Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júni 1975 Vald kjósandans Ef ég nú verð ekki endurkosinn? Þessar teikningar Honoré Daumiers eru frá árunum 1850—69. Mesti teiknari Frakk- lands haföi eftir föngum dregiö sundur og saman i háöi hiö „borg- aralega konungdæmi” sem hrundi I byltingunni 1848, sem Daumier (sjálfsmynd). Dægurflugurnar á hinum pólitiska vettvangi OG KOSNINGARNAR Daumier fagnaöi mjög. En hrifn- ing hans af þeim smáborgurum sem upp úr byltingunni komu upp lýöveldi i sinni mynd fór fljótt af. Hann sýndi ranghverfuna á þess- um „sönnu alþýöuvinum” meö engu minna miskunnarleysi en hann haföi áöur sýnt oddvitum konungsvaldsins. „Alþýöuvin- um” sem af ótta um eignarrétt sinn og völd svikust aftan aö verkamönnum þeim sem höföu tekiö þátt i byltingunni og komu meö ýmsum brellum bróöursyni Napóleons til valda. Fyrst gerðu þeir hann að for- seta lýðveldisins og siöan studdu þeir hann i þvi árið 1851 að taka sér keisaravald — eftir það hét hann Napóleon þriðji. Að sjálf- sögöu elskaði Naóleon þriðji og stjórn hans fólkið heitt, enda lét hún það verða eitt sitt fyrsta verk að gefa út lög um takmarkanir á prentfrelsi og siöan fylgdi pólitisk ritskoðun i kjölfarið. A þessum árum, þegar viðleitni byltingarársins 1848 til að tryggja frelsi og mannlegan virðuleika var að renna út i sandinn, gerði Daumier i litografium sinum upp við afturhaldsstefnu timans og afhjúpaði þá vesælu þingmenn sem aðeins gátu þrifist i sliku andrúmslofti. — Þessar eru þarf- ir fólksins, en svona eru orð pólitikusanna og svona eru verk þeirra, segir hann með þessum myndum. DAUMIER Morguninn eftir kosningabaráttuna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.