Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 7

Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 7
Miftvikudagur 16. april 1975 ÞJÓÐVILJINN—SIÐA 7 Alþýðubandalag Flj ótsdalshéraðs: Merkur fundur uiii landbúnað A skirdag boftafti Alþýftubanda7 lagsfélag Fljótsdalshéraðs til fundar um landbúnaðarmál I Valaskjálf á Egilsstöðum. Frum- mælendur voru Stefán Sigfússon búfræftikandidat, Páll Sigur- björnsson héraðsráðunautur, Jón St. Árnason bóndi Finnsstöðum, Guðmundur Beck bóndi Kolla- leiru og Helgi Seljan alþingis- maður. Einnig kom Lúðvik Jóscfsson alþingismaður á fund- inn. Fundurinn tókst í alla staði vel og var fjölsóttur, 68 manns. Stefán Sigfússon gerði grein fyrir stefnu AB i málum landbún- aðarins, og kom margt athyglis- vert fram. Páll Sigurbjörnsson héraðs- ráðunautur, flutti fróðlegt erindi um þróun landbúnaðar á Austur- landi sl. 10—15 ár i ræktun, bygg- ingum og einnig hvaða breytingar hafa orðið á bústærðum. Páll skýrði einnig frá könnun sem ráðunautar hafa gert um áætlað- ar framkvæmdir i landbúnaði næstu 5 ár á Austurlandi, áætlanir um fjölgun búfjár, nýbyggingar og vélakaup. Einnig ræddi Páll vanda nokkurra byggðarlaga þar sem byggð er í hættu vegna fá- mennis. Jón St. Árnason og Guðmundur Beck ræddu ókosti einyrkjabú- skapar, og nefndu þar ýmsa ó- kosti þessa búskaparforms t.d. ó- eðlilegt vinnuálag sem umfram er aðrar vinnustéttir i landinu. Hvöttu þeir bændur til meiri sam- vinnu i búrekstri. Helgi Seljan alþ.m. talaði um lánamál landbúnaðarins og þá einkum Stofnlánadeildina. Lýsti hann útlánum siðustu ára og láns- beiðnum sem nú liggja fyrir, skiptingu lánsfjár milli búgreina og vinnslustöðva. Hjá Stofnlána- deildinnieru nú umsóknir að fjár- hæð 1,9 miljarður, en ráðstöf- unarfé fyrir niðurskurð 75.0 mil- jónir. Góð þátttaka var i frjálsum umræðum að loknum framsögu- erindum, og margt fróðlegt kom fram, m.a. setti Lúðvik JósefsSon fram hugleiðingar út frá hug- renningum manna um stóriðju á Reyðarfirði. Hvaðan kæmi vinnu- aflið, úr landbúnaði, .iðnaði og sjávarútvegi á Austurlandi? Þjóðviljinn mun á næstunni birta erindi og ræður sem fluttar voru á landbúnaðarráðstefnu Al- þýðubandalagsfélags Fljótsdals- héraðs. Eins og menn vita eru nú háðar harðar deilur í leiðurum Tímans og Morgunblaðsins um sam- skipti íslands við Sovét- ríkin: Morgunblaðið er mjög áfram um það/ að rússar muni ætla sér að innlima Island á sitt áhrifasvæði með því að sýna framsóknarleiðtog- um gestrisni,. og fylgja þessu margar dylgjur og hæpnar fullyrðingar. Eru deilur þessar næsta fróð- legar, en fyrir utan hefðbundna móðursýki Morgunblaðsins eiga þær rætur til þess að rekja, að áhrifamenn hjá ihaldinu telja það sérstaka móðgun við flokk- inn, að hann skuli ekki fara með utanrikismál og þá viðskipta- mál. 1 leiðara i Timanum i gær hef- ur Jóni Helgasyni ritstjóra blöskrað svo málflutningur Morgunblaðsins að hann segir sem svo: „Mun slik aðdróttun (um njósnaferil nýs sovésks sendi- herra) fáséð við þær kringum- stæður i málgagni sjálfs for- sætisráðherrans, hvar sem leitað er i siðuðum löndum. Slikt er að sjálfsögðu ber móðgun af grófasta tagi og gæti helst gerst i Úganda.” Svo mörg eru þau orð i Timanum töluð. Og fylgja nú með til skrauts myndir af þeim Idi Amin Ugandaforseta, sem sannarlega hefur átt met i dólgslegum talsmáta og Styrmi Morgunblaðsritstjóra. Lærisveinninn Skiptaverðmæti loðnuafla Skiptaverftmæti loftnuaflans i ár veröur þriöjungi minna en var I fyrra, en þá var þaö tvö þúsund miljónir, en reikna má meft að i ár verfti þaö ekki meira en tólf til þrettán hundruft miljónir. Þessar upplýsingar voru birtar i útvarpinu á þriðjudagskvöldið. Þar var einnig sagt að meðal- hásetahlutur á vertiðinni nú væri 160 þúsund á mánuði með orlofi, hæsta skipi, eða skipi með 10 þúsund lestir. Trygging háseta er hins vegar aðeins 70.102 kr. pr. mán. Þessar tölur útvarpsmanna eru áætlaðar og fengnar þannig, að verð til báts, sem hefur fengið meðalafla, er áætlað að hafi verið 2,36 krónur fyrir kilóið af loðnunni að viðbættum einhverjum en um 320 þúsund á mánuði á greiðslum úr flutningasjóði, en hins vegar 2,50 kr. fyrir kilóið hjá aflahæstu skipum að uppgefinni þeirri forsendu að um stórt skip sé að ræða, sem fái méiri greiðslur úr flutningasjóðnum. Þá sagði orðrétt i útvarps- fréttinni: „Aflinn á loðnuvertiðinni var i kvöld orðinn 387.590 lestir og skiptaverð þess afla 917 miljónir og sjö hundruð þúsund, þar með taldar 42 miljónir króna úr flutningasjóði. 1 fyrra nam heildaraflinn 460 þúsund lestum og vantar nú rúmlega 70 þúsund lestir upp á að ná þeim afla. Skiptaverð heildar- aflans var i fyrra um 2 þúsund miljónir króna. Náist sami afli á þessari vertið, verður skiptaverð aflans um þriðjungi minni en i fyrra, eða tólf til þrettán hundruð miljónir króna. Kaup sjómanna á loðnuvertiðinni verður þvi nálægt þriðjungi lægra i krónutölu nú en i fyrra...” Þá var einnig fjallað um verð- mæti fiskafurða i sjónvarpinu sama kvöld, og kom þar fram, að verðmæti þorskaflans það sem af er árinu er helmingi meira en loðnunnar. —úþ Giftu þig eða Danska kirkjumálaráðuneytið hefursett presti einum þá úrslita- kosti að annað hvort gifti hann sig eða hann verði sviptur kjóli og kalli. Ástæðan fyi ir þessu er sú að presturinn hefur um nokkurt skeið búið i óvigðri sambúð með konu og einu barni þeirra. Þetta gerðist i tið fyrri stjórnar. Núverandi kirkjumálaráðherra hefur dregið i land og óskað eftir segðu upp! almennri umræðu um sambúðar- mál danskra klerka. Biskupar landsins hafa lýst sig samþykka úrslitakostum fyrrverandi ráð- herra. En prestar landsins eru ekki sammála sinum yfirboður- um. Til dæmis hefur formaður prestafélags landsins sagt að við- komandi prestur og sambýlis- kona hans hafi allan rétt til að ákveða sjálf hvaða sambýlisform þau búa við. taoasaaa 3 JlTI d tl AUGLYSING UM BREYTT SÍMANÚMER Fró 14. april er símanúmer vort 28144 Öryggiseftirlit ríkisins

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.