Þjóðviljinn - 01.06.1975, Síða 9
steinn var einn mesti bókamað-
ur landsins:
Sunnudagur 1. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
VISNA-
ÞÁTTUR
S.dór. —
Margur er kátur
maðurinn...
Einn af velunnurum visna-
þáttarins kom með þessa frá-
bæru visu til okkar fyrir
skömmu, en sagðist ekki vita
eftir hvern hún er, og þætti okk-
ur væntum ef einhver vissi hver
höfundurinn er og léti okkur
vita, en visan er svona:
Margur er kátur maðurinn
og meyjan hneigð fyrir gaman,
en svo kemur heivitis heimurinn
og hneykslast á öllu saman.
Einar Hjálmar Guðjónsson
sendi okkur þessa visu og kallar
hana Okrarastéttina:
Hún vill hlúa að sverum sjóð,
á silfrið trúa og fela,
þráfalt sjúga þreyttra blóð
þjóðarbúi stela.
Við gátum ekki birt allar
ferðavisurnar hans Adolfs
Petersens i siðasta þætti, en hér
koma þær 6 sem eftir urðu:
Við Veiðivötn.
Orpið sandi allt að sjá,
cyðimörk i dalnum,
en vötnin lygnu björt og biá
brosa i fjallasalnum.
Við Eyvindarver.
Þeim varð gæfugatan hál
að greiðastaðinn finna.
Auðnin geymir einkamái
útlaganna sinna.
Nótt I Nýjadal.
Næturhiminn, næturgióð,
nætur stjörnuhringur,
á næturhörpu næturljóð
næturgaiinn syngur.
Einn ég sveima um auðan völl
undir mánaskini,
óska mér að tslands tröll
ætti nú að vini.
Máninn skin og skreytir blá
skaut með stjörnurósum.
Björtum ljóma bregður frá
bjarma af norðurljósum.
Arla.
Döggin vætir dalarós,
dagsins mætir veldi.
Rjóð á fætur röðulljós
risa af næturfeldi.
Adolf J.E. Petersen.
smiður á Eyrarbakka, fór eitt
sinn út i Þorlákshöfn og sá þar
kunningja sinn vera að hlaða
upp hertum þroski, og þá kvað
Sveinn:
Það ég hörðust handtök sá
i Hafnartúrnum minum,
þegar Steini þuklaði á
þurrum nafna sinum.
Guðmundur Pétursson,
kennari á Eyrarbakka, var vin-
ur Sveins og ljóðaði stundum á
hann. Eitt sinn sagði Guð-
mundur:
Segðu mér hvar sálin min
siðast á að lenda.
Sveinn svaraði:
Visurnar og verkin þin
á verri staðinn benda.
Guðmundur dúllari varð ekki
kunnur af visnagerð, en þessa
visu orti hann þó er hann var
staddur að Reykjum i Lundar-
reykjadal:
Sjöunda júni sagt er mér að
sé ég fæddur,
nokkuð miklum gáfum gæddur,
en gat ei orðið vel uppfrædd-
ur.
Eitt sinn gaf Stefán Vagnsson
séra Jóni Thorarensen bók sem
heitir Marina og lét þessa visu
fylgja með:
Vert er að hlú að velsæmi,
von og trú það gefur.
En þú skalt snúa að þessari
þegar frúin sefur.
Gömul útreiðarvisa úi
Reykjavik:
Astin hún er ekki stygg
i útreiðinni.
Þau föðmuðust svo að fór um
hrygg
hjá frökeninni.
Guðfinna Þorsteinsdóttir orti
er hún heyrði þess getið að hægt
væri að vinna túnáburð úr loft-
inu:
Timinn marga ræður rún,
sem rökkrið áður faldi.
Guðs úr englum tað á tún
taka þeir nú með valdi.
Næst skulum við lita á nokkr-
ar gaman- og kersknisvisur.
Sveinn Guðmundsson, járn-
Þegar Þorsteinn Þorsteins-
son, fyrrum Dalasýslumaður,
lést var þessi visa ort, en Þor-
Sendum sjómönnum um allt land
bestu árnaðaróskir
i tilefni dagsins
Múlalundur
Armúla 34 —
símar 38400 og 38401
Fallega Þorsteinn fiugið tók
fór um himna kliður,
Lykla-Pétur lifsins bók
læsti I skyndi niður.
Sagt er að þessi visa sé eftir
Guðmund Böðvarsson skáld á
Kirkjubóli.
Stefán Jónsson fréttamaður
kallar þessa visu sina
Flokksfylgið:
Þeir yfirgefa hann einn og
tveir
uns á hann sitt fylgi i ský-
jonum,
en Alþýðuflokkurinn frikkar æ
meir
þvi færri sem eru i honum.
Meyjarhrós
Fagurt hrósið fyrir það eitt
fær sú meyjan hreina,
að hún tekur aldrei neitt
annarra þörf til greina.
Ólina Jónsdóttir á Sauðár-
króki sá þrjár stelpur og þrjá
stráka ganga fyrir glugga og
orti:
Misjafnlega timinn timbrar
og teygir þessi jarðarpeð.
Littu á þessar iitiu gimbrar
og lambhrútana skokka með.
Jón Helgason prófessor i
Kaupmannahöfn skrifaði þessa
visu framan á bók sina trr land-
suðri og sendi kunningja sinum:
Er opna ég þetta yrkingakver
með andfælum við ég hrekk:
Hvort er þetta heldur ort af
mér
ellegar Rikharði Beck?
íslenskir sjómenn
Bestu hamingjuóskir i tilefni dagsins^
Fiskverkun
Halldórs Snorrasonar
Gelgjutanga.
Sendum sjómönnum um land allt bestu
kveðjur i tilefni af sjómannadeginum.
Sjöstjarnan h.f. -
fiskiðjuver Ytri-Njarðvik
Seglagerðin ÆGIR
Grandagarði
sendir islenskum sjómönnum bestu
árnaðaróskir i tilefni af sjómannadegin-
um.
nallorca
fyri r al la f iölsky Iduna
Við bjóðum hagstæðari barnafargjöld en aðrir.
íbúðir i háum gæðaflokki eru til reiðu fyrir fjölskyldufólk,
með góðri aðstöðu fyrir yngsta fólkið.
Þrautreyndir íslenzkir úrvals fararstjórar veita yður og
fjölskyldu yðar aðstoð og leiðbeiningar.
Sérstakur bæklingur með ýtarlegum upplýsingum og ráðum
varðandi Mallorcadvöl hefur verið gefinn út fyrir yður.
Njótið sumarleyfisins í hópi
fjölskyldunnar í úrvals
Mallorcaferð fyrir viðráðanlegt
verð.
FERÐASKR/FSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshúsinu simi 26900