Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Þegar þetta er skrifað er nýhaf- in f Rómaborg fundur Matvæla- ráðs þess sem ákveðið var að stofna á matvælaráðstefnu SÞ. i Róm í fyrra. Þar eru á döfinni ýmislegar hugmyndir um alþjóð- lega aðstoð við hungurlönd, bæði i formi sjóða og matvælabirgða sem grípa má til i viðlögum. Eins og að likum lætur vekur það einna mesta athygli manna hvað Bandarikin hafa fram að færa á slikum fundum, enda eru þau langstærsti matvælaútflytj- andi heims. Hér fer á eftir sam- antekt um áhrif matvælaauðs bandarikjamanna á utanrikis- stefnu þeirra og viðskipti, og er hiin byggð á greinarflokki eftir bandarikjamanninn Peter Wiley (Pacific News Service). Bandarlkin hafa eftir strið notað matvælabirgðir slnar sem pólitlskt vopn I baráttunni fyrir þvi að tryggja sér bandamenn um heim allan. Matvæli sem pólitískt vopn Matvælafurstar Matvælakreppan i heiminum hefur orðið firna arðvænleg bandariskum matvælaiðnaði. Svo mjög, að eftir þvi sem verð á matvælum hefur hækkað freistast menn æ oftar til að kalla hina bandarisku framleiðendur — sem ráða um 44% af kornsölu i heim- inum — „matvælafurstana”, i Hkingu við samskonar aðal i oliu- sölu. Rétt eins og oliuframleiðslu- löndin hafa notað oliuna, þá hafa Bandarikin fyrr og siðar notað yf- irráð sin yfir verulegum hluta af matvælabirgðum heims i þágu ut- anrikispólitiskra og viðskipta- legra hagsmuna sinna. Eða eins og Earl Butz landbúnaðarráð- herra segir hiklaust: „Við notum nú um stundir matvæli sem tæki, og þau eru sterkasta tækið sem við eigum i alþjóðapólitik”. Hitt er svo annað mál, að það er mjög hættulegur leikur að nota matvæli i þágu utanrikispólitik- ur: með því móti er hungruðu fólki stórlega mismunað eftir þvi hvort stjórnendur þess njóta pólitiskrar náðar i Washington, slikur velvilji eða andúð ákveður í vaxandi mæli hver fær satt hung- ur sitt I heimi hér og hver ekki. Maturinn borgar oliuna Otflutningur á landbúnaðar- vörum hefur nú orðið gífurleg á- hrif á greiðslujöfnuð Bandarikj- anna. Crtflutningur þessi hefur aukistað verðmæti úr niu og hálf- um miljarði dollara árið 1972 i tuttugu og hálfan miljarð 1974. Hin mikla verðhækkun á matvæl- um gerir það að verkum, að út- flutningur á þeim borgar næstum þvi allan olíuinnflutning Banda- rikjanna — þrátt fyrir allar verð- hækkanir á oliu. Arið 1974 flutti USA inn olfu fyrir 24 miljarði doll- ara. 1 reynd hefur litið tillit verið tekið til þess lista sem SÞ gerðu yfir þau 33 riki, sem búa við al- varlegt hungur eða eru á þeim mörkum. útflutningur á banda- riskum matvælum fer f auknum mæli til þeirra landa sem hafa 'ráð á að borga. Japan og ýmis Evrópulönd, þar sem aðeins sjöttungur ibúa jarðar býr, flytja inn 20% meira af korni en öll van- þróuð riki til samans. U m f ra mbir gð ir og nýting þeirra Um alllangan aldur hefur það verið eitt helsta verkefni banda- riskra bænda og matvælafursta aö koma i verð erlendis þeim um- frambirgðum af matvælum sem lýgilega gjöful landbúnaðarhéruð rikisins skila af sér. An mikils út- flutnings hefði heimamarkaður yfirfyllst af mat, verðlag hefði fallið stórlega og fjöldi bænda orðið að gagna frá búi. Eins og reyndar gerðist I kreppunni um 1930, þegar komi var brennt i stórum stil enda þótt viöa væri knappt um mat meðal fátækari Ibúa Bandarfkjanna sjálfra, svo Kissinger: skyidi ekki mega nota matvælin til að fá fátækustu þjóð- irnar I lið með Bandarikjunum gegn oliurlkjunum? Earl Butz landbúnaðarráðherra hefur verið einn helsti herfræð- ingur matvælaaðstoðarinnar. ekki sé á þá minnst sem voru miklu ver staddir. Sfðanþá —á fjórða áratugnum, — hafa bandarísk stjórnvöld lagt til hliðar hluta uppskerunnar til að reyna að halda verðinu uppi. Eftir heimsstyrjöldina sfðari, þegar atvinnulif styrjaldarþjóða hafði jafnað sig að nokkru, urðu þessar kornvarabirgðir firna- miklar, og tekjur bænda fóru rýmandi. Þá fundu ráðamenn (m.a. Butz, sem var varalandbúnaðarráð- herra upp leið til að losna við um- frambirgðirnar. Leið þessi var einskonar sambland af gottgjör- elsi, bisness og diplómatí. Uppgötvun Butz og félaga hans byggði á þvf, að það væri ódýrara fyrir stjórnina að selja umfram- birgðirnar erlendis, en að safna þeim I hlööur heima. Stjórnin tók þvi að semja um sölu á matvæl- um tilfátækra bandamanria sinna — ekki síst andkommúniskra stjóma eins og þeirrar spænsku. Og kaupin voru fjármögnuð með lánum á lágum vöxtum og til langs tima. t fyrstu mátti endurgreiða þessi lán i gjaldmiðli lántökurikisins. Bandarikin notuðu siðan greiðsl- urnar i lántökurikinu sjálfu til að byggja þar upp bandariskar her- stöðvar, vinna markaði fyrir sölu á bandariskum matvælum i framtiðinni á venjulegum við- skiptagrundvelli, og til þess að veita lán bandariskum fyrirtækj- um sem vildu fjárfesta I viðkom- andi löndum. (Ýmislegt höfum við islendingar reynt af þessari aðferð bandarikjanna til að nota matvæli sem óseljanleg voru heimafyrir til að auka hernaðar- leg og efnahagsleg itök sin er- lendis. A timabilinu 1954-1974 kostuðu þessar áætlanir, sem nefndar voru „Food for Peace” (Matur f þágu friðar) og PL-480 banda- rfska skattgreiðendur um 24 miljarði dollara. Birgðir þverra En i byrjun þessa áratugs gengu matvælabirgðir heimsins að mestu til þurrðar, vegna vax- andi eftirspurnar og svo þess, að ráðstafanir bandariskra stjórn- valda til að draga úr framleiðslu voru farin að hafa áhrif. Siðan hafa framlög til matváelaaöstoðar við erlend riki verið skorin niður jafnt og þétt þar til á þessu ári, þegar sterkur alþjóðlegur þrýst- ingur hefur aukið þau að nokkru i fyrsta skipti i 10 ár. Margir bandarikjamenn telja sig andviga þvf að matvæli séu „gefin” til annarra landa. En það er hinsvegar staðreynd, að það er aöeins lftill hluti þeirra matvæla sem hafa fallið undir PL-480 sem er beinlinis hægt að lita á sem gjöf. Pólitisk mismunun I reynd hefur mest af þeirri að- stoð sem veitt er skv. áætluninni PL-480 miðast við það, að ná sem hagstæðustum utanrikispólitisk- um árangri, ekki við það að út- vega sveltandi fólki mat. í fyrra fengu t.d. hinar völtu stjórnir skjólstæðinga USA í Kambodju og Suður-Vietnam i sinn hlut helm- ingallrar bandariskrar matvæla- aðstoðar. Sex afrikuriki á hung- urbeltinu sunnan Sahara fengu aðeins 12% samanlagt og Indland og Bangladesh allmiklu minna. Slik dæmi eru ekki ný af nál- inni. Um og eftir 1960 var mat- vælaaðstoð beitt til að Suður- Kórea gæti rekið hersveitir sem börðust með Saigonstjórninni. Og það kemur heldur engum á óvart nú, að ný bandarisk áform um matvælaaðstoð gera ráð fyrir þvf, að Austurlönd nærfái stærri hluta en áður, enda eru Bandarikin að reyna að hressa upp á itök sin i oliuframleiðslu þess svæðis. Hjálparáætlanirnar eru samt að nokkru leyti „gjöf” eins og gagnrýnendur þeirra segja. En það skiptir mestu i þessu sam- hengi, að mest af þvi fé skatt- greiðenda, sem til þess arna fer, gengur til bandariskra matvæla- útflytjenda, sem eru margir hverjir f nánum tengslum við á- hrifamenn á þingi. Bandarikjamenn flytja t.d. út um 60% hrisgrjónaframleiðslu sinnar. Helmingur þess magns fellur undir hjálparáætlunina PL- 480 (og þar af annast eitt fyrir- tæki, Sugar Rice and Sugar, helminginn). Viðtökulönd selja yfirleitt hrisgrjónin á markaðs- verði. Hluti peninganna fer til að endurgreiða hið bandariska lán, afgangurinn fer til annarra hluta — undir bandarisku eftirliti. Og svo til háttsettra spekúlanta eins og dæmi af Kambodju og Suður- Vfetnam sanna. Aðstoð og bisness Þeir bissnessmöguleikar sem tengdir eru matvælaaðstoð hafa aldrei verið langt undir yfirborði. George McGovern, forsetaefni demókrata, var 1961-62 yfirmaður „Food for Peace”. Hann hefur nýlega lýst þvi hvernig þessi að- stoð virkaði með svofelldum hætti: „Aætlunin Food for Peace hef- ur skapað markaði fyrir útflutn- ing á venjulegum viðskipta- grundvelli. Japanir þekktu eftir strið enn litt til mjólkur- og hveitiafurða, en gjafasendingar á slikum afurðum frá bandariskum umframbirgðastövðum höfðu vanist vegna Food for Peace”. Og i dag er Japan helsti innflytjandi bandariskra matvæla — flytur inn fyrir þrjá miljarði dala á ári. Bandarikin hafa einnig stutt út- flutning með beinum niður- greiðslum. Útflytjendur hafa get- aö keypt matvæli i Bandarikjun- um á hinu háa rikisstyrkta verði, og siðan hafa þeir selt erlendis á lægra heimsmarkaðsverði — bandariski rikiskassinn hefur borgað mismuninn. Þetta ýtti undir bandariskan útflutning á kostnað útflutnings landbúnaðar- rikja sem verr voru á vegi stödd. Bándariskir skattborgarar greiddu mismuninn —og héldu á- fram að greiða hátt verð fyrir þann mat sem þeir neyttu sjálfir. Þetta kerfi hefur samt truflast eftirhinar risavöxnu komsölur til Sovétrikjanna þurrkaárið 1972. En þá komst það upp, að fimm meiriháttar kornútflytjendur höfðu leikið á kornmarkaðinn og lögin um útflutningsstyrki með þeim hætti, að i vasa þeirra rann 300 miljón dala ólögmætur gróði (fyrir utan þann „lögmæta”). Þurrkaruir 1972. Árið 1972 urðu ýmis helstu hveitiræktarsvæði heims fyrir barðinu á alvarlegum þurrkum. Þetta hafði hin alvarlegustu áhrif á matvælaástandið. Þeir sem höfðu efni á t.d. sovétmenn og japanir, flýttu sér að festa kaup á miklu af varabirgðum Bandarikj- anna, en víða annarsstaðar rikti beinnskortur. 1 fyrsta sinn i lang- an tima var ekki um „umfram- birgðir” að ræða. Og verðið snar- hækkaði. Þetta varð m.a. til þess, að Henry Kissinger utanrikisráð- herra fékk aukinn áhuga á land- búnaði. Hann lét meira að segja öryggismálaráð landsins ræða um matvæli og þýðingu þeirra fyrir bandariska hagsmuni og mun þetta i fyrsta sinn að það var gert. Og hann varð til þess að hvetja til samkvaðningar mat- vælaráðstefnu SÞ,sem haldin var I Róm i fyrra. Nokkru áður en sú ráðstefna hófst hélt Ford bandarikjaforseti ræðu á allsherjarþingi S.Þ. þar sem hann sagði m.a. að „það hef- ur ekki verið stefna okkar að nota matvæli sem pólitfskt vopn”. Af þvi sem að ofan er rakið má sjá, -að þessi yfirlýsing er annaðhvort barnaleg eða fullkomlega óheið- arleg. Matvæli eru Bandarikjunum pólitiskt vopn eins og þau hafa lengi verið. Hitt er svo annað mál, aðþað hefur verið togstreita milli Fords forseta og stjórnar hans hinsvegar og þingsins hinsvegar um það, hvernig ætti að beita þvi, á hvað ætti að leggja áherslu. Togstreita Það yrði of langt mál að fara nákvæmlega út i þá sálma hér. Ford og Kissinger vildu bersýni- lega ekki gefa ákveðin loforð um matvælaaðstoð fyrr en ljóst yrði hver þróun oliuverðs yrði. Þvi Kissinger og ýmsir ráðherrar töldu, að hækkandi matvælaverð sem kom i kjölfar hækkaðs oliu- verðs mundi neyða ýmis lönd, einkum þau fátækari, til að styðja Bandarikin i viðleitni þeirra til að kljúfa samstöðu oliurikja og fá oliuverðið eitthvað lækkað. Kissinger vildi auka framlög til PL-480 en rakst á sparnaðar- og niðurskurðartilhneigingar i fjár- málaráðuneytinu og á þingi. Earl Butz landbúnaðarráðherra háði sérstaka baráttu fyrir þvi, að leggja niður kornhlöður rikisins og koma birgðunum fyrir i hönd- um einkaaðila. Ýmsir frjálslynd- ir demókratar á þingi vildu beita sér fyrir þvi, að dregið yrði úr pólitiskri mismunun i matvæla- aðstoð. Kringum þessa flóknu mynd vokuðu svo matvælahring- irnir, sem juku gróða sinn um 15- 20% i fyrra og hefur hann aldrei verið meiri. 011 þessi togstreita varð til þess, að bandariska sendinefndin kom til Rómar i fyrra með lam- aðan vilja og þokukennd fyfirheit. Enda fékk hún óspart orð i eyra fyrir — ekki sist frá fulltrúum al- þjóðlegra stofnana. Þessi gagn- rýni varð m.a. til þess, að Ford samdi við þingið i árslok um all- mikla hækkun á framlögum til PL-480, en samt er hún enn minni en 1973. Hafi matvælakappræðan i Bandarikjunum leitt eitthvað i ljós, þá er það helst það, að þeir sem þar ráða ferðinni hafa fyrst og fremst hugann við verslun: Þeir sem ráö hafa á munu geta keypt nóg af bandariskum mat- vælum, en liklega á enn hærra verði en nú. Þau lönd sem of snauð eru til að kaupa mat hafa til þessa ekki mikið annað heyrt en óljós loforð úm alþjóðlega hjálp i viölögum. —(áb tók saman).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.