Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — W6ÐVILJINN Sttftnudagur 13. afcrfl 1975. RAGNAR ARNALDS: Endurskipuleggja þarf baráttu her- námsandstæðinga Það hefur verið hljótt um her- stöðvamálið i vetur. Siðan hægri stjórnin kom til valda og sneri samningaviðræðum um brottför hersins upp i samningsgerð um nýjar framkvæmdir á Kefla- vikurvelli fyrir 38,5 milj. dollara (5.760 milj. isl. kr. á nýju gengi) hafa umræður um herstöðvamál- ið nánast þagnað innan þings sem utan. Skýringin er nærtæk: t rúmt ár eða frá vori 1973 til hausts 1974 var herstöðvamálið nær samfellt á dagskrá. I 18 ár hafa ekki orðið jafn hörð og tvisýn átök um dvöl bandarikjahers i landinu og á s.l. ári siðan árið 1956. í þetta sinn vorum við nær þvi enn nokkru sinni fyrr að ná verulegum árangri i þess- ari baráttu sem svo lengi hefur staðið. Samningar stjórnar- flokkanna i fyrravetur, þegar um það var samið i smáatriðum, hvernig á málinu skyldi haldið af tslands hálfu, voru tvimælalaust stórmerkilegur áfangi, sem nýtt- ist að visu ekki i þetta sinn, en visar veginn fram á við, þótt siðar verði. Nú þegar þessi orusta er að baki, án þess að sigur hafi unnist, þarf engan að undra, þótt her- námsandstæðingar geri stutt hlé á baráttu sinni i nokkra mánuði, áður en ný sókn er hafin.En um leið og andstæðingar hersetunnar búa sig undir að endurskipu- leggja baráttu sina, þurfa þeir að draga ályktanir af fenginni reynslu. Hvað skortir á? Meginástæðan til þess, að ekki vannst sigur i herstöðvamálinu, var að sjálfsögðu sú, að vinstri stjórnin hafði of knappan meiri hluta á Alþingi. Ef einhver þing- maður stjórnarinnar skarst úr leik, stóð allt fast. Að visu stóð ekki þannig á i herstöðvamálinu, þar eð málið hefði ekki komið til atkvæða i Sameinuðu þingi. Stefna stjórnarinnar hefði sem sagt orðið ofan á í þinginu, jafnvel þótt einn hefði greitt atkvæði á móti og tveir setið hjá; 29 atkvæði hefðu dugað gegn 28. En til af- greiðslu frumvarpa um efna- hagsmál þurfti hreinan meiri hluta i báðum deildum þings, og það var einmitt þráteflið um efnahagsmálin, sem varð stjórn- inni að fótakefli. Ef litið er á baráttu andstæð- inga hersetunnar utan þings verður að játa að hún var mis- jafnlega kraftmikil. Að undan- skildum nokkrum ágætum fjölda- samkomum var starfsemi her- stöðvaandstæðinga litil. Óhætt er að fullyrða, að oft hefur baráttu- kraftur og félagsleg starfsemi herstöðvaandstæðinga verið langtum meiri en einmitt á þessu örlagarika eina ári, þegar loksins blasti við langþráð tækifæri til að ná verulegum árangri. Satt að segja er það ekkert iaunungar- mál, að um það leyti sem her- námssinnar og samtökin Varið land hófu herferð sina gegn brott- för hersins, voru Samtök her- stöðvaandstæðinga meira eða minna lömuð af framtakssemi ýmissa a ð g a n g s h a r ð r a últramanna, sem i barnaskap sinum töldu mestu máli skipta, að spjótunum væri beint að Alþýðu- bandalaginu og lásu upp langar ritgerðir á fundum, þar sem „sviksemi” Alþýðubandalagsins var skilgreind á „visindalegan hátt”. óhætt er að fullyrða.að þröngsýni og óraunsæi af þessu tagi átti mikinn þátt i þvi að lama Samtök herstöðvaandstæðinga og eitra þar andrúmsloft, svo að starf samtakanna varð hverfandi litið. Brölt þessara manna i ýms- um smásamtökum, sem stöðugt eru að klofna i önnur smærri út af ýmsum kreddubundnum þrætum er að sjálfsögðu saklaust gaman, sem fáum kemur við, en þeir virðast litið erindi eiga i samfylk- ingarsamtök, þar sem þörf er á að starfa á breiðum grundvelli og súa bökum saman. Hvernig veröur markinu náð? Sumir hafa bundið vonir við, að hagstæð úrslit á öryggis- málaráðstefnu Evrópu gætu haft i för með sér brott- för bandarisks herliðs af ls- landi. En rétt er að vara menn við bjartsýni i þeim efnum. Ég átti þess kost i vetur að sitja al- þjóðlegan þingmannafund um öryggismál Evrópu, sem haldinn var i Belgrad. Fundinn sóttu þing- mannasendinefndir frá öllum þeim rikjum i austri og vestri, sem fulltrúa eiga á Genfarráð- stefnunni um öryggismál Evrópu, en munurinn á ráðstefnunum er sá, að i Genf sitja embættismenn og sendifulltrúar rikisstjórnanna en á Belgrad-ráðstefnunni sátu fulltrúar frá þjóðþingum rikjanna, Til að gera langt mál stutt læt ég nægja að fullyrða að býsna langt sé i land, að samið verði um ein- hverskonar öryggiskerfi Evrópu, sem leysi af hólmi Varsjár- bandalagið og Atlantshafsbanda- lagið, enda virðist óvist með öllu, að til þess sé raunverulegur vilji fyrir hendi hjá risaveldunum. Sennilega er ekki að vænta neinna markverðra breytinga á hern- aðarkerfum risaveldanna, fyrr en andi aukins frjálslyndis hefur farið um riki sósialismans og afturhaldsöflin i vestri hafa orðið fyrir frekari skakkaföllum en orðið er. Kjarni málsins er sá, að til þess að losna við herinn verðum við al- gerlega að treysta á eigin mátt og frumkvæði. Sem stendur skiptir utanþings-baráttan mestu máli: Að skipuleggja stöðuga umræðu og upplýsingaherferð og tryggja samstarf þeirra manna úr öllum stjórnmálaflokkum, sem vilja vinna saman af fullum heilindum að þvi markmiði, að herinn verði á brott. Hitt er annað mál, að úr- slitasigur vinnst aðeins á Alþingi og i rikisstjórn. Starf herstöðva- andstæðinga undanfarna áratugi Undanfarna þrjá áratugi hafa mörg samtök verið stofnuð til að knýja fram brottfön hersins. Þótt öll hafi þau lognast út af án þess að takmarkinu væri náð, skyldi enginn halda, að starf þeirra hafi verið unnið fyrir gýg. Auðvelt er að sýna fram á,aö an sKipuiegrar harðrar andstöðu, sem stöðugt hefur verið haldið uppi i ýmsum myndum, hefði hernámið grafið sig enn dýpra inn i isl. þjóðlif.Svo að dæmi sé nefnt eru skjalfestar sannanir fyrir þvi, að banda- rikjamenn hættu við áform sin um stórfelldar hernaðar- framkvæmdir á Islandi, sem undirbúnar höfðu verið um miðj- an sjötta áratuginn, og byggðu upp hervirki sin i þeim mun rik- ara mæli á Grænlandi fyrst og fremst vegna hinnar útbreiddu andstöðu meðal landsmanna gegn hersetunni. Bandarikja- mönnum þótti stjórnmálaástand á fslandi ekki nógu tryggt. Siðan þá hefur gildi herstöðvarinnar fyrir bandarikjamenn farið ört minnkantji i samanburði við ann- an vigbúnað þeirra. Á sama tima hefur þó hernám hugarfarsins sótt fast á, en svo er fyrir að þakka endurteknum gagnsóknum andstæðinga herset- unnar, að stór hlúti þjoðarinnar hefur aldrei sofnað á verðinum. Sérstaklega hefur unga kynslóðin verið vakandi i þessu máli, og með geysifjölmennum hópgöng- um og útifundum hefur verið kröftuglega á það minnt, að erlend herseta er vansæmandi fyrir tslendinga og verður ekki þoluð. Nytt símanúmer Aðalskrifstofa Flugleiða FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ISLAJVDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.