Þjóðviljinn - 28.06.1975, Page 7
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. júni 1975.
Laugardagur 28. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — StDA 7
Drullupollar eru alltaf vinsælir
Hvers
vegna eru
leikvellir
ónotaðir?
Hvernig ætli standi á því
að barnaleikvellir borgar-
innar, þá eru raunar und-
anskildir gæsluvellirnir
svokölluðu/ standa nær
ævinlega tómir/ var undir-
ritaður spurður að fyrir
ekki löngu síðan. Og satt að
segja þá var ég hálf hissa á
þessari spurningu, gat það
verið rétt að svo væri? Það
er svo margt i daglega líf-
inu sem maður tekur ekki
eftir. Auðvitað hefur
maöur oft farið framhjá
barnaleikvelli án þess að
taka eftir því hvort þar
voru börn að leik eða ekki.
En væri það rétt að leik-
vellirnir stæðu tómir, þá
var í það minnsta ástæða
til að kanna hvort svo væri
og þá hvers vegna.
Og eftir dagsferö um barnfiestu
hverfi borgarinnar kom þab i ljóst
að þetta var alveg rétt hjá mann-
inum, leikvellirnir standa tómir.
Viö komum þrisvar sinnum á ein-
um degi á leikvellina i Fossvogs-
hverfi, Breiðholti og i Arbæjar-
hverfinu og i öll skiptin stóöu
þessir vellir tómir utan hvað einu
sinni voru tvær litlar hnátur að
róla sér á leikvellinum i Fossvogi.
Endurtekið skal að þarna var
ekki um gæsluvellina að ræða
enda eiga börnin sem þar eru
engan valkost, foreldrar þeirra
setja þau á gæsluvellina og þaðan
mega þau ekki fara fyrr en þau
eru sótt.
En hvernig stendur þá á þvi að
leikvellir, með nýjum vegasölt-
um, rólum, klifurgrindum og
sandkössum standa auðir, en á
sama tima eru börn svo tugum
skiptir að leik á óskipulögðu
svæði i nágrenninu?
Nokkur börn voru spurð hvers
vegna þau væru ekki að leika sér
á leikvellinum i stað þess að grafa
i moldar eða sandhrúgum, vaða i
drullupollum o.s.frv.
— Iss, það er hundleiðinlegt á
vellinum, hvað heldurðu aö
maður geti bara rólað sér eða
vegið salt allan daginn, það er
ekkertannað hægt að gera þarna,
var svarið. Og þetta er alveg rétt.
Er maður skoðar málið nánar
kemur i ljós að leikvellirnir eru
mjög ómerkilegt fyrirbæri fyrir
börn sem orðin eru eldri en 3ja
ára. Hvaða heilbrigt barn á aldr-
inum 4ra til 10 ára halda menn að
endist til að róla sér daginn út og
daginn inn, eða þá að vega salt og
klifra i klifurgrind?
Það er staðreynd að fáir hafa
jafn rika sköpunarþrá og börn. Að
gera eitthvað sem situr eftir.
Grafa smáskurði, gera bilvegi á
moldarhaug, sigla smábátum,
jafnvelbara spýtum á polli. Ég á
von á þvi að þeir sem ekki eru
orðnir of gamlir muni að svona
var þetta þegar þeir voru litlir og
svona er þetta enn.
Maður verður raunar hissa á
þvi að ekkert i þessa átt skuli hafa
verið tekið með i reikninginn þeg-
Dæmigerö mynd frá barnaleikvelli I Reykjavlk. Leiktækin standa tóm en börnin að leik fyrir utan girðinguna.
Vinsæila leiksvæði en leikvellirnir
Leiktækin standa auö I Arbæjarhverfi
Upplagt svæði fyrir mömmuleik.
ar leikvellirnir voru geröir, I stað
hinna eilifu vegasalt, klifurgrinda
og róla sem sett er upp á leikvell-
ina. Og þar ofan i kaupin bætist,
að margir vellirnir eru malbikað-
ir. Ég á von á þvi að þeir sem eru
á aldrinum 20 til 40 ára muni að
leikvellirnir sem þeir muna eftir
voru nákvæmlega eins og þeir eru
i dag, engin framþróun, ekkert
nýtt og skemmtilegt við gerð vall-
anna. Ef nú þeir menn sem sjá
um gerð þessara leikvalla færu
stöku sinnum út i barnflestu
hverfin og kynntu sér hvað þaö er
sem börnin vilja helst gera, þá
hygg ég að annað yrði uppá ten-
ingnum við gerð næstu valla og að
þeim sem fyrir er yrði breytt
verulega. Hvar vetna sem farið
er, má sjá hópa af börnum að leik
á opnum og óviðhrófluðum svæð-
um, þar sem þau geta gert flest
það sem hugurinn girnist. Kann-
ski hafa þessir menn farið út i
hverfin og séð þetta en sagt sem
svo, þarna eiga börnin ekki að
vera, þau eiga að vera á leikvöll-
unum og auðvitað væri það æski-
legt að þau væru þar, en til þess
að laða þau að þarf gagngera
breytingu á völlunum. Þessi
klassisku 30 ára gömlu leiktæki
laða þau ekki að, það er alveg
ljóst.
Að visu er einn ljós punktur i
þessu máli og það eru starfsvell-
irnir svo nefndu. Þar gefst börn-
unum kostur á að láta hugmynda-
flugið ráða og gamminn geysa, en
gallinn er bara sá, að þeir eru svo
fáir, en þeir eru eigi að siður spor
i rétta átt. Enda er það svo að þeir
eru fullsetnir daginn út og daginn
inn. Vonandi verða þeir settir upp
i öllum hverfum borgarinnar, þar
sem þörf er á barnaleikvöllum,
þá væri vandinn sennilega leyst-
ur.
Það er annars furðulegt þegar
barnaleikvellir eru hannaðir að
börn skuli ekki vera höfð með i
ráðum. Eða hvað ætli fullorðna
fólkið sem er að byggja sér hús
segði ef það fengi ekki að vera
með i ráðum þegar húsin eru
hönnuð. Við megum nefnilega
ekki gleyma þvi að það er ekki
fullorðna fólkið sem dvelja á á
leikvöllunum. Það eru börnin sem
þar eiga að vera og þess vegna
eiga vellirnir að vera eins nærri
þvi sem börnin sjálf vilja og
mögulegter. Aðeins með þvi móti
er hægt að fá börnin til að una sér
á leikvöllunum að þeir séu eins og
þau vilja hafa þá en ekki eins og
við fullorðna fólkið viljum að þeir
séu.
—S.dór
Gagngerra breytinga aö vænta
Sá sem hefur yfirumsjón
meö barnaleikvöllum i
Reykjavík heitir Bjarnhéö-
inn Hallgrimsson, hjá
fræðsluskrifstofu borgar-
innar. Við inntum Bjarn-
héðin eftir því hvort aldrei
á liðnum árum hafi komið
til tals að breyta um gerð
barnaleikvaIla, gera þá
þannig úr garði að þeir laði
börnin til sín?
Jú, vissulega hefur verið rætt
nokkuð um þetta og þó alveg sér-
staklega nú siðari árin og má
segja að starfsvellirnir hafi kom-
ið uppúr þvi. Við gerum okkur
hinsvegar ljóst, að leikvellirnir
eins og þeir eru i dag, ná ekki til-
gangi sinum, börnin vilja ekki
vera þar. Við i leikvallanefnd
borgarinnar höfum rættþessi mál
mikið að undahförnu. Það er
meiningin hjá okkur að koma upp
starfsvelli i hvert einasta hverfi
borgarinnar og raunar stendur
það til.
— Myndu þeir þá leysa þá leik-
velli sem fyrir eru af hólmi?
— Nei, ekki beint, heldur vilj-
um við blanda þessu saman. Við
teljum heppilegt að hafa rólur,
vegasölt og klifurgrindur inná
starfsvöllunum, börnin verða lika
stundum leið á framkvæmdunum
Gerum okkur fulla grein
fyrir því að
leikvellirnir eru mislukkaðir
eins og þeir eru, sagði
Bjarnhéðinn Ha^grímsson
hjá fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
og vilja þá gjarnan geta hoppað
uppi rólur eða vegasölt. En það
sem kannski er mest um vert i
gerð þessara nýju leikvalla er
það, að við viljum gera garðana
eða vellina, hvort nafnið sem við
notum, að eins konar fjölskyldu-
reitum. Við viljum koma þar upp
tennisvöllum, minigolfvöllum og
fleirum slikum leiktækjum sem
fullorðið fólk getur einnig haft
gaman af.
— Nú, sem stendur er verið að
byggja einn slikan völl við Leiru-
bakkann. Þá var það ætlunin að
gera starfsvelli i Breiðholts-
hverfi, bæði i hverfi 1 og 3 og eins
við Rofabæ i Arbæjarhverfi. En
þessum framkvæmdum hefur
orðið að fresta vegna fjármagns-
leysis hjá borginni i ár.
— Hefur nokkurn timann kom-
ið til greina hjá ykkur að hafa
börnin sjálf með i ráðum þegar
leikvellir þeirra eru skipulagðir?
— Nei, ekki hefur það nú verið
gert en mér finnst þessi hugmynd
vissulega mjög góð og ég mun
koma með hana á fund hjá leik-
vallanefnd. Það yrði áreiðanlega
til góðs að fá hugmyndir hjá börn-
unum sjálfum.
— Aftur á móti get ég sagt þér
frá þvi, að Haj'narfjörður, Kópa-
vogur og Reykjavik, efndu til
hugmyndasamkeppni fyrir al-
menning um gerð leiksvæða og
leikvalla. En áhugi hjá almenn-
ingi virtist alls enginn, aðeins
þrjár tillögur komu fram, þrátt
fyrir það að háum verðlaunum
væri heitið fyrir bestu lausnina.
En þessar þrjár tillögur hafa enn
ekki verið opnaðar vegna þess að
mönnum þykir þátttakan alltof
litil. Þarna var kjörið tækifæri
fyrir almenning að leggja fram
sinar hugmyndir um það hvernig
leikvellir og svæði ættu að vera en
áhuginn var enginn.
— Aftur á móti mætti vel hugsa
sér ritgerðarsamkeppni i barna-
skólunum um það hvernig leik-
svæði eiga að vera. Þar með feng-
ist álit fjölmargra barna og hver
veit nema þetta verði gert, sagði
Bjarnhéöinn að lokum. —S.dór.