Þjóðviljinn - 24.04.1975, Page 5

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Page 5
Fimmtudagur 24. april 1975. þjóÐVILJINN — StÐA 5 ÚTILEGUMAÐUR A DJÚPA VOGI? Laumast útilegumaður um afkima á Austfjörðum? Blaða- fregnir undanfarna daga bera, að mönnum hefur ekki tekist að skýra til fullnustu þau merki um mannaferðir t.d. i Loðmundar- firði, sem ýmsir hafa orðið varir við. Það er nýjast af Loðmundi þessum, sem liggur úti að frétta, að bóndinn á Teigarhorni á Djúpavogi fann nýlega bæli hans skammt frá fjárhúsum sinum. Bóndinn á Teigarhorni, Krist- ján Jónsson, hefur skýrt hrepp- stjóra sínum svo frá, að 14. eða 15. desember i vetur, hafi hann tekið eftir einhvers konar hrúg- aldi uppundir kletti, sem er um 30 metra frá fjárhúsum hans. Bóndinn hugði ekki nánar að þessu hrúgaldi, en um daginn þegar snjóa leysti, fór hann að klettinum og undir honum i svo- nefndu Reiðgili, fann hann dýnu, brekán og kodda. Engin önnur merki um mannavist þarna fann hann, svo sem matarleifar eða þesshátt- ar. t gær fór svo hreppstjórinn á Djúpavogi að Teigarhorni og með honum fréttaritari Þjóð- viljans, Már Karlsson. Már sagði svo frá: „Kristján á Teigarhorni bað hreppstjór- ann koma, þvi hann hafði fundið náttból útilegumanns. Bóndinn geymir þennan umbúnað i fjár- húsinu, þetta er dýna, gerð úr tveimur rúgsekkjum, fyllt með hagalögðum og koddi úr grófu, margstöguðu lérefti, einnig fylltur með hagalögðum. Undir dýnunni og koddanum var svo þunnt segl, nægilega stórt til þess að hægt væri að breiða það yfir sig lika, nota það sem sæng. Mér er nær að halda að seglið sé Bœli eftir mann fannst nœrri bœnum Teigarhorni í Djúpavogi af árabát eða vatnabát. t þrem hornum þess voru beinhringir, haganlega gerðir”. Kristján bóndi á Teigarhorni varð aldrei var við mannaferðir i vetur þarna, aðeins þennan umbúnað. Hann hefur nú til- kynnt fund sinn til sýslumanns- ins á Eskifirði. —GG íhaldið í Hafnarfirði: Ræðst á kjör verkamanna Bannar yfirvinnu bœjarstarfsmanna og skerðir kjör verkamanna um tíu þúsund krónur á mánuði Bæjaryfirvöld í Hafnar- firði hafa fyrirskipað bann við yfirvinnu hjá öllum starfsmönnum bæjarins. Yfirvinna verkamanna hjá bænum verður þó ekki með öllu aftekin/ heldur leyfist verkamönnum að vinna einn klukkutíma og korter i aukavinnu á dag. Þessi ráðstöfun þýðir i raun 10.000 króna tekjuskerðingu á mánuði fyrir verkamenn. Ráðstöfun bæjaryfirvalda er sögð stafa af ófyrirsjáanlegum f járhagsvandræðum bæjarfé- lagsins, og segja fulltrúar ihalds- ins i bæjarstjórn, að bæinn vanti um 120 miljónir króna til að endar nái saman á næsta ári. Fulltrúar stuðningsflokks ihaldsins, óháðir borgarar, segja fjárskortinn vera um 100 miljónir. Fjárhæðin sem bærinn hugsan- lega sparar með yfirvinnu skerð- ingu verkamanna nemur innan við tveimur miljónum króna. Draga úr vinnu um bjargræðistímann Verkamenn hjá Hafnarfjarðar- bæ hafa mótmælt ráðslagi bæjar- stjórnarihaldsins með bréfi, og i fyrradag fjölmenntu þeir á bæj- arstjórnarfund til að hlýða á bæj- arfulltrúa ræða tilskipun bæjar- stjórnar. Bæjaryfirvöld höfðu ekkert samráð við bæjarstarfsmenn, er þeir ákváðu kjaraskerðingu þeirra, heldur var ákvörðunin einhliða tekin og er nú ljóst, að verkamenn i Hafnarfirði verða að taka á sig alvarlega tekjurýrnun, tekjurýrnun sem er jafnhá og sú kauphækkun sem verkamenn annars staðar fá nú eftir kjara- samninga ASI og vinnuveitenda. Bæjarfulltrúar minnihluta- flokkanna i bæjarstjórn, þ.e. Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar, gagnrýndu ráðstöf- unina harðlega á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudaginn og bentu m.a. á að það væri undarleg stjórnsýsla, að draga saman segl- in nú, þegar framkvæmdatiminn er að hefjast. Ægir Sigurgeirsson, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins sagði þetta mál hafa tvær hliðar. Ann- ars vegar væri um að'ræða ein- hliða ákvörðun yfirvalda, án samráðs eða viðræðna við verka- menn. Hins vegar væri ljóst, að kjaraskerðingin þýddi gjaldþrot fyrir fjölda heimila. Ægir benti á, að væri bæjarfé- lagið i erfiðleikum, hlyti að vera hægt að kanna leiðir til að fá framkvæmdalán. Lágði hann til að unnin yrði ýtarleg greinargerð um greiðsluerfiðleika bæjarins, en ekki rokið til i fljótfærni og ráðist á kjör manna. Þá benti Ægir á, að nú væri mikil framkvæmdaþörf i Hafnar- firði, m.a. tengja lagningu hita- veitunnar. Verktakar vinna nú kvöld óg helgar, en um leið og vinna i Hafnarfirði eykst hjá ut- anbæjarmönnum og verkamönn- um sem vinna ekki beint hjá bæn- um, væri ráðist á þá sem vinna beint hjá bænum, þá sem nú und- irbúa lagningu hitaveitunnar, holræsagerð o.fl. Hvers konar fordæmi ætlar bærinn sér að sýna? Þetta er afskaplega alvarlegt fordæmi sem bæjarfélagið sýnir nú atvinnurekendum, sagði Ægir. thaldsmeirihlutanum tókst ekki að sýna fram á hver tekjuskerð- ing bæjarins raunverulega yrði, en benti á, að áætlaðar tekjur frá tsal hefðu i vetur verið taldar verða 112 miljónir, en sýnt væri, að þær yrðu undir 40 miljónum. Þá myndu útsvarstekjur lækka vegna skattlagabreytinga. Þann- ig er ljóst, að kaupgreiðslur sem bærinn hefur af verkamönnum eru varla til að mæta þessu, og ennfremur lækkar bærinn eigin útsvarstekjur með þvi að skerða tekjur verkamannanna. Þjóðvilj- inn fjallar nánar um þetta mál á næstunni. ■Meistarakeppni KSÍ — Melavöllun VALUR, bikarmeistari og ÍA, íslandsmeistararnir, leika í dag kl. 16 á Melavelli. Sjáiö spennandi leik iVALUR —GG Sígildar fermingargjafir Góö armbandsúr Rafhlöðuverk Rafhlööuvekjaraklukkur Skrifborðsklukkur Loftvogir Gull og silfurhringir Men og nælur Úra og skartgripaverslun Siguröur Tómasson Jón Dalmannsson úrsmiður gullsmiður Skólavöröustíg 21a FERÐINA. MEÐ Þúsundir ánægðra viöskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár. Ferðafréttir Sunnu eru komnar út! Fjölbreytt feróaval. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötn 2 símar 16400 12070

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.