Þjóðviljinn - 08.05.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mai 1975. Siðgœði kaupfélagsstjóra Nú er Oddsbyl lokið á Selfossi og fannst mörgum góöum sam- vinnumanni nóg um. Mönnum létti og vonuðu að annar kaup- félagsstjóri með sliku hugarfari fyndist ekki á landi hér. En viti menn. Illu heilli skaust annar slikur inn á alþingi fyrir nokkru og vakti slíkt hneyksli I eigin hér- aði að dæmafátt er. Ég ræði ekki Kolbeinsmálið. Það er útrætt, rógurinn um Kol- bein marghrakinn og sigur verkamanna alger. En hitt, að „litli kaupfélagsstjórinn á Hvols- velli” skyldi draga inn i umræður á alþingi óskylt mál fyrrverandi starfsmanns sins, geri ég að umtalsefni. Þessi starfsmaður vann hjá K.R. i 30 ár. Vann bifreiðaverk- stæðið upp og stjórnaði þvi. Ég hef engan heyrt draga i efa, að hann hafi unnið K.R. vel, en þegar hann fór að eldast og þreytast gekk honum illa að umgangast sina undirmenn. Það var almannarómur i héraði, að hann væri höfuðverkur kaup- félagsstjórnarinnar. Ég hef aldrei heyrt, aö O.Ó. hafi tekið nærri sér að losa sig við hann þegar tækifæri gafst. Ekki hef ég heldur heyrt, að honum hafi verið boðið annað starf svo að hann gæti hætt með fullum sóma eftir dygga þjónustu. Og nú fær hann eftirlaunin: Algerlega að þarf- lausu er hans mál rætt fyrir alþjóð á alþingi, án þess að hann hafi tækifæri til að verja sig, einmitt þegar hann er kominn i annað starf og vegnar vel. Dettur engum i hug hefnigirni eða atvinnurógur? Og enn heldur óhróðurinn um starfsfólk verk- stæðanna áfram, m.a. mæta þeir drukknir til vinnu! Þá veit alþjóð það. Gjafir eru gefnar. Hvað segið þið, rangæingar? Félagi i Kaupfélagi Ilangæinga Öryggisventill áhafnarinnar Vegna togaradeilunnar, sem nú hefur staðið yfir i um eða yfir mánaðartima, og ummæla Jóns Sigurðssonar, forseta Sjómanna- sambands Islands, i viðtali við Alþýðublaðið nýlega um fækkun manna á stóru togurunum, vildi ég undirritaður gjarnan koma á framfæri undrun minni og furðu yfir þvi að maður, sem sjálfur hefur verið gamall togaramaður, og sloppið naumlega úr sjávar- háska aö þvi er ég best veit, á sinni tið, þótt langt sé um liðið, og búinn að starfa allar götur siðan sem framámaður i verkalýðs- hreyfingunni, og nú siðustu árin sem forseti allsherjarsamtaka sjómar.na, og nú kominn á áttræðisaldur, skuli leyfa sér þá firru, að láta frá sér fara að fækka þurfi mönnum á stærri tog- urunum. Flestir þessara manna, sem hér um ræðir, hafa alla tið verið nokkurskonar öryggis- ventill áhafnarinnar aö minu viti Og ekki sist eftir að þessar miklu og margbrotnu og dýru vélar, miljónaverðmæti, hafa komið um borð i skipin. Þar á ég við loftskeytamenn, vélstjóra og matsveina. Mat- sveinar eru að þvi er ég best veit taldir þörfustu þjónarnir um borð, enda eitthvað skrýtið að vera staddur á Grænlandsmiðum eða Nýfundnalandsmiðum og þurfa að sigla til tslands að sækja matsvein eða vélstjóra um borð i skipið, ef um einn matsvein væri að ræða um borð i skipinu, sem veröur að sinna sinum störfum, hvað sem á dynur, oft við erfið- ustu aðstæður vegna veðurs og vinda. Ef útgerðarmenn geta ekki rekið skipin lengur með lágmarksáhöfn, þá er auðvitað ekkert annað fyrir hendi, þar sem þjóðin eða rikið á þessi skip, en að taka þau eignarnámi þegar i stað, þvi að það hangir svo stórt á spýtunni. Það eru fleiri hundruð manns i landi, sem eiga allt sitt undir þvi að þessi skip geti gengið án tafa. Að lokum vil ég skora á sjómannasamtökin og ekki siður Slysavarnarfélagið að láta það ekki liðast að öryggi áhafnarinnar verði rýrt á þann hátt sem óskað hefur veriðeftir af útgerðarmönnum og fleirum, meira að segja alþingis- mönnum eins og Pétri Sigurðs- syni, ritara i Sjómannafélagi Reykjavikur, og Sverri Hermannssyni, stjórnarformanni i ögurvik h.f., sem gerir út togarana ögra og Vigra. Gamall togarasjómaður Breiðholtsskóli: T ólf nemendur luku bronsprófi í skák A meðfylgjandi mynd sjást nemendur úr Breiöholtsskóla scm nýlega luku skáknámskciði á vegum Æskulýðsráös Reykja- vlkur og hlutu I viðurkenningar- skyni bronsveifu. Æskulýðsráö hefur komið á skákþrautaflokk- um að erlendri fyrirmynd — brons, silfur og gullflokkar, en veifur eru veittar í viður- kenningu fyrir hvern áfanga. Aö þessu sinni luku tólf nem- endur Breiðholtsskóla brons- stigi, en námskeiöið stóð i átta vikur. Var mætt einu sinni i viku og kennt i tvo tima i senn. Mikill áhugi hefur rikt i Breið- holtsskóla á skákiþróttinni. Breiddin er mikil þar sem megináhersla er lögð á að sem flestir taki þátt. Nemendur Breiðholtsskóla hafa drifið sig úr neösta sæti i sveitakeppni skólanna I þriðja sætið nú i ár. Ætlunin var aö senda þrjár sveitir til keppni siðast, en skól- inn fékk ekki að senda nema eina sveit vegna reglna þar að lútandi hjá Æskulýðsráði. Þetta er eina fjögurra manna sveita- keppnin i skák, þar sem sú regla gildir að einn og sami aðili má ekki senda fleiri en eina sveit. Þetta kemur sér illa I f jölmenn- um skólum og þar sem unnið er sómasamlega að útbreiðslu skákarinnar. 1 breytingu felst enginn kostnaðarauki, þar sem Taflfél. Reykjavikur leggur til áhöld og húsnæði hvort sem keppendur eru fimmtiu eða hundrað. Þessar reglur munu nú vera i endurskoðun hjá Æskulýðsráði. Það var Jón Pálsson, æsku- lýðsfulltrúi, sem veitti verð- launin, en hann og Þorvaldur óskarsson, yfirkennari Breiö- holtsskólans hafa hlúð vel að þessu skákstarfi. Skákkennari var Svavar Guöni Svavarsson, en hann hefur kennt skák i Breiðholtsskóla sl. þrjú ár. Nöfn þeirra sem hlutu bronsveifuna að þessu sinni: Atli Þór Þorvaldsson, Bjarni Gunnarsson, Einar J. Ey- þórsson, Guðmundur Hansson, Hanna Katrin Friðriksdóttir, Ingi Már Gunnarsson, Magnús Friðriksson, Oddur Þ. Þórðar- son, Pétur Guðmundsson, Sigurður Steingrimsson, Skúli Bergmann og Sveinn Hansson. Verkalýðsfréttir Alþjóðasamband verkamanna I málmiönaði hefur sent spænsku stjórninni haröorö mótmæli og kröfur um að verkamcnn sem handteknir voru á verkalýðs daginn I mai verði látnir lausir. Lögreglan i Madrid og hópur fasista komu að verkamönnum, scm höfðu safnast saman fyrir utan kirkjugarðinn, þar sem Pablo Iglesias hvilir, einn af helstu forustumönnum verka- lýðshreyfingarinnar i árdögum hennar á Spáni. Voru verka- mennirnir lúbarðir og siðan teknir höndum. Langt er nú komið samninga- viðræðum verkalýðsfélaga og at vinnurekenda i Japan á þessu vori. Svo virðist sem meðal- hækkun launa muni verða 14-15% en kröfurnar hljóðuðu upp á 30%. Japanskur verkalýður bersig illa undan þvi hvernig verðbólgan leikur kjörin. Atvinnuleysi i Bandarikjunum náði 8,9% i aprilmánuði, hæstu hlutfallstölu siðan fyrir strið. Formælendur stjórnarinnar ala á bjartsýni varðandi siöari hluta ársins. Fimm baráttumenn verkalýðs- hyggju, kallaðir „maóistar” voru .skotnir til bana i Kalkútta af fangavörðum sinum, þegar þeir reyndu að flýja úr varðhaldi, aö þvi er opinberar heimildar greindu. Indverska stjórnin hefur beitt sér fyrir ofsóknum á hendur flokki þeirra. Atvinnuástandið I Vest- ur-Þýskalandi versnaði I reynd i april miðað viö mars-mánuö. A6 visu fækkaði atvinnuleysingjum úr 1,110 þúsundum I 1.080 þúsund, en þeim sem unnu skertan vinnu- dag fjölgaði út 85 þúsund I 900 þúsund. (reuter) Lausar stöður Þrjár kennarastööur við menntaskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar eru danska, enska stærðfræði og cölisfræöi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt Itarlegum upplýsingum um námsferil °g störfskulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 30. mal n.k. — Umsóknar- eyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamála ráðuney tið, 2. mai 1975.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.