Þjóðviljinn - 01.06.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. júni 1975 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3
NÍELS HAFSTEIN
SKRIFAR
UM MYNDLIST
Undarleg
eru Ijósin
ífjöllunum
Gallery grjótaþorp,
Aðalstræti 12:
Róbert Guillemette
Hvers skal drengsins dreki
gjalda?
Við göngum niður brattar
tröppur inni ilangan sal með
ósléttu gólfi. Það er lágt til lofts
þar sem myndirnar hanga i ó-
reglulegum röðum, — en það
skiptir engu, hér gistir einlægn-
in hús, hin fölskvalausa til-
hneiging andar mót öllu sem
sýnir olíumálverk,
teikningar og
vatnslitamyndir
birtist. Lif draumsins er fram-
undan. Súrrealiskar innsýnir
kynjaheimsins, og það sem
augu barnsins sjá i smágervum
dráttum, bylgjast hér, i litum
sem eyðast og kvarnast og másit
út i nálægð. Það sem lærist um
skipulag og útreiknaða upp-
byggingu myndar, hið eðlilega
og rökvisa, stendur fyrir utan
þetta finlega nostur^ Við yfir-
gefum örugga vissu og algild
lögmál, endimörk meðvitundar-
innar loka öllum dyrum og
leyndardómar ókominna tima
benda okkur til sin inná sviðið,
— og atburðarásin hefst:
Þarna eru stúlkan og dreng-
urinn að leika sér með flugdrek-
ann sinn, hann sveiflast i glær-
hvitu loftinu, hærra og hærra,
umhverfist og breytist og sam-
lagast grisjulegum skýjunum,
eins og væri hann eitt af þeim á
himninum. Börnin hlæja og
hoppa, en hláturinn bergmálar i
sjálfum sér og leysir upp mynd-
ina. Bandið raknar sundur i litlu
höndunum og verður að rauðu
siðu konuhári sem bylgjast og
strekkist á vixl frá höfðinu, en
likamann vantar og andlitið er
af öðrum heimi, þeim heimi,
sem ekki sést, en er athvarf
þjáðra og tregafullra; draumn-
um innan draumsins, eða dýpra
og lengra burtu inni algeiminn
guðs. En höfuðlaus búkurinn
vafrar um i vofveiflegum
skuggum þjóðtrúarinnar á jörð-
unni, i manninum sjálfum. En
einnig þetta undur á leið okkar
Morgundraumur
hverfur, við höldum áfram
göngunni um landið og eyði-
mörkina heitu þar sem sandur-
inn þyrlast upp og verður að fin-
gerðu ryki sem leggst yfir spor-
in.
Ný mynd: með gulgrænum
sveppum er stinga kollinum upp
úr sverðinum, og framandlegur
hlutur liður hljóðlaust yfir svið-
ið og hefur engan skugga. Kann-
ski er þetta geimskip á
skemmtiferð um óbyggðirnar,
kannski lögreglan að leita
glæpamannsins sem hún ekki
finnur, þvi hér er ekkert. Þessi
dularfulla auðn með kyrrð i
þögninni og ljósbrot i fjarlægum
fjöllum, þaðan sem geislinn i
gljúfrinu kastast úti himinhvolf-
ið. Grannvaxnar greinar runn-
ans bærast við gust þann sem
koma okkar veldur, og runninn
lyftist allur upp af staðnum, likt
og blærinn frá öldinni sem leið
hefði vaknað til lifsins augna-
blik, — en sigur svo niður aftur.
Við leiðumst eftir myndjaðrin-
um og skimum eftir mönnum
eða dýrum og töfrum fram hill-
ingar út við sjónhring. Hvað er
þar á ferð? Hver þeysir um á
þessum slóðum? Ekkert svar.
En skyndileg myndbreyting, og
við göngum fram á grænan
dreka sem kúrir sig niður, og
litinn dreng sem hefur arminn
um háls honum góður bliður, en
drekinn titrar. Veröldin er við-
áttan mikla, misferlulaus slétt-
an sem ekkert hylur fránum
sjónum, þvi riddarinn nálgast
úr hillingunum og lensuna ber
við himin, Hann er að kom frá
kastalanum i fjöllunum með bit-
hvesst vopnið mundað til lags,
frægastur allra frægra úr myrk-
viði svallsins og lostans, sendi-
boði valdsins sem kúgar, kann-
ski böðull rauðhærðu konunnar
sem henti höfði hennar á loft úti
buskann, en búkurinn sveimar
um i saggafullum kjallaranum
þar sem vilpan er i fótum og
stóreygð skordýr bitast um
holdið sem fellur til jarðar, og
ægileg hljóðlaus öskur kastast
milli veggjanna þegar glóandi
járninu er þrýst á holdið.
En þetta vitum við ekki, við er
um gestir og skoðum það sem
fyrir ber. Okkar er ekki að
dæma? Heldur göngum við i
annarri mynd með blómum og
litilli tjörn þar sem stúlkan leik-.
ur sér og speglast i vatninu.
Kannski biður hún drengsins og
drekans er ætluðu að sýna henni
heiminn. En landið er þögnin og
kyrrðin og blærinn sem hvarf. I
fjöllunum lifa ljósin orðin blá og
bleik af rökkrinu sem færist
yfir, en engill af öðrum heimi
svifur gylltur stólpi ofar jörð-
inni og fjarlægist. Kannski er
þetta álfkonan i draumnum eða
dis goðsagnanna sem stigur
niður og vakir yfir landinu, eða
sú sem byggir björg og seiðir,
kemur um nóttog hvislar i eyra
barnsins undarlegum orðum, —
og hjalið verður ævintýr og und-
ur.
BETRI FERÐ, FYRIR L/EGRA VERÐ
KynniS ykkur hina fjölbreyttu sumaráætlun Sunnu. Til KANARÍEYJA dagflug á
laugardögum, út aprilmánuS. Mallorka dagflug á sunnudögum. KAUPMANNAHÖFN
dagflug á fimmtudögum. NORÐURLANDAFERÐIR dagflug á fimmtudögum. RÍNAR-
LANDAFERÐIR dagflug á fimmtudögum. KAUPMANNAHÖFN AMSTERDAM PARÍS
RÍNARLÖND dagflug á fimmtudögum.
LIGNANO, gullna ströndin, dagflug á föstudögum. GARDA vatniS og JÚGÓSLAVÍA,
dagflug á föstudögum. RÓM, SORRENTO, dagflug á föstudögum. COSTA DEL SOL,
dagflug á laugardögum. PORTÚGAL, dagflug á laugardögum. Hvergi fjölbreyttara
ferðaval. Hvergi ódýrari ferSir. i nær öllum SunnuferSum er flogiS meS stærstu og
glæsilegustu Boeing þotum islendinga, fjögurra hreyfla úthafsþotum Air Viking sem
á siSastliSnu ári fluttu um 20 þús. farþega yfir AtlantshafiS, án tafa eSa seinkana.
Stundvisi, öryggi þjónusta og þægindi sem fólk kann aS meta. SpyrjiS þá sem reynt
hafa þessar frábæru farþegaþotur.
FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA
Lækjargötn 2 súnar 16400 120?0
/