Þjóðviljinn - 24.04.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Síða 4
4 SÍÐA — Þ.IÓDVILJINN Fimmtudagur 24. april 1975. MOÐVIUINN UÁIGAGU SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS trtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann ítystjórar: Kjartan Ölafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 iinur) Prentun: Blaöaprent h.f. GLEÐILEGT SUMAR Verkfallsmenn á Selfossi hafa unnið fullan sigur i baráttu sinni fyrir mannrétt- indum, fyrir hugsjónum samvinnusam- taka og verkalýðshreyfingar Kaupfélags- stjórnin hefur neyðst til að gefast upp skil- yrðislaust, hverfa frá þeirri valdniðslu sinni að reka einn af bestu starfsmönnum fyrirtækisins fyrir það eitt að hann hafði aðrar skoðanir en kaupfélagsstjórinn á vissum þáttum i starfsemi fyrirtækisins og gerði grein fyrir þvi i kurteislegu bréfi. Þjóðviljinn óskar verkfallsmönnum á Sel- fossi til hamingju með sigurinn og sam- fagnar öllum þeim sem stutt hafa baráttu þeirra, samvinnumönnum og verklýðs- sinnum um land allt. Þessi sigur er þeim mun mikilvægari sem i honum birtast við- brögð almennings gegn ofstæki og valda- hroka sem mjög hafa látið á sér kræla að undanförnu, ekki sist eftir að núverandi rikisstjórn var mynduð. Má þar minna á dæmi eins og réttarofsóknirnar sem hafn- ar voru af þeim erindrekum erlends valds sem kenna sig við „varið land” og brott- rekstur löglega kjörins útvarpsráðs, að ó- gleymdri þeirri valdniðslu sem láglauna- fólk, aldrað fólk og öryrkjar hefur orðið að sæta að undanförnu og enn er verið að magna. Bæði athafnir og orð valdhafa benda til þess að stefnt hafi verið og sé að ofstækistimabili i islenskum þjóðmálum, og þvi hefur sigurinn á Selfossi gildi sem nær langt út fyrir það einangraða tilvik sem varð kveikja átakanna. Á Selfossi var tekist á um mannréttindi og hugsjónir, og einmitt þess vegna urðu viðbrögð landsmanna jafn skýr og af- dráttarlaus og dæmin sanna. Nú um all- langt skeið hefur barátta verklýðshreyf- ingarinnar á Islandi fyrst og fremst beinst að þeim verkefnum sem mæld verða i krónum. Einkaneyslan hefur verið talin hinn altæki mælikvarði, og i kjölfar þess hefur fylgt metingur milli starfshópa inn- an alþýðusamtakanna, gagnkvæmar á- sakanir og deilur sem engum hafa verið til gagns nema forréttindastéttunum i þjóð- félaginu. Hugsi hver launamaður aðeins um eigin afkomu, munu heildarsamtök launafólks aldrei ná neinum umtalsverð- um árangri. Það sem lyft hefur samtökum verkafólks og samvinnumanna á undan- förnum áratugum og gert þeim kleift að lyfta grettistökum er óeigingjörn sam- staða, hugsjónir félagshyggju og samá- byrgðar, hið einfalda boðorð: Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig var staðið að átökunum á Selfossi og þess vegna vannst sigur. í þeim anda þarf verkafólk nú að endurskipuleggja baráttu sina gegn blygðunarlausum árásum atvinnurek- enda og rikisvalds, sem staðið hafa linnu- laust i þrjá ársfjórðunga. Þar hrekkur skammt að telja krónur, hversu mikilvæg sem afkoma hvers einstaklings er, það sem eitt getur lyft baráttunni er sameigin- legar hugsjónir um betra og réttátara þjóðfélag, sem aukin mannleg réttindi, um sivaxandi efnahagslegt lýðræði, um þjóðfélag samvinnu og félagshyggju. Verði barist i þeim anda fær ekkert stað- ist. Með þessi markmið i huga óskar Þjóð- viljinn landsmönnum gleðilegs sumars. Þetta verður sumar örlagarikra átaka, og úrslit þeirra geta ráðið miklu um þróun þjóðmála á næstunni. Við göngum til þeirrar baráttu minnugir þeirra spurn- inga og þess ákalls sem enn hljóma frá Jó- hannesi úr Kötlum: Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir, visust af völum: ætlarðu að lifa alla tið ambátt i feigðarsölum á blóðkrónum einum og betlidölum? Er ekki nær að ganga i ósýnilegan rann, bera fagnandi þann sem brúðurin heitast ann út i vorið á veginum og vekja hann? —m Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi: Fé til greiðslu á fæðingarorlofi á ekki að taka úrsjóðum launafólks A ráðstefnu um kjör láglauna- kvenna, sem haldin var i lok janiíar, komu fram mjög ein- dregnar kröfur um, að konur á vinnumarkaði fengju almennt þriggja mánaða fæðingarorlof, eins og þær konur, sem unnið hafa hjá riki og sveitarfélögum. Bjarnfriður Leósdóttir, varafor- maður Verkalýðsfélags Akra- ness, fylgdi þessum kröfum eftir á Alþingi i febrúar með þings- ályktunartillögu, þar sem rikis- stjórninni var falið að taka þetta mál til meðferðar i sambandi við fyrirhugaðar breytingar á lögum um almannatryggingar. t tillög- unni var gert ráð fyrir, að allir at- vinnurekendur á landinu, hvort sem þeir hefðu karla eða kvenfólk i vinnu, stæðu straum af fæð- ingarorlofinu. Þessi tillaga Bjarnfríðar hefur veriðtilmeð- ferðar hjá heilbrigðis- og trygg- ingamálanefnd neðri deildar. Nú er komið fram á alþingi frumvarp borið fram af Ragnhildi Helga- dóttur o.fl. þar sem kveðið er á um þriggja mánaða fæðingaror- lof kvenna i öllum starfsstéttum, en höfuðmunurinn er sá, að orlof- ið á að greiða úr atvinnuleysis- tryggingasjóði. Þjóðviljinn leitaði álits Bjarnfriðar Leósdóttur á þessu frumvarpi. Ragnheiður Helgadóttir og fleiri þingmenn hafa rokið til og flutt frumvarp sama efnis, áður en málið kom úr nefndinni. Samkvæmt frumvarpi Ragnhildar á að greiða fæðingar- orlofið úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði, en þeirri hugmynd hef- ur verið mótmælt af þingmönnum Alþýðubandalagsins eins og fram hefur komið í blaðinu. Þjóðviljinn leitaði álits Bjarn- frfðar Leósdóttur á frumvarpinu um þriggja mánaða fæðingaror- lof. Hún sagði: ,,Þar kom að þvi, að jafnvel augu ibaldsins opnuðust fyrir nauðsyn þess, að allar vinnandi konur sætu við sama borð, hvað varðar fæðingarorlof. Þetta hefur verið baráttumál sósialista og Margrét Sigurðardóttir var fyrst til þess að hreyfa þessu máli á al- þingi á dögum Sósialistaflokks- ins. En það er táknrænt, að þegar ihaldið ætlar að reyna að gera þetta mál að sinu, er ráð fyrir þvi gert að standa straum af fæðing- arorlofinu, með þvi' að ganga á samningsbundinn rétt launafólks og sækja enn i atvinnuleysis- tryggingasjóð, sem hlaðinn hefur verið ýmsum skyldum á undan- förnum árum af þvi opinbera. Samið var um atvinnuleysis- tryggingasjóð i frjálsum samn- ingum milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda, og jafnframt gefið eftir i kaupkröfum af hálfu launafólks til þess að takast mætti að stofna sjóðinn. Þess- vegna er það fé, sem I sjóðinn hef- ur safnast ekkert annað en hluti af launum verkafólks. Verkalýðs- hreyfingin á að sameinast um að mótmæla kröftuglega þeirri fjár- mögnunarleið sem stungið er uppá i frumvarpi Ragnhildar. f þeirri þingsályktunartillögu, sem ég lagði fram á alþingi i vet- ur, var gert ráð fyrir þvi að allir atvinnurekendur i landinu, hvort sem þeir hefðu kvenfólk i vinnu eða ekki tækju á sig að greiða fæðingarorlof. Einmitt það finnst mér réttlætismál. Vinnandi karl- menn eru feður margir hverjir og eðlilegt að brot af launum þeirra Bjarnfríður Leósdóttir renni til þess að standa undir al- mennu fæðingarorlofi. Það er lika misskilningur að þetta gjald muni reynast atvinnurekendum algjör- lega ofviða. Á svæði Iðju hefur verið reiknað út i sambandi við launatengd gjöld, að 20 aurar á hvern starfsmann og klukkustund fari til þess að standa straum af núverandi þriggja vikna fæð- ingarorlofi. Á sama tima er gjaldið til Félags islenskra iðn- rekenda kr. 2.56 á klukkustund. Ef atvinnurekendur greiddu iðju- félögum i Rvik 90 daga fæðingar- orlof væri gjaldið á starfsmann á klukkustund kr. 1.20. Þetta er varla óyfirstiganlegt og mikið lægra yrði þetta gjald, ef það væri greitt af öllum atvinnurekendum. 1 samningum ASl við atvinnu- rekendur hefur orðið samkomu- lag um, að atvinnurekendur greiði verkakonum tveggja til þriggja vikna fæðingarorlof. Eðlilegt hefði veriðaðþessi timi væri lengdur nú á kvennaári, þeg- ar vaxandi skilnings gætir á rétt- lætismálum kvenna. Þvi á hins- vegar að mótmæla kröftuglega, ef einu sinni enn verður látið við- gangast, að gengið verði á at- vinnuleysistryggingasjóð”. ® ÚTBOÐ Tilboð óskast i 5800 m steinullareinangrun fyrir stálpipur i ýmsum sverleikum, fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið- vikudaginn 14. mai 1975, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Athygli bifreiðaeigenda er hér með vakin á þvi, að notkun negldra hjólbarða er almennt óheimil frá og með 1. mai næstkomandi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 23. april 1975.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.