéttinni sundraðri. Hungursneyðin Á 19. öld urðu miklar þjóðfé- lagslegar og efnahagslegar breytingar á trlandi. Fyrir 1846 varð þar breyting á með afnámi kornlaganna. Á Englandi var millistétt iðnrekenda nú ráðandi, og England varð aðalland frjálsr- ar verslunar. Landeigendurnir á trlandi urðu ófærir um að keppa á hinum frjálsa markaði og skiptu snögglega frákornyrkju til fóður- grasræktar. Við framkvæmd þessa hröktu þeir með harðneskju hundruð þúsunda leiguliða af jörðunum, þvi allt land átti að leggja undir fóðurgrasræktina. Til að auka enn þessa ógæfu al- þýðunnar brást kartöfluuppsker- an árin 1845-1848, sem annars var aðal fæðan. Þannig lagðist allt á eitt til að orsaka ofboðslega hung- ursneyð. Arið 1841 voru irar 8 miljónir en 1866, eftir blóðtöku hungursneyðar og nauðug brott- flutnings, voru þeir 5 1/2 miljón. 1 grein i þýska Neue Oder Zeit- ung skrifaði Karl Marx: „Þessi landbúnaðarbylting er eftirgjöf irska landbúnaðarins gagnvart englendingum, kerfi smáleigu- jarða vikur fyrir kerfi stórleigu- jarða, samhliða þvi að gamlir landeigendur vikja fyrir nýju auðvaldi. Irlandi er breytti. stærsta graslendi englendinga.” Marx og Engels sýndu. báðir á- kafan áhuga á irlandsmálum og töldu vandamálin liggja i ástandi landbúnaðarmála, þ.e. arðráni á bændastéttinni af erlendum land- eigendum. Fenians Hinar miklu breytingar i land- búnaði höfðu lika áhrif i Ulster, þar var landið ekki fallið til land- búnaðar. Hin efnaða borgarastétt mótmælenda lagði fram fjár- magn og heimamarkað fyrir ört vaxandi iðnað. Iðjuhöldar af mótmæléndatrú fluttu sig nú frá Suður-lrlandi til Ulster og með sér vissa endurnýjun, komu upp t.d. llnverksmiöjum, skipa- smiðastöðvum og kaðalgerð. Eðlilega flykktust nú landlausir Irskir kaþólikkar lika norður, einkum til Belfast, til að verða sér úti um vinnu i þessum verksmiðj- Ensk yfirráð og andspyrnuhreyfing Sunnudagur 13. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 um. Þrátt fyrir það, að verka- menn mótmælendatrúar nytu lagalegra forréttinda og hlunn- inda fram yfir kaþólska, þurftu þeiraðkeppa um vinnu.Þarsem kaþólskir seldu vinnuafl sitt ódýr- ara, spruttu upp bitrar erjur milli trúflokka. Hræðileg fátækt fólksins slökkti ekki glóð lýðveldishugsjónarinn- ar frá 1798. Árið 1858 stofnuðu byltingarsinnar með sér samtök þekkt sem Fenians eða I.R.B. (Iris Republican Brotherhood). Ólíkt fyrri byltingarhreyfingum voru meðlimir þessarar nær ein- göngu úr alþýðustétt: smábænd- ur, verkamenn, búðarmenn og handiðnaðarmenn. Stuðningur kom lika frá hinu „nýja írlandi” sem fólksflutningar úr landi höfðu skapað i Bretlandi og Ame- riku. Hreyfingin hafði marga galla. I fysta lagi einskorðaði hún sig við eitt takmark: sjálfstæði, og áleit hvaðeina annað, jafnvel endurbætur á jarðnæðiskerfinu, óþarfa frávik. 1 öðru lagi skipu- lögðu þeir sig leynilega, og stefndu að þvl að vinna sjálfstæði frá bretum með vopnaðri bylt- ingu. En einangrun þeirra og leynd kom þeim um koll, þvi þeg- ar byltingartilraun þeirra átti sér stað 1867, var þjóðin ekki reiðubú- in til stuðnings, upplýsta, skipu- lagða fjöldahreyfingu skorti. Það er eftirtektarvert að at- huga tengslin milli Fenian-hreyf- ingarinnar og 1. Alþjóðasam- bandsins, sem stofnað var um sama leyti. Frá upphafi sýndi Alþjóðasam- bandið virka samstöðu með írsku uppreisnarmönnunum. Engels hjálpaði þeim fjárhagslega og Al- þjóðasambandið i Englandi og Ameriku safnaði háum upphæð- um til hjálpar hinum fjölmörgu meölimum Fenian sem bresk yf- irvöld fangelsuðu. Marx varð tíð- rætt um Irlandsmál og var yfir sig hneykslaður á hinum svins- lega ruddaskap sem enskir kapi- talistar sýndu „sem álita sig mannúðlega en meðhöndla póli- tiska fanga úr Fenian-hreyfing- unni eins og væru þeir morðingj- ar, stigamenn, peningafalsarar og kynferðisglæpamenn”. En þrátt fyrir misheppnaða uppreisnartilraun og fangelsun fjölda meðlima sinna hélt I.R.B. áfram baráttunni, neðanjarðar. Páskauppreisnin Er dró að aldamótum, fór bylt- Black and Tans var liö þaö kallaö sem enskir sendu til trlands 1919-1921. ingarhyggja Fenianhreyfingar- innar að vikja fyrir ihaldssamri löglegum hreyfingum sem kröfð- ust sjálfstæðis trlands. Á ára- tugnum fyrir og eftir aldamótin tók verkalýðshreyfingin að láta að sér kveða I irskum stjórnmál- um. Æ fleira fólk flutti úr sveitum og hóf launavinnu I iðnaði, eink- um i Dublin og Belfast. Iðnvæð- ingin hafði margt meinið i för með sér. tbúar Dublin bjuggu við mestan fæðu- og húsnæðisskort og lægst laun i Evrópu. Loks 1896 var sá flokkur er barðist fyrir hags- munum verkamanna stofnaður: Irski sósialiski lýðveldisflokkur- inn, undir forystu marxistans James Conolly. Irskt auðvald þróaði nú með sér innri aðstæður, sem urðu hvað augjósastar milli hinnar vel iðn- væddu Belfast og hinsvegar Dublin i suðri. Iðnrekendurnir i norðri einbeittu sér fyrst og fremst að skipasmlðum og lérefts framleiðslu og vildu áfram frjálsa verslun við Bretland, sem var aðalmarkaður fyrir vöru þeirra. Þvi vildu þeir halda þvi sambandi sem tryggði þeim efna- hagslega og pólitiska vernd. En i Dublin var hinni rlsandi stétt smáiðnrekenda mjög umhugaö um að vernda heimaiönaö sinn með innflutningsgjöldum og höftum. Þeir vildu stjórn sem mundi tryggja hag innlends markaðar gegn erlendri samkeppni. Einskonar endur- varp þessara markmiða má sjá I hinni anglo-írsku endurreisn ibókmenntum þarsem ljóðskáld- ið William Butter Yeats var i fararbroddi. Hugmyndir hans voru þjóðernislegar og aðskilnað- arsinnaðar og voru þannig afl- gjafi hinnar vaxandi þjóðernis- hyggju. Þegar hitna tók i kolun- um vegna þessa ágreinings end- urnýjuðust sveitir I.R.B. og fyllt- ust áköfum ungum þjóðernissinn- um. Eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út, ákváðu I.R.B. upp- reisn. Þeir tryggðu sér samvinnu við James Conolly sem var einnig að skipuleggja uppreisn, sem hann vonaði að leiddi til gagn- gerðrar þjóðfélagsbyltingar. I sameiginlegri yfirlýsingu sinni „The 1916 Proclamation” lögðu þeir áherslu á rétt ira til að eiga sjálfir landið og ráða málum sin- um óhindraðir. Uppreisnin I april 1916 „Páskauppreisnin”, ein- skoröaðist viö Dublin og stóð I viku, þá var hún bæld niður af englendingum. Allir leiötogar hennar voru umsvifalaust skotnir og þátttakendur sendir I bresk fangelsi. Þetta var alvarlegt á- fall, þvl dauöi James Conolly og annarra leiötoga svipti byltingar- hreyfinguna þeirri pólitlsku leið- sögn er hún þarfnaðist svo mjög. Innri andstæður Það er eftirtektarvert hvað Lenin hafði að segja um upp- reisnina 1916: „Uppreisnin var hetjuleg og mikilvæg á heims- mælikvarða, þvi hún var svar al- þýðunnar gegn heimsvaldastefn- unni. En ógæfa ira liggur i þvi að þeir risu of snemma, þegar bylt- ing verkalýðs Evrópu var enn ekki fullþroskuð.” Hin hrottalega meðferð englendinga á uppreisn- arforingjunum 1916 olli sterku andsvari meðal ira, og frá 1919- 1921 rikti heiftúðug styrjöld (The Anglo-Irish War). Árið 1919 endurskipulagði I.R.B. sig og kallaði sig nú I.R.A. (Irish Republican Army). I.R.A. varð mjög starfsamur alls staðar i landinu og tileinkaði sér mjög vel heppnaða skæruliðatækni. Hugrekki skæruliðanna og öflug- ur stuðningur fólksins neyddi breta loks til vopnahlés og samn- ingaviðræðna I júli 1921. Hvað ' viðvék pólitiskum markmiðum og kröfum rikti mikil ringulreið i I.R.A. Þó ætla mætti þá reynsl- unni rikari, hætti þeim við sömu mistökum og I.R.B. t.d. að ein- skorða sig við sjálfstæðiskröfuna og gefa félagslegum og efnahags- legum málefnum ekki gaum, og I þvi að starfa leynilega. Hinir menntuðu og mælsku þjóðernis- sinnar úr millistétt náðu yfir- hendinni, áttu greiölega aðgang að stjórnmálalega illa upplýstum almenningi, og hvöttu til eftir- gjafa við heimsvaldastefnuna. Að sjálfsögðu vildu þeir hindra að verkalýðsstéttin eða smábændur næðu að eflast og hnekkja þeirra eigin hagsmunum. 1921 var loks gerður samningur sem skipti trlandi i tvennt: trska lýðveldið (Suður-lrland) og Norð- ur-Irland (Ulster), hvort með sitt þing og rikisstjörn. Þessi samn- ingur var bretum hinn hagstæð- asti. Hann tryggöi þeim nýlendu i Norður-trlandi og áframhald- andi yfirráð i Lýðveldinu sam- kvæmt sið-nýlendustefnu (neo- colonialism). Hjá hluta I.R.A. riktu djúp vonbrigði og hatur á samningnum. Þeim þótti mál- staðurinn vera svikinn. Hreyfing- in klofnaði milli þeirra er voru með og móti samningnum og blóðug borgarastyrjöld skail á 1922, sem endaði 1923 með sigri þeirra er voru samningnum sam- þykkir. Mistök l.R.A. má skilja i ljósi þess að meðlimina skorti póli- tiska skólun til að geta skilið stjórnmálaviðburði. Þá skorti lika góða leiðtoga og frambæri- lega stefnuskrá handa almenn- ingi. Skipulag þeirra sem leyni- her gerði þeim lika ókleift að veita þúsundum af fylgjendum sinum meðal bæjarverkamanna og smábænda nokkra trausta og ótviræða pólitiska leiðsögn. Fyrri hluti Breska hernum var einattbeitt til aö flæma leiguliða af irskum jörðum |(myndin er frá 1890) VASA- námskeiöin 1975 Opin öllu leik- hús- fólki Hin árlegu VASA-námskeið, sem upphaflega voru haldin fyrir unga leikstjóra á Norðurlöndum en cru nú opin öllu norrænu leik- hússtarfsfólki, verða I ár haldin I Stokkhólmi og Helsingfors. Hiö fyrra er einkum ætlað þeim, sem starfa með farandleik- flokkum eða leikhópúm, sem vinna og sýna við frumstæð skilyrði. Efni námskeiðsins verður: Leikhústækni farandleik- flokka (Teaterteknik för uppsök- ande verksamhet), og verður þar fjallað um þætti eins og ljósa- búnað, leikhljóð, leikmyndir o.fl. bæði i fyrirlestrum og verklegum æfingum. Námskeiðið verður haldið i húsakynnum Dramatiska Institutet i Stokkhólmi dagana 6.- 11. júnl 1975. Siðara námskeiðið verður haldið i Helsingfors 13.-19. júnlog efni þesser: Valdauppbygging og stjórunarfyrirkomulag leikhúsa og áhrif þessara þátta á listræn- an árangur (Maktstrukturer och styrelseformer inom teatern och deras inflytande pa det konstnar- liga resultatet). VASA-nefndin, sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju Norðurlandanna réði I fyrra sviann George Fant til þess að ferðast milli Norðurlanda og kynna sér áhuga manna og af- stöðu til þess efnis og kom i ljós að áhugi var glfurlegur á að halda námskeið/ráðstefnu um það, enda höfðu þátttakendur i VASA- námskeiðinu I Kungalv 1973 átt tillöguna að þessu efni: VASA- nefndin skipaði starfshóp, sem safnað hefur gögnum og upp- lýsingum um rekstur og stjórnun leikhúsa á Norðurlöndum og hef- ur árangur þeirrar vinnu nú verið gefinn út i bæklingi, sem fáanleg- ur er hjá fulltrúa VASA-nefndar- innar i hverju landi. Er það von nefndarinnar, að umræða um efni ráðstefnunnar verði vel á veg komin i hverju landi, áður en námskeiðið i Helsingfors hefst, svo að þátttakendum sé kunnugt um sjónarmið og skoðanir landa sinna um þessi mál. Umsóknarfrestur um þátttöku I ofangreindum námskeiðum er til 20. aprll n.k. Umsóknir sendist til Stefáns Baldurssonar, Þjóðleik- húsinu, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um dagskrá og tilhögun. Áðurnefnt kver starfshópsins (Ansvarsstruktur- en inden for teatre I Norden) fæst hjá Stefáni Baldurssyni jafn- framt þvi sem það verður sent helstu félagssamtökum leikhús- fólks. Þá hefur VASA-nefndin einnig gefið út bókina TEATER- TEKNIK, sem i eru nokkrir fyrir- lestrar um leikhústækni, fluttir á VASA-námskeiðinu I Álaborg I fyrra. Bókin er rikulega mynd- skreytt og fæst endurgjaldslaust á sama stað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.