Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 3

Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 3
Miðvikudagur 16. april 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Útvarp ísland í Kanada Nýlega tók til starfa í Winnepeg ný útvarpsstöð sem útvarpar á mörgum tungumálum í Manitóba- fylki. Um sextíu prósent ibúanna i fylkinu eru af öðru þjóðerni en ensku og frönsku, og því réðst eig- andi CFMB-stöðvarinnar í Montreal, sem rekin er á svipuðum grundvelli, í þetta fyrirtæki, sem hefur kostað hann um hálfa mil- jón dollara til þessa. Þessi útvarpsstöð mun senda hálftima dagskrá á islensku i hverri viku og hefur Guðbjartur Guðbjartur Gunnarsson. Gunnarsson.sem nú starfar hjá Manitóbaháskóla, umsjón með dagskránni. Guðbjartur fluttist til Kanada fyrir tveimur árum, en starfaði áður við islenska sjónvarpið. Þar sem stöðin er rekin fyrir auglýsingafé eingöngu verður umsjónarmaður hverrar dagskrár að sjá sjálfur um söfnun auglýsinga i sinn þátt, enda hlýt- ur hann engin önnur laun en hluta af auglýsingagjaldinu. Blaðið Lögberg Heimskringla hvetur lesendur sina til þess að styrkja vel frumkvæði Guðbjarts, þannig að hægt verði að halda islensku dagskránni, Útvarp Island, myndarlega úti. Fyrstu þætti Guðbjartar var útvarpað mið- vikudaginn 9. þessa mánaðar. Þá ræddi hann við Harald Bessason, prófessor i islensku við Manitóbaháskóla, Dr. Wilhelm Kristjánsson, sagnfræðing og Stefán Stefánsson, forseta Þjóð- ræknisfélags Islands i Vestur- heimi. Atvinna ■ Atvinna Deilt nm hávaða í mjólkurbúum Lausar stöður Eftirtaldar dósentsstöður I verkfræðiskor verkfræði- og raunvfsindadeildar Háskóla Islands eru lausar til um- sóknar: Dósentsstaða i vélaverkfræði. Dósentinum er ætlað að starfa á sviöi rekstrarfræði. Dósentstaða I rafmagnsverkfræði. Fyrirhugað er að rann- sóknir og aðalkennslugreinar verði á sviði eins eða fleiri þessara greinafiokka: a) simafræðigreina, b) merkja- fræðigreina og c) rásafræðigreina. Dósentsstaða I byggingarverkfræði. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðalkennslugreinar verði á sviði tveggja eða fleiri þessara greinaflokka: a) efnisfræði byggingar- efna, b) húsagerðar og c) hagnýtrar buröarþolsfræði. Umsóknarfrestur er til 15. mai 1975. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um dósentsstöður þessar skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Tvær siðasttöldu dósentsstöðurnar, I rafmagnsverkfræði og byggingarverkfræöi, voru áöur auglýstar I Lög- birtingablaði nr. 19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrestur er hér með framlengdur til framan- greinds tima. Menntamálaráðuneytið, 14. april 1975. Lausar stöður Eftirtaldar þrjár lektorsstöður i heimspekideild Háskóla tslands eru lausar til umsóknar: Lektorsstaöa I bókasafnsfræði, lektorsstaða I uppeldisfræðum og lektorsstaða i frönsku. Mjólkurf ræöingar og annað starfsfólk mjólkur- búa, hafa boðað verkfall frá og með næsta mánu- degi 21. apríl. Kjaradeilu þeirra og Vinnuveitendasambands- ins og Vinnumálasam- bands SÍS var fyrir nokkru vísað til sáttasemjara, og var fundur deiluaðila hjá sáttasemjara á mánudag- inn. Ekkert miðaði í sam- komulagsátt, en nýr fund- ur verður á morgun. „Deilan stendur fyrst og fremst um hávaðavarnir á vinnustöðum. Og það eru ekki mjólkurfræðing- ar einir sem eiga i þessari deilu, Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi er lika aðili að kröfugerð okkar, vegna starfsfólks Mjólkurbús flóamanna, þeirra sem ekki eru mjólkurfræðingar”, sagði Þórar- inn Sigmundsson, sem er i samninganefndinni fyrir mjólkurfræðinga. „Starfsfólkið hér hefur verið heyrnarmælt, þ.e. allir mjólkur- fræðingarnir og flestir aðrir starfsmenn hér. Sú mæling var gerð vegna heyrnarmælingar sem Heilsuverndarstöðin stóð fyrir, bankamenn og járniðnaðarmenn voru hávaða- mældir og niðurstöður bornar saman. Við hjá Mjólkurbúinu vorum með i þessu og komum mun verr út en járnsmiðir. Heyrnartap af völdum hávaðans hérer geigvænlegt”, sagði Þórar- inn. „Kröfur okkar eru bundnar við hávaðavarnir á vinnustað. Það verður að koma i veg fyrir þetta — reyndar verður það ekki gert á næstunni, þvi það þyrfti að hanna ný hús. Við förum þvi fram á styttan álagstima, styttri vinnu- tima, eins og gert hefur verið hjá öðrum starfshópum. Þessar heyrnarhlifar sem viða eru notaðar eru engin lausn hér. Maður þolir þær illa, og svo koma þær ekki að neinu endanlegu gagni”. —GG NAUMUR SIGUR hjá stúdentum við HI yfir verkamönnum í Dagsbrún í skák Um siðustu helgi háðu stúdent- ar við Hí og Verkamannafélagið Dagsbrún með sér skákkeppni á 23 borðum og svo fóru leikar að stúdentar sigruðu 25 1/2 gegn 20 1/2. Tefldar voru tvær umferðir. Fyrri umferðina unnu stúdentar 15 1/2 gegn 7 1/2 en siðari um- ferðina unnu verkamenn 13 gegn 10. Báðir þessir aðilar eiga mjög harðsnúnum sveitum skákmanna á að skipa. Mun hvor aðilinn um sig geta teflt fram 25 manna sveit sem skipuð yrði ekki lægra sett- um skákmönnum en i meistara- flokki. Sem dæmi má nefna að á 1. borði tefldi Bragi Kristjánsson fyrir H1 en gamla kempan Benoný Benediktsson fyrir Dags- brún. Og á 2. borði tefldi Gylfi Magnússon fyrir Dagsbrún en Kristján Guðmundsson fyrir HI. A 3. borði tefldi Bragi Halldórs- son fyrir Ht en Sævar Bjarnasoi fyrir Dagsbrún. Skákstjóri var Ólafur H. óíafs- son. Var rætt um það eftir keppn- ina að gera það að árlegum við- burði I skáklifinu að þessir aðilar ættust við. Menn höfðu orð á þvi eftir þessa keppni að sennilega gæti það óviða gerst i heiminum að há- skóli viðkomandi lands tefldi við verkamannafélag og hvað þá að munurinn yrði svo litill sem raun varð á i þessari keppni. Guðmundur J. Guðmundsson varaform. Dagsbrúnar sagði eftir keppnina er hann þakkaði stúdentum fyrir skemmtilega og drengilega keppni að þeir Dags- brúnarmenn tækju þessum ósigri ekki verr en það að þeir ætluðu ekki að kæra keppnina að sið iþróttamanna. Hinsvegar þætti sér augljóst mál að stúdentar færu létt með próf sin við skólann fyrst þeim tókst að sigra Dags- brún i skák, slikt gerðu engir skussar. —S.dór Yísindasjóður Dýra læknafélags Islands Árið 1968 var stofnaður Visindasjóður Dýralæknafélags Islands, fyrir forgöngu Guð- brandar E. Hliðar, dýralæknis. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þau hjónin Guðrúnu Louisu Hliðar og Sigurð E. Hliðar, yfirdýralækni, en Sigurður gekkst fyrir stofnun Dýralæknafélagsins árið 1934 og var formaður þess um langa hrið. Hlutverk þessa sjóðs er að styrkja islenska dýralækna til framhaldsnáms eða visindanáms á verkssviði dýralækna, en einnig má veita verðlaun úr sjóðnum fyrir sérstakar rannsóknir. Sjóðurinn hefur eflst vonum fyrr, svo að nú er unnt að veita styrki úr honum árlega sam- kvæmt skipulagsskrá. Þann 4. april var úthlutað úr sjóðnum fyrsta styrknum, en þann dag hefði Sigurður Hliðar orðið niræður, ef honum hefði enst aldur. Styrkinn, að upphæð kr. 100.000, hlaut Þorsteinn Ólafsson, dýra- læknir, en hann stundar nú fram- haldsnám til licentiatsprófs við dýralæknaháskólann i Osló. Þorsteinn leggur einkum stund á þau fræði sem fjalla um ófrjósemi húsdýra og búfjársæðingar, en eftir þvi sem búf járrækt eflist hér á landi verða mál þessi sifellt þýðingarmeiri fyrir fjárhagslega afkomu bænda. Þar sem brýn þörf er fyrir aukna sérþekkingu og rannsóknir á þsssu sviði taldi sjóðsstjórnin rétt að veita Þorsteini styrkinn að þessu sinni. Að þvi er varðar stöðuna I uppeldisfræðum skal tekið fram, að endurskoðun á skipan kennslu og rannsókna I uppeldisfræðum, m.a. aðþvier varðar samstarf og verka- skiptingu stofnana á þessu sviði, kann að hafa áhrif á framtiðarvettvang þessarar iektorsstööu. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um framangreindar lektorsstöður, ásamt ýtar- legum uppiýsingum um námsferii og störf, skuiu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vik, fyrir 15. mai n.k. Stöður þessar voru áður auglýstar I Lögbirtingabiaði nr. 19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrest- ur er hér með framlengdur til framangreinds tlma. Menntamálaráðuneytið, \ 14. april 1975. Laust embætti er forseti Islands veitir Prófessorsembætti I byggingarverkfræði I verkfræðiskor verkfræði-og raunvlsindadeildar Háskóla islands er laust til umsóknar. Fyrirhugað er að rannsóknir og aðal- kennslugreinar verði á sviði fræðilegrar burðarþolsfræði og aflfræði fastra efna. Umsóknarfrestur er til 15. mai n.k. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmlöar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Embætti þetta var áður augiýst I Lögbirtingablaði nr. 19/1975 með umsóknarfresti til 1. þ.m. en umsóknarfrest- ur er hér með framlengdur til framangreinds tlma. Menntamálaráðuneytið, 14. april 1975. Laus staða Dósentsstaöa I svæfingafræði við læknadeild Háskóla ts- lands er laus til umsóknar. Staða þessi er hlutastaða og fer um veiting hennar og tilhögun samkv. ákvæðum 2. gr. laga nr. 67/1972, um breyting á lögum nr. 84/1970, um Háskóla tslands, m.a. aö þvi er varðar tengsl við sérfræöi- störf utan háskólans. Gert er ráð fyrir, að væntanlegur kennari hafi jafnframt starfsaðstöðu á sjúkrahúsi I Reykjavik. Umsóknarfrestur er tii 10. mai n.k. Laun samkv. gildandi reglum um launakjör dósenta I hlutastöðum I læknadeild i samræmi við kennslumagn. Umsækjendur um dósentsstöðu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vlsindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 8. aprll 1975.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.