Þjóðviljinn - 08.05.1975, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Qupperneq 11
Fimmtudagur 8. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Ávarp íslensku friðarnefndarinnar í tilefni 30 ára afmælis sigursins yfir fasismanum: Aldrei meir —Eflum samstarf friðarafla Þrjá+íu ár eru nú liðin frá því að síðustu sprengj- um síðari heimss+yrjaldar var varpað. Þegar byssurnar þögnuðu fyrir þrjátiu árum lauk blóðug- asta stríði allra tíma. Heimurinn allur minnist þess nú með þakklæti, hve miklar f órnir voru færðar í baráttunni, sem að lokum lauk með sigrinum yfir nasistum. Fórnir þjóðanna í þágu friðarins voru ekki til einskis: Lærdómurinn sem dreginn var af þessari styrjöld má aldrei gleym- ast. Á árunum eftir heimsstyrjöld- ina myndaði hópur manna og kvenna um allan heim friðar- hreyfingu, sem helgaði sig bar- áttunni gegn hættum nýrrar styrjaldar og vann gegn árásar- stefnu heimsvaldasinna. Þessi hreyfing er nú orðin að nútima fjöldasamtökum. Fimm miljónir manna rituðu undir Stokkhólmsávarpið gegn notkun kjarnorkuvopna og enn i dag hefur hreyfingin sterkt að- dráttarafl. Miljónir manna viðs- vegar um heim fylkja sér undir merki hennar. Á þessum hátiðisdegi má ekki gleyma þeim sém eiga i baráttu við fasisma, nýfasisma og ein- ræðisstjórnir. í Chile sjáum við eitt margra dæma um það, hvernig fasistar og nýfasistar brjóta niður lýðræðisleg samtök vinnandi fólks með einræðisvaldi til þess að viðhalda völdum sínum og sérréttindum. Þessvegna leggur friðar- hreyfingin á það mikla áherslu að dregið verði úr spennu, ekki að- eins á sviði stjórnmála heldur einnig á hermálasviðinu. Hin mikla þróun sem orðið hefur i efnahags- visinda- og tæknimál- um og menningarlegri samvinnu þjóða, verður að haldast i hendur við algjöra afvopnun. Sú sögulega tilviljun, að sigur friðaraflanna i Vietnam ber upp á sömu daga og minnst er 30 ára af- mælis sigursins yfir nasistum, gefurfriðarsinnum aukna von um að unnt verði að byggja upp heim án stríðs, réttlátan og lýðræðis- legan heim. Friðarnefndin á Islandi, sem er aðili að Heimsfriðarráðinu, vill i tilefni 30 ára afmælisins leitast við að efla samstarf sitt við inn- lend og alþjóðleg samtök og hreyfingar, sem stuðla vilja að friði, öryggi, sjálfstæði og rétt látri þróun þjóða. Friðarnefndin vonar að þetta hátiðarár muni fela i sér nýtt framtak og nýja sigra i baráttunni fyrir friði og hamingju öllum þjóðum til handa. «0» uot rntui feffjáíif Hópur hermanna við Reykjavfkurflokk 1975. H j álpr æðisherinn á Islandi 80 ára Hinn 12. mai 1895 hóf Hjálpræö- isherinn starfsferil sinn hér á landi. Hann var stofnaður af William og Catherine Booth i fá- tækrahverfum i Austur-London 1865. Þegar Herinn byrjaði hér, átti hann við ýmsan vanda að etja. Hátiðasamkoma í kvöld 30 ár frá stríðslokum I kvöld kl. 20.30 verður haldin i Háskólabíói hátíðarsamkoma í tilefni þess að 30 ár eru iiðin frá því að sigur vannst yfir fasistaherjum Hitlers í Evrópu. Samkoman er haldin á vegum Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarrikjanna, Tékknesk-íslenska menningarfélagsins, Pólsk-íslenska menningar- félagsins og Félagsins is- land—DDR. Við undirbún- ing hafa félögin haft sam- vinnu við sendiráð Sovét- rikjanna, Tékkóslóvakiu, Póllands og Þýska alþýðu- lýðveldisins. Dagskrá hátiðarsamkomunnar er sem hér segir: 1. Lúðrasveit Húsavikur leikur áður en samkoman hefst og i upphafi hennar. Stjórnandi: Robert Bezdek. 2. Þórarinn Guðnason læknir setur samkomuna og kynnir dagskráratriði. 3. Avarp: Einar Agústsson utan- rikisráðherra. 4. Avarp: Géorgij N. Farafonof sendiherra Sovétrikjanna á Is- landi. 5. „Forleikur um gyðingastef” fyrir strokkvartett, klaoinettu og pianó op. 34 eftir Sergei Prokovéf. Flytjendur: Gisli Magnússon, Graham Bagg, Gunnar Egilson, Helga Hauksdóttir, Janina Klek og Pétur Þorvaldsson. 6. Karlakórinn Þrymur á Húsa- vik syngur undir stjórn Róberts Bezdek. 7. Einleikur á pianó: Löve. Agnes 8. „Stalingrad”. Baldvin Halldórsson leikari les ljóð Jó- hannesar úr Kötlum. 9. Einleikur á fjórar dojrur (bjöllutrumbusett): Kakhram- on Dadaéf. 10. Kvartett, skipaður tékknesk- um hljóðfæraleikurum úr Sinfóniuhljómsveit Islands, leikur. 11. Einsöngur: Galina Múrzaj. Undirleikur á bajan: Vladimir Ljaposjenko. 12. Samkomuslit. Hér fer á eftir kynning á sovésku listamönnunum, sem fram koma á samkomunni: Söngkonan Galina Múrzaj er fædd árið 1943 i sveitaþorpi skammt frá borginni Vorosjilof- grad i úkrainu, en nú er hún starfandi við Filharmóniu þeirrar borgar. Arið 1969 hlaut Galina verðlaun i fjórðu alsovésku lista- mannasamkeppninni. Söngkonan syngur rússneks og úkrainsk þjóðlög og söngva eftir sovésk tónskáld við bajan-undirleik. Galina Múrzaj hefur haldið söngskemmtanir allviða utan Sovétrikjanna, m.a. i Frakklandi, Höllandi, Póllandi, Afganistan og Mongóliu. Hin þekkta óperusöng- kona Nadézeda Kazantséva, sem m.a. hefur gist Island, segir um Galinu, að „hún túlki i söng sinum hl%yju og hógværð rússneksrar sálar.” Undirleikari Galinu Múrzai er ba janleikarinn Valdimir Ljaposjenko, sem einnig er frá Vorosjilofgrad i Úkrainu og kon sertmeistari þar. Kakhramon Dadaéfer fæddur i Tasjkent, höfuðborg sovétlýð- veldisins Úsbekistan i Mið-Asiu, árið 1936. Hann er nú starfandi sem einleikari og dansari við þjóðdansaflokkinn Bakhor þar i borg. Hann leikur á dojrur, sem eru einskonar bjöllutrumbur, þjóðlegt, úsbekst hljóðfæri. Þykir hann mikill meistari á þetta sér- stæða hljóðfæri og hefur viða hlotið viðurkenningu, m.a. verð- laun á 6. heimsmóti æskunnar i Moskvu árið 1957. Hann hefur komið mjög viða fram utan Sovétrikjanna, m.a. i Englandi, Póllandi, Ungverjalandi, Sýr- landi, Libanon, Súdan, Lýbiu, Egyptalandi, Eþiópiu, Japan, Indlandi, Pakistan og viðar. Stuttnefjan tyllir sér kotroskin á kiettasnös. Einn af bjargfuglunum, sem sjálfsagt mun bera fyrir augu I fuglaskoðunarferð F1 á lokadag- inn, sunnudaginn kemur. Ferðafélag íslands: Fuglaskoðun á Reykjanesi Sunnudaginn 11. mai verður farið i hina árlegu fuglaskoðunar- ferð F.I., sem varð að fresta um sl. helgi. Verður fyrst ekið að Garðskagavita og gengið þaðan suður með ströhdinni. Eftir nokkra dvöl þar verður farið til Sandgerðis. Á ströndinni milli Garðskaga og Sandgerðis er venjulega mikið fuglalif um þess- ar mundir, og má búast þar við sjaldgæfum fuglum, sem flækst hafa hingað til lands. Frá Sand- gerði verður haldið til Hafna og staldrað þar við nokkra stund og skyggnst eftir straumönd, sem heldur sig þar i brimrótinu. Siðan verður haldið á Hafnaberg, sem er aðgengilegasta fuglabjarg fyrir ibúa höfuðborgarsvæðisins. I Hafnabergi má sjá allar bjarg- fuglategundir landsins nema haftryðilinn. Af bjargbrúninni má sjá til Eldeyjar, þar sem þúsundir súlna halda sig. Þær sjást einnig fljúgandi nálægt bjarginu. Þá má einnig sjá skrofuna og fleiri fugla, sem forvitnilegir eru. Frá Hafna- bergi verður ekið að Reykjanes- vita og skoðaður þar silfurmávur. Síðan verður haldið heim og hug- að að fugli á þeirri leið. Fólki skal bent á að hafa með- ferðis kiki, og þeir, sem eiga FUGLABÓK ALMENNA BÓKA- FÉLAGSINS, ættu að hafa hana meðferðis. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30. Enda þótt hann mætti strax rik- um skilningi og samúð margra á- gætustu manna þjóðarinnar, sem enn er tilfellið, voru þeir jafn- framt margir, sem heldur reyndu að gera honum erfitt fyrir en að greiða fyrir honum, eða starfi hans, á nokkurn hátt. Aðurnefndra timamóta minnist Herinn nú með fjögurra daga há- tiðahöldum. Aðalstöðvarnar i Noregi hafa sent hingað sem full- trúa sinn og stjórnanda hátiða- haldanna majór Guðfinnu Jóhannesdóttur, sem gegnir þýð- ingarmiklu starfi við foringja- skólann i Osló. Majórinn er fædd- ur og uppalinn i Hafnarfirði. Hún var barnung þegar hún hóf að starfa með Hernum og hefur nú um langt skeið gegnt margvisleg- um ábyrgðarstörfum innan vé- banda hans, þar á meðal deildar- stjórastarfinu á Islandi og Fær- eyjum. Sérstökum fögnuði veldur það öllum hér á landi sem hlut eiga að máli, að frá frændþjóðipni i Fær- eyjum koma hVorki meira né minna en 24 gestir — hermenn og heimilasambandssystur. Þennan alúðar-vináttuvott meta foringjar og hermenn hér mikils. Einnig koma gestir frá Akureyri og Isa- firði. Hátiðin hefst á uppstign- ingardag með fagnaðarsamkomu i sal Hersins. A föstudaginn er svo samkvæmi fyrir hermenn og heimilasambandssystur. A laugardaginn þ. 10. mai ná hátiðahöldin hámarki i aðal-há- ’tiðarsamkomunni sem fram fer i Dómkirkjunni kl. 20.30. Þar verða forsetahjónin viðstödd ásamt biskupi Islands, sem flytur ávarp. Borgarstjórinn mun einnig flytja ávarp og dómprófasturinn. Mikið verður um söng og hljóðfæraleik. Ollum mun heimill inngangur. A sunnudaginn eru samkomur kl. 10.30 og 20.30. A mánudeginum er svo heimilasambandsmót, sem lýkur með almennri samkomu um kvöldið. Samband ísl. sveitarfélaga: Olíuspamaðnr nauðsy nj amál Á fundi fulltrúaráðs Sambands islenskra sveitarflelaga á Akur eyri 29. og 30. april 1975 var svo- felld ályktun gerð um stillingu oliukyndingartækja: „Fulltrúaráðið fagnar þvi, að viðskiptaráðuneytið hefur ákveð- ið að gangast fyrir námskeiðum i eftirliti og stillingu oliukynding- artækja til þess að draga úr oliunotkun og lækka hitunar- kostnað og annast öflun nauðsyn- legra tækja, til þess að unnt verði að framkvæma slik störf sem við- ast um land. Sveitarstjórnir eru hvattar til að hlutast til um, að sendur verði maður úr hverju byggðarlagi á slik námskeið og greiði fyrir þátt- töku með fjárhagsstuðningi úr sveitarstjóði. Fundurinn væntir þess, að sem viðast um land verði kerfisbundið unnið að framgangi þessa mikla hagsmunamáls þess hluta lands- manna, sem býr við oliukyndingu húsa, og að stóraukið verði leið- beininga- og upplýsingastarfsemi á þessu sviði. Fundurinn beinir þvi til stjórn- ar sambandsins, að hún fylgist vel með framvindu þessa máls.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.