Þjóðviljinn - 04.05.1975, Side 5
Sunnudagur 4. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
ÞORSTEINN JÓNSSON:
kvikmyndakompa
Cr „The Kid”
lega innlenda kvikmyndagerö á
Islandi, þá er þetta ekki leiöin.
Þá er kannski betra að láta
Hollywood um gamaniö og
koma þar hvergi nærri.
Drengurinn
Ég vil ekki gera mig hlægileg-
an á þvf aö fara aö gagnrýna
„Drenginn” (The Kid) eöa
„Meö fínu fólki” (The Idle
Class) eftir Chaplin. Að ræöa
kosti og galla á bestu myndum
Chaplins er eins og aö rökræöa
andlitsgerö guðs, sem menn
trda á.
Chaplin fær áhorfendur til aö
veltast um af hlátri og um leiö
sjá umhverfi sitt á nýjan hátt og
taka það til endurmats. Hann
varpar fram félagslegum og
pólitiskum vandamálum á
meðan áhorfandinn nær ekki
andanum fyrir hlátri. Hann
blandar pólitikina tilfinninga-
semi og hann nær jafnvel til
hinna kaldlyndustu. Þó segir
Chaplin frá þvi i sjálfsævisögu
sinni, hvernig kvikmyndahúsa-
eigendur á austurströnd Banda-
rfkjanna brugöust viö „Drengn-
um,” þegar hann vildi selja
þeim hann til dreifingar. Þaö
rumdi i þeim og þeir hlógu ekki
og steinþögðu þegar sýningu
hennar var lokiö. Þeir fóru aö
tala um annað, hvaö væri að
gerast i skammtanalifinu,
þangaö til Chaplin loks spurði
þá álits. Þeir höfðu búist viö
ööru.
Charles Chaplin og Jackie Coogan
Nokkur orö um
kvikmyndagerö
Stundum skýtur upp hug-
myndum um að gera kúreka-
myndiraö amerískri fyrirmynd
á tslandi. Þær hugmyndir
viröast settar fram í fullri al-
vöru fremur en að vera gaman-
mál.
Eölilegt þykir aö erlendir
aðilar komi til Islands að
kvikmynda hugmyndir sfnar úr
fornum norrænum sögum og
væntanlega verður þvi ekki
mótmælt, þegar erlendir
peningafurstar koma hingaö og
biöja um leyfi til aö mynda hér
amerfskan músikal eftir Njálu
eða Eglu. Skilyrði fyrir leyfinu
gæti til dæmis orðiö, aö þeir
greiddu leigu fyrir ekta islenska
hesta, ekta islenska leikara og
islenska kvikmyndara, sem
myndu bera töskurnar og
sendast fyrir herrana. Þetta
myndi þykja „góö auglýsing”
fyrir landiö o.s.frv.
I erlendum uppsláttarritum
um kvikmyndaframleiöslu er
greinileg skipting milli hinna
stóru framleiðslulanda og hinna
smærri i þvi hvernig löndin eru
kynnt og auglýst. Stóru löndin
auglýsa kvikmyndir til
dreifingar og sölu. Litlu löndin
aftur á móti auglýsa aðstööu til
aö gera kvikmyndir, umhverfi,
tæki, mannskap auk þægilegs
viömóts (undirgefni). A þessu
eru undantekningar. Hjá þeim
löndum, sem hafa komið kvik-
myndamálum hjá sér i sæmi-
legt lag meö stofnun kvik-
myndasjóðs, þarf ekki að aug-
lýsa móttöku á erlendu kvik-
myndafólki á útsöluverði.
Við islendingar þurfum aö
gæta okkar á þessari þróun. Á
meöan kvikmyndamálum okkar
er ekki komiö i þaö horf, aö
kvikmyndagerðarmenn geti
starfað aö sjálfstæöri, innlendri
kvikmyndagerö og fengiö
myndir sinar sýndar i kvik-
myndahúsum, erum viö dæmdir
til þess aö vera einungis þol-
endur á þessu sviði. Eins og
málin standa i dag borgar
innanlandsmarkaðurinn (Rfkis-
útvarp-Sjónvarp og Fræðslu-
myndasafn ríkisins) u.þ.b. 1/10
hluta kostnaðarverðs kvik-
myndar. Annar innlendur
markaður byggist á þvi, aö
myndin hafi auglýsingagildi
fyrir fyrirtæki eöa stofananir,
eöa sé eftiröpun þeirrar fram-
leiöslu, sem kvikmyndahúsin
sýna dags daglega. Vilji kvik-
myndagerðarmaður ekki gefa
sig á vald auglýsingamennsku
og fái ekki eöa vilji ekki starfa
viö Ríkisútvarp-Sjónvarp, er
töskuburður og leiösögn við er-
lenda kvikmyndara eini mögu-
leikinn fyrir hann til aö vinna
fyrir sér einhverstaöar i sjón-
máli viö kvikmyndatökuvél.
Margir styöja þessa þróun
óviljandi. Ýmis innlend fyrir-
tæki og stofnanir greiöa götu
erlendra kvikmyndara viö
verkefni, sem islenskir kvik-
myndarar ættu aö vera hæfastir
til að leysa. Kvikmyndastyrkur
Menntamálaráðs hefur undan-
farin tvö ár runnið til ein-
staklinga meö bakhjall erlendis
i formi aöstööu eða fjármagns.
Um leið hefur verið gengið.
framhjá einstaklingum, sem
hafa ekki upp á slikt að hlaupa.
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna
I ráöinu, sem úthlutar fénu,
vilja eflaust með þessu tryggja
að verkinu verði lokið fljótt og
vel, fyrst styrkveitingin sjálf er
ekki trygging fyrir þvf. En
mestu máli skiptir, að þessi
dæmi sýna ákveöna vanmáttar-
kennd og þar meö vantraust á
innlendum kvikmyndurum.
Með sifkum hugsunarhætti
veröur seint komiö á sjálf-
stæöri, islenskri kvikmynda-
gerö.
Þegar islenskur kvikmynda-
gerþarmaöur vill fá myndir sín-
ar sýndar í kvikmyndahúsun-
um, verða myndir hans að vera
gróöavænlegar. Þær verða aö
vera „það sem fólkið vill sjá,”
eins og kvikmyndahúsaeigend-
ur munu sennilega orða það.
Þ.e.a.s. þær veröa að vera á
sömu nótum og myndirnar, sem
sýndar eru f kvikmyndahúsun-
um dags daglega og hafa mótað
smekk áhorfenda. tslenska eld-
gosmyndin þarf að vera sann-
kölluö stórslysamynd meö arg-
andi fólki, hetjum meö stóra
hnefa og konum með stór brjóst
eins og I Póseidon. I fslensku
sveitalifsmyndinni þarf bóndinn
aö loka traktorinn inni í skúr,
setja síðan upp Clint Eastwood-
svip og þeysa út á tún á hesti.
Hann yröi aö hleypa hestinum
yfir áveituskurði og sýna skjót-
leika sinn með kindabyssuna.
Þannig mætti halda áfram. I
kvikmyndahúsunum þarf
islenskur raunveruleiki að vera
samkeppnisfær við vinsælar
amerískar kvikmyndir með
ákveðnu magni æsingaatriða,
slagsmála, eyðileggingar,
bruna, slysa og nauðgana. Auk
þess þyrftu þær náttúrlega vera
á þvi máli, sem jafnvel hinn
tæpasti maður i heimi mundi
skilja fullkomlega og höfða til
lægstu hvata.
Gerð islenskra kúrekamynda
og James Bondmynda o.s.frv.
eru þvf eðlileg viðbrögð við
ástandinu i kvikmyndasýninga-
málum á Islandi. Slik viðbrögð
þjóðlega
Cr myndinni Bör Börson jr.
eru eölileg allstaöar i fyrrnefnd-
um löndum sem ekki hafa kom-
iö kvikmyndamálum hjá sér i
viöunandi horf og taka upp
hráar erlendar klisjur og vilja
ekki hugsa sjálfstætt.
Þaö voru mér mikil vonbrigöi
aö sjá frá frændum okkar Norö-
mönnum kvikmynd af þessu
taginu. Þeir stofnuöu kvik-
myndasjóð fyrir nokkrum árum
ogeftir þaö kom mikill fjörkipp-
ur i kvikmyndaframleiöslu
þeirra, þótt þær kvikmyndir
hafi fariö fram hjá okkur hér á
íslandi. En sjóðurinn og kvik-
myndalöggjöfin virðast ekki
hafa læknab alla minnimáttar-
kennd hjá þeim eftir kvik-
myndinni „Bör Börson junior”
að dæma. Þar hefur verið gerð-
ur úr ágætu efni ótrúlega
tildurslegur og væminn
ameriskur músíkal með norsk-
um beljum, kvikmyndurum og
leikurum, sem gretta sig og
fetta sem afkáralegast eins og
þeir hafa eflaust lært i Jule
Andrews show eða þess háttar.
Þessi mynd hefur áreiðanlega
staðist samanburð við amerisku
kvikmyndirnar, sem yfirgnæfa
annarra þjóða kvikmyndir i
Noregi eins og viðar. Þessi
kvikmynd ætti að vera okkur
islendingum aðvörun. Ef okkur
langar til að skipuleggja þjóö-
Drengurinn var „ööruvisi.”
Þeir þurftu aö ráðfæra sig við
einhverja menn. Þegar þeir að
lokum komust aö þeirri nibur-
stööu, að það væri i lagi að
sýna þessa kvikmynd, varö hún
geysivinsæl meöal áhorfenda.
Um kvikmyndatökuna hjá sér
segir hann á öörum staö eitt-
hvaö á þessa leiö: „Ég hef per-
sónulega óbeit á kvikmynda-
brögöum, ab mynda I gegnum
arinn frá sjónarhólikolamolans
eöa feröast með leikara gegnum
anddyri á hóteli eins og hann sé
eltur á reiöhóli. Fyrir mig eru
kvikmyndabrögö auðveld og
augljós. A meöan áhorfandinn
þekkir umhverfið, vill hann ekki
láta ergja sig meb þvi aö feröast
þvert f gegnum sviöið til þess að
sjá leikarann fara frá einum
staö til annars. Slfk viðhafnar-
brögö hægja á atburðarásinni,
auk þess eru þau leiðinleg og
óþægileg og hafa verið tekin i
misgripum fyrir hiö erfiöa hug-
tak „list”.
Chaplin leggur áherslu á ab
það sé leikarinn og atburða -
rásin, sem skipti höfuömáli.
Kvikmyndatökuvélin er ekki
leikari. Vegna þessarar afstööu
hafa sumir gagnrýnendur gagn-
rýnt hann fyrir að vera gamal-
dags f kvikmyndatökunni, að
hann fylgist ekki með timanum.
En hann segir: „Tækni min er
niðurstaða eigin ihugunar. Hún
er ekki tekin að láni frá neinum.
Ef menn eiga að fylgjast með
timanum i listum, þá ætti Rem-
brandt að vera annars flokks I
samanburði við Van Gogh.”
Þaö sem ég vildi mega bæta
við þetta er áskorun til fólks,
hvort sem það hefur áhuga á
kvikmyndum eða ekki, að fara
aö sjá „Drenginn” og „Meö finu
fólki”. Þar verður enginn svik-
inn.
P.S. Sérstakt þakklæti til
bíóstjóra Hafnarbiós að sýna
þessar myndir i réttum ramma.