Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1975. <Vg ei~ frá brenndu þorpi Það var reyndar bannað að ljósmynda aftökurnar. En þvl banni var ekki hlýtt. Og jafnvel upp úr fjölda- gröfum sem þessum komu lifandi vitni. hluti Eins og áður hefur verið tekið fram í sambandi við frásagnir þeirra sem af komust þegar hvítrússnesk þorp voru brennd og allir í- búar brenndir sem til náð- ist, þá eru aðferðir her- námsliða yfirleitt næsta svipaðar. Þeir umkringja þorpin og annaðhvort stefna þeir fólkinu saman undir fölsku yfirskini til að skjóta það í hópum, eða þá að gengið er hús úr húsi og öll mannkind drepin sem fyrir verður. Þetta eru gamlar og nýjar að- ferðir sem beitt er á svæðum þar sem skæruhernaður er stundað- ur, eða gæti komið upp: allir ibú- arnir eru gerðir samábyrgir fyrir hverskyns andófi og réttdræpir. Þýska hermaskinan var versta dæmið, enda vigbúin opinskárri kynþáttakenningu. En nýlendu- striðin i þriðja heiminum, t.d. i Alsir og Indókina leiddu til ósköp svipaðra aðferða. Blind mann- dráp sem eiga að hræða þjóð til undirgefni og svipta skæruher stuðningi og úrræðum. Munurinn er helst sá. að franski herinn og sá bandariski reyndu yfirleitt að skjóta úr meiri fjarlægð en þær sérstöku þýsku sveitir sem hafðar voru til að drepa varnarlaust fólk. Morðingjarnir þurftu sjaldnar að horfast i augu við fórnarlömbin, þeir sátu langt uppi i skýjum með sprengjur og naplam og takka til að þrýsta á. En það var lika skot- ið á stuttu færi: samanber Song My og fleiri þorp i Vietnam. Og eins og þá voru gefnar hlut- lægar skýrslur um árangursrik slörf um ,,a fine job", sem liklega er medaliu virði. Iiér fara á eftir tvö dæmi úr bók þeirra Adamo- vitsj, Brils og Kolesniks. Skýrslur þýskra liðsforingja: Skýrsla um ,,góðan árangur" „Herflokkurinn fékk það verk- efni að eyða þorpinu Zaboloté og skjóta ibúana. 23. sept. 1942 kl. um tvö að nóttu kom herflokkur- inn að ystu húsunum i þorpinu. Meginliðið hélt lengra inn i þorp- ið, en ystu húsin voru umkringd af sérstakri sveit og ibúarnir leiddir út úr húsum sinum. Þann- ig voru handtekin um 25 konur og karlar áður en komið var inn i þorpið sjálft. Hreppstjóranum var skipað að gefa sig fram við hersveitarforingjann kl. 5.30, en hann hafði tekið sér stöðu á veg- inum inn i þorpið. Fyrir þann tima hafði þorpið verið umkringt án þess að til tiðinda dragi. Allir ibúarnir voru reknir með hreppstjórann i fararbroddi inn i skóiann. Þeim var siðan skipt i þrjá hópa og þeir skotnir á af- tökustað. Niðurstöður eru sem hér segir: skotnir voru 289 manns, 151 hús var brennt, reknir voru frá þorp- inu 700 nautgripir, 400 svin, 400 kindur og 70 hestar.” Þetta skrifar hr. Pels, fyrirliði elleftu sveitar fimmtánda lög- regluherfylkis. „Bodycount” — likatalning, er ekkert nýtt fyrir- bæri. 1 fréttum einhverrar þýskrar útvarpsstöðvar hefur sjálfsagt verið sagt, að felldir hafi verið „nær 300 skæruliðar” eða „kommúnistar”. Fólkið var rólegt Annar fyrirliði slikrar sveitar, MGller, lýsir þvi hvernig honum gekk, eftir að hann hafðí um- kringt þorpið Borki Maloritskie með list og vél: „Það reyndist heppilegt, að ibúarnir vissu ekki fyrr en undir þaö siðasta til hvers þeim hafði verið smalað saman. Fólkið var rólegt og þvi var hægt að fækka varð- mönnum og nota þá sem losn- uðu við áframhald aðgeröar- innar. Grafararnir fengu ekki skóflur i hendur fyrr en á af- tökustað, og þvi vissu ibúarnir ekki hvað til stóð. Léttar vélbyss- ur, sem komið hafði verið fyrir svo litið bar á, bældu niður ofboð það, sem byrjaði að breiða úr sér þegar fyrstu skotin heyrðust frá aftökustaðnum, sem var um 700 metra frá þorpinu. Tveir karl- menn reyndu að flýja en féllu eft- ir nokkur skref fyrir vélbyssu- skothriðinni. Aftökurnar hófust kl. 9og þeim lauk kl. 18. Aðgerðin var vel undirbúin og reyndist vel þjóna sinu markmiði.” Frásögn konu „Aðgerðum” sem þeim er hér hefur verið lýst er jafnan ætlað það hlutverk að skelfa landsfólkið til hlýðni eða kveða niður skæru- hernað. En oftar en ekki mega herstjórar reyna það, að morðin hafa þveröfug áhrif, þær eyða vonum meinleysingja um að þeir geti beðið af sér vopnaviðskiptin, stæla þá kjarkminni — andstaðan eflist. Að lokum skulum við taka dæmi af eiginkonu skæruliða, sem i ágúst 1942, tókst að skriða upp úr f jöldagröf þar sem hún og synir hennar tveir höfðu verið moldu ausin eftir herfilegar pynt- ingar: Akúlina Ivanova segir frá: „Maðurinn minn var í skæru- liðasveit og ég hafði farið með mjólk til þeirra. Rétt þegar ég var komin heim og ætlaði að fara að kveikja upp þá kemur ná- granni minn, Sjedrof, hlaupandi og segir: Þjóðverjarnir eru að koma. Við ætluðum að hlaupa út i skóg en náðum þvi ekki. Þjóð- verjar umkringdu okkur og ráku okkur á undan sér til Rúdnja. Lokuðu okkur inni I baðhúsinu. Og þar sitjum við. Þeir fóru að yfirheyra okkur. Þeir tóku þá, sem þeir ætluðu að spyrja, út og börðu þá. Það var gert i húsinu hans Osips. Systir min var þar lika. Fyrst var ein kona spurð og henni sleppt og svo önnur. Við héldum þá að þeir mundu sleppa öllum. En við sáum út um gluggann á baðhúsinu að svo var hlaupið á eftir þeim og komið með þær aftur. Þeir köll- uðu á konu Djúbens. Hverja fjöl- skyldu út af fyrir sig. Og börðu með svipum. Svo konu Sjarpens og konu Búkhovtsovs. Hverja fjölskyldu út af fyrir sig. Og þær eru horfnar. Svo var komið að mér og börnunum. Þú skalt éta sand. Annar drengurinn var fæddur ’33 en hinn ’37. Og þegar við vor- um komin þangað inn í húsið þá æpa þeir strax: — Segðu mér hvar karlinn þinn er! — Hann var tekinn i herinn, segi ég. — Talaðu, þitt skæruliðafés. Hvar varstu i dag? — Hvergi, ég eldaði ofan i krakkana og þvoði þvott. — Segðu til og það strax! Hann reif i hárið á mér og skellti mér á jörðina. Hann fór þá að berja mig. Þeir komu með dós með sandi, stóra dós með þurrum sandi. — Éttu þetta, segir hann, þitt hundspott. Þeir heltu sandinum á borðið. Og þennan sand át ég. Hann var þurr, það gekk ekkert að kingja honum. Einhver skitur saman við. Samt át ég hann, með and- köfum, gat ekki náð andanum. Rauf var i borðinu og settist þar i sandur. Þá fór hann að berja mig i höfuðið með svipu. — Sleiktu upp þennan sand, hundsfésið þitt. Ég sleikti sandinn upp. Þá æpti hann: — Rektu út úr þér tunguna. Legðu hana á borðið. Ég stend þarna, en hann gripur um hárið á mér og dregur fram tunguna og fer að stinga hana með stórri nál. Það var eins og allt dofnaði upp, ég fann ekki til neins framar. Þá tóku þeir að snúa upp á hárið á mér. Rifu það og rifu það af höfði. Þeir lögðu mig svo á gólfið. Annar stóð á höfði mér, hinn á fótum og þeir fóru að berja mig með svipum. Þeir börðu og börðu. Þeir hefðu barið mig til dauðs eins og systur mina og konu Djúbens. En þá var i brennandi þorpi: engin mál verða höföuö.... komið með mat handa þeim. Brauð og smjör og litlar ketboll- ur. Þeir tóku þennan mat og gengu út. Þjóðverji dró okkur með sér út i hlöðu. Hann breiddi yfir okkur striga og benti okkur að við ætt- um ekki að hreyfa okkur. Sjálfur fór hann eitthvað og er lengi i burtu. Svo kemur hann með hest, stóran hest. Hann teymdi hann um og lét hann troða á fólkinu. Lét þennan hest troða á börnun- um. Þeir voru að moka yfir okkur Svo fór hann að gá að þvi hver væri enn lifandi. Það var orðið framorðið. Og þessir pólitsæar. Þeir fóru heldur betur illa með okkur. Fyrst drógu þeir burtu Lidu Búkhovtsovu. Drenginn ráku þeir i gegn með byssusting. Hentu henni i gröfina og skutu. Og svo konu Sjarpens. Svo fjölskyldu Djúbens. Þar var dóttir þeirra sextán ára, hún hét Janina. Þarna kom þjóðverji, liðsforingi og segir: — Ef að okkur semst þá færðu að lifa, annars ekki. Þá segir hún: — Drepið mig þá! Hún hélt fast i móður sina sem var dáin. — Ég fer ekki neitt. Það var farið með þau út að gryfjunni og þau skotin. Og þarna fer eldri drengurinn minn... Ég fann ekki til fótanna, vissi ekki hvort ég gekk á jörð- unni eða á himninum. Ég er öll brennd og barin, hárið af mér slitið, tungan bólgin. Það er farið með okkur að gryfjunni. Þá sagði eldri drengurinn: — Ekki skjóta, frændi. Og litli drengurinn. Ég hélt á honum. Ég man ekki hvað svo varð. Ég lenti i gryf junni. Sá bara eldblossa. Fyrst skutu þeir eldri drenginn siðan mig og svo þann litla ... Þeir mokuðu svo yfir, ég man ekkert, en ég heyri i sandin- um fyrst, sú, sú, sú sú! Þeir voru að moka yfinokkur. Maurar skriðu upp i munn og nef. Mér fannst moldin þung. Þeir voru búnir — það heyrðist dúkh, dúkh og svo fóru þeir. Þetta mundi ég nokkurnveginn. En hvernig ég skreið upp úr gröf- inni og frá henni að þessu húsi þarna, það man ég ekki. Ég man ég var komin upp og hugsaði að ég skyldi skriða að ánni og drekkja mér. Þetta man ég. En ekki hvernig ég leið út af. Ég vissi ekki að ég hafði fengið skot i höf- uðið. Skæruliðarnir komu. Mér er sagt ég hafi legið i blóði minu. Ég lyfti höfði og þá rann blóð úr munninum, úr eyrunum, allsstað- ar. Ég kom ekki til sjálfrar min fyrr en eftir niu daga. Það var bú- ið að ná i lækni yfir viglinuna. Hann sagði mér að éta draum- sóley og hunang til að bæta mér blóðmissinn. Ég kom til sjálfrar min eftir niu daga, en fór ekki að ganga fyrr en eftir fjóra mán- uði.” Kvöldvaka á eftir. Við förum nú senn að slá botn i þessa samantekt um atburði styrjaldar þeirrar sem lauk fyrir 30 árum. En áður en lýkur skal aftur vitnað i þýskt plagg. Það er merkt „leynilegt”, er stilað á ,, Lögregluherfylkiö Zentrum” og lýtur sérstaklega að aftökum gyðinga. Meðal fyrirmæla má finna þessi: „Aftökur skuli fram fara utan borga, þorpa og alfaraleiða. Jafna skal yfir grafirnar svo að ekki sjáist ummerki. Bannað er að ljósmynda aftök- urnar. Ekki má merkja grafirnar með neinum hætti. Liðsforingjarnir skulu leggja á það sérstakt kapp að viðhalda andlegu jafnvægi þeirra sem taka þátt i aðgerðunum. Reyna ber að afmá áhrif dagsins með þvi að efna til sameiginlegra kvöldvaka. (Hér skal þvi skotið inn að helstu verðlaunin fyrir morðin voru aukaskammtur af brennivini). Siðar ber að útskýra fyrir liðs- mönnum nauðsyn þessara ráð- stafana með skirskotun til hins pólitiska ástands”. Og enn ein ivitnun: „Engin mál verða höfðuð gegn hermönnum og starfsmönnum Wehrmacht (þýska hersins) fyrir aðgerðir sem beinast gegn ibúum svæðanna (hernumdra svæða So- vétrikjanna)." (AB tók saman)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.