Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
REPRISE-PLÖTUR KINKS:
(Bara LP-plötur):
You Really Got Me
Kink-Size
Kink Kinkdom
Kink Kontroversy
Kinks Greatest Hits
Kinda Kinks
Live Kinks
Face To Face
Something Eise By The Kinks
Village Green Perservation
Society
Arthur
Lola Versus Powerman And
the Moneygoround
Percy
Kinks Kronikles
The Great Lost Kinks Album
Og RCA plötur:
Musweli Hillbillies
Everybody’s In Showbiz —
Everybody’s A Star
Preservation Act One
Preservation Act Two t'
Og nú siöast Soup Opera.
P.S. Ein athugasemd: Kinks
gáfu út á siðasta ári litla plötu,
„Mirror of Love”, „He’s
Evil”. Lagið Mirror Of Love”
er á litlu plötunni sungið af
einni af söngkonunum sem
gera 3 siðustu LP-plöturnar‘
svo skemmtilegar. Þetta lag
er ekki hægt að fá í þessari út-
gáfu annars staðar.
Fyrir skömmu gáfu
Kinks út breiðskífu, sem
heitir „Soup Opera". Þessi
plata flytur ef til vill ekki
neitt nýtt hvorki í tónum né
textum, enda mikið til ó-
gerningur að koma með
eitthvað, sem ekki hefur
verið gert áður. EN / // Soup
Opera" er mjög góð og eru
það engar ýkjur.
Nafnið Kinks festist við hljóm-
sveitina árið 1963, eftir að þeir fé-
lagar höfðu leikið saman undir
ýmsum nöfnum, m.a. Pete Quaife
Quartet, Ray Davies Group, Rav-
ens, Ramrods og svo fram eftir
götunum. Svo voru þeir færðir i
rauða veiðijakka (enskulinunalog
fengu nafnið Kinks (þið munið
eftir háhæluðu, támjóu karl-
mannaskónum, sem komu á
markaðinn um þetta leyti, jæja,
en þeir voru kallaðir „kinky
boots”)
Nokkuð erfitt hefur reynst að
komast yfir allar plötur þeirra og
á ég sjálfur eftir að ná i nokkrar,
sem ég veit um, en gallinn er bara
sá að það voru gefnar út svo ólik-
ar útgáfur i t.d. USA og Bretlandi
fram undir 1968, auk ýmiss útgáfa
i t.d. Frakklandi Þýskalandi, Hol-
landi, Japan, Hong Kong o.s.frv.
1 lok 1963 komust Kinks á samn-
ing hjá Pye hljómplötuútgáfufyr-
irtækinu i Bretlandi, og voru plöt-
ur þeirra gefnar út hjá þvi fyrir-
tæki þar, til ársins 1970, er þeir
hættu og gengu i lið listamanna
RCA. Ein helsta ástæðan fyrir
þvi, að Kinks hættu hjá Pye var
sú stefna fyrirtækisins að gefa út
sömu lögin á 5-6 plötum, sem á
var raðað á mismunandi hátt.
Arið 1964 gáfu Kinks út nokkrar
smáplötur (eins og þeir hafa allt-
af gert). Fyrst kom „Long Tall
Sally”, „Took My Baby Home”,
svo hin sjaldgæfa „You Still Want
Me”, „You Done Something To
Me”, en þessar tvær náðu engum
vinsældum. 3. ágúst 1964 kom svo
út platan sem gerði þá fræga:
„You Really Got Me”, „It’s All
Right”. Svo var farið i það
ævintýri að taka upp stóra plötu
„The Kinks”, en hún var tekin
upp á tæpri viku. önnur smáplata
var gefin út, „All of the Day and
All of the Night”, „I Gotta
Move”, auk 4-laga plötu sem hét
„Kinksize Session”.
1965 voru Kinks orðnir vinsælir
um allan heim og hér lika, þá
gáfu þeir út „Tired of Waiting For
You”, „Come On Now”, „Every-
body’s Gonna Be Happy, „Who’ll
Be The Next In Line”, „Set Me
Free”, „I Need You”, „See My
Friends”, „Never Met A Girl
Like You Before” og „Till The
End Of The Day”, „Where Have
All The Good Times Gone” auk
EP platnanna „Kinksize Hits”
„Kwyet Kinks” (en lögin á þeirri
plötu virðist vanta á stórar plöt-
ur). Ein stór plata „Kinda
Kinks”. Kinks voru orðnir frægir
fyrir ruddalega framkomu og
stundum slagsmál á svði. Þeir
voru alls ekki orðnir góðir hljóð-
færaleikarar og æfðu sig ekki vel.
1 byrjun reyndu þeir að hafa allt
diplómatistkt, en það varð bara
til mikilla erfiðleika og jafnvel
slagsmála (enda var t.d. Dave
Davies ekki nema 16 ára er þeir
byrjuðu 1964). Ray & Dave
Davies urðu fljótt forsprakkar
Kinks og var baráttan helst á
milli þeirra bræðra, og var Kinks
oftar en einu sinni komin að þvi
að hætta störfum. Kinks gerðu
plötusamning við Reprise I USA,
og urðu strax vinsælir þar og t.d.
Grateful Dead meðal helstu aðdá-
enda þeirra þar, og breiddu þeir
út vinsældir Kinks á Vesturströnd
Bandarikjanna, með þvi að spila
lög þeirra og kynna þau.
1966 minnir mig að Kinks hafi
komið hingað, en á þvi ári komu
út lög með Kinks, sem urðu reglu-
lega mikið vinsæl hér ogKinksvar
i raun og veru vinsælasta hljóm-
sveitin á íslandi. Þið munið alla-
vega eftir „I’m on an island” og
„I’m on a party line” og „Mr.
Pleasant” og, og...Já listinn yf-
ir hin frábæru lög Ray Davies er
mjög langur. ’66 komu út bara 3
litlar plötur i Bretlandi „Dedi-
cated Follower of Fashion”,
„Sunny Afternoon” og „Dead
End Street”, og 3 stórar: „The
Kink Kontroversy” „Well
Respected Man” (samansull frá
Pye, ómerkilegt) og „Face To
Face” (ein sú allrabesta). Er hér
var komið sögu höfðu Kinks
breytt allverulega um stil. Fyrst
og fremst var ástæðan sú að Ray
Davies virtist hafa fengið völdin
að mestu leyti i sinar hendur. Af-
leiðingarnar urðu þær að R&B
stillinn hvarf að miklu leyti og i
staðinn komu melódiskari lög og
textar, sem fjölluðu um alls kyns
þjóðfélagsleg vandamál og fyrir-
brigði, en þó mest um hinn al-
menna mann, sem sumir kalla
smáborgarann.
„Waterloo Sunset”, „Autumn
Almanac” voru lög þeirra 67, en
Dave Davies gaf út 2 plötur lika:
„Death of a Clown” og
„Sushannah’s Still Alive”. Auk
þessa gáfu þeir út sina fyrstu
hljómleikaplötu „Live At Kelvin
Hall”, auk „Something Else By
The Kinks”, og „Sunny After-
noon” (einskisvert samansull aft-
ur).
í byrjun 68 fóru vinsældir Kinks
að dala, Pete Quaife, bassaleikari
hætti loks fyrir fullt og allt eftir að
hafa lent i slysi, og John Dalton
núverandi bassaleikari þeirra tók
við. Dave Davies hafði næstum
hætt árið áður og var meira að
segja búinn að taka upp heila
stóra plötu, sem var mikið til til-
búin til útgáfu. „Wonderboy”
náði ekki eins miklum vinsældum
og næstu plötur á undan, og það
þyddi á þessum árum að hljóm-
sveitin væri búin að vera, svo
gáfu þeirút „Days”, frábært lag,
sem gekk örlitið betur. Dave
Davies gaf lika út sitt besta lag:
„Lincoln County”. Eitt merki’-
legt er við þetta ár, — Kinks gáfu
út plötu, sem Pete Townshend, i
Who, hrósaði nú fyrir skömmu og
viðurkenndi að hafa fengið hug-
myndina um Tommy þaðan, en
þaö er platan „The Kinks Are The
Framhald á bls. 18
Kinks ásamt Tempó. Munið þið kannski efttr peimv
Michael Murphey:
„Blue Sky-Night
Thunder”
(Epic) fengin aö
láni í Faco
Michael Murphey er fyrst aö ná sér á
strik nú, eftir 2stórar plötur. Ég man eftir
einu lagi meö Michael Murphey áöur, en
þaö hét „Geronimo’s Cadillac” og er
alveg stórgott. Þessi plata ,,Blue Sku-
Night Tunder” er góö. Hún er mjúk,
minnir stundum á John Denver, stundum
Don McLean og fleiri i þeim stil, e;i þaö
þýöir samt ekki aö hann sé beiní. líkur
þeim. Murphey hefur eigin stíl, se.n á eft-
ir aö þroskast enn. Murphey e. banda-
rikjamaöur, sem stuöur málstaö indiána.
Textarnir eru i anda þeirra, og jafnvel um
þá ((Boodbye Old Desert Rat). Þessi
breiöskifa er tileinkuö tveimur harögerö-
um indiánum, Calvin Black og Guy Dull
Knife.
Platan ,,Blue Sky — Night Thunder^ er
nú á uppleiö á bandariskum vinsældalist-
um og „Wildfire” er lika hátt á listum yfir
litlar plötur.
„Wildfire”, sem er fyrsta lag plötunn-
ar, fjallar um samband hests og
mannveru og sambandi þeirra viö náttúr-
una. Þetta er mjög fallegt lag, sem væri
tilvaliö i kvikmynd um slikt efni. Þegar
maöur les textana (sem fylgja meö á
innra hulstrinu) nær maöur snertingu viö
fjöllin, himininn, trén og fuglana og annaö
þaö, sem Murphey syngur um. Banjóiö,
kassagitarinn og mandóliniö færa mann
lika nær.
„Carolina In The Pines” fjallar um ást-
ina, eöa öllu heldur um þaö, sem var I
kringum ástina, hvernig veöriö var
o.s.frv.
„Goodbye Old Desert Rat” fjallar um
þá, sem platan er tileinkuö. Þetta er besta
lag plötunnar. Textinn lýsir manni, sem
lifir hinu hreina sveitalifi, manni, sem
veit hvaö er mikils viröi i lifinu. Aö vera
sjálfum sér og sinum nógur, eöa öllu held-
ur aö vera, eins og þaö er kallaö, — gam-
aldags. Viölagiö og siöasta visan er mjög
góö.
„Wild Bird” er ekta Don McLean-lag
meö ekta Don McLean-rödd (McLean er
mjög góöur). ÞaÖ er lofsöngur um örninn
og hinn mikla kraft hans, og Murphey
spyr i textanum hvort lög hans hafi sama
kraft og vængir arnarins. Um þaö má
deila, en þau.eru allavega jafn ómenguö
og fjallaloftiö, sem báöir dá svo mjög.
„Blue Sky Riding Song” er kraftmikiö
kántri-lag, lokalagiö á hliö I.
„Medicine Man” náöi nokkrum vin-
sældum i Tiu á toppnum. ÞaÖ var rétt hjá
Erni Petersen aÖ velja „Medicine Man”,
þaö er mest gripandi. Lagiö er afar létt
meö skemmtilegu viölagi. „Medicine
Man” er hér indiána læknir, sem dansar,
syngur og kemur fólki i „trans”!
„Secret Mountain Hideout” er nokkurs
konar popplag meö Tom Scott á saxofón.
Fremur smekklaust.
„Without My Lady There” er hörö
ádeila á storborgir og hiö hættulega og
ómerkilega peninga- og metoröa-hlaup
þar. Lýsingin á borgunum er stórkostleg
og afar sönn. Einn af betri textum, sem ég
hef heyrt lengi.
„Night Thunder” hefur bara fjögurra
lina texta og 7 orö! Samt góöur: „Love me
like / night thunder / sunlight / water”.
Lagiö sjálft er lika sæmilegt.
Siöasta lagiö er „Rings of Life”. Mjög
rólegt og gott. Þessi plata er góö til þess
aö hlusta á á björtum miösumarnóttum
eöa uppi i sveit aö vetrarlagi. Platan er
góö i alla staöi, vel spiluö, vel sungin, góö
lög og góöir textar, meö heilbrigöum
skoöunum.