Þjóðviljinn - 08.05.1975, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Síða 5
Fimmtudagur 8. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af erlendum vettvangi Þaö eru vesalingar eins og þessi sem mest liöa fyrir gróðasókn auöhringanna i þróunarlöndunum. Taliö er aö um 300 miljónir barna i heiminum þjáist af vannæringu. Að græða á eymdinni Viö höfum nýveriö fengið að fylgjast með áróðursherferð Banda- rikjanna og leppa þeirra í Vietnam þar sem /,munaðarlaus" börn léku aðalhlutverkið. Sú her- ferð mistókst þó sem betur fer að meira eða minna leyti þar sem komið var upp um til- ganginn. Nú hefur rekið á fjörur sviss- neskra dómstóla sakamál þar sem börn þriðja heimsins leika einnig stórt hlutverk. Næst- stærsti matvælaauðhringur heims, hinn svissneski Nestlé, hefur stefnt hópi róttæklinga fyrir rétt og ákært hann fyrir ærumeiðingar. Hópurinn, sem nefnir sig Arbeitsgruppe Dritte Welt (Starfshópur um þriðja heiminn) hefur gerst sekur um að gefa út skýrslu undir titlinum „Nestlé drepur smábörn” og dreifa flugritum með helstu niðurstöðum hennar. Barnamatur eykur á barnadauðann Skýrsla þessi er unnin upp úr rannsókn breskrar hreyfingar sem hefur samstöðu með þróunarlöndum á stefnuskrá sinni. Rannsóknin beindist að vandamálum sem sprottið hafa af aukinni sölu á verksmiðju- framleiddum barnamat i þróunarlöndunum. 1 skýrslunni eru tvö fyrirtæki nefnd öðrum fremur i þessu samhengi: Cow and Gates i Bretlandi og Nestlé hinn svissneski. Helstu niðurstöður skýrsl- unnar eru þær að verksmiðju- framleidd gervimjólk er komi i stað móðurmjólkur eigi þátt i að auka barnadauðann eða amk. að halda honum i horfinu en eins og alþjóð veit er barnadauði eitt stærsta vandamál þróunar- landa. Notkun þessarar mjólkur og annarra afurða matvæla- hringanna krefst hreinlætisað- stæðna sem ekki eru fyrir hendi i fátækum löndum. 1 leiðbein- ingunum er mæðrunum ráðlagt að þvo hendur sinar undir renn- andi vatni og sjóða pelann i amk. tiu minútur. Þetta er auð- velt verk fyrir mæður sem eiga fullkomin evrópsk eða amerisk Nestlé stefnir róttœklingum vegna upplýsinga um miður þokkalega iðju hringsins i þró- unarlöndunum eldhús. En þar sem vatnskrani er óþekkt fyrirbæri og eina eld- unaraðstaðan hlóðir úr þremur steinum eru svona ráðleggingar út i hött. Hringarnir reka gifurlegan áróður fyrir vöru sinni. Fjöl- miðlar, sjúkrahús og lyfjabúðir eru full með litskrúðugum myndum af sterkum og heilsu- hraustum börnum i fangi ham- ingjusamra mæðra og allt er barnamatnum að þakka. Þetta hefur þau áhrif að barnamatur verður stöðutákn meðal kvenna og æ fleiri konur hætta að hafa börn sin á brjósti en fara að nota gervimjólk. En hún er dýr og þvi er það mikil freisting fátækri móður að drýgja hana með of miklu vatni. Og þá er eggjahvituskortinum boðið heim — og barnadauðanum i kjölfar hans. „Siðleysi" í formála svissneska hópsins fyrir skýrslunni er Nestlé borinn þeim sökum að stunda siðlausa starfsemi i þróunar- iöndunum. Þrátt fyrir ógnvæn- legar skýrslur um ástandið i þriðja heiminum sem flæða yfir heiminn heldur hringurinn áfram að auka sölumennskuna. A matvælaráðstefnu SÞ i Róm i fyrra hélt fulltrúi norðmanna, Treholt landbúnaðarráðherra, þvi fram að ein helsta orsökin til eggjahvituskortsins væri það að börnin væru of snemma vanin af brjósti. En Nestlé ætlar ekki að láta segjast. Með málaferlunum hyggst hringurinn þagga niður i gagnrýnisröddunum og koma i veg lyrir frekari útbreiðslu skýrslunnar. Hann setti starfs- hópnum þá afarkosti að annað hvort drægi hann staðhæfingar sinar til baka, léti af öllum ásökunum á hendur Nestlé og hætti við að þýða skýrsluna yfir á frönsku eða mæta fyrir rétt. Hópurinn tók siðari kostinn og undirbýr nú málflutning sinn sem ma. inniheldur ummæli fjölda barnalækna, félagsráð- gjafa og starfsfólks hjálpar- stofnana i þróunarlöndunum þar sem skýrð eru ofan i kjölinn þau vandamál sem verksmiðju- framleiddur barnamatur skapar i þróunarlöndunum. Veltir 1.000.000.000 kr. Eins og áður segir er Nestlé næststærsti matvælaauðhringur heims, sá stærsti er hinn bresk- hollenski Unilever sem islend- ingar hafa fengið að glima við i landhelgismálum. Nestlé velti árið 1973 16,4 miljörðum sviss- neskra franka og hafði það ár 127 þúsund manns i sinni þjónustu, þar af aðeins 7 þúsund i Sviss. Hringurinn á dóttur- fyrirtæki út um allan heim og má ma. nefna stærsta fisk- iðnaðarfyrirtæki Noregs, Findus. 97% af framleiðslu hringsins er selt utan heima- landsins. Það segir sig sjálft að þvilikt risafyrirtæki sem veltir uþb. tuttugu sinnum hærri upphæð en islenska rikið gerir á þessu fjár- lagaári getur haft gifurleg áhirf i fátækum löndum sem hafa kannski á að skipa álika miklu vinnuafli og hringurinn. Og þurfa lika að verjast ásælni fjölda annnarra auðhringa. Bakhjarlar hringanna Og eins og verða vill eru það börnin sem verða að liða fyrir takmarkalausa gróðafikn vesturlandabúa Þeir sem skipuleggja aðför auðhringanna að börnunum eru vita skuld forstjórar og starfsmenn auðhringanna. En bak við þá standa venjulegir vestur- heimskir meðalborgarar sem fest hafa fé sitt i hringunum. 1 þeirra hópi eru eflaust margar þeirra hvatarkerlinga af báðum kynjum sem hæst láta út af þvi að „byltingin éti börnin sin” og taka þátt i áróðursherferðinni með vietnömsku „munaðar- leysingjana”. Þessar sömu kerlingar kveina eflaust hástöfum ef þær fá ekki greiddan sinn 12% árlega arð af hlutabréfunum i auðhringunum sem græða á barnadauðanum. Þvilik hræsni. (ÞH —byggt á Kommentar) Minningartónleikar um Róbert A. Ottósson í Skálholtskirkju á sunnudag Islenska þjóðkirkjan gengst fyrir hátiðarguðsþjónustu og tón- leikum i Skálholtskirkju sunnu- daginn 11. mai 1975. Flutningur þessi er helgaður minningu dr. Róberts A. Ottós- sonar söngmálastjóra er lést 10. mars siðastliðið ár. Fimm kórar' koma fram við þetta tækifæri en þeir eru: Skál holtskórinn, Kirkjukór Akraness, Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð, Samkór Selfoss og Kór Langholtskirkju. Stjórnendur verða Haukur Guðlaugsson, Þor- gerður Ingólfsdóttir, Jónas Ingimundarson og Jón Stefáns- son. En þau þrjú siðasttöldu voru öll nemendur dr. Róberts. t guðs- þjónustunni, er hefst kl. 2 sd„ predikar biskup tslands, herra Sigurbjörn Einarsson, og þjónar einnig fyrir altari ásamt staðar- prestinum sr. Guðmundi Óla Ólafssyni. Skálholtskórinn syng- ur við messuna með aðstoð kór- anna fjögurra. Trompetleikarar verða Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson. Forsöngvarar verða Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlendsson. Orgelleikari Jón Stefánsson. A tónleikunum er hefjast kl. 4.30 sd. flytur biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson, ávarpsorð. Kórarnir fimm, sem i eru um 200 manns, syngja bæði sameig- inlega og einnig hver fyrir sig Róbert A. Ottósson kórverk I hljómsetningum dr. Ró- berts A. Ottóssonar, einnig verk eftir aðra höfunda, svo sem Bach, Hándel, Mozart, Brúckner og Pál Isólfsson. Einsöngvarar verða Guðrún Tómasdóttir og Ólöf K. Harðardóttir. Orgelundirleikur Ami Arinbjarnarson og Glúmur Gylfason ásamt trompetleikur- um. Þorkell Sigurbjörnsson minnist verka dr. Róberts og núverandi söngmálastjóri flytur nokkur orð. Lokaorð flytur svo staðarprestur- inn, sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Ferðir verða frá B.S.l. kl. 11.30 sama dag og til baka kl. 6 sd. Lögreglumaður drepinn á Spáni Madrid 7/5 ntb — Lögreglumaður einn var I gær skotinn til bana á götu I borginni Guernica á Norð- ur-Spáni. Talið er að þjóðernis- sinnar af baskaþjóð hafi verið að verki. Drápsmennirnir skutu á mann- inn úr bil er hann var á leið heim af vakt við vopnaverksmiðju eina I borginni. Þetta er fimmti lög- reglumaðurinn sem drepinn er I baskahéruðum Spánar siðan I desember en undanfarna 12 daga hefur rikt yfirlýst umsátursá- stand I tveim héruðum á Norð- ur-Spáni. Hreinsun Súesskurðar á lokastigi Vatnshorni, Egyptalandi 7/5 reuter — Hreinsun Súesskurðar er nú aö komast á lokastig og i dag hófu dráttarbátar að fjar- lægja 14 skip sem legið hafa i skurðinum og ryðgað siðan i sex- dagastriðinu 1967. Hreinsunin hefur tekið 13 mán- uði. A þeim tima hafa breskir og franskir hreinsunarflokkar fjar- lægt 40 þúsund sprengjur úr skurðinum og rutt i burt bráða- birgðauppfyllingu sem Israelar lögðu þvert yfir skurðinn i striö- inu 1973. Enn er þó^ýmislegt eftir og t.d. er rennan sem skip komast um ekki orðin nema 120 metra breið. Sadat forseti mun opna skurö- inn við hátiðlega athöfn 5. júni nk. en þá eiga öll skipin að vera farin og skurðurinn tilbúinn til umferð- ar. Kostnaður viö hreinsun hans nemur nú um 120 miljónum ster- lingspunda. Auglýsingasíminn er17500 þJOÐVIUINN Hjálpum stríöshrjáóum í Indókína Giró 90002 20002 RALIÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.