Þjóðviljinn - 01.06.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júnl 1975
Dómur í máli sænsku þvottakvennanna:
Skaöabæturog full laun
en brottrekstur þeirra sem fóru í samúðarverkfall staðfestur
Um$jón:Vilborg Haröardóttir.
Aðalheiður
Bjarnfreðs-
dóttir
skrifar:
Vinnumáladómstóllinn
sænski hefur nú dæmt I máli
þvottakvennanna frá Skövde,
sem sagt var frá hér á jafn-
réttissiöunni nýlega (27. april).
Eins og fram kom i þeirri frétt
var þaö ASAB dótturfyrirtæki
Danska hreingerningafélags-
ins, sem rak tvær kvennanna
þær Ragnhild Andersson og
Britt-Marie Johansson, sem
verkfallsleiðtoga eftir að allar
þvottakonurnar viö Billingehus
i Skövde höfðu lagt niöur vinnu
og krafist kjarabóta.
Vinnufélagarnir neituðu að snúa
aftur til vinnu nema þessar tvær
fengju að koma aftur lika. Allar
konurnar voru þá reknar og
máliö var lagt fyrir Vinnumála-
dómstólinn.
t málaferlunum stóð verk-
lýðsfélagið að baki þeirra
tveggja sem fyrst var visað
burt, en vildi ekki styöja félaga
þeirra sem i rauninni voru rekn-
ar fyrir samstöðu og stéttarvit-
und. Þær urðu sjálfar að standa
fyrir máli sinu.
Dómstóllinn hefur nú kveðið
upp sinn dóm. Þar eru þær
Ragnhild og Britt-Marie sýkn-
aðar af að hafa beitt sér fyrir
verkfallinu umfram félaga sina
og ASAB dæmt til aö greiða
þeim samanlagt 55 þúsund
krónur sænskar, sem laun frá
13. desember og i skaðabætur.
Jafnframt er fyrirtækið skyldað
til að táka þær tafarlaust aftur i
vinnu ef þær óska.
Hinsvegar staðfestir dómstól-
inn rétt fyrirtækisins til að reka
hinar konurnar fyrir að mæta
ekki til vinnu og eru þær þar
með dæmdar fyrir það „afbrot”
að sýna samstöðu með þeim
sem atvinnurekendur töldu
verkfallsleiðtoga og ætluðu að
refsa sem slikum.
Þessi málaferli og málið
reyndar allt frá upphafi hefur
vakiö geysilega athygli bæði i
Sviþjóð og hinum Norðurlönd-
unum, enda prófmál um rétt til
verkfalla á vinnustað. Einsog
sagt var frá fyrr breiddist
þvottakvennaverkfallið út um
landið, en konurnar voru hvergi
reknar úr vinnu nema i Skövde.
Þegar konurnar i Billingehus
gerðu verkfall var tímakaupið
11,78. sænskar krónur. 1 samn-
ingunum var boðið uppá skr.
14.10, en eftir að einn forstjóri
ASAB laug i sjónvarpinu, að
þær heföu 16 kr. á timann
ákváðu þær að krefjast þess.
Þvottakonur annarsstaðar
fylgdu þeirri kröfu eftir og eftir
nýjustu samninga, sem gilda
frá og með 1. júni verður ASAB
að borga þvottakonunum 17.70
skr. á timann.
En aðgerðir þvottakvennanna
hafa ekki aðeins tryggt þeim
verulegar launabætur. Þær hafa
opnað augu þeirra sjálfra og
fjölda annars verkafólks fyrir
nauðsyninni á að berjast fyrir
fullum verkfallsrétti og niður-
fellingu ákvæða i svokölluðum
öryggislögum, sem skerða
þennan rétt. —vh
Samningar og sjóðir
verkalýðsins
Þessa dagana, þegar samning-
ar verkalýðsfélaganna eru að
renna út og viö blasa e.t.v. erfið
verkföll, verður sjálfsagt mörg-
um hugsað til þess sem áunnist
hefur i kjarabaráttunni á liðnum
árum.
Fyrir svo sem 15-20 árum var
allt svo einfalt i sniðum. Að visu
var oft barist hart, en svo var
samið hreint og klárt um kaup og
kjör. Þá var vist engin þjóðhags-
stofnun til, en slangur af hag-
fræðingum, enda byrjaði þá að
færast ofvöxtur i verðbólguna.
Svo er farið að kalla allskyns
spekinga til þegar samiö er og þá
gerast samningar margslungnir
og flóknir.
Siðustu áratugi hafa reikni-
meistararnir okkar hjálpað
hverri ríkisstjórninni af annarri
til að reikna verðbólguna úr þjóð-
félaginu með gengisfellingum og
„hliðarráðstöfunum” og af-
leiðingin ævinlega orðið sú sama:
Veröbólgan hefur aðeins staldrað
við, svona rétt til að draga djúpt
andann. Komið svo aftur „með
sjö anda sér verri” og hamast i
þjóðarlikamanum og hefur nú
leikið hann svo illa, að enginn
virðist vita hvað gera skal. Nema
vist i útkomunni: Allt má hækka
nema kaupið.
‘Mig langar til að fjalla um tvo
sjóði, sem samið hefur verið um i
vinnudeilum, atvinnuleysistrygg-
ingasjóð og lifeyrissjóð og um
þann siðarnefnda fyrst, sem mér
finnst reyndar hafa verið alltof
litið kynntur fyrir félögunum.
Sjóðurinn er skráður á nafn
sjóöfélaga. Það er þvi enginn vafi
á, hver á hann.-Ef svo vill til, aö
sjóðfélagi flyst til i starfsgrein og
vill fá llfeyrissjóð sinn greiddan
hjá fyrra félagi fær hann aðeins
4% með óverulegum vöxtum. 6
renna til sjóðsins. Ef
sjóðfélagi á veðhæfa eign og fær
lán greiðir hann hinsvegar allt að
þvi okurvexti, sem þó óneitanlega
Framhald á bls. 18
Aðalheiður Bjarnfreösdóttir
þá reiknimeistararnir. Þeir sitja
við og reikna dæmið sitt langa,
sem aldrei gengur upp. Eitt er þó
ORÐ
Jafnréttið (!) hjá
Sambandi ísl.
sveitafélaga
Þá er hér bréf um „jafnrétt-
ið” hjá sveitarfélögunum:
„Timaritið „Sveitar-
stjórnarmál” er gefið út af
Sambandi isl. sveitarfélaga og
varpar 1. hefti 35. árgangs
skýru ljósi á stöðu islenskra
kvenna i sveitarfélögunum og
þar meö þjóðfélaginu I heild.
Þrátt fyrir frásögn og
myndir frá tveim þingum
mátti leita með logandi ljós til
aö rekast á konu nefnda eða
mynd af konu.
Fyrra þingið er fjórðungs-
þing Vestfjaröa 1974. Þingið
sitja 35 kjörnir fulltrúar ásamt
7 gestum svo og þeim bæja- og
sveitarstjórnum I fjórðungn-
um sem ekki voru kjörnir full-
trúar. 5 aðkomumenn flytja
erindi. — Engin kona i öllum
hópnum.
Á ráðstefnunni eru
samþykktar 17 ályktanir
varðandi sveitarstjórnarmál,
ss. húsnæðismál, heilbrigðis-
mál, samgöngumál, fræðslu-
mál, raforkumál o.fl. o.fl. Allt
greinilega konum óviökom-
andi.
Ein kona kemst á blað. Sjöfn
Ásbjörnsdóttir, varahrepps-
nefndarmaður á Hólmavik, er
fjarstödd kosin i fræðsluráð.
Grein eftir Hjálmar
Vilhjálmsson, „Ný viðhorf I
málefnum sveitarfélaga”
fylgja tvær myndir frá
ónefndri ráðstefnu sveitar-
félaga. A annarri myndinni
má greina Oddu Báru Sigfús-
dóttur borgarfulltrúa.
Síðan er sagt frá ráöstefnu
um fjármálastjórn sveitar-
félaga I nóv. 1974. Frásögninni
fylgja 15 myndir af ráöstefn-
unni — engin kona þar.
Þegar betur er að gáö kem-
ur I ljós, aö af 120 þátttakend-
um er ein kona, Salóme
Þorkelsdóttir hreppsnefndar-
maður i Mosfellssveit. Af
þremur starfsmönnum ráð-
stefnunnar eru hinsvegar tvær
konur. Þeim er ekki alls varn-
að, sveitarstjórnarmönnum.
Tvær konur eru nefndar I
grein þar sem sagt er frá til-
nefningu i Endurhæfingarráð.
Þær konur eru eðlilega
Sambandi sveitarstjórna óvið-
komandi og tilnefndar af öör-
um aðilum.
Að siðustu er kona nefnd
vegna leiðréttinga við 6. tbl.
1974. Þar haföi nafn Arnfriðar
Guöjónsdóttur fallið niður, en
hún er reyndar oddviti Búðan-
hrepps.
1 þessu sama tölublaði
Sveitarstjórnarmála er sagt
frá þvi, að Evrópuráðið haföi
samþykkt að helga árið 1975
húsfriðun. Um þetta stórmál
hafði stjórn sambandsins
þegar haldið fund.
Á sömu siðu er 14 llnum
(ekki hálfdrættingur á viö
húsfriðunina) eytt I frásögn af
þeirri ákvöröun Sameinuðu
þjóðanna að árið 1975 skuli
helgað baráttunni fyrir jafn-
rétti.
Hvernig væri nú, að stjórn
Sambands isl. sveitarfélaga
héldi fund um kvennaárið og
ræddi af hreinskilni ástand
jafnréttismála innan þess vé-
banda, ástæður fyrir þvi
ástandi og hugsanlegar leiðir
til úrbóta?
Með fullri virðingu fyrir
gömlum húsum
Guðrún Hallgrimsdóttir”
Rauðsokkaþula kvenna
Thcodór Einarsson á Akra-
nesi sendir belgnum vinsam-
legt bréf vegna þulu, sem hér
birtist og höfð var eftir hon-
um. Segist hann því miður
ekki hafa þuluna við höndina
einsog hún fór frá honum, en
hún hafi upphaflega verið allt
öðruvisi, en greinilega breyst i
meðförum einsog svo margt
annað sem viða flakkar. Hann
segist um 50 ára skeið hafa
samið gamanvisur og leik-
þætti af léttara tagi fyrir ýmis
félög um allt land, en þetta sé
fyrsta gagnrýnin sem hann fái
og láti hann sér það I léttu
rúmi liggja:
„Ég hrekk nú ekki upp af
standinum þó sagt sé að mig
skorti hugmyndaflug viö leir-
buröinn, það er sætt sameigin-
legt skipbrot, þvi það eru svo
margir sem fá það á sig. En að
ég hafi gert þessa þulu af karl-
mannlegri bræði eins og
stendur I Þjóöviljanum get ég
ekki viðurkennt, slikt er mér
fjærri.”
Þarsem hann hefur ekki
upphaflegu karlaþuluna hand-
bæra sendir hann okkur
kvennaþuluna og segist halda,
að hann hafi ekki gert neitt
upp á milli kynjanna. Hann
óskar aö lokum rauösokkum
velfarnaðar með vinarkveðju.
Ég veröað biðja Theodór af-
sökunar á þvi sem misfarist
hefuri fyrri þulunni, en svona
var þetta reyndar I þvl ein-
taki, sem belgnum var sent aö
vestan. En hér kemur hin þul-
an:
Við erum konur með eld i æðum
Já, ennþá lifir I þeim glæðum.
Við logum sem vitar viðsjálla stranda
en karlmenn eru til beggja handa.
Við getum meira en matreitt og þvegið
mulið undir karlana og I gólfunum legiö.
Við látum ei gjöra oss að kartöflukokkum
en klifum brattann, I rauðum sokkum.
Við tökum völdin, ekki aðeins I orðum,
en afgreiðum málin sem Bergþóra forðum.
Og harðsnúnar setjum við hnefann I borðiö
ef karlmenn ætla að biðja um orðiö.
Og ef af körlum er enginn friöur
skulu lappirnar upp, en hausinn niður.
Við sækjum beint inn i Seðlabankann
áður en karlarnir gjöra hann blankan.
Því hann er frystihús fátækrar þjóðar,
i frystihús eru konur góðar.
1 rikisstjórn tslands öruggum höndum
við afgreiðum málin á færiböndum.
1 dómsmálin er nú komin kona
við kviöum engu, en skulum vona
að hún muni kveða kariana I kútinn
kefla þá, setja á þá rembihnútinn.
Við rifum ÖII ólög I langar lengjur
og látum konur fá dýnamitssprengjur
ef mennirnir stifla i miðjum kvislum
I menningarrikum Þingeyjarsýslum.
Þá eiga konur um kyrrlát kvöidin
að koma saman og taka völdin.
Þá rikir spennandi sprengjukliður
og laxinn gengur bæði upp og niður.
Við afnemum alla karlakóra
hvar á landinu sem þeir tóra.
Og rauösokkakórar, koma I staðinn
en karlarnir þagna. Bættur skaðinn.
Viö erum konur með eld i æðum
og erum heima I ýmsum fræðum
En karlarnir skaffa okkur kokkhús verkin,
kokkhúslyklana, heiðursmerkin.
Nú þvoum við af okkur eldhúsgrettur
alskonar klistur og grautarslettur.
Svo hristum við dökka og Ijósa lokka
i litklæöi förum, Rauða sokka.
t rúminu gilda Rauðsokkarökin
þau ráða hver hefur undirtökin.