Þjóðviljinn - 24.04.1975, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. april 1975.
Hafsteinn Hafliöason viröir fyrir sér þessi eintök af „Alþýöugreni” sem þeir I Peking sendu garöinum I
Reykjavik.
Er vorið í alvöru komið?
Er að þessu sinni óhætt að
treysta almanakinu, fagna
sumarkomunni á sumar-
daginn fyrsta? Skilja
úlpuna eftir heima og
spóka sig léttklæddur á
götum úti eða jafnvel
gægjast eftir vorgróðri úti
í garði?
Það var hlýtt í veðri í
Reykjavík á föstudaginn
fyrir;síðustu helgi,og Þjóð-
viljamenn fóru út til að
reyna að fá spurningunni
um vorkomuna svarað.
Kannski hefði verið
meira vit að spyrja veður-
fræðing en garðyrkju-
mann. Samt völdum við
garðyrkjumann, vegna
þess að við imynduðum
okkur að í skarkala og
mengun bæjarlifsins, væru
það helst garðyrkjumenn
sem varðveittu þá taug
sem bindur manninn við
gróðurmoldina og hefðu
kannski samband við
náttúruna eftir þeirri taug.
Er vorið komið?
spurðum við Hafstein Haf-
liðason, garðyrkjumann í
Grasgarðinum i Laugar-
dalnum.
Grasgarðurinn f Laugardal er
sérstaklega virðuleg visinda-
stofnun, þar sem geðgóðir sér-
fræðingar reika milli plantnanna,
hagræða þeim, fylgjast með vexti
og viðgangi og tala til gróðursins,
þvi að eins og allir vita þurfa
blóm og græðlingar tiltal og
tónlist, eigi vel að vera.
Grasgarðurinn heitir raunar
Hortus Botanicus Reykjavicensis
uppá latinu, og blómin skilja illa
annað tungumál.
„Það fer best á þvi að við lesum
fyrir jurtirnar valda kafla úr
Ovidiusi”, sagði Hafsteinn
Hafliðason, „við verðum lika að
kunna svolitið fyrir okkur i latinu,
þvi að við fáum fræ úr öllum
heimshornum og vart hægt að
ætlast til að finna islensk heiti á
allt.
Hvort vorið sé komið?
Já. Ég er amk. bjartsýnn
núna’'.
Crocusarnir bera blóm
Við spurðum Hafstein hvort
jurtir væru farnar að blómga —
hvort brum sæist á trjám.
„Það er nú varla ennþá. En þið
verðið að sjá crocusana hérna.
Þeir eru fyrstir að venju.”
Crocus — hvað er það?
,,Æ, það er svona litið blóm.
Það hefur verið kallað dverglilja
á islensku, en það notar ekki
nokkur maður”. Og við skoðuðum
hvita crocusa sem stungu
óneitanlega i stúf við umhverfið,
raka og vetrarlega moldina og
naktar trjágreinar.
í Laugardalnum eru eiginlega
þrjár stofnanir, reyndar allar
náskyldar, þ.e. Hortus Botanicus,
Ræktunarstöð Reykjavikur sem
reynir enn að halda lifi i „grænu
■ I Hortus
Botanicus
lesa menn
index
seminum og
álíta að
vorið sé
komið
byltingunni” og svo Trjá-
garðurinn i Laugardal. Rækt-
unarstöðin útvegar jurtir i garða
bæjarins, og þótt fjárskortur
valdi þvi að „græna byltingin” er
ekki til nema á pappir, þá er
furða hve mikil þörf er fyrir
græðlinga og blóm af ýmsu tagi.
„Við erum eiginlega „grænir
khmerar” hérna”, sagði Haf-
steinn og brosti.
Að vera garöyrkjumaður
Þetta með „grænu byltinguna”
— er raunveruleg þörf á sér-
stökum, afmörkuðum, ræktuðum
svæðum i Reykjavik — er bærinn
ekki enn i nánum tengslum við
land og gróður? spurðum við Haf-
stein.
„Já, það er þörf á gróðri, þörf á
skógi. Þú veist, maðurinn er enn
eins konar skógardýr. Við lifum
„Að vera
garðyrkju
maður—
það er
sérstök
lífsstefna”
enn i skógarjaðrinum. Að vera
garðyrkjumaður, það er eigin-
lega eins konar heimspeki, lifs-
stefna. 1 bókmenntum eru sér-
vitringar oft látnir vera garð-
yrkjumenn. Það er eitthvað afar
skýrt afmarkað og einfalt.
Ég veit nú ekki hvort æskilegt
er að grænir blettir i bæjum séu
klipptir og skornir, sléttir og
skipulagðir, en hitt er staðreynd,
að græni liturinn, gróðurlyktin er
róandi. Þaðer mjög gott að vera i
náinni snertingu við blómin hér.
Hinsvegar höfðar tómatarækt
ekki til min á nokkurn hátt.
En þetta með græna litinn —
það er ljóst, að það er félagsleg
þörf á gróðurvinjum i borgum.
Taktu eftir þvi, að maðurinn
hegðar sér allt öðruvisi i skógi
heldur en á berri sléttu. Ég held
að það sé afar litið um geðveiki
þar sem menn liffa i skógi. Og
fylleri er allt öðruvisi i skógi
heldur en i borg. Það er skjólið,
það er þetta græna sem hefur
róandi áhrif á fólk, dregur úr
árásarhvöt”.
Linnulaus leit
Hefur skógur vaxtarskilyrði
hér á landi?
„Tvimælalaust. En rannsóknir
verða að halda áfram, það verður
að halda áfram linnulausri
könnun á tegundum, við þurfum
að hitta á þær harðgeru tegundir
sem hafa aðlagað sig veðráttu
áþekkri okkar”.
Hortus Botanicus er skipt niður
i reiti, hver reitur afmarkaður,
hver planta ber sitt nafnspjald. í
gróðurhúsi garðsins fara stöðugt
fram tilraunir, þangað koma fræ,
sem garðurinn fær send frá sams
konar stofnunum i útlöndum.
„Allir slikir garðar eiga fræ-
lista, index: seminum, þar sem
tilgreind eru fræ, innlend og
erlend. Við hér eigum stuttan
lista, aðeins um 300 fræ”, sagði
Hafsteinn, ,,en erlendis eru fræin
i þúsundavis og við höfum lista
frá mörgum görðum og getum
pantað eftir þeim”.
Og við rekum augun i nokkur
græn strá, sem gægjast upp úr
rnold i plastpotti og áletrunin er
Pinus Bauksiana.
„Ég kalla þetta stundum
alþýðugreni, og það er eins og það
nýja heiti falli jurtinni vel”, sagði
Hafsteinn. „þvi að hún er hingað
komin frá Klna.”
Cannabis Sativa?
Ræktið þið hass hér?
„Nei. Ég veit nú ekki hvort það
er bannað. Fyrir mörgum árum
var hampur, eins og menn
kölluðu jurtina þá, hér út um allt.
Þetta er einær jurt. Þegar hún óx
hér vissu menn varla til hvers
hún væri brúkleg, og hefði raunar
ekki verið hægt að hafa af henni
not, þvi cannabis sativa þarf að
vera i 22 gráðu meðalhita til að fá
nýtanlegt hass”.
Maöur þritst
með gróðrinum
Hvenær er mesti annatiminn i
Hortus Botanicus?
„Það er i april og mai. Við
hérna hressumst allir samhliða
gróðrinum og erum fjári sprækir
fram i september þegar fer aftur
að verða hætta á næturfrosti. I
september veslumst við svo upp
eins og gróðurinn”.
Ertu nokkuð hræddur við fleiri
kuldaköst i vor?
„Við erum að sjálfsögðu bjart-
sýnir hér”.
Kveikja Grasagarðsins
Hafsteinn sagði okkur, að
kveikjan að Grasagarðinum hafi
veriðsú, að Hafliði Jónsson hóf að
safna saman i Laugardalsgarðinn
öllum þeim plöntum sem ræktað-
ar voru viðsvegar i görðum
Reykjavikur árið 1961 og unnt var
að ná til.
Við þetta bættist svo stórmerkt
safn hjónanna Katrinar Viðar og
Jóns Sigurðssonar af fslenskum
jurtum, er þau gáfu Reykjavfkur-
borg á 175 ára afmæli hennar. Af-