Þjóðviljinn - 24.04.1975, Side 20

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Side 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. apríl 1975. Um vegferðarljóð Ingólfs Davíðssonar °g fleiri verk Hægt er aö leggja ýmiss konar mat á ljóð: eftir lifs og lista gildi, söngva mýkt og sagna auðlegð, meginkynngi og myndagnótt. Ýmist skirskota þau einkum til hugar eða hjarta, og er einu skáldi þá fyrr nefnd, en öðru siðar greind list sérstaklega léð. Þann- ig hélt Einar Benediktsson þvi fram, að Ibsen hefði verið heil- ans, en Björnson hjartans skáld. Samkvæmt þeirri skilgreiningu, telst Einar liklega til flokks Ib- sens, en Jónas Hallgrimsson er þá skyldari Björnson, svo að dæmi séu nefnd. Svipað má visast segja um Ingólf Daviðsson, sem gaf út sina fyrstu kvæðabók, Vegferðarljóð, siðari hluta árs 1973 og Leiftur h.f. kostaði. Má þvi og segja, að af henni sé komið nýjabragðið. En þess vegna er hér á hana minnst að fyrir henni hafa engar básúnur verið barðar til þessa. Hið eina sem ég hef séð skrifað um þá bók, er skilningsglögg og greinargóð ritfegn, sem birtist i Timanum skömmu eftir að ljóðin komu út. Var höfundur Karl Kristjánsson. Ætla ég mér ekki þá dul að bæta um þá grein, en vel gæti hún hafa farið fram hjá einhverjum, sem þetta les. Ingólfur Daviðsson hefur is- lenskan svip. Þó er hann fyrst og fremst norðlenskur, en ber um fram allt eyfirskan blæ, likt og Jónas, eða þá Hannes Hafstein, notar oft sömu hætti og þeim voru tamir. Yrkisefnin eru tiðum svip- uð, svo sem mannfagnaður, ferðalög, eldgos, blóm og kven- fólk. Hann er oft glettinn og gam- ansamur, en aldrei grár. Hvorki er hann eftirherma né bergmálar önnur skáld, aðeins minnir á þau eða aðra fræðimenn, lætur allt flakka, likt og Ólafur Daviðsson, enn einn samsýslungi hans. Skáldið er ekki mjög formfast, á til að láta rimorð yrkja fyrir sig. En það gerðu þeir Jónas og Hannes lika stundum, og var talin kurteisi á þeirra dögum. Hvi get- ur það ekki einnig verið svo af nú- timamönnum eins og Ingólfi? Heiti bókarinnar er réttnefni. Ljóðin fjalla um feril og lif höf- undar og samtfðarmanna hans frá vöggu til grafar. Fylgt er is- lenskri braghefð, það er stuðlum, höfuðstöfum og hrynjandi. Eru ljóðin oftast rimuð, sem reyndar er ekkert sérislenskt fyrirbrigði, þvi að rim hefur tiðkast a.m.k. i öllum germönskum málum frá þvi snemma á öldum þar til nú- verið, að sáluhjálplegt hefur þótt að fella niður allt slikt erfðagóss á voru landi, ef menn ættu að telj- ast skáld með skáldum. En Ingólfur Daviðsson lætur þær kenningar sem vind um eyru þjóta og fer sinu fram. Telja má, að einkunnarorð felist i þessari vfsu: Ljóðafórnir ég bcr á borð, besta gjöfin er vængjað orð. — Þó Pegasus stundum á hlaupun- um hnjóti ' hygg ég, aö lesandinn sprettanna njóti A Hulduljóðaskáldið minnir t.d. Málarinn á heiðinni. Þetta er upphafið: Mér leiðist Hellisheiði með hraunin mosagrá. Þar gufa gýs úr jörðu, en grösin eru fá. Kvæðið Heklugop 1947er að efni til ekki ólikt Fjallinu Skjaldbreið eftir Jónas, en háttur sami og Skarphéðins I brennunni, sem Hannes Hafstein kvað. Það hefst svona: Kammlega hrikti, rofnaði gnlpan. Sprakk sundur jörðin og spúði ösku. Hraunflóðið braust upp úr djúp- unum dunandi, hans dró fyrir sólina gosmekki brun- andi. Dimmrauðum björgum úr bálinu þeytandi, blikuðu eldstrókar himinsins leit- andi. Eins konar eftirmáli er þetta stef: Hátt krauma enn hrækatlar vitis. Sitja 1 hllðum svartir skaflar, trautt mun ég trúa þér tröllvættur forn, skapandi máttur og skaðræðis norn. Eiginlegast er þó Ingólfi að yrkja um blóm og tré, enda er hann grasafræðingur að menntun og ann öllum gróðri heils hugar. Fyrst Blómavísna (1944) er þann- ig, og eru þær ortar undir sama hætti og Fifilbrekka J.H.: Blessuð eyrarrósin rjóð, rauða litar elfarbakka. Blá af fjólu brekka góð, býr I hólma hvannastóð. Leik ég mér að lokasjóð, llka ögn á berjum smakka. Blessuð eyrarrósin rjóð, rauða litar elfarbakka. Kem ég þá að þeim flokki kvæða Ingólfs, er mér þykir að saman- lögðu bestur og hann kallar Hafn- arlykil. Til skýringar er rétt að: geta þess, að hann var einn afl þeim sjö stúdentum, sem fyrstir útskrifuðust frá Menntaskólai Akureyrar 1929 og sigldi að loknu' stúdentsprófi til kóngsins Kaup- mannahafnar, hóf nám i náttúru- visindum við háskólann þar og lauk prófi sem magister i grasa- fræði eftir 7 ár. 1 Hafnarlykli er lýst tildrögum að siglingu hans og lifi landa i Borginni við Sundið, freistingum, sem þeir falla i, heimþrá og hugarangri. Man ég ekki til að hafa séð ferli Frónbúa þar betur lýst i ljóði er hér er- gert. Á þetta jafnt við lestur sem' skemmtanir. En engin vanþörf hefði verið á, að skýringar hefðu fylgt, þar sem nöfn eru nefnd, eins og t.d. i þættinum Þorláks hóf. Hins vegar þekkja allir þessa mynd i kvæðinu Boðað ti fundar: Þá gengur fram prófessor glett inn á svip gamansöm þyiur kvæði. Og Blöndal minn syngur við gitarsins grip — góð eru skæðín bæöi. — Þeir ávaxta islensk fræði. Best þykir mér Ingólfi takast, þar sem hann gerir upp dvöl sina I Höfn: Fyrrum þekkti ég hana Höfn, hreykinn sigldi um islandsdröfn. lærði á bók og lærði á lýð Ijúfa sjö ára stúdentstið. Löngum voru mér blómin bræð- ur bliðust stund út I grænum lund, Forlögum sá er fyrir ræður, flest lét heppnast við Eyrarsund. Þó að eitthvað smávegis megi finna að forminu þarf i þvi enginn áfellisdómur að felast. Ofstuðlun kom lika fyrir meistarann Hall- grim Pétursson eins og Ingólf Daviðsson i hans vængjuðu orð- um, sem hann vikur að i einkunn- aróði sinum og vitnað var i hér að framan. En hvað niðurstöðu hans viðkemur, þá vita allir, sem Ing- ólf þekkja, að þar er ekki farið með neitt skrum. Hann stundaði nám sitt kostgæfilega, lauk þvi með sæmd á hæfilegum tima, kvæntist ágætri, danskri konu, sem hann fórnar viða fallegum visum. Ein þeirra er þessi: Sumar i lofti, sólin skin, sætlega angar jörðin. Fagnandi brúður biður mln I borg við Limafjörðinn. Ingólfur Davtðsson Höfuðkostur Vegferðarljóða er einmitt heilbrigt lifsviðhorf. Skáldið hefur komist á rétta hillu, er óvilsamt, aldrei neitt ,,aum- ingja ég” i ljóðum þess eða vis- um, eins og segja má, að sé nú tiska i skáldskap. Hann Ingólfur Daviðsson hefur álltaf haft gam- an af að læra og lifa, enda nennt hvoru tveggja undanbragðalaust. t formála Hafnarlykils farast honum svo orð meðal annars um tilefni þess, að hann, fátækur sveinn, varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að sigla til framhaldsnáms: i Smiðjuhólsflekkinn mér borið var brél — bjartur þráður I forlagavef —: Stóri styrkurinn fenginn. — Sjáðu, faðir, ég sigli I haust, sest i háskólann vandræðalaust, hugur á Ilafnarslóð genginn; hreyfum fagnaðarstrenginn. En móður sinnar minnist hann svo meðal annars: The Folklore of Ireland. Sean O’Sullivan. Drawings by John Skelton. B.T. Batsford 1974. Bókin er gefin út i safnritinu ,,The Folklore of the British Isles”, ritstjóri er Venetia J. Ne- wall. 1 þessari bók eru gefnar út áður óprentaðar irskar þjóðsög- ur, eftir handritum úr þjóðfræða- deild háskólans i Dyflinni, og eru þær þýddar fyrir þessa útgáfu. Ir- ar eiga elstu bókmenntir Evrópu- þjóða á eigin tungu, og þvi voru ýmis ævintýri og þjóðsögur skrá-' settar þar mun fyrr heldur en meðal annarra Evrópuþjóða og hafa þvi einstakt gildi fyrir þjóð- fræðirannsóknir. Irar urðu að sjá sjálfum sér fyrir skemmti- og dægrastyttingaefni eins og aðrar þjóöir áður en prentun bóka hófst og læsi varð almennara. Þeir styttu sér stundirnar með dansi, söngvum, leikjum og sögum, sög- urnar tjáðu anda hvers tlma, ævintýraheima, sein nú eru Iöngu horfnir úr meðvitund þjóðarinn- ar, en voru festir á blöð fyrir langa-löngu. Flökkusögur frá austurlöndum bárust til Irlands, og svo voru sögurnar, sem rnót- uðust í landinu sjálfu. Inntak og boðskapur þeirra er fjölbreytileg- Man ég þlna mjúku hönd, mildi og hollráð gefin. Frá þér út I fjarlæg lönd fékk ég móðurbréfin. Mér er ókunnugt um, hve hár sá styrkur var, sem Ingólfur fékk tilkynningu um i Smiðjuhóls- flekknum og úrslitum réð um það, að hann gat gengið menntaveginn og lært grasafræði til prófs, en siðan ræktað akur sinn til ómet- anlegs gagns fyrir land og lýð. En ég er sannfærður um, að það framlag hefur borið góðan ávöxt. Þegar eftir heimkomu sina að loknu námi hóf Ingólfur grasa- fræðiathuganir i sumarleyfum sinum og hélt þeim stöðugt áfram viða um land, birti niðurstöður i Náttúrufræðingnum og viðar. Oftast fór hann gangandi. Af þeim ferðum taldi hann sig hafa bæði heilsubót og skemmtun.enda segir svo I Eftirmála: Gakktu, hlauptu, rlddu götur, fjöll og dal. — Það bilar ekki hjarta I brattgengum hal. Auk ritgerða um gróðurathug- anir, hefur Ingólfur birt fjölda greina i Náttúrufræðinginn um fræði sin, ætið svo ljóst og skemmtilega skrifaðar, að fáir visindamenn hafa staðið honum á sporði i alþýðlegri framsetningu. Þolir hann þar samanburð við brautryðjendurna, Árna Frið- riksson og Guðmund G. Bárðar- son, stofnendur þess ágæta rits. tslenskri garðyrkju hefur Ingólfur Daviðsson verið mikill haukur I horni sem ritstjóri Garð- yrkjuritsins i mörg ár, fræðari um ræktun grænmetis, skaðsemi jurtasjúkdóma og varnir gegn þeim. Mesta ritverk hans mun þó vera Garðagróður, leiðbeiningar um blómrækt og trjárækt og eins konar garðaflóra Islands um leið, falleg bók sem hann og annar öndvegis grasafræðingur til, Ingi- mar Óskarsson, skrifuðu i félagi. Þá hefur Ingólfur Daviðsson skrifað kennslubók i grasafræði, Gróðurinn, sem um langt skeið hefur verið notuð við kennslu i unglingaskólum og virðist þvi hafa hlotið mikla viðurkenningu. ur. 1 þessari bók eru margvisleg- ar tegundir sagna, hetjusögur og goðsögur, legendur, sögulegar frásagnir,blandaðar allskonar þjóðtrú, bænir, gátur og söngvar og ballöður. I bókarlok eru bókar- skrár, registur og efnisská. Anglo-Saxon England 3. Edited by Peter Clemoes... Cam- bridge University Press 1974. t þessu ársriti eru birtar grein- ar, sem snerta engil-saxa, menn- ingu þeirra, tungu og sögu. Tólf fræöimenn erú taldir útgefendur auk Clemoes. Greinarnar eru sextán auk bókaskrár frá 1973 um rit I þessari fræðigrein Meðal greinanna er ágæt grein eftir Nigel F. Barley um litahugtök i forn-ensku önnur eftir Michael Hunter f jallar um mat á fortið og sögu meðal engils-saxa. Sú grein á vissulega erindi til islenskra fræðimanna i sambandi við rann- sóknir isl. miðaldasagnfræði, einnig grein Christine Fell um lokakaflann i Sögu Játvarðar konungs hins helga, þar sem segir frá flutningi engil-saxneska manna til Byzanz eftir valdatöku normarina á Englandi Frásagan i Játvarðarsögu er staðfest af byzönskum heimildum, Orderic Vitalis og Goscelin (Acta San- AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI Kem ég þá að nýjustu bók Ingólfs, er heitir Blómin okkar. Þar segir þó einnig frá dýrum og sambandi þeirra við jurtalifið. Er hún skrifuð i samtalsformi og ætl- uð 10-12 ára börnum. Ætla ég, að hér sé þörf og góð bók á ferð og gerð af mikilli iþrótt, eins konar smásögur, þar sem fyrirspurnir og svör um furður dauðrar og lif- andi náttúru eru lögð i munn barna og fullorðinna á skáldlegan og skemmtilegan hátt. Ég nefni aðeins tvo kafla, sem hrifu mig þegar við fyrsta lestur. Heitir annar þeirra Fæðukeðjan, en hinn Græna undrið. Enn á ný er að vora. Græna undrið gerist fyrir augum allra dag frá degi og nótt eftir nótt. Nú verður heillandi að hafa þau opin fyrir leyndardómum lifsins og fylgjast með ævintýrum þessa undurs náttúrunnar. A það jafnt við unga sem aldna. Ég ráðlegg þvi foreldrum, öfum og ömmum, að ógleymdum kennurum, helst öllum, að lesa þessa bók vel og veita börnum fulltingi við að skynja þær vitranir, sem taka óð- Eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi um að birtast með undrahraða allt i kringum oss. „Með nýrri sjón yfir hauður og haf sá horfir, sem blómin skilur,” kvað Einar Benediktsson, þvi að hið dáfagra kvæði hans, t Slútnesi, endar á þessum orðum. Viðar er þó fallegt gróðurriki en þar. Jónas Hallgrimsson kallaði blómin „smávini fagra, foldar-skart” i Hulduljóðum sinum, eins og kunnugt er. Flestum núlifandi islendingum framar hefur grasafræðingurirm og skáldið Ingólfur Daviðsson stuðlað að auknum skilningi á þessum smáu, fögru vinum vor- um og yndisleik þeirra, bæði með blómaljóðum sinum, gróðurrann- sóknum og garðyrkjufræðslu. Honum sé heiður og þökk fyrir það allt. Gleðilegt sumar. Hafnarfirði, á sumarmálum 1975, Þóroddur Guðinundsson. ctorum Maii. Antwerpen 1688, bls. 410). Þrátt fyrir þessar heim- ildir hafa islenskir fræðimenn hyllst til að taka ekkert eða litið mark á kaflanum um þessi efni i Játvarðarsögu, hvort heldur af vanþekkingu á byzönskum heim- ildum eða öðrum. Það er aðeins i útgáfu sögunnar 1852, sem Rafn og Jón Sigurðss. sáu um (Ann aler for Nordisk Oldkyndighed og Historie, bls. 3-43) að vitnað er I Orderic Vitalis. Fleiri greinar eru i ritinu sem margar hverjar snerta islensk efni eins og flest það, sem snertir menningu og sögu engil-saxa. Collected Essays 1952-1972 Gore Vidal. Heinemann 1974. Gore Vidal er lipur penni, hann hefur lengi skrifað i blöö og tíma- rit um fjölbreytileg efni, og nú er gefið út safn nokkurra greina hans. Eitt einkenni hans er fjar- lægð hans frá persónum og at- burðum, það er likt og efnið snerti hann litið, en þó rýnir hann það og lýsir flestum mönnum betur. Það hefur verið sagt um hann, að hann skrifi um þá dauðu, eins og þeir væru lifandi, og um þá lifandi eins og þeir væru dauðir. Með þeirri afstöðu hefur hann frjálsari hendur og forðast með þvi hlut- töku og of náin tengsl viö viðkom- andi „fórnardýr”. Hér eru grein- ar um Tarzan, Nixon, Mishima, nýju frönsku skáldsöguna, klám, Kennedy o.fl. o.fl. Efninu er rað- að eftir timaröð. Þetta eru skemmtilegar greinar, eins og skáldsögur hans eru einnig, t.d. Julian (Aposta) og Bur> síöastnefnda er ný af ni

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.