Þjóðviljinn - 16.04.1975, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. april 1975
Náttúruverndarráð
HÆTTAN EKKI VERULEG
ef allar tiltœkar ráð-
stafanir eru gerðar
„Náttúruverndarráð þakkar
bréf yðar frá 19. febrúar 1975
varðandi fyrirhugaða kisil-
járnverksmiðju i Hvalfirði og
þau gögn, er þvi fylgdu. Með
tilliti til þeirra upplýsinga er
þar koma fram og annarrar
vitneskju, sem Náttúruvernd-
arráð hefur aflað sér um hlið-
stæðan iðnrekstur, m.a. á
Norðurlöndum, vill ráðið
koma á framfæri við yður
nokkrum ábendingum og mati
á vandamálum af þeim iðn-
rekstri, sem hér um ræðir.
Náttúruverndarráði er ljóst,
að öllum iðnrekstri fylgir ein-
hver mengun, þótt beitt sé
fullkomnasta hreinsibúnaði,
sem völ er á, og þekking á
skaðsemi iðnaðarmengunar
er enn takmörkuð. Verður þvi
ætið nokkur óvissa, er meta
skal áhrif slikrar mengunar,
og þau áhrif geta verið háð
staðbundnum aðstæðum.
Jafnfr. liggur fyrir að tækni
til varnar mengun frá iðnaði
er enn m jög i þróun og iðnaður
misjafnlega á vegi staddur i
þessu tilliti. Upplýsingar um
stöðu mála kunna þvi oft að
virðast mótsagnakenndar.
Reynsla af áhrifum af völdum
iðjumengunar er takmörkuð
hérlendis, svo að menn verða
að styðjast við þekkingu og
upplýsingar erlendis frá, er
nýjar iðngreinar koma til
sögu. Aðstaða til eftirlits og
sjálfstæðra rannsókna vegna
mengunaráhrifa hefur einnig
verið af skornum skammti og
þarf að ráða bót á hvoru
tveggja, ekki sist ef haldið er
áfram á braut stóriðju og áður
óþekkts iðnrekstrar i landinu.
Ber sérstaklega að hafa i
huga, að lifriki landsins býrvið
sérstæðar aðstæður og al-
mennt verður að gera ráð fyr-
ir, að islensk vistkerfi séu við-
kvæm fyrir mengunaráhrif-
um vegna norðlægrar legu
landsins og einangrunar.
Varðandi fyrirhugaða kisil-
járnverksmiðju i Hvalfirði er
það mat Náttúruverndarráðs
að hættan á skaðlegum áhrif-
um á lifriki vegna mengunar
af hennar völdum sé ekki
veruleg ef allar tilteknar var-
úðarráðstafanir eru gerðar,
og minni en af öðrum málm-
blendiiðnaði, svo sem af fram-
leiðslu mangan- og krómjárn-
blendis. Veldur þvi fyrst og
fremst annað hráefni svo og
annar tæknibúnaður til meng-
unarvarna. Þrátt fyrir ára-
tugareynslu af mikilli og
hvimleiðri rykmengun frá kis-
iljárnbræðslum i Noregi hafa
að sögn umhverfisyfirvalda
þar (Statens Forurensnings-
tilsyn, miljödepartementet)
ekki komið fram neinar upp-
lýsingar, sem benda til þess að
slik mengun hafi haft skaðleg
áhrif á gróður eða dýralif. Á
hinn bóginn var það einnig
upplýst að það hafði ekki verið
sérstaklega rannsakað, og að
sjálfsögðu höfum við ekki
reynslu af slikri starfsemi hér
á landi. Með þeim tæknibúnaði
til rykhreinsunar, sem þróað-
ur hefur verið á allra siðustu
árum, hafa skapast möguleik-
ar á stórfelldum úrbótum frá
þvi sem áður var til varnar
rykmengun út frá kisiljárn-
verksmiðjum og jafnframt
verið unnt að bæta verulega
innri starfsskilyrði i slikum
verksmiðjum.
Þó er aftöppun af bræðslu-
ofnum enn ófullkomin og fylg-
ir henni nokkur mengun i
vinnslusölum, sem áherslu
þarf að leggja á að dregið
verði úr.
Með pokasium hefur tekist
að taka fyrir sýnilegan rykút-
blástur frá bræðsluofnunum,
cn þá kemur upp sá vandi að
iosna á viðunandi hátt við ryk-
ið. sem þannig safnast fyrir.
Iláðið hefur um það upplýs-
ingartæknimanna f Noregi, að
endurnýting sé miklum vand-
kvæðum háð og hafi afköst
ofnanna, og þar meö orkunýt-
ing, lækkað um 8-10%, þegar
það hafi verið reynt, og jafn-
framt safnist fyrir úrgangs-
efni i þvl ryki, sem fer I endur-
nýtingarhringrás. Virðist
raunar auðséö, að fullkomin
endurnýting sé tæknilega og
fræðilega óhugsandi og spurn-
ingin aðallega hversu mikið sé
hægt að endurnýta og hversu
mikið verði að losna við á ann-
an hátt og þá hvernig. Um
þetta atriði sýnist náttúrur-
verndarráði ekki hafa borist
nægiiega skýrar upplýsingar
að þvi er fyrirhugaða verk-
smiðju i Hvalfirði varðar.
(Leturbreyt. Þjóðviljans.).
Mengun af völdum snefil-
efna,svosem málmsambanda
i útblæstri, virðist af fyrir-
liggjandi gögnum ekki likleg
til að valda tjóni, en gæti þó
9. april sl. sendi náttúru-
verndarráö frá sér álit á máÞ
hlendiverksmiöjunni i Hval-
firði. Alitiö fékk heilbrigðis-
eftirlit rikisins, en afrit af álit-
inu iðnaðarráöuncytið og hoil-
brigðisráðuneytið.
I bréfi sinu til heilbrigðis-
ráðuneytisins óskaði náttúru-
verndarráð eftir náinni sam-
vinnu við ráðuneytið og heil-
brigðiseftirlitið um skilyrði
fyrir veitingu starfsleyfis
handa málmblendiverksmiðj-
unni samkvæmt reglugerð
þeirri sem Magnús Kjartans-
son, fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra, setti um að fyrir-
tæki yrðu að afla sér starfs-
leyfis hjá heilbrigðiseftirlitinu
áður en starfræksla hæfist.
Morgunblaðið hefur þegar
(á sunnudag) birt meginhiuta
álitsgerðar náttúruverndar-
ráðs, en Þjóðviijinn birtir álit-
ið hér á eftir i heild:
Skýringa
óskað á því
hve mikið
af föstum
úrgangs-
efnum
losnar frá
verksmiðj-
unni og
hvernig það
gœti orðið
samkvæmt ofansögðu skapað
vandamál vegna sams;öfnun-
ar við endurvinnslu rykisins i
málmbræðslunni og þvi nauð-
synlegt að fylgjast vel með
þeim þætti svo og efnainni-
haldi allra hráefna, sem notuð
eru.
Önnur föst úrgangsefni, svo
sem gjall og steinefni úr deigl-
um, eru ekki i þeim mæli að
valda þurfi erfiðleikum, sé frá
þeim gengið með eðlilegum
hætti og jafnframt fylgst með
efnasamsetningu þeirra og á-
hrifum frá þeim við geymslu-
svæði.
Nokkur loftmengun með
brennisteinsdioxiði, SO 2,
virðist óumflýjanleg með nú-
verandi vinnslutækni en eðli-
legt er að gera kröfur um, að
henni sé haldið i lágmarki með
kröfum til hráefnis.
Náttúruverndarráð telur
miklu varða að fyrirtækið
verði frá byrjun búið full-
komnustu mengunarvörnum
sem völ er á, og strangt eftirlit
verði haft með viðhaldi og
stýringu þess búnaðar með til-
liti til umhverfisáhrifa frá
rekstrinum, sem kosti slikt
eftirlit og allar nauðsynlegar
úrbætur vegna tjóna, sem
rekja má til fyrirtækisins.
Náttúruverndarráð telur
mikilsvert að vistfræðileg
rannsókn á umhverfi verk-
smiðjunnar ásamt nauðsyn-
legum efnarannsóknum hefj-
ist sem fyrst, þannig að áreið-
anlegar niðurstöður varðandi
umhverfisaðstæður liggi fyrir
áður en rekstur hefst. Einnig
leggur ráðið áherslu á að slikri
alhliða könnun verði fram
haldið skipulega eftir að
rekstur hæfist, i samræmi við
áætlun er Náttúruverndarráð
lætur i té.
Náttúruverndarráð tekur á-
kveðið undir þá kröfu Heil-
brigðiseftirlitsins, að dregið
verði úr rykmengun frá hrá-
efnisflutningi til verksmiðj-
unnar með aðfærslu á lokuð-
um færiböndum og að komið
verði upp hlífum til varnar
foki frá hráefnisbingjum.
Strangt eftirlit verði með
rykhreinsibúnaði (pokasium
o.fl.) og tiðar mælingar gerðar
á ryki, sem berst i andrúms-
loft, bæði magni þess og efna-
samsetningu.
f rekstrarleyfi verði gerðar
bindandi kröfur um lágt
brennisteinsinnihald koks og
kola, sem notuð eru við vinnsl-
una til að draga úr brenni-
steinsdioxiði i útblæstri.
Náttúruverndarráði verði
gerð grein fyrir þvi hversu
mikið af föstum úrgangsefn-
um verði að losna við frá verk-
smiðjunni og með hvaöa hætti
þaðverði gert. Komi til álita að
efnið verði losað eða nýtt úti
við, verði.slikt einungis heim-
ilað að undangenginni athug-
un á snefilefnasamsetningu
ryksins og með samþykki
Náttúruverndarráðs hverju
sinni og verði þetta gert að
skilyrði við veitingu rekstrar-
leyfis.
Náttúruverndarráð telur af-
ar mikilsvert að sem best
samvinna megi takast við
Heilbrigðiseftirlit rikisins til
varnar gegn mengun almennt
og af völdum þess fyrirtækis,
sem hér er f jallað um sérstak-
lega, svo og við aðra aðila, er
hlut eiga að máli, þar á meðal
stjórn fyrirhugaðrar klsiliárn*
verksmiðju. Ráðið bendir á,
að meira samhengi er á milli
innra umhverfis vinnustaðar-
ins og þar með starfsskilyrða
þeirra er þar vinna, og áhrifa
á náttúrulegt ytra umhverfi en
virðast kann i fljótu bragði.
Um frágang við fyrirtækið og
hönnun mannvirkja og skipu-
lag mun ráðið að öðru leyti
fjalla sérstaklega.
1 sambandi við innra um-
hverfi kisiljárnverksmiðju vill
Náttúruverndarráð skýra frá
þeim upplýsingum, sem feng-
ust frá forráðamönnum Fiskaa
Verk i Kristiansand, er full-
trúar ráðsins voru þar nýlega
á ferð, að um 70% starfs-
manna i bræðsluskála hefðu
skerta heyrn, vegna sóns, sem
bærist frá rafbræðsluofnun-
um.Sónn' þessi er litt heyran-
legurrog hefur reynst erfitt að
fá starfsmenn fyrirtækisins til
að bera heyrnarhlifar. Er
þessum upplýsingum hér með
komið á framfæri við Heil-
brigðiseftirlit rikisins til at-
hugunar.
Náttúruverndarráð óskar
náinnar samvinnu við Heil-
brigðiseftirlitið og Heil-
brigðisráðuneytið um það,
hvaða skilyrði verða sett fyrir
veitingu starfsleyfis skv.
reglugerð nr. 164/1972.
Þá telur Náttúruverndarráð
að ýmsa lærdóma beri að
draga af meðferð þessa verk-
smiðjumáls hingað til með til-
liti til umhverfisþátta og
stofnanalegrar afgreiðslu, svo
og aðstöðu og tengsl þeirra
stofnana, er um þá hlið mála
eiga að fjalla lögum
samkvæmt. Mun ráðið álykta
sérstaklega um það efni siðar,
og vill eiga samvinnu við Heil-
brigðiseftirltið um heppilegar
vinnuaðferðir varðandi þess
háttar mál.
Með vinsemd og virðingu,
Eysteinn Jónsson, formaður,
Árni Reynisson, fram-
kvæmdastjóri.”
1 bréfi til iðnaðarráðuneyt-
isins óskaði náttúruverndar-
ráð sérstaklega eftir athygli
þessvarðandi feitletraða kafl-
ann hér á udnan. Biður ráðið
um að fá svo fljótt sem auðið
er upplýsingar um það frá
ráðinu hversu mikið af föstum
úrgangsefnum verði að losa
frá verksmiðjunni og með
hvaða hætti það gæti oröið.
Björn Bjarnason:
Nokkur orð til Agnars
Guðnasonar og J.H.
Þau fáu orð sem ég skrifaði i
Þjóðviljann 10. apr. sl. hafa orðið
tveim mönnum tilefni til and-
svara, Agnari Guðnasyni i Þjóð-
viljanum og einhverjum J.H. i
dálki Timans ,,Á viðavangi”.
Agnar ræðir málin á málefnaleg-
um grundvelli en það verður
naumast sagt um J.H.
Ég er algerlega sammála Agn-
ari um að vits sé þörf i vangæfu
og einmitt þessvegna skrifaði ég
þessi orð min i Þjóðviljann að ég
taldi að með niðurgreiðslu á á-
burðarverðinu væri ekki vitlega
að verki staðið.
Ég er þeirrar skoðunar að allt
frá gerð 6-mannanefndar sam-
komulagsins og til þessa dags
hafi stefna okkar i málefnum
landbúnaðarins verið ein óslitin
vangæfa. Ég var þessu sam-
komulagi andvigur þegar i upp-
hafi þó mig óraði þá ekki fyrir þvi
að það yrði slikur skaðvaldur,
sem raun er nú á orðin. Það gat
ekki leitt til annars en ófarnaðar
fyrir landbúnaðinn að létta þeirri
skyldu af bóndanum að hann yrði
að reka bú sitt á skynsamlegan og
hagsýnan hátt ef hann vildi halda
velli, en það var það sem gert var
með 6-mannanefndar samkomu-
laginu, þegar bóndanum á hinu
svokallaða meðalbúi eru tryggð-
ar meðaltekjur viðmiðunarstétt-
anna. En þetta svokallaða meðal-
bú er svo litið að afrakstur þess
verður að reikna á svo óhæfilega
háu verði að engri átt nær, til þess
að ná tekjum viðmiðunarstétt-
anna. Það er þessi rangi grund-
völlur sem óförunum veldur.
Reiknað út frá honum get ég fall-
ist á það með Agnari að verð-
mætasköpun þess fólks, sem að
landbúnaði vinnur yrði varla
meiri i alvöru atvinnurekstri.
Þá hefir þessi rangi grundvöll-
ur orðið til þess að stærri búin
hafa rakað til sin gróða, sem um
munar. Þeim, sem kunna að telja
mig fara hér með fleipur vil ég
ráðleggja að blaða vandlega i
fasteignaskrá Reykjavikur.
Agnar heldur þvi fram að bilið
milli bænda og viðmiðunarstétt-
anna hafi farið vaxandi, bændum
i óhag. Um það er ég á annarri
skoðun. Má i þvi sambandi benda
á, að ekki voru liðnir nema tveir
dagar frá gerð kjarasamning-
anna 26. febrúar 1974 þar til að
bændur höfðu fengið hækkun á
sinum framleiðsluvörum. Þessa
hækkun áttu svo viðmiðunarstétt-
irnar að bera bótalaust næstu
þrjá mánuði, en vegna þess að
visitalan var tekin úr sambandi 1.
júni, bera þær þessa hækkun
bótalaust enn þann dag i dag. Ég
veit ekki betur en allar hækkanir
á rekstrarvörum bænda hafi
komið inn i verðlagið jafn óðum
en ég hefi minna orðið var við að
hallarekstur heimilanna hafi
haldið vöku fyrir valdhöfunum.
Þá nokkur orð til viðavangs-
hlaupara Timans, J.H.
Meginhluti greinar hans snertir
mig persónulega, þvi hirði ég ekki
að svara en um þann hluta henn-
ar, sem varðar umrætt málefni
vil ég segja þetta:
Hann, J.H., eins og margir aðr-
ir, sem telja sig málssvara land-
búnaðarins vilja halda þvi fram
að allar niðurgreiðslur á verði
landbúnaðarva séu gerðar til
hagsbóta fyrir neytendur og séu
raunverulega styrkur til þeirra,
en þar er ég algerlega á öðru
máli. Ég tel niðurgreiðslurnar
eingöngu styrkveitingu til land-
búnaðarins, neytandanum til
verulegs óhagræðis. Með niður-
greiðslunum er verið að reyna að
blekkja verðskyn hans, telja hon-
um trú um að hann sé að kaupa
vöru sem sé honum hagstæðari en
önnur, láta hann gleyma þvi að
við búðarborðið greiðir hann ekki
vöruna að fullu, lokagreiðslan
kemur svo með skattseðlinum.
Það er ekki einu sinni svo að
neytandinn hafi frjálst val um
hvaða landbúnaðarvörur hann
kaupir, vilji hann verða þessara
„hlunninda” aðnjótandi, vilji
hann t.d. heldur nautakjöt en
rollukjöt, eru „hlunnindin” af
honum tekin; rollukjötið skal i
hann.
J.H. vill jafna saman niður-
greiðslum á áburðarverði og oliu-
styrknum sem veittur er vegna
húsakyndingar. Sá styrkur er
greiddur i peningum til notanda
eftir þar um gildandi reglum.
Væru niðurgreiðslur á verði land-
búnaðarvara og áburði styrkur til
neytenda ætti vitanlega sama
regla að gilda um þær niður-
greiðslur. Allar þær upphæðir er
nú fara til niðurgreiðslna á land-
búnaðarvörum væru þá greiddar
i peningum til neytandans og væri
honum i sjálfsvald sett hvaða
landbúnaðarvörur hann vildi
kaupa, eða þá hverja aðra vöru
sem hann teldi sér betur henta.
Niðurgreiðslur landbúnaðarvara
eru orðnar það háar upphæðir að
myndi nema nokkrum þúsundum
króna á hverjum mánuði til hvers
neytanda i landinu, sem hann þá
fengi til frjálsra afnota, án allrar
skyldu til að kaupa eingöngu viss-
ar tegundir.
Ég fæ ekki betur séð en að þeir,
sem i alvöru telja niðurgreiðsl-
urnar styrk til neytenda ættu að
geta fallist á þetta fyrirkomulag.
Björn Bjarnason