Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júni 1975. Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög Tökum lagið SÆL NÚ! Þakka ykkur fyrir bréfin! Loksins tökum viö fyrir lag eftir BOB DYLAN. Það heitir Mr. Tambourine Man. Flest ykkar kannast sjálfsagt viö þetta lag og ljóö. Vonandi öll. Ég birti hérna þrjú af fjórum erindum ljóösins, þau, sem mest hafa veriö sungin. Mr. TAMBOURINE MAN VIÐLAG: C D G Hey, MISTER TAMBOURINE MAN play a song for C me, G c a I’m not sleepy and there is no place I’m D going to. C D G Hey, MISTER TAMBOURINE MAN play a song for C me G C a D in the jingle jangle mornin’ I’ll come follow G in’ you. C D G C Take me on a trip upon your magic swirlin’ ship G C G My senses have been stripped, my hands can’t C feel to grip G e G C My toes too numb to step, wait only for my boot heels a D To be wanderin’ C D G e I’m ready to go anywhere, I’m ready for to fade G C G c Into my own parade, cast your dancin’ spell my way a D I promise to go under it. Viölag: Though you might hear laughin’ spinnin’ swingin’ madly across the sun It’s not aimed at anyone, it’s just escapin’ on the run And but for the sky there aro no fences facin’ And if you hear vague traces of skippin’ reels of rhyme To your tambourine in time, it’s just a ragged clown behind I wouldn’t pay it any mind, it’s just a shadow you’re Seein’ that he’s chasin’. Viölag: Then take me disappearin’ through the smoke rings of my mind Down the foggy ruins of time, far past the frozen leaves The haunted, frightened trees out to the windy beach Far from the twisted reach of crazy sorrow Yes, to dance beneath the diamond sky with one hand wavin’ free ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓK SAMAN Dalakútar Fólgið fé Allar götur frá upphafi land- náms hafa sögur verið á kreiki um menn sem grófu auðæfi sin i jörð, Geirmundur heljarskinn fal fé sitt mikið i Andarkeldu undir Skarði, segir Landnáma, og Ketilbjörn gamli lét flytja silfur sitt á tveim yxnum og grafa. Sögur af fólgnu silfri fornmanna hafa magnast og aukist fram undir þennan dag, og þær sögur eru ófáar er greina frá leit siðari tima manna að fornum fjársjóðum, en oftast fer leitin út um þúfur af einhverjum undarlegum orsökum, einkum missýningum, algengt er að mönnum sýnist sóknarkirkjan eða jafnvel öll sveitin standa i björtu báii, og hætta við allt saman. Einar Ólafur Sveinsson skrifar i riti sinu um islenskar þjóðsögur: „Fédraugasagnir fornaldar eru nokkuð öðruvisi en þær, sem menn segja á siðari timum. Um fólgið fé eru ýmsar sagnir, en draugar ekki við það bendlaðir. En fé var oft grafið með mönnum, og var þeim þá ætlað að njóta þess i öðru lifi, hvort sem þaö var nú i haugnum eða Valhöll. Þegar fram liða stundir, leggst heldur skuggi yfir þessar hugmyndir, haugbú- inn i fornaldarsögunni er mikill dólgur og illiiegur, en hann’er ekki sama vesalmenni og fé- draugar siðari alda... Það er ekki fyrr en á siðari öldum, að fépúkinn er vesæll vegna pen- inganna sem hann hefur grafið, i þeim hugmyndum má finna bæði óhug kristinna manna og mótmælisamfélagsins gegn þvi, aö fé sé skotið undan skyldar- notkun i þessum heimi, það er móti náttúrunnar lögum, að maður njóti þess lengur en fram að andláti sinu, þá á það að hverfa til annarra. Fátæktin hefur lagt á þetta athæfi fyrir- litningu, en um leið lifgað upp þetta minni með leyndri fýsn”. Fépúkar Jón Arnason segir um fépúka: „Margar sögur eru af beim sem ekki háfa getað SKilist viö auðlegð sina ofanjarð- ar og vitja hennar þvi eftir dauðann. All- ar slikar afturgöngur heita fé- púkar eða maurapúkar þó nú séu einkum niskir menn nefndir svo er ekki tima af neinu að sjá, en nurla fé saman með öllu móti. Þess konar afturgöngur eru á ferð á hverri nóttu, telja þeir þá peninga sina og leika sér að þeim á ýmsan veg, þvi áður en þeir dóu hafa þeir komið fé sinu fyrir þar sem þeir geti vitj- að þess aftur i næði eftir dauð- ann, og sannast þvi á þeim að „þar er allur sem unir”. En það íiggur þeim lifið á að vera búnir að ganga frá skildingum sinum og vera komnir i gröf sina áður en dagur ljómar, þvi þeir mega^ ekki sjá dagsljós heldur en álfar er þeir hafa gleði eða dansa á hátiðanóttum eða nátttröll á næturgöngu, og vilja þeir þvi allt til vinna og jafnvel láta af hendi peningana sjálfa að kom- ast i holu sina áður en dagar”. Vafurlogi Af ýmsu mátti ráða hvar fé var undir fólgið, en skýrasta vitni þess var vafurloginn. „Þar sem fé er fólgið I jörðu, er sagt að blár logi leiki yfir þegar myrkt er á haustum og þegar hlákur ganga á vetrum, en mjög sjaldan á sumrum. Logi sá er' upp af fénu leggur er ýmist kall- aður vafurlogi eða málmlogi. Ekki eru það seinni alda hug- smiðar einar að eldar sjáist brenna á viðavangi, þvi þeirra er og getið i fornum sögum og kallaðir haugaeldar. Orðið „vafurlogi” kemur og fyrir i Sæmundar-Eddu og merkir þar flögrandi loga eða eld sem ver sali gyðja og kvenna, en ekki málmloga eða loga upp af graf- silfri. En svo litur út sem nú sé að minnsta kosti hjá alþýðu lögð sama þýðing i bæði orðin, vafur- loga og málmloga, og merki hvort tveggja eld sem logi upp af fólgnu fé.” Sjö dalakútar i Andahvilft Með ýmsum hætti gengu kunnáttumenn frá grafsilfri sinu i lifanda lifi svo að það væri óhult fyrir hverjum þeim er eft- ir þvi kynni að slægjast. 1 vest- firskum sögnum er sagt frá nafnkunnum manni, Hvala- Ólafi, en hann bjó i Hvestu I Arnarfirði og var orðlagður hvalaskutlariá 17. öld, er margt manna frá honum komið. „Ólaf- ur hafði grætt mikið fé á hval- veiðum sinum og var stórauð- ugur maður. Sagt er, að hann hafi látið peninga sina i hálf- tunnur og grafið þær niður i hvilftinni fyrir innan Hvestu- vaðal, sem kölluð er Andahvilft. Hafi hann mælt svo um, að þriðji maðurinn frá sér, sem bæri sitt nafn, skyldi finna pen- ingana og eignast þá. Lika er sagt, aö staðurinn, sem hann hafi grafið peningana á, hafi verið þannig valinn, að þaðan hafi bæði sést á Rafnseyrar- hyrnu og burstina á naustinu hans. Naustið var fyrir innan Hvestuvaðal uppi undir Anda- hvilftarbrekkum. Sagt er, að sjö dalakútar séu grafnir niður i andahvilftinni, og sé einn andi hjá hverjum kút til þess að gæta peninganna. Af öndum þessum dregur hvilftin nafn og er kölluð Andahvilft eða Sjöandahvilft.” Sagnir voru á kreiki um vafur- loga i Andahvilft, og allt fram undir lok 19. aldar voru menn að leita að peningum Hvala-Ólafs, sumir þóttust jafnvel finna eitt- hvað af þessu þar i þúfna- mónum, geymt I litlum kútum og stokkum. Peningaþúfan 1 vestfirskum sögnum er einn- ig að finna sögu sem vitnar um áþekkan peningareit I umsjá varðanda og frá er greint i sög- um af Hvala-Ólafi. Hún sýnir að viðar eru féþúfur við Arnarfjörð en I hvilftinni fyrir innan Hvestuvaðal: „Þegar Jón Þórðarson, sem almennt var nefndur dýralækn- ir, bjó að Laugabóli i Arnarfirði, var það almenn sögn að fé væri grafið i þúfu einni, nokkuð frá bænum að Laugabóli. Sagt var, að Jón hefði grafið I þúfu þessa og fundið þar dalakút. t þúfunni voru innibyrgðir voldugir andar i glerglösum, sem halda áttu vörð eða vernd yfir fjársjóðn- um. Haft var eftir Jóni, að and- arnir hafi verið sjö, sinn I hverju glasi, og torvelt hafi verið að haga svo greftrinum, að glösin brotnuðu ekki. Sumar sagnir segja, að Jóni hafi heldur ekki tekist þetta, og þrjú glösin hafi brotnað, aðrir segja fimm. And- arnir, sem losnuðu, tóku strax að ásækja Jón. Reyndi hann að koma þeim fyrir með kunnáttu sinni, en.tókst það ekki. Fékk hann engan frið fyrir ásókn and- anna, þangað til hann skilaði þeim nokkru eða mestu af fjár- sjóðnum. Voru þeir þvi verri viðfangs sem peningatalan hækkaði hjá Jóni. Loks tókst Jóni að slæva andana og frið- kaupa þá nokkuð, en haft er eft- ir honum, að hefðu tveir siðustu andarnir losnað myndi hann ekki hafa komist lifandi heim, þvi þeir hafi verið hálfu magn- aðri en andar þeir sem hann átti i höggi við.” (Landnámabók, E.Ó. Sveins- son: Um isl. þjóðsögur, Þjóðs. Jóns Arnasonar, Vestfirskar sagnir o.fl.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.