Þjóðviljinn - 24.04.1975, Síða 15

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Síða 15
Fimmtudagur 24. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Frá 3, umrœðu um efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar: Skila minna en 1/10 skattahækkunar til baka Stjórnarþingmenn hlaupa eftir fyrirmœlum Verslunarráðs segir Magnús Kjartansson Á kvöldfundi neðri deildar al- þingis i fyrrakvöld lauk 3. um- ræðu um frumvarp rikisstjórnar- innar um ráðstafanir i efnahags- málum. ÓlafurG. Einarssonmælti fyrir nýjum breytingartillögum frá fjárhags- og viðskiptanefnd (ým- ist nefndinni allri eða meirihluta hennar) og er sagt frá þeim á öðr- um stað i blaðinu i dag. Tölur Svövu staðfestar bað kom fram i ræðu Ólafs, að hann kvaðst ekki vefengja þær tölulegu upplýsingar, sem Svava Jakobsdóttir setti fram á fundi deildarinnar kvöldið áður varð- andi þyngri skattgreiðslur ein- stæðra foreldra heldur en hjóna með sömu atvinnutekjur. En hins vegar kvaðst hann vilja beita öðr- um forsendum við þann saman- burð og bera ekki aðeins saman atvinnutekjur, heldur atvinnu- tekjur að viðbættum greiðslum frá tryggingastofnun, en þá yrði útkoman önnur. Á að skera niður almannatryggingar? Magnús Kjartansson sagði, að á fundi nefndarinnar hefðu stjórn- arandstæðingar (Magnús og Gylfi) lagt til, að kveðið yröi á um að niðurskurður fjárveitinga bitnaði i engu á almannatrygg- ingunum, en á þá tillögu hefði stjórnarliðið alls ekki viljað fall- ast. Sagði Magnús að þeir Gylfi flyttu þvi tillögu um þetta. Magnús spurði siöan, hvort það væri máske meiningin að skerða framlög til almannatrygginga og minnti á, að fyrr um daginn hafði stjórnarliðið fellt tillögu um að aldrað fólk og öryrkjar fengju sömu h'ækkun á lifeyri og verka- fólk fær samkvæmt bráðabirgða- samkomulaginu, eða kr. 4.900.- Hlaupa frá eigin tillögu Þá skýrði Magnús frá þvi, að á sinum tima hafi fulltrúar stjórn- arflokkanna verið búnir að skýra frá þvi i fjárhags- og viðskipta- nefnd, að þeir myndu leggja til, að hinn svokallaði verðhækkana- stuðull i sambandi við afskriftir fyrirtækja yrði lækkaður frá aug- lýsingu fjármálaráðuneytisins úr 100% (sem þýðir allt að 31,5% af stofnfé i afskriftir og flýtifyrn- ingu) i 50% (sem þýðir allt að 26,25% af stofnfé i afskriftir og flýtifyrningu yfir árið). Nú legðu þeir stjórnarþingmenn hins vegar fram tillögu um að verðhækkana- stuðullinn yrði aðeins lækkaður i 70% frá auglýsingu fjármála- ráðuneytisins (sem þýðir allt að 28,35% af stofnfé i árlegar af- skriftirmeðflýtifyrningu). barna hefðu stjórnarliðar þvi hlaupist frá fyrri yfirlýsingum.Fulltrúar Verslunarráðsins hafi mætt á fundi hjá fjárhags- og viðskipta- nefnd og mótmælt þar mjög harð- vituglega öllum áformum um að lækka verðhækkanastuðulinn niö- ur i 50% frá auglýsingu fjármála- ráðuneytisins. — Nú væri komið i ljós, að stjórnarþingmennirnir i nefndinni hafi beygt sig fyrir kröfum Verslunarráðsins. Gefinn kostur á að fela stórgróða Siöan lýsti Magnús tillögu, sem hann flytur ásamt Gylfa Þ. Gisla- syni, um að verðhækkunarstuð- ullinn verði 50% þeirrar hækkun- ar, sem fjármálaráðuneytið hafði auglýst. Það er sá sami og stjórn- arliðar i nefndinni höfðu áður boð- að tillögu um af sinni hálfu. Með þessu sagði Magnús, áð aðeins væri ætlunin að prófa, hvort stjórnarliðið væri fáanlcgt til að standa við sinar eigin upp- haflegu lillögur, — hvort þaö treysti sér til að standa agnarlitið uppi i hárinu á Verslunarráði ts- lands. Og Magnús minnti á, að megintillaga Alþýðubandalags- manna, sem lögð var fram af Lúðvik Jósepssyni og búið var að fella af stjórnarliðinu, hafi hins vegar gert ráð fyrir þvi, að lagaá- kvæðin um flýtifyrningu og verð- hækkunarstuðul virkuðu alls ekki á þessu ári, en þannig yrðu há- marksafskriftir aldrei meiri en 15% af stofnfé i stað 28,35% sem stjórnarþingmenn nú leggja til. Magnús Kjartansson lýsti sið- an, hvernig atvinnurekendum er gert kleift að fela stórfelldan hagnað i rekstri fyrirtækja með þeim fyrningareglum, sem i gildi eru, og stjórnarliðið hyggst að- eins breyta á mjög óverulegan hátt. Þannig er ætlunin að gefa at- vinnurekendum kost á, að skjóta stórfelldum hagnaði fyrirtækja undan með lögmætum hætti og sleppa þannig við allar skatt- greiðslur af gróðamyndun, þar sem bókhaldið stæði á núlli, þótt i raun væri um mjög verulegan hagnað að ræða. Alþýðubandalagið bendir einnig á tekjuöflunarleiðir Siðan vék Magnús, að þeim fullyrðingum Sjálfstæðismanna, að tillögur Alþýðubandalagsins væru ábyrgðarlausar, þar sem ekki væri lögð til tekjuöflun á móti útgjaldaauka, sem þær til- lögur gerðu ráð fyrir. Kvaðst Magnús vilja mótmæla þessu og minnti á, að i tillögum Alþýðu- bandalagsmanna væri gert ráð fyrir sparnaði er næmi 1500 milj- Við birtúm hér stuttan kafla úr itarlegu nefndaráliti Lúðviks Jósepssonar um frumvarp rikis- stjórnarinnar um ráðstafanir i efnahagsmálum. Lúðvik segir: Hækkun rekstrarútgjalda 1050 milj. — Lækkun annarra fjárveitinga 3.500 milj. Nú boðar rikisstjórnin, að lækka þurfi fjárveitingar frá ný- lega samþykktum fjárlögum um 3.500 miljónir króna á þessu ári. öll þessi lækkun útgjalda á aö koma fram i fjárlögum til verk- legra framkvæmda, eins og skólabygginga , sjúkrahús- bygginga, hafnargerða og flug- vallargerða. Auk þess á svo að skera niður vegaframkvæmdir i stórum stil. i frumvarpi rikisstjórnarinnar, þvi sem hér liggur fyrir, kemur skýrt fram, að þessi niður- skurður. nær ekki til almennra rekstrarútgjalda rikissjóðs og ónum króna á rekstrarútgjöldum rikisins, en án þess að sá sparn- aður bitni á verulegum fram- kvæmdum eða félagslegri þjón-. ustu. Þá væri i tillögum Alþýðu- bandalagsmanna lagt til að fjölga skattþrepum og hækka þannig tekjuskatt hátekjufólks. Breyttar fyrningarreglur i samræmi við tillögur Alþýðubandalagsmanna myndu einnig gefa rikinu auknar tekjur. — Og varðandi tillöguna um fæðingarorlof allra islenskra kvenna þá hafi Alþýðubandalagið einnig lagt til ákveðna tekjuöflun, — það er, að atvinnurekendum væri gert að auka sinar greiðslur til Tryggingastofnunar rikisins i þvi skyni að mæta kostnaði vegna fæðingarorlofs. Hér er ekki um neitt ábyrgðar- leysi að ræða, sagði Magnús, heldur raunhæfar tillögur. Um tillögu nefndarinnar varð- andi það, að hækka heimildina til erlendrar lántöku um 800 miljónir króna vegna stofnlánasjóðanna, sagöi Magnús að hún væri til bóta, en næði þó allt of skammt miðað við þá gifurlegu þörf, sem um væri að ræða. Hækka fyrst skatta um 20 miljaðra lækka svo um 1.3 miljarða Þá minntist ræðumaður á þann mikla ágreining, sem uppi væri innan stjórnarflokkanna um hvernig ætti að framkvæma boð- aðan niðurskurð upp á 3500 milj- ónir króna, og sagði að margir stjórnarþingmenn héldu þvi reyndar fram i persónulegum viðræðum, að aldrei kæmi til þessa mikla niðurskurðar þvi að rikisstofnana. í greinargerð frumvarpsins segir, að rekstrar- útgjöld muni hækka frá áætlun fjárlaga um 1.870 miljónir króna sem bein afleiðing gengislækkun- arinnar. Frá því er hins vegar greint, að stjórnin geri sér vonir um að geta komið i veg fyrir 820 miljónir af þeirri útgjaldahækk- un, og verður þá enn eftir hækkun rekstrarútgjalda sem nemur 1.050 miljónum króna. Sú lækkun fjárveitinga — 3.500 milj. kr. — sem siðan er ráðgerð, á þvi að ná til annarra liða en rekstrarút- gjalda. Fiskveiðasjóð og 'Stofnlánadeild landbúnaðarins vantar á 3. mi|jarð Þá er i frumvarpinu einnig gerð grein fyrir lántökum stofn- lánasjóða og ráögerðu starfsfé þeirra. Þar kemur fram, að ætlunin er að skera stórlega niður ráðsöfnunarfé stofnlánasjóöanna hann væri með öllu óframkvæm- anlegur, — og væri þetta þvi að- eins sýndartillaga. Magnús ræddi nokkuð um alla þá miklu auglýsingastarfsemi sem stjórnarflokkarnir reyndu að halda uppi i sambandi við það sem þeir kalla skattalækkun upp á 2000 miljónir króna. Það hafi hins vegar verið ósköp hljótt um það i stjórnarbiöðunum, að við af- greiðslu fjárlaga var gert ráð fyrir að skattar að meðtöldum út- svörum hækkuðu uni yfir 20.000 miljónir, en mí væri aðeins verið að skila til baka 1300 miljónum af þessum 20.000 miljónum, þvi að 700 miljónir voru samkvæmt fjár- lögum til ráðstöfunar varðandi skattabreytingar. t áróðri stjórnarflokkanna væri varla á það minnst, þegar skattar hækkuðu um 20.000 miljónir, en það væri hins vegar blásið upp sem stóratburður, þegar minna en einum tiunda af þeirri upphæð væri skilað til baka, en þetta væri til marks um fádæma hræsni og yfirdrepsskap. Skylda rikisstjórnar gagnvart A.S.i. Þingmaðurinn kvað það sina skoðun, að rikisstjórninni hafi með tilliti til sinnar beinu aðildar að bráðabirgðasamkomulaginu um kjaramálin borið siðferðileg skylda til að framkvæma skatt- breytinguna i samræmi við óskir Alþýðusambands Islands, — það er að verja þessum tveimur miljörðum til að draga úr hækkun beinna skatta. Hins vegar kvaðst Magnús vera þeirrar skoöunar, að slik skipan gæti ekki verið skynsamleg til frambúðar, — að söluskattur væri svo langtum veigameiri þáttur i tekjuöflun rikisins, heldur. en tekjuskattur- inn. Þá skýrði Magnús frá þvi, að á fundi fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar hafi komið tveir fulltrúar frá Alþýðusam- bandinu og lýst þvi þar sem ósk Alþýðusambandsins, að ákvæðið i frumvarpinu um heimild til handa rikisstjórninni um nokkra lækkun söluskatts væri hreinlega fellt niður. Kvaðst Magnús hafa talið þá afstöðu næsta furðulega, og það á þessu ári.en það þýðir stöðvun framkvæmda eða samdrátt i at- vinnulegri uppbyggingu. Sem dæmi um þennan niðurskurð má nefna: Fiskveiðasjóður telur sig þurfa að hafa til útlána á árinu 1975 3.794 milj. kr. Sjóðurinn telur sig vera skuldbundinn að veita lán sem nema 3.368 milj. kr., en rikis- stjórnin áætlar, að ráðstöfunarfé sjóðsins verði 2.700 milj. kr. Samkvæmt þessu er ráðgert að Fiskveiðasjóður verði að stöðva lánveitingar til framkvæmda, sem nú eru i gangi, og að stöðva vcrði með öllu ný lánsloforð. Af- leiðingar slikrar stefnu yrðu hrikalegar. Viðs vegar um land hefur verið unnið að byggingu nýrra frystihúsa og annarra fisk- verkunarstöðva. Á nú að stöðva þessar framkvæmdir eða seinka þeim verulega? Stofnlánadeild iandbúnaðarins telur sig þurfa að hafa til útlána á árinu 1975 rúmlega 1.800 milj. kr. Rikisstjórnin hefur áætlaö deild- hafi reyndar komið i ljós, að þarna hafi alls ekki verið um til- mæli frá Alþýðusambandinu að ræða, þvi að engin samþykkt hafi verið gerð i þá átt, hvorki i stjórn Alþýðusambandsins eða i 9 manna samninganefnd þess. Hlutur aldraðra og öryrkja I lok ræðu sinnar vék Magnús Kjartansson siðan enn að þeim atburði, sem gerst hafði i deild- inni fyrr um daginn, er stjórnar- liðið felldi tillögu hans um hækk- un elli- og örorkulifeyris til jafns við kauphækkun verkafólks vegna bráðabirgðasamkomu- lagsins. Sagöi þingmaðurinn, að nú væri ekki verið að borga verkafólki launahækkun samkvæmt hækkun visitölu, þannig að hækkun hvers og eins væri i hlutfalli við það kaup, sem hann hafði fyrir, — heldur væri verið að borga öllu lágtekjufólki einu og sömu upphæð hverjum einstökum, óháð þvi hvort kaup var áður t.d. 40 eða 60 þús. kr. á mánuði, og þessi upphæð væri langt fyrir neðan það,sem Kaup- gjaldsvisitalan sagði til um. Við svona aðstæður er það ósæmilegt með öllu að aldrað fólk og öryrkj- ar njóti ekki þessa sama réttar og fái sömu krónutölu i slikar lág- marksbætur. Það að ætla sér að klipa af krónutölunni nú, verður með engu móti réttlætt með þvi, að lifeyrisgreiðslurnar hafi ein- hvern timan áður aðeins hækkað svo að þær héldu sama hlutfalli af verkamannakaupi, þvi að þá var almennt samið um hlutfallslega hækkun kaupsins miðað við það sem menn höfðu fyrir, en ekki um eina og sömu krónutölu eins og nú á að gilda um allt lágtekjufólk — nema lifeyrisþegana, sem margir hverjir hafa einmitt úr allra minnstu að spila. Magnús Kjartansson kvaðst vilja visa á bug öllu tali um að út kæmi full hækkun, þegar um væri að ræða tvo einstaklinga i hjóna- bandi, sem bæði nytu elli- eöa ör- orkulifeyris. Ástæða væri til að minna á, aðþað væru aðeins rúm- lega 2000 hjón á landinu, sem bæði nytu ellilifeyris, en hins vegar yf- Framhald á 17. siðu. inni starfsfé sem nemur 754 milj. króna. Samkvæmt þvi yrði Stofn lánadeildin að stöðva nær allar lánveitingar til vinnslustöðva landbúnaðarins og neita nýjum lánbeiðnum vegna vélakaupa og ýmissa framkvæmda bænda. Verði staðið að fjáröflun til stofnlánasjóða atvinnuveganna á þennan hátt, er augljóst, að stöðva á þá uppbyggingu i at- vinnúlifinu úti um land sem unnið hefur verið að. 50% samdráttur í vega- og brúargerð Vegaáætlun fyrir árið 1975 hef- ur nýlega verið lögð fram á Al- þingi. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að minnsta kosti 50% niðurskurði að magni til i vega- og brúarframkvæmdum frá þvi, sem áður hafði verið áætlað. Þessi dæmi nægja til að sýna hvert er stefnt með samdráttar- stefnunni, en mörg fleiri dæmi mætti nefna. Úr greinargerð Lúðvíks Jósepssonar: Stofnlánasjóð skortir stórfé Rekstrarútgjöld ríkisins munu hœkka en framkvœmdir dragast saman

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.