Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN Sunnudagur 4. maí 1975. Lítil hugleiðing um tungumál: Enska, franska, íslenska.. L*UTRoF> Parlez-vous francais? Franska er ein af heims- tungum, þótt hún sé reyndar ekki i flokki þeirra tungumála sem töluð eru af hundrað miljón manns eða meir. Um 60 miljónir eiga frönsku að móðurmáli i Evrópu, hún er samgöngumál viða um heim þar sem áður voru franskar nýlendur, hún er kennd sem fyrsta, annað eða þriðja mál i ótal löndum — og gleymum heldur ekki hinum frönsku kanadamönnum. Og frakkar beita miklu af sinni diplómatisku orku til að viðhalda stöðu tungu sinnar. Ef að franskur ráðherra heimsækir kollega sinn hvort sem væri á fslandi eða Búlgariu er liklegt að hann hafi með sér skýrslu um stöðu frönskukennslu i viðkom- andi Iandi, stöðu frönsku i sjón- varpi og þar fram eftir götum, og mundi hann að likindum reyna sitt besta til að reyna að hressa upp á á'standið. Þetta athæfi þykir sjálfsagt þegar fransmenn eiga i hlut (en þykir sérlega svivirðu- legt ef að rússar eiga i hlut, að i þvi er mér sýnist af blöðum, en sleppum þvi). Engu að siður hafa frakkar áhyggjur af viðgangi tungu sinnar, ekki aðeins sem alþjóða- máls heldur og — þótt undarlegt megi virðast — sem þjóðtungu. Um þetta mál fjallar Jacques Cellard, sem skrifar i Le Monde dálka um ,,Lif tungumáls”, i fróðlegri grein. Hann tengir vandann mjög við ástand tungu- málakennslu i frönskum skólum og þá við sérstaklega vanhugsaða stefnu á eitt tungumál — ensku. Eitt erlent mál? Nú er svo komið að franskir unglingar á miöskólastigi velja sér langflestir ensku sem fyrsta erlent mál, eða 82% og hefur það hlutfall jafnt og þétt hækkað. 14.6% velja þýsku (einkum i hinum blönduðu austurhéruðum landsins) og 3% spænsku. Að sjálfsögðu segir Cellard er það ekki nema eðlilegt að enska njóti langmestrar eftirspurnar. En hitt telur hann alvariegra, að nú hefur það verið fellt niður að tvö erlend mál séu skylda, en það þýðir i reynd að kynnast öðru máli en ensku. Það er að visu mögulegt, en annað erlent tungu- mál er ekki skylda, og reynslan verður sú, að aðeins 35% af miðskólanemum taka sér annað mál (yfirleitt þýsku eða spænsku). Þessi stefna þýðir, að hægt og örugglega er kippt fótum undan kennslu i málum þjóða sem frakkar hafa mjög mikil sam- skipti við, málum heilla heims- hluta — spænsku og portúgölsku (öll Mið og Suður-amerika) ara- bisku og rússnesku og itölsku. Kennarar i þessum málum hafa uppi harmagrát sáran. Og Cellard segir aö hann stafi ekki einungis af „sérfræðilegri sam- heldni” heldur og af þvi, að það er liklegt, að mikið hirðuleysi frakka sjálfra um þessi mál geri kosti frönskunnar i viðkomandi löndum þrengri en verið hefur. Italia er til dæmis einn helsti viðskiptaaðili frakka, hálfdrætt- ingur á við allar enskumælandi þjóðir samanlagðar. En aðeins 0,2% franskra menntskælinga fá nasasjón af itölsku. Cellard segir það ekki undarlegt þótt franska hafi hrapað i sessi sem fyrsta (og eina) erlenda málið i itölskum skólum: fyrir tiú árum völdu 59% italskra nemenda frönsku, nú 39% (á meðan enska fór úr 36% i 56%. Málið eina Cellard telur, að einstefna á ensku sé byggð á mjög ýktum hugmyndum um notagildi hennar i starfi. Þar visar hann til þess, að það er m jög sjaldan ilandi á stærð við Frakkland spurt eftir mála- kunnáttu i sambandi við starf (a.m.k. miðað við það sem gerist hjá evrópskum smáþjóðum). Enda kunni allur þessi sægur af frönskum miðskólanemendum i raun afskaplega litið i ensku. Kannski er það einn af tuttugu sem eitthvað getur. En, segir Cellard, þeir hafa allir fengið það i sig að enskan sé „allsherjar- málið sjálft”, tunga sem er ofar öllum öðrum tungum, einnig manns eigin: „Að „kunna” ensku árið 1975 verður i vitund manna það sama og að kunna að lesa árið 1925: grundvallarein- kenni félagsmanna i siðuðu sam- félagi, segir hann”. — Þess - vegna má enginn með neinu móti láta koma upp um það, að hann sé fákunnandi i ensku. 1 þessum leik er fánýtt að spyrja að for- frönskun enskra orða og hugtaka. Sérhver „franglais” (enskusletta i frönsku) eins og „off-shore”, „bootlegger” eða „clubhouse” svo að fáeinna nýrra flökkukinda sé getið, sem menn skreyta tal sitt með, býður upp á viðbótar- sönnun þess að maður sé „normal”, með öðrum orðum — tali ensku”. Cellard segir ennfremur að menn viti litið um það, hvernig galliska, það kelt- neska mál sem 15-20 miljónir manna töluðu i Evrópu skömmu fyrir Krists burð, hvarf svo snögglega sem raun bar vitni — á tveim öldum eða þrem — fyrir latinu. Liklega hafi það ástand skapast að það var ekki nógu fint að tala gallisku. Gerfifrelsi Cellard vikur siðan að merki- legum hlutum, sem islenskir mættu gjarna gefa meiri gaum að en þeir gera. Enskudýrkunin og þar með hættur fyrir frönsku inn á við og út á við, er ekki „sök” einhverra stjórnmálamanna eða embættismanna sem hafi mótað einhverja ákveðna stefnu. Heldur verði ástandið til vegna stefnu- leysis.sem undir yfirskyni frjáls- ræöis i raun þvingar fram vissa þróun. — Breiddar eru út stórýktar hugmyndir um raungildi ensku i starfi fjölda fólks. Þessar hug- myndir standast ekki próf reynslunnar (við förum ekki nánar út i þá sálma vegna mikils munar á frönskum og islenskum aðstæðum). — Þvi er haldið fram, að nem- endur eigi kost á frjálsu vali, geti valið annað mál en ensku, eigi kost á viðbótarmáli osfrv. Einnig er þvi mjög á loft haldið, að „nemendur vilja ensku”. Þetta fær heldur ekki staðist nánari athugun. Fransk-evrópsku málvisindasamtökin gerðu könnun á um 1800 skólanemum i Paris og úthverfum hennar. Furðu stór hluti þeirra kvaðst læra ensku „af þvi að það er eina málið sem kennt er i skólanum” — m.ö.o. af sparnaðarástæðum er „valfrelsið” takmarkað eða úti- lokað fyrirfram. (Svipað gerist hér þegar sjónvarpið opnar næsta „pakka” af gömlu Hollywood- dóti). Unglingarnir reyndust miklu forvitnari og betur að sér en spyrjendur bjuggust við. Þeir sýndu mikinn áhuga á portú- gölsku, rússnesku, arabisku og jafnvel japönsku. Og það er tekið fram, að þessi áhugi sé ekki tengdur einhverskonar pólitiskri tilfinningasemi, heldur blátt áfram þvi, að þeim sýnist, að lönd þau þar sem mál þessi eru töluð verði mjög umsvifamikil i fram- tiðinni — i framtið þessara ung- linga sjáfra. Verður nú ekki rakið fleira að sinni af þeim höfuðverk' sem „forénskun” eða „amerikanis- ering” veldur frökkum, og hefur magnast eftir að Bretland gekk i Efnahagsbandalagið. Hálfkunnátta og tíska Það liggur i augum uppi, að staða islenskunnar i heiminum er allt önnur en staða franskrar tungu. Engu að siður er margt athyglisvert fyrir okkur i þessari grein Jacques Cellards, eins og menn hafa vonandi þegar komið auga á. Einkum sú skoðun, að það er i raun ekki þekking á öðru máli eöa málum sem getur skapað menningarlegt hættuástand. Heldur fyrst og fremst hin algenga hálfkunnátta i erlendu máli, pinukunnátta, sem blandast saman við þá hugmynd, að það sé aðeins eitt erlent lungumál sem skipti máli. Þessi blanda hefur ýtt undir afar ólánlega málþróun allt i kringum okkur, þótt við höfum hingað til varilst furðuvel. Skandinavar eru önnum kafnir viö að „göra ett comeback” fara i ,.,weekend’, hlusta á „highligths” héðan og þaðan. Dulbúin og ódul- búin enska er einn helsti þátturinn i þeim ferli að það er engu likara en að þýsk tunga sé að klofna i tvennt (að austan kemur svo skriffinnamállýska sem togar málið i hina áttina). Svo mætti lengi telja. Danska og við Við erum i þeirri stöðu, að helsta viðnám okkar við ofurefli 1 eins máls, ensku, er samband okkar við Norðurlandamál og þá við dönsku, mál fyrrverandi herraþjóðar, svo hlálegt sem það nú er. Menn munu sammála þvi yfirleitt, að ekki sé ástæða til að draga úr dönskukennslu. Hitt er svo annað mál, hvort það fer ekki að verða brýnt umhugsunarefni vilji menn láta það starf bera raunhæfan árangur, að gera fleira en nú er gert til að styrkja þær sálfræðilegu og félagslegu forsendur sem dönskukunnátta — og kunnátta i norðurlandamálum yfirleitt — þarf að byggja á. Við höfum að visu mikið af allskonar dönsku lesmáli. En það sem við heyrum á dönsku i sjónvarpi er hverfandi litið, en fátt yrði jafn- drjúgt við að festa kennslu og kunnáttu i þvi máli i sessi og að stækka hlut dansks efnis, þótt danir séu ekki annað eins stór- veldi á ræmusviði og sviar. Það er einnig sjálfsagt mál að ýta undir hugmyndir um dönsku- kennslu i sjónvarpi. Við sjálfir Þar fyrir utan er það að sjálf- sögðu nauðsyn fyrir islendinga eins og aðra að eiga nokkurn hóp manna sem eru vel heima i „sjaldgæfari” tungum, og verða þá heimsmál eins og spænska og rússneska ofarlega á blaði, eins og reyndar hefur fram komið i viðleitni nokkurra menntaskóla. En eitt þýðingarmesta atriðiö i þvi að vinna gegn þeirri einstefnu á „málið eina”, sem jafnvel frakkar telja sér mjög háskalega, er að við eigum góðan flokk manna, sem geta og vilja skrifa skýrt og skilmerkilega um hvers- kyns fræði og áhugasvið fyrir islenskar aðstæður, islenska lesendur á öllum aldri. Að ekki sé látið við það sitja, að taka beint upp, þýöa, það sem aðrir hafa gert. Ekkert getur jafnast á við virka glimu islenskra manna við sem flest viðfangsefni, ef menn vilja tryggja lungu okkar það lif og það sjálfstraust, sem forðar henni frá stöðnun, hnignun eða öðrum háska. Arni Bergmann AF ERLENDUM BÓKAMARKAÐI The First International and After. Karl Marx. Politicai Writings. Vol. 3. Edited and introduced by David Fernbach. Penguin Books 1974. 1864 hafði Ma'rx lokið að mestu leyti undirbúningsstarfi við Auö- magnið og hóf þá þátttöku i evrópskri pólitik með stofnun Al- þjóðasambands verkamanna 1864. I þessu bindi eru rit varð- andi Sambandið, auk rita um á- standið á Þýskalandi og Irlandi og efni um fransk-þýska striðið 70-71 og Kommúnuna. Meðal greina i siðari hluta bindisins eru: Borgarastyrjöldin á Frakk- landi og gagnrýni Marxs á Gotha prógrammið. Nú eru komin út fjögur bindi af ritum Marxs i Penguin útgáfunni, væntanleg eru Early Writings og Capital I þremur bindum. Ýmsir atburðir i Evrópu og við- ar urðu til þess að styrkja póli- tiska meðvitund verkalýösins á Englandi á sjöunda áratugnum, svo sem frelsisbarátta itala og heimsókn Garibaldis til Lundúna 1864, þar sem honum var tekið sem frelsishetju hinna kúguðu stétta. Þegar breska rikisstjórnin neyddi hann til að hverfa úr landi eftir stutta dvöl, kom til mót- mælaaðgerða verkamanna og á- taka við lögregluna. Borgara- styrjöldin i Bandarikjunum olli deilum og fjöldafundum i London, fyrst i stað mótuðu efnahagsmun- ir afstöðu fjöldans, en þegar á leið hverfðust menn til fylgist við Lin- coln og almenningsálitið neyddi bresku stjórnina frá beinum stuðningi við Suðurrikin. Upp- reisn pólverja átti ekki sist þátt i að vekja menn til pólitiskra af- skipta. Atburðarásin varð þvi til þess að ljúka upp augum margra fyrir nauðsyn Alþjóðasambands- ins og starf og skrif Marx gerðu þessa nauðsyn enn brýnm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.