Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.06.1975, Blaðsíða 20
Or vinnustofunni. Halldór situr viö saumavélina. Skóvinnustofa Halldórs ber smekkvfsi Halldórs, sem hér stendur viö afgreiösluboröiö, og eiginkonu hans góðan vitnisburö. Margt er þarna annaö aö fá en viögerö á skótaui og eru ýmsar vörur tengdar skófatnaöinum þarna á boöstólum. „Þaö var komið nóg af gömlu vinnustofunum” Skó v in nus tof a Halldórs Arnars Svavarssonar I Grims- bæ I Fossvogi hefur vakið at- hygli margra. ,,Ég hef aldrei áöur komið inn i skósmiöa- vinnustofu með skjannahvitum og hreinum gluggagardinum” sagöi roskin kona og sagðist ekki hafa búist viö aö uppiifa slikt á ævi sinni. Halidór hefur sem sagt vakiö athygli fyrir smekklegt útiit verslunar sinn- ar og eins fyrir góða þjónustu og má geta þess t.d. aö allt skótau sem kemur til viðgerðar er af- greitt innan eins sólarhrings, þ.e. strax daginn eftir. „baö er óneitanlega stundum dálitið erfitt að veita svo snögga þjónustu,” sagöi Halldór. „Oft þarf ég að vinna hér til mið- nættis en sjaldnast lengur og þvi er ég ákveðinn i að halda þessu áfram. Þetta hefur lika ákveðna kosti i för með sér og þá einkum segir skósmið- urinn í Gríms- bæ og segist ekki lifa á vatni og gömlu rúgbrauði eins og skóararnir í gömlu ævintýrunum þann að fólk sækir frekar skóna sina ef það getur vitjað þeirra svona fljótt.” — Hver á svo heiðurinn af út- litinu? — Ég verð nú að játa að það er ekki ég sem fyrst og fremst á þann heiður. Eiginkonan hefur verið að dunda við þetta, setja á veggfóður, gardinur, hurðar- hengi o.fl. En þetta mælist vel fyrir og var vissulega kominn timi til að skóvinnustofur fengju á sig nútimalegra snið en verið hefuri flestum þeirra til þessa. Ég legg t.d. áherslu á að hafa aldrei viðgerða skó frammi i af- greiðslunni. Slikt er ávallt hvimleitt, erfitt er að hafa snyrtilegt hjá sér með því móti, þvi gamlir skór i einni hrúgu eða þétt raðað i hillu eru sjaldn- ast verulegt augnayndi. Skórnir hérna eru geymdir inni i vinnu- stofunni og hef ég vanið mig á að setja þá i plastpoka svo að burstunin sem þeir fá að viðgerð lokinni verði ekki ónýt vegna ryksins ef þeir standa lengi i hiilunni. — Tekurðu fleira til viðgerðar en skófatnað? — Ég tek allar tegundir af töskum lika og hef raunar aldrei skilið hvers vegna svo mörgum skósmiðum er illa við slikt. Oft er litil vinna að gera við töskur og fólk kann að þvi er virðist sérstaklega vel að meta slikt. — Er nóg að gera? — Já mikil ósköp. Alltaf þegar harðnar eitthvað i ári eykst annrikið hjá skósmiðum gifur- lega. Fólki hættir til þess þegar vel gengur að fleygja skóm ótrú- lega fljótt og gerir sér enga grein fyr'r þvi hve litil vinna er að gera við þá. Þegar hins vegar ástand eins og núna kemur upp er nóg að gera, viðskiptin auk- ast verulega og iðnin blómstrar. — Hvers vegna er þá svona litið um lærlinga hjá ykkur skósmiðunum? — Það er erf itt að segja til um það. Vissulega eru ekki margir sem fást til að læra þessa iðn en sögur um að hún sé að deyja út eiga sér þó engan grundvöll. Ég get ekki séð annað en að skó- smiðir hafi það gott allflestir og hef enga trú á öðru en að fleiri öðlist áhuga fyrir skósmiðinni en nú er. Stundum verður maður var við að það er litið niður á iðnina. Menn lita skósmið kannski alls ekki sama auga og trésmið, járnsmið eða annað þess háttar. Skóarinn húkir einhversstaðar niðri i kjallarakompu, illa upp- lýstri með litinn hita en mikið af vondri lykt og óhreinindum i kringum sig og vinnur við skó- viðgerðir i rökkrinu eins og moldvarpa. Ég hygg þó að þetta gamla almenningsálit sé á und- anhaldi og fleiri og fleiri séu farnir að viðurkenna skó- smiðinn sem venjulegan iðnaðar- eða verslunarmann. — Ertu ánægður með kaup- taxta skósmiða? — Já ég er alveg sáttur við hann. Taxtinn fullnægir þörfum okkar alveg ágætlega og skó- smiðir draga ekki lengur fram lifið á vatni og gömlu rúgbrauði eins og svo oft i gömlum ævin- týrunum. —gsp Gestaleikur Leikfélags Dalvikur HART í BAK Eftir Jökul Jakobsson Leikstjóri Jóhann Ögmundsson Nú eru þrcttán ár liðin frá þvi að Hart i bak eftir Jökul Jakobs- son var frumsýnt I Iönó. Sýningin var feiknalega vinsæl eins og margir muna, og ekki barasta af þvi, að mjög vel var til hennar vandað og góöu liði fram tcflt. Þaö er margt sem rennir stoöum undir þá alþýðuhylli sem hefur dugaö leiknum til framfærslu hjá áhugaleikflokkum úti á landi. Einfaldar manngcrðir, ýktar sjálfsagt, en ekki ótrúvcrðar. Gamanleikjatýpur og atvik i bland viö aögengileg tilfinninga- mál. Utangarðsfólk, sem átti betri daga, og kallar á samúö. Astin sem hressir og bætir ungan mann. Allt að þvi óútskýrður góð- vilji holdi klæddur. Spaugileg dæmi úr braski og lifi sértrúar- flokka. Eftir þrettán ár koma Dalvik- ingarmeð þennan leik i heimsókn i Iðnó. Það er vissulega áræði þvi að hinn ágæti frumflutningur er svo mörgum i sæmilega fersku minni. I heild má segja að sýningin hafi verið misjöfn, en engu að sið- ur haft á sér allgóðan þokka, ekki gert of miklar kröfur til þess fyrirvara sem menn hafa, vilj- andi eða óviljandi, um áhuga- mannaflokka. Leikstjóri er Jóhann ögmundsson. Hann hefur bersýnilega haft mjög hugann við frumflutning leiksins þegar hann færði upp þessa sýningu, liklega einum um of. Þegar litið er á samstarf hans og leikara i heild, þá finnst manni að þau atriði tak- ist best þar sem spurt er um spaugilegan tón eða látbragð. Ljóðrænan er i meiri hættu (sam- hliða eintöl Jónatans skipstjóra og Ardisar), en lökust er útkoman þegar reynir á hina striðari strengi, reiði, ofstopa — og á ég þá bæði við framsögn og hreyf- ingar. Leikendur eru bersýnilega mjög misjafnlega sviðsvanir. ör- uggust var framganga þeirra sem fara með hlutverk Jónatans strandkafteins, Aróru dóttur hans og Finnbjörns, viöhalds hennar og smágreifa úr brotajárninu. Ilalla Jónasdóttirgerði margt vel i hlutverki Áróru, einkum þegar hún er freistari, eða nöldrari eða manneskja, sem sálinni hefur verið hvolft úr (eftir að Finnbjörn hefur keypt hana endanlega). En um hana gildir einnig það sem fyrr segir um heildarsvip sýning- arinnar: reiðin er henni erfiðust. Anton Angantýssoner Jónatan og Stefán Friðgeirsson Finnbjörn. Samkvæmt eðli hlutverkanna leika þeir mjög á einn streng, en það er lika gert á skynsamlegan hátt og mega menn vel við una. Eitthvað svipað má reyndar segja um þann Stig skósmið sem Rafn Arnbjörnsson sýnir. Yngra fólkið á erfiðara upp- dráttar, þar er meira um viðvan- ingshátt og ónákvæmni. Túlkun Ómars Arnbjörnssonará Láka og Guðnýjar Bjarnadóttur á Árdisi var „ójöfn”: Þegar þau náðu sér á strik, voru þau kannski ekki langt frá þvl að vera á réttri leið. Verra en frammistaða þeirra hvors um sig var það, að þau náðu ekki vel saman — og fyrir bragðið var enn erfiðara að trúa þvi að þessi góði engill að austan, Árdis, hefði umturnað sálartötrinu i skálkinum Láka með sigursælum kærleika. AB NÝTING SÓLARORKU í SOVÉTRÍKJUNUM Eölisfræöi- og verkefnastofnun Visindaakademiu sovétlýöveldis- ins Usbekistans hefur gert fjöl- margar áætlanir um nýtingu sólarhitans, meöal annars i sam- bandi viö hitakerfi, kælikerfi, gróöurhús, þurrkkerfi, miöstöövarhitun I sambýlis- húsum, afsöltunarkerfi og fleira. Smám samán koma þessar nýju hugmyndir að hagkvæmum notum. Þannig liefur sólarorkan þegar veriö notuö i fimm ár til vatnshitunar á þaki vélarhúss Tja rvak-orkuversins. Vatniö veröur þar allt aö 100 gráöu heitt Góö reynsla er fengin af ker‘ sem nýtir sólarorku til að þurrka grænmeti, og hefur einkum reynst vcl, vegna lítils reksturs- kostnaðar og hreinlætis. Kerfi til aö ná salti úr vatni framleiöir fjögur tonn af ágætu drykkjarvatni á sólarhring, og sparar loðfeldafyrirtæki, sem nýtir þetta vatn, mikiö fé. Veriö er að reisa sérstaka verksmiöju i nánd viö Bukhara, og á hún aö framleiöa tæki til nýtingar á sólarorkunni. Reiknaö er með, aö hún taki til starfa f lok þessa árs. Þar á aö framleiða sólareldhús og vatnshitara. — APN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.