Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 4. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Andóf gegn kvenfrelsi: Flokkur miðaldra kvenna var að æf a sig í því að stappa niður fæti. ,,Þetta er ágætt, sagði kennarinn; ,/iú skuluð þið ganga rösklega að dyrum, lyfta höfði og horfa um öxl". Konur þessar voru að æf a sig í því „að vera sæt, jafnvel aðdáunarverð, þegar konan er reið". Þetta er ein af þeim æf ing- um sem hreyfingin „Töfr- andi kvenleiki" notar til að meðhöndla karla. Síðar munu konur þessar meöal Frú Andelin („Töfrandi kvenleiki’log frú Morgan („Algjör kona”) meö körlum sinum. Læröu aö vera sæt þegar þú ert reiö honum að hætta að drekka. Andelin er ekki ein um að prédikaboðskap sem gengur þvert á það sem kvenfrelsiskonur hafa verið að starfa að undanförnu. Vinsælasti keppinautur hennar er Marabel Morgan, húsmóðir á Florida, tæplegá fertug. Bók hennar „Algjör kvenmaður” (Total Woman) seldist i fyrra i 370 þúsund eintökum i Bandarikj- unum og var metsölubók þar i landi að skáldsögum fráteknum. Frú Morgan býður upp á fjögurra vikna námskeið, aðeins tvær stundir i viku, verð 15 dalir. Eins og Töfrandi konur er byggir hún á þvi að hylla forræði karl- mannsins og á þvi að konur fái sinu framgengt með kvenlegu spili sem er á vixl súrt og sætt. Að ógleymdu sexinu. En frú Morgan vill nota kynþokka konunnar á opinskárri hátt en höfðingi Töfrandi kvenna. Algjörar konur eiga samkvæmt hennar kokkabókum að vera til- búnar til samfara hvenær sem er. Auk þess eiga þær að reyna að freista karla sinna til að gera hitt á óliklegum stöðum eins og t.d. undir borðstofuborðinu eða i hengirúmi. Einnig er það reyn- andi að taka á móti eiginmannin- um i „agalega sexl klæðnaði”. Baptistafrú ein, sem lærði hjá frú Morgan, tók á móti sinum karli úr vinnunni eitt sinn klædd netsokk- um einum, háum hælum og svuntu. Maður hennar hrópaði „Lofaður sé drottinnvog var mjög fljótur að gleypa i sig matinn. Sumt af brögðum þessara frúa ersvipað og hjónabandsráðgjafar ráðleggja; t.d. að taka saman lista með góðum eiginleikum mannsins og lesa hann fyrir hann til að fá hann til að bráðna. Markmið þeirra er meöal annars að „koma konum út úr samkeppni við karla” i atvinnu- lifinu, enda liggur nærri að það sé fullt starf að stunda það hegðunarkerfi sem þær mæla með. Frú Andelin hrósar sér af þvi, að margir nemendur sinir hafi hætt að vinna úti að námi loknu. En kannski er það engin tilviljun að þessir spekúlantar með kven- leikann koma nú fram á siöum viðlesinna vikurita. Atvinnuleys- ið i Bandaríkjunum er nú um 8% og við þær aðsæður er konum sagt upp fyrr en körlum. Kvenleika- skólarnir koma að þvi leyti kerf- inu að haldi, og kannski sætta þeir einhverjar af þeim konum við hlutskipti sitt. annars læra aö hamra meö hnef- unum á brjóst karla sinna I barnslegum ofstopa. „Körlum finnst það svo gaman” segir stofnandi og fræðikona hreyf- ingarinnar Helen Andelin, sem er hálfsextug. Andelin þessi er mormónatrúar og hún fór aö koiaa skipulagi á aöferöir sinar fyrir þó nokkrum árum þegar henni fannst aö hjónaband sitt væri á vondri leiö. Hún tilkynnir nú þann árangur sinn, aö maður sinn dái hana mjög eftir 32 ára hjónaband og átta börn, og hann hjálpar meira aö segja til i stofn- un frúarinnar, „Töfrandi kvenleiki” sem er staösett i Kaliforniu. Ellefu þúsund konur hefur frú Andelin þjálfaö i því aö kenna fræöi sin, og um 300 þúsund konur hafa á 15 árum fengið sér kúrsus i kventöfrum. Bók frúar- innar um þetta efni hefur selst i 400 þúsund eintökum. Undirgefni Andelin byggir i höfuðatriðum á Ihaldssamri kristinni kenningu um að eiginkonur skuli vera mönnum sinum undirgefnar. Hún kennir llka einskonar sálfræðilegt júdó, sem konur eiga að beita maka sina: láttu undan með læ- visi til að fá þvi framgengt sem þú vilt. Vegna þess að undirgefni mun færa konunni „einkennilegt en réttlátt vald yfir manni henn- ar”. Vissa samúðarkennd má finna i ýmsum tilfinningabrögðum frú Andelin. Til dæmis leggur hún til að áður en eiginkona reynir að bæta ráð drykkfellds eiginmanns skuli hún fasta i þrjá daga til að skilja betur hve erfitt það verður Lumumba- háskólinn er 15 ára Moskva (APN) Lumumba-há- skólinn I Moskvu, sem nefndur er eftir frelsishetju Kongómanna, Patrice Lumumba, heldur i ár upp á 15 ára afmæli sitt. Háskól inn, var á sinum tlma stofnaöur samkvæmt tilmælum frá fjölda landa I Asiu, Afriku og Suö- ur-Ameríku, og frá upphafi hafa 5.600 ungir menn og konur frá meira en 90 þróunarlöndum hlotið þar menntun sina sem verk- fræðingar, hagfræðingar, lög- fræðingar, kennarar, land- búnaöarráðunautar o.s.frv. Há- skólinn stækkar stöðugt og nú eru þar meira en 4000 nemendur. I BREIÐHOLTIÐ Hamarshöggin eiga lengi enn eftir að heyrast í Breiðholti III. En þjónustustofnanir eru þegar farnar að rísa í þessu nýja hverfi. Þann 16. maí verður hverfið enn einni þjónustu- stofnun ríkari. Þá opnar Iðnaðarbankinn nýtt útibú að Völvufelli 21. Eftir það þurfa því íbúar í Breiðholti III ekki lengur að sækja bankaviðskipti sín í bæinn. Þeir geta sparað sér tíma og fyrirhöfn með því að beina viðskiptum sínum til Iðnaðarbankans að Völvufelli 21. LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT. Iðnaóarbankinn Völvufelli 21 Breiðholti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.