Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Vopnaviðskipti og diplómatisk- ar flækjur beina jafnan athyglinni nokkuð svo einhliða að örfáum stöðum á jarðkringlunni i einu: þaðan koma fréttir dagsins. A meðan hættir mönnum til að „gleyma” sögusviðinu frá þvi i gær. Til að mynda Chile. Þaðan heyrum við öðru hvoru fréttir um að herforingjarnir, sem rændu völdum þar 1973, séu að velta fyr- ir sér, hvort þeir eigi að sleppa úr haldi pólitiskum föngum eða ekki. Samkvæmt þessu ætti allt að vera þar með tiltölulega kyrrum kjör- um og herforingjarnir kannski ekki eins afleitir og menn héldu. En dagsfréttir eru oft villandi, eins og menn ættu að vita. Og ein- mitt vegna þess að Chile kemur öllum vinstrisinnum alveg sér- staklega við verður hér á eftir sagt nokkuð frá ástandi i Chile nú. Samantektin er að mestu byggð á spánnýjum greinabálki Suðuramrikufréttaritara In- formation, Jans Stages. (eins og sagt var þar og i Morgun- blöðum heimsins), hefur þetta orðið dýrkeypt lexia. „Nú fyrst skilur maður það góða og já- kvæða sem Allendestjórnin gerði” er eitt af tilsvörum sem heyra má úr þessum hópi. Herforingjarnir reyna að sjálf- sögðu að skjóta sér undan ábyrgð á ástandinu. Þeir benda á alþjóð- lega viðskiptakreppu (reyndar hefur kopar hækkað verulega i verði siðan Allende var felldur). Eða þá að þeir ausa úr skálum reiði sinnar yfir svia og Sviþjóð, sem þeir telja (eins og Morgun- blaðið oftlega hér heima) eitt- hvert versta land i heimi. Húð- skamma Edeltam sem var sendi- herra svia i Santiago og Palme forsætisráðherra sem sagðir eru standa i sifelldri baráttu gegn Chile hvort sem er i gjaldeyris- málum eða sjónvarpsmálum. Stundum fá og að fjúka með heift- ingar i garð Edwards Kennedy, sem hefur gagnrýnt aðild Banda- Handtökusveit á ferö; ofsóknir beinast aö hinni óánægöu nafnlausu millistétt núna Stöönun og hnignun Aldrei meiri verðbólga Þegar herforingjarnir rændu völdum sendu þeir frá sér ávarp þar sem þessi fyrirheit m.a. voru gefin: „Verkamenn Chile geta verið vissir um að ekki verður hreyft við þvi sem þeim hefur á- unnist i kjaramálum og félags- málum”. Það er deilt um það hve marga menn herforingjaklikan hefur látið drepa, flæmt úr landi eða hefur i haldi sem pólitiska fanga. En eitt er alveg vist: að stjórn þessi hefur framkvæmt stórfellda kjararýrnun og réttindaskerð- ingu. Launþegi i Chile fær að met- altali um 120 þúsund escudos á mánuði. Það er engin smávegis upphæð, en að verðgildi er hún aðeins um 33 dollarar (um 4900 krónur). Og i byggingariðnaði nema launin aðeins rúmum tutt- ugu dollurum á mánuði. Gósseig- endur þeir sem þóttust mjög hart leiknir af stjórn Allendes, geta nú glaðst i sinu hjarta yfir þvi að komast af með að greiða vinnu- fólki sinu svosem 10 bandarikja- dollara á mánuði. Frelsiö til að kaupa Áróðursmenn herforingjaklik- unnar halda þvi mjög á lofti við erlendan gest, að nú sé öldin önn- ur, nú sé hægt að kaupa allt i Chile án skömmtunarseðla og biðraöa, sem hafi gert mönnum lifið leitt á timum Allende. Það er að visu rétt: skömmtun er engin. Nema þessi fræga skömmturí gifurlega hás verðlags. Venjuleg peysa kostar um 95 þúsund escud- os. Skór 120—175 þúsund escudos. Til að geta tekið þátt i hinum „frjálsa markaði" þyrfti meðal- tekjumaður i Chile að hafa 400-500 prósent hærri laun en nú. Og með þvi að svo er ekki, þá er kaupgeta almennings lömuð. Efnahagslifið i landinu hjakkar i sama farinu auk þess sem það er hrjáð af verðbólgu af allra versta tagi. Mörgum chilebúum. ekki sist millistéttarfólki, sem trúðu þvi, að herforingjastjórnin mundi koma á röð og reglu i þvi „efna- hagslega öngþveiti sem alþýðu- fylkingarstjórnin hafði skapað” rikjanna að valdaráninu i Chile. En nýlega fengu herforingjarnir skemmtilega á baukinn með heimsókn bandariskra hagfræð- inga sem áttu að skoða efnahags- ástandiö og leggja á holl ráð. Þeir slógu þvi föstu, að „efnahags- vandræði Chile eru framleidd i Chile og hvergi nema þar”. ósamlyndi? Herforingjarnir leggja allmikið kapp á að koma þvi inn hjá fólki að stjórn þeirra sé sterk og sam- hent. En margir verða til þess að efast um þá eindrægni andans sem reynt er að flagga út á við. En menn spyrja sjálfa sig t.d. að þvi, af hverju Oscar Bonilla hers- höfðingi, fyrrum varnarmálaráð- herra og innanrikisráðherra, hafi verið f jarlægður úr embætti með óljósum tilvisunum til sjúkdóms, og nokkrum mánuðum siðar sprakk þyrla hans i loft upp með óútskýrðum hætti (það gerðist i mars). 1 Santiago grunar menn, að þetta hafi gerst vegna þess að Bonilla hafi á laun rætt við for- ystumenn kristilegra demókrata um að horfið yrði aftur til ein- hverskonar réttarrikis. Fleiri hershöfðingjar hafa verið settir á eftirlaun skyndilega, eða sendir i flotta sendiráðsútlegð (Munoz yfirmaður herráðsins til Thai- lands) og grunar menn að allt sé þetta af sömu rótum runnið. Heröum á! Á hinn bóginn er um það talað, að mjög eindregnir fasistar eins og einn af helstu oddvitum stjórn- ar Pinochets, Leigh, telji að stjórnin sé ekki nógu hörð i horn að taka. Þessir aðilar benda á hrakfarir afla sem þeir telja standa sér nær pólitiskt-.i Viet- nam, Kambodiu og Portúgal, þeir vita af óánægjunni heima fyrir, og svar þeirra er, að ekki skuli látið undan fyrir henni um þuml- ung, heldur skuli þvert á móti hert á þumalskrúfunum. Til þess- ara afla er það rakið, að kúgunin hefur heldur vaxið en hitt. Þetta birtist að visu ekki i auknum pyntingum eða aftökum. Frekar i auknum handtökum, sem koma ekki hvað sist niður á millistétt- arfólki. Þessar ofsóknir hafa það eitt markmið að kveða niður þá ó- ánægju sem hefur þróast i land- inu eftir 11. september 1973. Veðríð í næsta landi Leigubilstjóri i Santiago vekur athygli erlends gests á þvi, hve rækilega er i blöðum Chile sagt frá veðrinu i Boliviu. Það er ekki nema von: eitthvað verða menn að skrifa um. Þau þrjú eða fjögur dagblöð sem leyfð eru, eru þræls- lega ritskoðuð og meira en litill vandi að fylla þau af innlendu efni, þegar ekki er til þess ætlast að mikið sé fjallað um það sem allir hafa i raun hugann við: svimandi hátt verðlag og svi- viröulega launapólitik. Og þá er eins gott að velta fyrir sér veðrinu i Boliviu sem er reyndar ósköp svipað i ár og það hefur alltaf ver- ið. örlögin hafa leikið dæmalaust grátt E1 Mercurio, stærsta blað landsins. Þetta borgarablað ham- aðist mjög á dögum Allende- stjórnarinnar gegn þvi sem það kallaði „ritskoðun marxista” og yfirráð þeirra yfir sjónvarpi og kvikmyndum og skólum. (Morg- unblöð heimsins telja reyndar að á Norðurlöndum sé frelsið i voða einmitt með sama hætti). E1 Mercurio beit i skjaldarrendur á málsvörn fyrir stjórnarskrána, sem blaðið taldi Allende sitja á svikráðum við, og fyrir rétt t.d. vörubilstjóraeigenda til verkfalla eða verkbanna. Eymd blaös Hvað hefur blað þetta uppskor- ið i lýöræðisbaráttunni? Það má nú sætta sig við stranga ritskoð- un, sem ekki einu sinni bólaði á þegar Allende var við völd. Það heldur uppi vörnum fyrir algjört rikisvald yfir útvarpi og sjón- varpi og lágkúrulega ráðs- mennsku herstjóranna yfir út- gáfustarfsemi og kvikmyndum. Blaðið verður nú að útskýra og verja það, af hverju pólitiskir flokkar séu ekki lengur nauðsyn- legir og af hverju sé vel hægt að lifa án stjórnarskrár. Það hefur allt i einu ekkert á móti þvi að „frjáls blaðamennska” sé ekki annað en blekking. Aumkunar- verðara hlutverk hefur eitt blað sjaldan fengið. Það vill ekki einu sinni geta um greinar Tomic, sem 1970 var frambjóðandi kristilegra demókrata og i miklu eftirlæti hjá blaðinu. En Tomic, sem nú er i út- legð, hvetur flokk sinn til að taka sem skýrasta afstöðu gegn Pino- chet (sem flokkurinn studdi meira eða minna eftir valdaránið 1973) ef hann ætli sér eitthvað hlutverk i framtiðinni þegar Chile verður laust við herforingja- farganið. Blaðið lætur sér nægja að geta þess, að Tomic sé nú mað- ur sem ekkert mark sé á takandi. Svipaður einstefnuakstur hefur verið tekinn upp i menningarlif- inu i heild. Listamennirnir dýrka fortiðina og þann sterka mann, „huaso”, kúrekann chilverska. Það eru reistir róðukrossar um allar Irissur, háskólaæskan marsérar i nýjum einkennisbún- ingum fyrir framan presta á pöll- um við innritun og það eru teknar kvikmyndirsem sýna hve gott og fagurt lifið er i hinu nýja Chile. En ef einhver spyr bóksala um endurminningar þjóðskáldsins Neruda, þá hefur enginn heyrt um þær getið. Hefur hann skrifað svoleiðis? Hvers konar stjórnarskrá? Þessi gelding á menningu og pólitik er að sjálfsögðu ekki fram- kvæmd með byssustingjum hers- ins einum saman. Formaður Þjóðlega flokksins, Jarpa, er ánægður: við þurfum enga stjórnmálaflokka segir hann. Auðvitað ekki: þessi erkiihalds- flokkur hans hefur fengið það á- stand i Chile sem lýðræðislegir flokkar komu i veg fyrir fram til september 1973. Herra Pedro Rodrigues, einn af foringjum hinnar fasisku bar- áttufvlkingar Patria y Libertad segir að „með timanum munum við byggja upp korporatift riki”. Riki Mussolinis á Italiu var einnig kallað korporatift. En herfor- ingjastjórnin getur bersýnilega ekki komið sér saman um hvað næst skuli til ráða taka. Þess- vegna er spurningunni um fram- tiðarstjórnarskrá landsins jafnan skotið á frest. Ef að skrifuð yrði stjórna'rskrá sem endurspeglaði rikjandi ástand yrði hún ekki annað en staðfesting á ómenguð- um fasisma. Og það er ekki nógu gott, jafnvel i Suður-Ameriku. En ef á hinn bóginn stjórnarskráin gæfi minnstu smugu frjálsri skoð- anamyndun og lýðræðislegri þró- un, þá jafngilti það pólitisku Framhald á 22. siðu. Stúdentar i einkennisbúningi marséra fyrir sitt andlegt yfirvald; stöðnun og kyrrö á yfirborði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.