Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1975. ÁRNI BERGMANN SKRIFAR QflDuD Athvarf á jöröunni Ingibjörg Haraldsdóttir. Þangað vil ég fljúga. Heimskringla 1974. Ingibjörg Haraldsdóttir byrjaði kornung að yrkja, en það er ekki fyrr en nú að hún gefur út kvæða- kver. En hún hefur skrifað margt fyrir lesendur þessa blaðs frá Kúbu, þar hefur hún búið um nokkurra ára skeið. Þar á undan lærði hún ræmulist i Moskvu. Það er þessi langa dvöl óralangt frá heimaslóðum, sem öðru fremur skapar andrúmsloft þessarar bókar, andrúmsloft trega og saknaðar. Svo langt frá ætt og landi eru daganir „endalausir”, hlátrarnir „ókunnir” á steinand- litum framandi borgar”. Stund- um eru þessari kennd valin hin sterkustu orð; einveran köid og stingandi angistarfull heimþrá En oftar er tónninn hófstilltari, heimþráin er eins og milduð með leik hugans að liðinni tið. 1 sama kvæði og nú var vitnað til, Eftir- mælum um Ingibjörgu sjálfa, er sagt að þrátt fyrir allt „hún gat glaðst yfir litlu eins og barn”. Tökum dæmi af þessu kvæði hér: Að vera útlendingur er að geyma I lokaðri hirslu sumarnótt I kyrrum björtum bæ þegar ég er ein opna ég hirsiuna og hlusta á skóhljóð sjálfrar min bergmála I sofandi húsunum. Þetta er gott dæmi um einkenni þessarar bókar. Það er ekki sleg- ið á striða strengi, ekki glimt af ofurkappi við galdur hins ó- þekkta, óvæntaj orðin og sú mynd sem þau skipa sér i eru i ætt við sjálfan einfaldleikann, góðkynj- aðan einfaldleika sem fæddur er af smekk og sjálfsaga. Heimur bernskunnar verður Ingibjörgu það „eitt á ég samt” sem hún annast af mikilli ræktar- semi. Stundum er vikið að smáat- vikum og dregnar upp svipmynd- ir, dálitið broslegar, vettvangur- inn er sveitin með þolinmóðum kúm, skólaskot, grasleysið á Snorrabrautinni. Svo bætist við litill bróöir i kommóðuskúffu og siðar meiri alvara lifsins — þaö er litið upp frá dúkkulisum til að heyra pabba fara með undir- stöðuatriði pólitiskrar hagfræði: pabbi, hvað er verkfall? t sér- stæðu kvæði þar sem viðkvæmnin er næstum þvi hættuleg eins og Ingibjörg Haraldsdóttir sumstaðar annarsstaðar i þessari bók, er stefnt saman tveim svið- um: striðsár i lifi tveggja stúlkna i Leningrad og Reykjavik. En hvort sem við segjum lengur eða skemur frá þessurn bálki kvæðá, þá er það vist, að erindi hans er það, að þótt vindar beri menn af leið á langri ferð þá getur ekkert þokað úr stað þeirri stjörnu sem gægist þögul um kjallaraglugga bernsku okkar eins og segir i Ferðamenn — stjarna þeirra daga er það at- hvarf á jörðunni sem öruggast er. Eina athvarfið? Liklega ekki. t kverinu er einnig pólitiskur þátt- ur. Þar er heitið eilifri æsku þeim sem hófu kúbönsku byltinguna með árásinni á Moncada, og þar er lýst hrifningu yfir fordæmi Che Guevara sem gekk frá sigri og völdum út i skóga til að deyja þar fyrir sina minnstu bræður, krist- mynd aldarinnar: ég kom þar sem gular stjörnur spretta I þinum sporum og nálægð þin fer sem gustur um unga furuskóga. En þau kvæði sem kalla má pólitisk i breiðum skilningi, þau Slunkaríki við Tjörnina 1 leiðara Siunkarlkis, sem er gefið út af menntskælingum við Tjörnina, er skemmtileg lýsing á þvl hver verður gjarna útkoman I útgáfu skólablaða: „Grein um hversu stólar skólans eru illa bólstraðir. Viðtal viö skólastjóra. Viðtal við forseta skólafélagsins. Skammargrein um deyfð nem- enda og lélega þátttöku i félags- lifi. Tvær greinar þar sem and- stæð sjónarmið varðandi „veru erlends herliðs á Islenskri grund” eru rakin. Ýmiss konar aulahúm- or, „smellin kvæði og skemmti- legar sökur” frá nemendum án nokkurra gæðakrafna eða skil- yrða um vald á viðkomandi efni. Jón Jónsson skrifar um „frama- tot Nóa Nóasonar”. Nói Nóason: „skitkasti svarað”... Þeir i Slunkariki segjast ætla að hefja uppreisn gegn smáborgara- legri klisjustefnu. Niðurstaðan er svo sú, að þeir fara til nokkurra þjóðkunnra rithöfunda og biðja þá um efni. Þau Halldór Stefáns- son, Vilborg Dagbjartsdóttir, Jón Óskar, Hannes Pétursson, Guð- bergur Bergsson og Snorri Hjart- arson bregðast vel við. Auövitað er þarna skemmtilegt efni, til- tækið óvenjulegt, en því miður finnst manni nokkuð út I hött, ef margræddan timaritskort Is- lenskan á að Ieysa á vettvangi skólablaða. En hvað um eigin framleiðslu? Það er líklega rétt hjá Slúnka- rikisstjórum, að gæðakröfur þeirra hafa verið settar i hærra lagi. Mikið af framleiðslunni er i anda þess fáránleikaspils, sem ýmsir telja að byrji i teboöi hér- ans I LIsu I Undralandi, en dellan, nonsensinn er miklu hófstilltari en gengur og gerist i skólablöðum sem að undanförnu hefur rekið á fjörur. Fáránleikinn verður yfir- leitt ekki til þess að efnið leki út og suður. „Nýr dagur heilsaði drungalegum og vansvefta mannverum, hálfsturluðum vegna óðaverðbólgu og ilsigins hagfótar i draumalandi” (E.I.M.). „dælan gengur þrot- laust, hún dregur uppraktar garnir mannsins fram og aftur i óendanlega bendu uns hún opnar sér leið til hernáms, heggur á hnútinn, horfir hvöss á Jón bónda: „Hér þarf mörgu að breyta”. Kjöldreginn af skútu við hvinandi lens felur maðurinn sig undir vegg og pirir augun á myndbreytta sveitina”. (Stefán Jón Hafstein). t Slunkariki gerist það einu sinni enn, og með óvenjulega augljós- um hætti, að lesanda finnst mikill þroskamunur á skáldskapnum og á ritgerðum nemenda. Sögurnar og ljóðin eru yfirleitt, hvað sem liður góðum sprettum, stilæfingar fyrst og fremst. En ritgerðirnar eru einatt prýöilega unnar og ó- þarft að fjalla um þær með fyrir- vara og afslætti. Þeir I M.T. hafa áður sýnt af sér fróðleik og kunn- áttu i að setja mál sitt fram (,, Venceremos”). Og I Slunkariki er t.d. mjög greinargott yfirlit yf- ir námsmannahreyfingu þar sem tekið er mið af erlendum tiðind- um, heildarþróun á Islandi og sérlegum tiðindum við Tjörnina. Og höfundarnir, Einar B. eru ekki af einum hugblæ. Stund- um er svo komið að allt hefur „brugðist”: og himnarnir hafa hrapað ofani tjörn af bióði og dauðinn hefur læst skitugum klónum I stjörnuna mina bláu. En þetta er reyndar i eina skiptið sem svo sárt er kvartað um grimmd heimsins. Á hinn bóginn er brugðið upp háði i spurningu um styttur af frægðar- mönnum: En hefur nokkrum dottið I hug að spyrja stytturnar hvort þær muni eftir fóikinu? Eða þá að reynt er að herða hugann i nafni „hikandi vonar”, þeirrar vonar sem færð er i kaf i valdhroka þeirra sem láta reisa af sér stytturnar, en nærist af for- dæmi Ches og hans lika: Leitaðu með mér féiagi að þessu sem við týndum sem við misstum út i svartan tómleikann þegar allir fóru að kaupa A.B. Baldvinsson og Halldór Guðmundsson, hafa skynsamlega sjálfsgagnrýni fram yfir flesta róttæklinga og skribenta. í ritinu er einnig prýðilega gerö grein eftir Einar Má Guðmunds- son og Hannes G. Sigurðsson um Solsjenitsin. Þaö er kannski eitt- hvað af trotskiskum einföldunum á hlutunum þarna á ferð, en meiru skiptir, að höfundarnir kunna vel að halda á flóknum fyrirbærum. Þeir skilja t.d. vel bæöi afturhaldskjarnann i boð- skap Solsjenitsins og um leið, að hann hefur haft jákvæðu hlut- verki að gegna i sinu landi: „Valdhafarnir óttast spurningar hans meira en svör hans”. Þeir vita einnig betur en flestir fjöl- miðlar hér, að andófsmenn I sovét eru ekki einlitur hópur, og skilja hvernig á þvi stendur, að valda- hafar þar og hér vilja helst láta sem andófið allt byggi á jafn hægrisinnuðum viðhorfum og Sol- sjenitsin hefur. A.B. Ný skáldsaga Rifbjergs: Borgarafrú á flótta Þúsundþjalasmiðurinn Klaus Rifbjerg hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem hann nefnir Vej- en ad hvilken. (Gyldendal). Torben Broström kallar hana i Information „andstæðu við þroskasögu”. Hún fjallar um fimmtuga konu af góðborgara- stétt. Hún reynir að rjúfa rammann utan um hina menn- ingarlegu og einhæfu tilveru sem hjónaband hennar og stétt skikka hana til. Hún flýr að heiman, bókin lýsir flóttanum. Ferðalagið sýnir rökin sem ráða lífi hennar og bera dauðann i sér. Þetta er ekki kátleg saga, enda þótt hún sé mjög liíandi og á mörgum stöðum blátt áfram skemmtileg. Breið skáldsaga, spennandi, full með nákvæmar athuganir, vei útfærðar per- sónulýsingar. Rifbjerg ber hér fram heims- mynd sina með skýrari og ótvi- ræðari hætti en oft áður. Þetta er bók um kúgun. Mikil áhersla er lögð á hin borgaralegu lifs- form mótuð af stétt aðalpersón- unnar, skilgreiningu á þvi hvemig þessi lifsform ákveða vitund hennar og hugsanaferil. Endurminningar, sem rifjaðar eru upp, bregða upp bernsku sem er kúguð með uppeldisað- gerðum i' velviljuðu formi. Hér við bætist kúgun sú sem tengd er kynferði Misse Winkel ( en svo heitir konan). Það kemur á daginn að uppreisn hennar er einnig stjórnað af þeim hlut- verkum sem henni hafa verið sköpuð og er þvi dæmd til ósig- urs. Misse Winkel er gift efnuðum vinkaupmanni sem Asger heitir og lætur það eftir sér að styðja listamenn. Hún strýkur með Hans Tauber, 35 ára gömlum listamanni sem er á snærum manns hennar. Þau hafa ekki sett sér neinn áfangastað, þau ætla bara að aka eitthvað suður- eftir og láta stjórnast af inn- blæstri augnabliksins. Þraut- seigja Misse Winkel verður til þess, að þetta verður langt ferðalag. En hún er ekki raun- verulega frjáls, hún kann ekki að láta kylfu ráða kasti, og af þvihúnhefurekki raunverulega kosti, þá fylgir hún i ferðinni ó- meðvitað þeim brautum, sem gera það auðvelt fyrir vini hennar, elskulega og skilnings- rika, og fjölskyldu, að ná henni. Þegar á ferjunni nær fjöl- skylduvinurinn Vilfred Tönder konsúll i skottið á Misse, og ger- ir fyrstu tilraunina til að bjarga frúnni frá hneykslinu. Leiðin liggur svo um Þýskaland og nú byrja kvennakúgunarmynstrin að koma greinilega i ljós i ýms- um hrikalegum senum, sem á vixl tengjast kynlifi og ótrúlega útfærðum lýsingum á áti og meltingu. Sambúðin við lista- manninn unga hriðversnar eftir þvi sem hann gengur með ó- merkilegri hætti upp i karl- mennskuhlutverki sinu. 1 Stras- bourg heimsækir Misse æskuvin sinn, sem i gamla daga var fá- Rifbjerg: þú losnar ekki úr hiut- verkinu. tæki strákurinn sem gat ekki fengiðhana, en er nú diplómat og hommi. I þessari tilraun til sjálfskoðunar gerir hún sér grein fyrir þvi að þeim báðum er stýrt af félagslegum og efna- hagslegum aðstæðum — en i reynd verður hún hlekkur i þeirri keðju sem er að festa hana aftur á sinn bás. Hjá hon- um fréttir hún að maðurinn hennar situr fyrir henni i Dole. Aður en hún freistast til að halda þangað reynir hún eró- tiskan þrihyrning með aðild sænskrar stúlku; sú sena mun eiga að sýna lesendum, að sér- stæð hvflubrögð tryggja mönn- um ekki frelsi. 1 vaxandi fyrirlitningu á lista- manninum prófar hún að hitta Asger sinn aftur. Sá kafli er einn hápunktur sögunnar: Misse er freistað með glæsilegum veislu- kosti stéttar sinnar; borgarinn situr i öruggu matarmusteri sinu umkringdur ljóspm gardin- um, velli'ðanin fullkomin, ást- inni er veifað með þaulæfðu trúnaðarhjali og þar með fylgir ástarkveðja frá blessuðum börnunum. Allt hennar um- hverfi hefur verið virkjað til að bjarga henni frá þessu „afsak- anlega ævintýri”. En Misse flýr enn, rekin áfram af einhverri stjórnleysisheift. En vinkonan Inger hefur einn- ig verið kvödd í leitina (einu sinni áttu þær Misse smálesbfu- ævintýri saman) og hún nær Misse á Spáni. Inger nær tang- arhaldi á Misse með nýjum freistingum sem höfða til mag- ans og kynfæranna. Sögunni fer nú að ljúka; þær vinkonur virða fyrir sér afkáralegt og af- skræmt mannlif á skemmtistað I Barcelona og Misse þykist sjá eigin niðurlægingu i kvenmanni einum sem þar er hafður lil skemmtunar. Hún fylgir eftir þessari samsömun með þvi að ganga út á götuna þá um nóttina og selja sig fyrsta manni. (byggt á Information).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.