Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 bandarikjamanna gegn stjórn- völdum sinum átti eftir að magn- ast og breytast i þjóðarvakningu sem ekkert fékk staðist. Tugir þúsunda ungra bandarikjamanna neituðu herkvaðningu, tóku á sig refsingar eða flýðu land. Her- mennirnir sem sendir voru til Vietnams neituðu að berjast sið- ustuárin. Bandarikjastjórn hafði kallað styrjöldina i Vietnam yfir sitt eigið þjóðfélag. Og um leið og Bandarikjamenn, almenningur og fjölmiðlar, tóku að efast um réttsýni og dómgreind stjórn- valda sinna kom margt ófagurt fram i dagsljósið. Einmitt til þessara atburða má rekja þau ógnarhneyskli sem hafa rist - bandariskt þjóðfélag i sundur á siðustu árum. Jafnt forseti lands- ins sem varaforseti hafa reynst ó- tindir afbrotamenn, skattsvikar- ar, þjófar og meinsærismenn og hrakist úr stöðum sinum með smán. t fyrsta skipti i sögu sinni hafa Bandarikin hvorki þjóðkjör- inn forseta né varaforseta. Dóms- málaráðherrar og aðrir valds- menn hafa verið dæmdir i tukthús fyrir hina ótrúlegustu glæpi. Sið- ferðislegt traust manna hvar- vetna um heim á forustu Banda- rikjanna er i algeru lágmarki. Sá dollari sem áður var talinn hellu- bjarg auðvaldskerfisins hefur molnað sundur: Bandarikin eru hrjáð af efnahagskreppu sem magnast i sifellu. Sú kreppa er i eðlilegum tengslum við styrjöld- ina i Vietnam, þegar þess er gætt að svo er ástatt innan stórveldis- ins, að þeir sem starfa i þágu hersins, gegna herþjónustu, vinna að- hergagnaframleiðslu eða eru atvinnulausir eru 26% af ibúum Bandarikjanna. Auðhring- ar og hergagnaframleiðendur hafa hagnast óhemjulega á morð- um og tortimingu i Vietnam. Friður leiðir til minni gróða, samdráttar, atvinnuleysis. Einu átökin í Saigon bað er átakanleg og lærdóms- rik staðreynd að einu ofbeldis- verkin sem framin voru þegar Saigon féll voru átök bandarikja- manna við skjólstæðinga sina, VL-mennina i Vietnam. Þegar siðustu bandarikjamennirnir flýðu i ofboði i þyrlum af þökum húsa sinna vildu VL-menn fá að fara með, eins og konan sem skrifaði i Morgunblaðið i fyrra að ef herinn færi frá Islandi færi hún lika. Bandarisku hernaðarsér- fræðingarnir og embættismenn- irnir réðust á VL-menn, skutu þá, börðu þá og misþyrmdu þeim, vörpuðu yfir þá táragasi. Auðvit- að hafa bandarikjamenn verið að hugsa um að bjarga sjálfum sér fyrst, en ætli þessi heiftarfullu viðbrögð hafi ekki einnig verið til marks um þann hug sem hroka- fullir erlendir valdsmenn i her- setnum löndum bera ævinlega til auðmjúkustu þjóna sinna. Það kann að vera öruggara fyrir VL- menn hvar sem er i heiminum, einnig hér á Islandi, að hafa fyrra fallið á, ef þeir geta ekki hugsað sér að lifa á ættjörð sinni nema hún sé hernumin. Þeir eiginleikar sem aldrei meiga bila Vietnamar hafa háð langa bar- áttu fyrir þeim verðmætum sem Ho Chi Minh kvað öllum öðrum dýrmætari: frelsi og sjálfstæði. I meira en þúsund ár lutu þeir yfir- drottnun kinverja, frá árinu 111 f. Kr. til ársins 939. Þá lýstu þeir yf- ir fullveldi — átta öldum áður en bandarikjamenn lýstu yfir sjálf- stæði sinu. Meðan ég dvaldist i Vietnam kynntist ég þvi að þeir hafa þessa fornu frelsisbaráttu sina gegn Kinverjum á hraðbergi, hún er jafn sjálfgefinn þáttur i hugarheimi þeirra og frásagnir Islendingasagna sumum hérlend- um mönnum. Vietnamar áttu oft siðar eftir að berjast fyrir þessu sjálfstæði gegn kinverjum og mongólum og sigruðu ævinlega að lokum. Frakkar tóku Saigon með hervaldi 1859 — nú er hún loksins frjáls meira en öld siðar. 011 hefur þessi saga kennt viet- nömum að þolinmæði og þraut- seigja eru þeir eiginleikar sem aldrei mega bila i sjálfstæðisbar- áttu, og á það lögðu þeir meginá herslu þegar ég sótti þá heim. Of- urefli skiptir ekki máli, hroki er- lendra valdhafa og þýlyndi VL- manna skiptir ekki máli: ef mál- staðurinn er réttur og i samræmi við framtiðina sigrar hann að lok- um, þótt aðeins örfáir menn i hellisskúta taki upp baráttuna eins og gerðist i Vietnam 1941. Þessa mættum við islendingar minnast öðru fremur. Við vorum sjálfir nýlenda i nær sjö kúgunar- aldir: sjálfstæðisbarátta okkar, háð af vopnlausri friðarþjóð i samræmi við islenska hefð, ein- kenndist af þolinmæði og þraut- seigju, óbilandi þrjósku. Hið ó- grimuklædda hernám Bandarikj- anna hefur aðeins staðið i 24 ár. Við höfum unnið sigra og beðið ó- sigra i baráttunni gegn þvi her- námi, menn hafa ýmist fyllst gleði eða bugast af vonleysi — og nú um skeið hefur verið dauft yfir islenskum hernámsandstæðing- um. En hvað eru 24 ár? Við eigum i höggi við hernaðarófreskju og auðmjúka VL-menn, en vietnam- ar hafa sannað okkur að þetta eru i raun pappirstigrisdýr.Við höld- um áfram að berjast, nýtum hvert tækifæri, missum aldrei sjónar á lokamarkmiðinu. Það er öruggastaf öllu öruggu að sá dag- ur rennur að islendingar geta fagnað fullu frelsi af sömu skiru gleði og vietnamar nú. Þessi slgaunakona situr uppi og ver hjólhús ættmenna sinna fyrir þýsk- um þjófum, sem mjög herja á bústaði sfgrauna á feröamannastöðum. ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON SKRIFAR UM KARLAGREY Á KVENNAÁRI Um siðustu helgi var þingað á Neskaupstað um kaup og kjör kvenna til sjávar og sveita. Þingið var að sjálfsögðu opið karlmönnum, enda engin van- þörf á þvi að upplýsa þann hluta mannkynsins sem vaxinn er tippi um ,,kaup og kjör kvenna til sjávar og sveita”. Karlmenn vilja nefnilega oft á tiðum gleyma þvi að réttindabarátta kvenna er vitaskuld einnig bar- átta fyrir réttindum karla — ætti auðvitað að vera sameigin- leg barátta kynjanna fyrir rétt- látara heimsskipulagi. Körlum ætti að verða það ljóst svona hvað úr hverju, að það sem þeir halda forréttindi sin (og eru forréttindi þeirra i sum- um tiivikum), er oftastnær þeg- ar ljósið fellur á það, ekkert annað en samloðandi niðurlæg- ingarkerfi kynjanna beggja, kerfi sem rænir bæði kónur og karla þeim sjálfsögðu réttind- um að þroska andlega og likam- lega hæfileika sina, og konum ætti að verða það ljóst innan tið- ar að andleg og likamleg niður- læging þeirra er oft bein afleið- ing af þvi ómannlega félagslega kerfi sem við höfum búið okkur til, og sem runnið er beint úr heimskulegu og siðlausu eign- arhalds- og forræðisskipulagi. Konan getur trauðla náð mann- réttindum sinum og virðingu nema hún ráðist gegn undirrót mannlegrar eymdar — það er að segja arðráni manns á manni og arðráni heimsvaldasinnaðra stórvelda. Það er órökrétt að skrifa i Morgunblaðið um kúgun kvenna á sérstaka kvennasiðu ,og vilja jafnframt jafnrétti kynjanna ásamt með lausn frá ofbeldi verslunarstormsveit- anna. Það er vissulega erfitt mörgum manni að sjá umkomu sina i stærra samhengi, að sjá hvar hinn raunverulegi óvinur felst, en það kemur samt á dag- inn, kannski fyrr en siðar, að eigi réttindabarátta kvenna að bera raunhæfan árángur, þá verður hún að tengjast almennri pólitiskri baráttu, falla i farveg með öðrum róttækum öflum og styrkjast af þeim. Nú ætla ég enganveginn að fara að breiða mig verulega út- yfir réttindabaráttu kvenna eða fjölyrða um tengsl hennar við pólitiska baráttu, en það fer samt ekki framhjá neinum sem gefur þvi auga að einmitt núna er þróunin hér á landi að taka sömu stefnu og i nágrannalönd- unum — barátta kvenna fyrir jafnrétti kynjanna á hinum ýmsu sviðum er að tengjast ó- sjálfrátt og réttilega baráttu róttækra sósialiskra afla. Og þetta er óhjákvæmileg þróun, þvi þegar hin raunverulegu samhengi þjóðskipulagsins fara að renna upp fyrir konum þá sjá þær i einni sjónhendingu að vilji þær nokkrusinni ná rétti sinum þá dugir ekki að þær einángri baráttu sina við launamál, stöð- ur og titlatog, heldur verða þær að taka upp baráttu gegn for- mögnunarþjóðfélaginu, gegn forræði teknókrata og auðvalds, þær verða að leggja til atlögu við höfuðmeinsemdina: kapital- ismann. Nú, en hvað getur karlmaður beinlinis lært á þingi á borð við það sem haldið var á Neskaup- stað ,,um kaup og kjör kvenna til sjávar og sveita”? Hann get- ur meðal annars lært það að karlmenn eru einnig fórnar- lömb þess þykjustukerfis sem karlar og konur hafa skapað i sameiningu. Hann kemst að raun um það að sjálfur hefur hann verið rændur þeim sjálf- sögðu mannréttindum að vera sjálfbjarga, svo við potum sjáifi framanvert við hvert orð. Vegna þess hvern veg lifi okkar er skipað erum við rændir ýms- um eigindum og hæfileikum. Þetta krefst skýringa. Ég vil halda þvi fram að það sé i sannleika niðurlægjandi fyrir karlmenn að kunna ekki að skera klæði sin, að kunna ekki einu sinni að staga i sokk eða festa á sig tölu, og það er blátt áfram sorglegt að horfa uppá menn sem ekki eru færir um að elda ofani sig, þvo af sér lepp- ana, hvað þá þeim sé lagið að skreyta hibýli sin eða búa sér út þægindi. Það er hlægilegt en lika dapurlegt að rekast á menn sem búið er að dæla I þekk- ingaratriðum i tuttugu ár en kunna samt ekki að festa á sig tölu. Hvað er manneskjan eigin- lega orðin þegar búið er að belgja hana út með fróðleik um allan fjárann nema það hvernig hún á að fara að þvi að fullnægja frumþörfum sinum fyrir fæði, klæði og skjól? Er ekki næst að halda að þar hafi orðið til merkileg ófreskja, sögulegur brandari — eða eigum við að láta okkur nægja að segja illa menntaður dóni? Þvi maður sem ekki kann að matbúa, maður sem ekki kann að smiða og sauma, maður sem ekki kann að búa um sig — hann er og verður illa menntaður. Dóni er hann lika, þvi hans ein- asta bjargráð er það að kaupa sér vinnuafl til að leysa af hendi þessi störf — og eins og vant er þegar um er að ræða kaup og sölu á vinnuafli, þá reynir við- komandi vinnuaflskaupandi að greiða lægstu mögulegu upphæð fyrir vinnuaflið. Karlmaðurinn kaupir sér semsé konu til að sinna frumþörfum sinum. Þvi er það að sumir spreng- lærðir karlar með allt ytra útlit siðfágunar og menntunar, þeir eru þegar dýpra er gáð ómennt- aðir dónar. Þeir eru ekki færir um að fullnægja frumþörfum sinum uppá eigin spýtur. Til þess að gánga ekki um i gauð- um, til þess að drepast ekki úr húngri, og til þess að drukkna ekki i eigin skit, þá gifta þessir aumingja menn sig. Þeir gera kaupsamning — sem vissulega er þeim oftast afar hagstæður — og þó? Er það nokkrum manni til góðs að gánga i gagnkvæmt eyðileggingarfélag, e.t.v. félag sem stofnað er til af einum Illa menntuðum karldóna og einni konudúkku afskræmdri af for- dómum, auglýsingaiðnaði, skólakerfi og foreldrum? Er það boðlegur grundvöllur þegar stofnað er til mannlegs félags að annar aðilinn i þvi félagi gerist þrælapiskari af þvi hann er of- urseldur umkomuleysi sinu, en hinn aðilinn gerist þræll af þvi hann sér ekki aðra möguleika til að framfleyta sér og halda jafn- framti sina hausfylli af fordóm- um, lýðskrumi og forskriftum? Krafa karla á kvennaári hlýt- ur að vera þessi: Leyfum okkur að hjálpa sjálfum okkur til að verða menn og þar með að hjálpa konum til að mölva þetta gagnkvæma bölvunarkerfi sem kynin hafa komið á legg. Leyf- um okkur ekki að leita á náðir kvenna með vinnu sem við eig- um að geta leyst af hendi sjálfir. Og konur munu eflaust styðja okkur til sjálfsbjargar með góð- um ráðum. Ætli þá verði ekki til samein- uð fylking manna sem kjósa að éta málsverðinn i stað þess að japla á matseðlinum, manna sem kjósa að elskast i stað þess að framlengja á sér kynfærin með ameriskum tryllitækjum og rúnka sér siðan i malbikið, manna sem kjósa að búa i hi- býlum sem þeir hafa sjálfir búið út i stað þess að stafla sjálfum sér inni staðlaða harðviðar- skápa, manna sem kjósa að éta nýbakað ilmandi brauð úr eigin ofni i staðinn fyrir bragðlaust, safalaust hnoð sem spýtist útúr vél og ferðast um landið i plast- poka, — er ekki nóg sagt? Við hljótum að kjósa erótiskt sam- félag i staðinn fyrir þetta kapitaliska rúnksamfélag sem gerir okkur að ómerkilegum öskutunnum fyrir ómerkilegar hugmyndir og ómerkilegar skranvörur. Tréð fer ekki i verslun til að kaupa lauf á greinar sinar, það færir jörðina til himins og skilar henni aftur að hausti. Náttúruverndarmenn gegn hjólhúsamönnum Hjólhúsum hefur fjölgað mjög á þjóövegum Evrópu siðustu árin. Sú fjölgun stafar af þvi, að ferða- langar einkum úr Þýskalandi, hafa uppgötvað notagildi hjói- húsa, sem nú koma I stað þeirra gömlu tjaldvagna, hestdregnu, sem flakkarar af ýmsu tagi ferð- uðust I eða bjuggu i. En þótt ýmsum þyki gott að eiga hjólhús til að draga aftan i aflmiklum bifreiðum, þá eru þeir til, sem berjast hatrammlega gegn hjólhúsaumferðinni. Nátt- úruverndarmenn i mörgum lönd- um hafa hafið áróður gegn hjól- húsabrúki, og hafa margt til sins máls. Þeir benda m.a. á, að úr- gangur af margvislegu tagi spilli mjög fegurð landslags, hjólhúsa- menn róti upp jarðvegi, fleygi saur og úrgangi á óliklegustu staði og hafi á skömmum tima snarbreytt andrúmslofti á hefð- bundnum sumardvalastöðum, þar sem menn bjuggu áður á gististöðum eða voru i tjöldum. Og náttúruverndarmenn hafa fengið samherja úr næsta óvenju- legri átt. Slgaunar, sem alla tið hafa dregið heimili sin á eftir sér á vögnum, hafa fyrir löngu fengið sér hjólhúsaflota til að hafa aftan i bilum sinum, og þeir amast mjög við þeim góðborgurum sem bruna á bensum sinum og opelum með hjólhús gegnum lönd og álf- ur. Astæða andúðar sigauna ris ekki fyrst og fremst af sóðalegri umgengni þessara nýju flakkara, heldur fremur af þvi, að þeir láta ekki sigauna i friði, þar sem þeir eru á þeim gisti- eöa áningarstöð- um sem gegnum aldir hafa veriö yfirlýstir sigaunastaðir. „Þjóðverjarnir i hjólhúsunum stela svo miklu”, sagði sigauna- kona ein við þýskan blaðamann, ,,og núoröið verðum við jafnan að hafa varðstöðu þar sem góðborg- arar staldra við i námunda við okkur.” —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.