Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mal 1975.
Guöbergur
Framhaldaf n. siðu.
Sousa vildi hins vegar stofna
kommúnisk verkalýðsfélög gegn
þeim fasistisku. Bento varð ofan
á, og stefna hans rikti öll
stjórnarár fasismans og raunar
enn, þvi að Kommúnistaflokkur-
inn knúði fram 20. febrúar stefnu
sina um Intersindical, eitt verka-
lýðsfélag fyrir allt landið, með
fylgi Hreyfingar hersins. Þessi
þvingun verkalýðsfélaganna i eitt
félag með deildum, þar sem öllu
er raunverulega stjórnað af
miðstjórn, svipað og á dögum
fasismans, hefur ekki einungis
vakið tortryggni allra flokka i
garð Kommúnistaflokksins,
heldur hindrað allt samstarf og
von um sameiningu hans og
Sósialistaflokksins, sem likur
voru fyrir i upphafi. Stefna
flokksins hefur á hinn bóginn ver-
ið þegin með þökkum af
Byltingarráðinu, þvi að með
miðstjórn allrar verkalýðs-
hreyfingar landsins er auðvelt að
hafa hemil á verkamönnum og
kjarabaráttunni, eins og dæmin
sanna á Spáni og i löndum al-
ræðisvaldsins, enda hefur verka-
lýðshreyfingin ákveðið hámarks-
laun verkafólks, en ekki lág-
markslaun, eins og tiðkast i lýð-
frjálsum löndum. Ætlun flokksins
er eflaust sú að reyna að starfa
innan Hreyfingar hersins á
svipaðan hátt og innan verkalýðs-
félaganna á timum fasismans, að
reyna að vinna hana innanfrá.
Hreyfing hersins virðist gera sér
grein fyrir þessu, en þótt hún
hrósi flokknum fyrir skipulag
(fyrir kurteisis sakir kallar hún
það ekki heraga), hefur hún lýst
þvi yfir, og forsetinn lika, að hún
muni aldrei liða kommúniska
stjórn i landinu, heldur verði val-
in „portúgölsk leið til
sósialisma”.
Árið 1934 reyndi flokkurinn að
stofna „portúgalskt sovét” með
byltingartilraun, sem Bento
flokkaði undir „stjórnleysi”, og
tilraunin fór þvi út um þúfur.
Flokksblaðið var bannað, þótt
það héldi áfram að koma út leyni-
lega, og hinar ægilegustu
kommúnistaofsóknir hófust með
morðum á óbreyttum flokksfélög-
um. begar spænska borgara-
styrjöldin hófst 1936, reyndi
flokkurinn á ný að hefja byltingu
með stuðningi Byltingarhreyfing-
ar sjóhersins. Flokkurinn hefur
jafnan haft mikið fylgi innan sjó-
hersins, eins og Pinheiro de
Azevedo viðurkenndi i viðtali við
dagblaðið Journal do Brasilþann
7. april. Azevedo er formaður
herráðs landsins og félagi i
Byltingarráðinu og leysir forset-
ann af i forföllum. Jafnframt lýsti
Azevedo yfir að nýja stjórnarskrá
landsins verði hvorki kommúnisk
né fasistisk, heldur unnin upp úr
hugmyndum sósialista og
kommúnista, um það væri telj-
andi litið ósamkomulag innan
hersins. Ekki veit ég hvernig
Azevedo getur sagt fyrir um gerð
stjórnarskrárinnar áður en kosið
hefur verið til stjórnarskrár-
þings. Þó er vitað að hún hefur
verið samin af hernum, sem ætlar
aðeins að bera hana fram til sam-
þykktar. En vinni Sósialista-
flokkurinn stóran sigur i kosning-
unum, eins og allar likur eru fyr-
ir, mun Soares aldrei samþykkja
þau málalok. Soares veit að hann
gerði portúgölsku byltinguna
tigna i augum umheimsins, þegar
hann var utanrikismálaráðherra,
og hann finnur til styrks ekki að-
eins frá sósialistaflokkum Vestur
Evrópu, heidur einnig frá
kommúnistaflokkunum, sem hafa
afneitað þeim portúgalska af
fremur litlum sögulegum
skilningi. Garaudy skoraði á
franska kommúnistaflokkinn að
fjarlægjast þann portúgalska
með sama hætti og sá italski gerði
á siöasta flokksþingi sinu sællra
minninga, þegar aðalritari
flokksins bar fram „sögulegu
málamiðlunina” milli
kom múnistaflokksins og
borgaraflokkanna, sem er við
nána athugun litið annað en itölsk
útgáfa á „friðsamlegu sambúð-
inni”. í gagnrýni sinni á Kommú-
nistaflokki Portúgals virðast
vestur-evrópskir kommúnistar
gleyma sögulegri stöðu flokksins,
að forystumenn hans sátu i
fangelsi áratugum saman og
komu út i frelsið með svipað
hugarfar og stefnu og þegar þeir-
fóru inn, en öllu harðari og pindir
menn á hinn hræðilegasta hátt af
lögreglunni. Einn þeirra sagði við
mig i haust: begar ég kom úr
fangelsinu gerði ég mér ljóst, að
sú hugsjón, sem hélt i mér lifinu i
ófrelsinu, mundi bana mér
pólitiskt séð i frelsinu. Orðin lýsa
vel hugsun manns, sem timinn
hefur farið fram hjá, en gerir sér
samt grein fyrir nýjum aðstæð-
um, þegar hann kemst i takt við
timann. Mörgum kann að finnast
það vera óhugnanlegt að i
miðstjórn flokksins skuli vera
menn, sem setið hafa samanlagt i
fangelsi i nær fjögur hundruð ár,
stöðugt pindir af PIDE-lögregl-
unni. En þetta eru gamlir menn.
Yfir fimmtiu prósent flokksfélag-
anna eru ungt fólk og það mun að
sjálfsögðu marka stefnuna i
framtiðinni.
Arið 1949 er Alvaro Cunhal lát-
inn i fangelsi. 1956 kemur flokkur-
inn fram með kenninguna um
„friðsama þjóðarhreyfingu” til
að knýja Salazar frá völdum. Að-
gerðir flokksins mistókust og
stefna hans var flokkuð undir
tækifærisstefnu. 1961 slapp Cun-
hal úr fangelsinu ásamt mörgum
flokksleiðtogum. Sama ár er hann
kosinn aðalritari flokksins og for-
dæmir harðlega stefnu Kina og
Albaniu. Þetta ár gripu flestar
frelsishreyfingar nýlendnanna til
vopna gegn portúgölsku stjórn-
inni, en flokkurinn er fremur and-
hverfur sjálfstæði nýlendnanna
og styður i engu frelsisbar-
áttuna. 1964 varar flokkurinn við
fylgjendum stefnu kinverska
kommúnismans, og um leið
klofnar hann i ótal hreyfingar og
flokka, eins og Kommúnistaflokk
Portúgals, Marxista-Leninista og
Samband byltingarsinnaðra stú-
denta. 1974 lýsir flokkurinn yfir
fullum stuðningi við stefnuskrá
Hreyfingar hersins, hann heldur
sitt fyrsta frjálsa flokksþing i
október sama ár, og að þvi loknu
gefurhann út næstum þá einu til-
kynningu að hann fagni frelsi.
MHPP, eða Endurskipuiags-
hreyfing öreigaflokksins, er
stofnuð 1970 á þeim grundvelli, að
i Portúgal hafi aldrei verið neinn
raunverulegur kommúnistaflokk-
ur, en hann verði að stofna með
sameiningu allra marxiskra-
leninskra hreyfinga landsins
með endurskipulagn. þeirra i
huga, þannig verði hægt að stofna
raunverulegan portúgalskan
kommúnistaflokk. Sama ár gefur
hreyfingin út fræðilegt blað um
kommúnismann, Hauða fánann.
Stefnuskrá hreyfingarinnar var
að endurskipuleggja kommúnisk-
ar hreyfingar, berjast gegn
heimsvalda- og nýlendustefnu,
styðja sjálfstæðisbaráttu ný-
lendnanna, sigra fasismann og
leggja innlent auðvald að velli.
Arið eftir byrjar hreyfingin að
gefa út leynilegt dagblað. Alþýðu-
baráttuna, sem kemur út enn,
hálfleynilega. Á tima var það al-
gerlega bannað, i fyrra. 1971 hóf
hreyfingin skipulagðan áróður
innan hersins og hvatti hermenn
til að flýja með vopn sin nýlendu-
herinn og berjast við hlið frelsis-
hreyfinganna. Þúsundir her-
skyldra manna neita að hlýða
og hreyfingin hjálpar þeim að
komast úr landi. Skyndiverkföll
hefjast og smáskæruhernaður i
borgum. 1972 er einn leiðtogi
hreyfingarinnar, Ribeiro Santos,
skotinn til bana i Háskólanum i
Lissabon, að sögn hreyfingarinn-
ar með aðstoð svikara úr
Kommúnistaflokknum. 1973 eru
skæruaðgerðir hreyfingarinnar
orðnar algengar hvarvetna um
landið. Þegar Amilcar Cabral,
formaður frelsishreyfingarinnar i
Gineu, er myrtur tókst hreyfing-
unni að skipuleggja þann stærsta
fjöldafund, sem skipulagður hafði
verið i Lissabon i fjöldamörg ár.
Við komu Kissingers til Portú-
gals, skömmu fyrir byltinguna
þann 25. april 1974, hóf hreyfingin
fjölmennar mótmælaaðgerðir
gegn dvöl hans með aðstoð málm-
iðnaðarmanna og verkamanna i
gler- og efnaiðnaðinum. Þegar
Spinola ætlaði að halda áfram
hersendingum til nýlendnanna
eftir byltinguna, vakti hreyfingin
uppreisn óbreyttra hermanna
á herflutn.skipunum og hvatti
þá til að varðveita vopn sin og
hefja byltingu við hlið alþýðunn-
ar. Við uppreisnina enduðu her-
sendingar Portúgals. Þann 7. júli
er ritstjóri Alþýðubaráttunnar
handtekinn og settur i fangelsi.
Þetta var fyrsta handtakan á
andstæðingi fasismans, sem að-
eins einn formaður stjórnmála-
flokks mótmælti, Mario Soares,
bg með semingi þó. Ég var lög-
fræðingur hans (Saldanha
Sanches) við réttarhöldin yfir
honum á timum fasismans. Ég
held, að hann hafi þá verið félagi
Kommúnistaflokksins. Ég varði
hann af öllum mætti, vegna þess
að ég áleit hann vera hugrakkan
hugsjónarmann. Auk þess var
hann nemandi minn. Hann er mér
kær.. en ef rétt er á litið voru að-
gerðir hans refsiverðar. t engu
lýðfrjálsu landi verður þolað, að
hvatt sé til vopnaðs mótþróa og
að óhlýðnast herskyldu, sagði
Soares i viðtali við vikuritið
Expresso i október i fypra.
Þann 12. október i fyrra var
minnst morðsins á Ribero Santos
og haldið til kirkjugarðsins i
Ajuda. Aðgerðirnar, sem ég
fylgdist með, voru einnig hafnar
til að krefjast þess, að Saldanha
Sanches yrði sleppt úr virkinu
Elvas, en reyndar hafði hann ver-
ið látinn laus tveimur dögum
áður. t samræðum okkar komu
fram helstu sjónarmið hans og
hreyfingarinnar: Heilbrigð þjóð
vekur ætið háværan og óhlýðinn
minnihluta. Ekkert stjórnarfar er
rétt nema i einstökum ákveðnum
tilfellum. Hjá okkur er enginn
formaður, formenn risa þegar al-
þýðan vekur einhvern til forystu.
Ætlun okkar er ekki að koma
fram sem kosningaflokkur,
heldur að skapa það sem við köll-
um réttarfar götunnar, að gera
almenning það vakandi, að hann
sýni þegar i stað vilja sinn og beri
fram skoðanir sinar. Alþýðan
hefur aldrei haft bein áhrif á dag-
leg störf neins „lokaðs þjóð-
þings”. Hreyfingin hefur ekki enn
náð pólitiskum þroska. Það sem
þroskast stööugt nær aldrei full-
um þroska, samt starfar það.
Hvar i Evrópu er hægt að sjá jafn
fjölmenna götuhreyfingu? spurði
hann.
Vissulega var það rétt á þess-
um tima. Frelsið var ungt og
rómantiskt. Að gráta er að vera
frjáls, sagði fólk.
Byltingarflokkur öreigannavar
stofnaður I Algeirsborg árið 1962
af ljóðskáldinu Manuel Alegre og
fyrrverandi baráttumanni i
Kommúnistaflokknum, Piteira
Santos. Eftir talsverð átök við
Kommúnistaflokkinn kom flokk-
urinn á fót Byltingardeildum,
sem stóðu fyrir djörfum aðgerð-
um, einkum gegn herstöð Nato i
Fonte da Telha og fallbyssu-
hreiðri iðnjöfursins Alfredo Siva,
sem stofnaði CUF-samsteypuna,
einnig skemmdarverkum i her-
skipinu Niassa, þegar það, árið
1973, lagði frá bryggju i Lissabon
á leið til nýlendunnar Bissau.
Nokkrum dögum áöur hafði
flokksmönnum tekist að eyði-
leggja höfuðbækistöð nýlendu-
hersins i Gineu. Eftir 25. april
hætti flokkurinn að beita vopnum
i baráttu sinni, öðrum en vopnum
menningarinnar, eins og það að
stofna öreigaháskólann. Pólitiskt
vald, eða kosningar til þings, sem
flokkurinn álitur vera broslega
samkundu borgaralýðræðis og
úrelta stjórnmálastefnu, virðist
ekki skipta flokkinn neinu máli,
þvi að umbótasinnaðar stjórn-
málastefnur koma þvi einu til
leiðarað bjarga heimsauðvaldinu
og markaðastefnu þess úr þeirri
kreppu, sem það hefur komið sér
i, og mun ekki losna úr nema það
fái aðstoð sósialista og staðnaðra
kommúnista.
Þegar hreyfing hersins bauð
stjórnmálaflokkunum að undir-
rita sáttmála um, aö þeir muni
hlita leiðsögn hennar og stofnana
hennar, Byltingarráðsins og
Æðstaráðs byltingarinnar, næstu
þrjú til fimm árin, undirrituðu
hann aðeins tveir flokkar af fús-
um vilja, Kommúnistaflokkurinn
og Portúgalska lýðfrelsishreyf-
ingin, en svo fór að fleiri fylgdu:
Sósialistaflokkurinn, Sósialdemó-
krataflokkurinn, Miðdemókrata-
flokkurinn og Sósialiska alþýðu-
fylkingin. Þeir sem neituðu að
styðja Hreyfingu hersins voru:
UDP, Lýðfrelsissamband alþýðu,
sem álitur verkföll vera vænleg-
asta vopn verkamannsins og
stendur gegn Nato, Varsjár-
bandalaginu og tberska sáttmál-
anum og vill tengja Portúgal
traustum böndum við Kina,
Albaniu og þriðja heiminn, Kóreu
og Viet-Nam, FEC(m-l)', Kosn-
ingabandalag kommúnista
(Marxista-Leninista), sem stend-
ur gegn endurskoðunarstefnu
innan kommúnismans; LCI, Al-
þjóðahreyfing kommúnista,
Trotskistefnumenn, sem vill að
Portúgal gangi úr Nato og
lberska sáttmálanum við Spán og
að stofnuð verði Alþýðubandariki
EvrópurPUP, Alþýðubandalagið,
sem hefur unnið stefnuskrá sina
úr kenningum Marx, Engels,
Lenins, Stalins og Mao, og mun
sjálfsagt bindast i framtiðinni
FEC (m-1) og-UDP; MES,
Vinstrihreyfing sósialista, sem á
mestu fylgi að fagna meðal
menntamanna á borð við kennara
og svipar mjög til Samtaka
vinstrimanna, en er þó miklu rót-
tækari hreyfing, og að lokum
PPM, Konungssinnar.
Margir flokkar bjóða ekki
fram, og einn flokkur hefur veriö
algerlega bannaður, MRPP,
Endurskipulagshreyfing öreiga-
flokksins, og fylgismenn hans
annað hvort ofsóttir eða fangels-
aðir. Frelsi Portúgals er ungt og
þjóðin algerlega ómótuð félags-
lega og pólitiskt séð, einnig
flokksleiðtogarnir, eins og fram-
boðsræður þeirra bera með sér.
Margir flokkanna bjóða einungis
fram til þess að geta komið skoð-
unum sinum á framfæri i sjón-
varpi og útvarpi og náð þannig til
þjóðarinnar. Yfirleitt eru ræður
stjórnmálamannanna lærðar á
bók og fjölyrtar um fasismann og
oft hreint skvaldur. Soares og
Cunhal bera af öðrum ræðumönn-
um, þó eru ræður Cunhal með of
fræðilegum blæ til þess að ó-
þroskuð alþýða geti skilið þær til
fullnustu. Ræður Soares eru
rabbkenndari og þess vegna skilj-
anlegri öllum almenningi. I raun
og veru skilur þjóðin best ræður
stjórnenda hersins. Það stafar af
þvi að tungutak herforingjans
þarf að vera einfalt og beint, til
þess að undirmennirnir skilji.
Milli hersins og þjóðarinnar eru
engir málörðugleikar.
Hvað portúgalska tungu áhrær-
ir hefur orðið litil breyting á henni
eftir byltinguna. Nauðsynlegt er
að málbylting eigi sér stað sam-
hliða þjóðfélagsbreytingum. Með
þvi móti getur þjóðin hugsað og
starfað á nýjan hátt. Skæruliðar
eiga ekki að tala eins og ljóðelskir
hirömenn. Portúgölsk tunga er
tunga ljóðsins og söngsins, hún
fellur illa að skáldsögunni og er ó-
þjál sem fræðimál.
Menntamennirnir eru vel
heima i pólitiskum fræðum (þó
virðist mér þeir hafa sótt megin-
part stjórnmálaþekkingar sinnar
i Stafrófskver Kommúnismans
eftir Búkarin og Préobrasénski),
en alþýðan kann ekki að gera
neinn greinarmun á Maoisma,
Marx-Leninisma, Kommúnist-
um, Trotskiistum, Sósialistum
o.s.frv. Af öllu orðaflóðinu skilur
hún aðeins þrjú orð: Niður með
fasismann! Alþýðan mun aldrei
skilja byltingu nema hún sjálf
geri byltingu. 1 Portúgal hefur
skólaæskan ein náð einhverjum
pólitiskum þroska og hefur að
minnsta kosti náð þvi að hafa
hvolpavit á stjórnmálum. Hún
gerir sér ljóst, að hún er stétt,
sem er á stöðugri hreyfingu og
ævinlega endurnýjuð af nýjum
árgöngum. Kosningaraldur er
miðaður við 18 ár. Skólafólkið
mundi hafa kosið MRPP i frjáls-
um kosningum. MRPP, eða
Endurskipulagshreyfing öreig-
anna, hefur hvatt fólk til að kjósa
ekki, eða skila auðu. úr þvi að
flokkurinn er bannaður hefur
Hreyfing hersins gefið út þá til-
kynningu, að það að skila auðu sé
lika að kjósa. Þannig atkvæði eru
einslags stuðningur við herinn. Sá
er mótleikurinn.
Og fólk mun eflaust skila at-
kvæði. Sósialistaflokkurinn mun
eflaust vinna stórsigur i kosning-
unum. Um leið mun þjóðin snúast
hratt til skandinavisks sósial-
isma, en þó örlitið róttækari.
Haf narfj örður
Innritun í 6 ára deildir:
Innritun i forskóladeildir skólanna næsta
vetur, (börn fædd 1969) fer fram i
skólunum, þriðjudaginn 6. mai kl. 14—17.
Skólahverfaskipting verður óbreytt að
öðru leyti en þvi, að skólahverfamörk
Lækjarskóla og Viðistaðaskóla verða við
Reykjavikurveg.
Fræðslustjórinn i Hafnarfirði
Við þökkum af alhug þeim, fjær og nær, sem heiöruöu
minningu Hlöövers Bæringssonar, meö skeytum, gjöfum
og bænum, aödáanlega hjúkrun, sem hann fékk á Borgar-
sjúkrahúsinu 5. — 21. aprn, einnig Söginni h.f., sem
kostaði útför hans, og kvenféiagskonum Langholts-
safnaöar ómetanlega hjálp.
Guöbjörg Sigvaidadóttir
Jóhanna B. Hlööversdóttir, Sigurjón Sigurjónsson
Pálmi Hlööversson Guömunda Helgadóttir
Óskar Jafet Hiöðversson
og barnabörn.
Atvínna ■ Atvinna
Laust embætti,
er forseti íslands veitir
Embætti skólameistara viö fjölbrautaskóia i Hafnarfiröi
(Flensborgarskóia) er laust til umsóknar. Umsóknar-
frestur tii 25. mai nk. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna rikisins.
Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni upplýsingar um
menntun og fyrri störf.
Menntamálaráðuneytið
28. april 1975
Auglýsingasiminn
er 17500
WDVIUINN