Þjóðviljinn - 01.06.1975, Síða 5
Sunnudagur 1. júnl 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
50 óþekkt
leikrit eftir
Dumasfundin
Fáir menn voru duglegri aö
skrifa en Alexandre Dumas eldri.
Hann skrifaöi Skytturnar og tugi
annarra sögulegra skáldsagna og
af þvi aö hann var meö fyrstu höf-
undum tii aö geta samiö upp á
greiöslu fyrir linu er hann sagöur
einn upphafsmaöur þess siöar aö
teygja úr frásögn meö einskis-
veröum athugasemdum um dagr
inn og veginn, marklausum jáum
og neium.
Auk þessa var Dumas firnalega
afkastamikiö leikritaskáld. Taliö
var aö hann heföi skrifaö alls 66
leikrit, en þau hafa rykfalliö
miklu fyrr en skáldsögur hans.
Nú hafa hinsvegar nýveriö fund-
ist 57 áöur óþekkt leikrit Dumas i
Alexandre Dumas.
skjalasöfnum Comedie Fran-
caise.
En þótt leikverk Dumas sjáist
sjaldan á sviöi, þá hefur skáld-
sagan um Skytturnar sett aö einu
leyti algjört met. A árunum 1908
til 1973 var hún kvikmynduö 120
sinnum I mörgum löndum.
Tilboð óskast i smiði og uppsetningu á
eftirfarandi v/Bændaskólans á
Hvanneyri:
1. Afgreiðsluborð i forsal
2. Veggur milli setustofu og gangs
3. Eldhúsinnrétting að hluta.
útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
gegn skilatryggingu kr. 3.000,-
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
O BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Risa-
sígarettur
á döfinni
Bandarisk tóbaksfyrirtæki
reyna aö auka söluna á varningi
sinum meö þvi aö bjóöa alltaf
ööru hvoru upp á nýjar tegundir
og afbrigöi af sigarettum. Þessi
aöferö er i meira lagi áhættusöm.
Þaö getur kostaö sem svarar um
lOOmiljónir króna aöeins aö prófa
nýja vöru á markaöinum, og af
fjörutiu nýjum tegundum er boöiö
hefur veriö upp á á sl. fjórum ár-
um eru þaö aöeins þrjár sem
hafa „slegiö i gegn”.
Tóbakskóngar setja um þessar
mundir helst von sina á nýjar
sigarettur sem eru fimmtungi
lengri en þær sem hingaö til hafa
veriö á markaöinum og eru
kenndar viö „konunglega stærö.”
Reynolds hefur gengiö vel meö
tilraunir sinar meö slgarettu sem
kölluö er More-120, en sigarettur
þessar eru 120 millimetrar aö
lengd. Phillip Morris og Ameri-
can Brands eru á leiöinni meö
hliöstæöa vöru.
Þessar nýju sigarettur minna i
útliti meira á mjóa smávindla en
rettur. Þær eru og yfirleitt vaföar
i brúnan pappir. Þær kosta hiö
sama og 100 millimetra sigarett-
ur og tóbaksmagniö er svipaö.
Reykingamönnum er svo talin trú
um aö meö þessu móti fái þeir i
hendur hægtbrennandi sigarettu
meö um 50% fleiri aösogum en
venjuleg sigaretta gefur.
Hald og traust framleiöenda i
þessum efnum er þaö, aö sigar-
etturnar nýju séu I „nýjum stil”,
tengist við þá trú manna aö þeir
eigi aö leita aö nýjum aöferöum
til aö tjá sinn persónuleika;,
Aldur og ást
Skyldi nokkur núlifandi leikari
strá um sig spakyröunum einsog
sú franska Jeanne Moreau. Þaö
nýjasta: „Ellin ver mann ekki
gegn ástinni, en aö vissu leyti er
ástin vörn gegn ellinni”.
Rökvísi
— Pabbi, þegar ég verö stór
ætla ég aö giftast ömmu.
— Jæja. Helduröu aö ég leyfi
þér aö giftast mömmu minni?
— Nú, afhverju ekki? Þú giftist
mömmu minni!
Félög með þjálfað starfsliö í þjónustu við þig
Sjötíu sinnum
iviku
Sjötíu sinnum ( viku hefja þotur okkar sig til flugs í
áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða
f Evrópu og Bandaríkjunum.
Þessi mikli ferðafjöldi þýöir það, aö þú getur ákveöið
ferö til útlanda og farið nær fyrirvaralaust.
En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það
þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost.
Viö höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og
3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með
langa og gifturíka reynslu aö baki, í þjónustu okkar,
Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á Islandi.
500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum
okkar I 30 stórborgum erlendis.
Hlutverk þess er að greiða götu þina erlendis.
Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki
þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni,
þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur
framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem
stunda reglubundið flug, og fjölda hótela.
Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir
og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér
finnst að þú sért aö feröast á áhyggjulausan, þægi-
legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur
af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða
annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess aö svo
mætti verða.
flucfélac LOFTLEIOIR
ÍSLANDS
I